Bændablaðið - 08.04.2009, Side 19
19 Bændablaðið | miðvikudagur 8. apríl 2009
Bændur, sparið áburðarnotkun.
Náði betri nýtingu með Trimble.
GPS leiðsögutæki landbúnaðarins.
Kynningarverð kr. 195.500,- með VSK.
Ísmar :: Síðumúla 28
ismar.is :: Sími: 510 5100
Heimafóður er heiti á nýju verk-
efni sem búnaðarsamböndin á
Norður- og Austurlandi standa
að, en um er að ræða undirbún-
ingsverkefni að áætlaðri smíði
og rekstri á færanlegri samstæðu
til heykögglunar og kjarnfóð-
urgerðar á bændabýlum sem og
til fleiri nota. Verkefnið hefur
verið kynnt á sex fundum á
Norður- og Austurlandi og voru
viðtökur góðar að sögn Þórarins
Lárussonar ráðunautar hjá
Búnaðarsambandi Austurlands
og verkefnisstjóra. Hann segir að
ekki verði farið af stað með verk-
efnið fyrr en búið er að tryggja
viðunandi fjármögnun og hráefni
til vinnslunnar. Gangi það að
óskum nú á vordögum er stefnt
að því að hefjast handa við smíð-
ina sem tekur um fjóra mánuði
og taka samstæðuna í notkun
næsta haust. Smíði hennar kostar
um 40 milljónir króna.
Gras- og heykögglaverksmiðjur
störfuðu hér á landi á árum áður, eða
á tímabilinu frá því rétt fyrir 1970
og fram til ársins 2004. Flestar urðu
graskögglaverksmiðjunar 6 talsins
og heykögglaverksmiðjurnar 4, en af
þeim er ein eftir starfandi og er hún
í eigu Stefáns Þórðarsonar á Teigi.
Þórarinn telur að hár fjárfestingar- og
rekstrarkostnaður og ódýrt innflutt
kjarnfóður hafi einkum valdið því að
graskögglaverksmiðjurnar báru sig
ekki. „Ýmsar aðrar ástæður urðu til
þess að samdráttur varð í starfsemi
heykögglaverksmiðjanna,“ segir
Þórarinn og nefnir m.a. að þróun í
heyverkun yfir í rúllugert vothey hafi
verið hröð, en heimaræktun og þurrk-
un byggs til íblöndunar í heyköggla
var skammt á veg komin. „Það vant-
aði líka fé til tækniþróunar og eins
skorti nægilega festu og öryggi í
reksturinn, m.a. vinnslusamninga við
bændur og kögglagerðin var líka oft
misjöfn að gæðum.“
Tilefni til að skoða þennan
möguleika að nýju
Þórarinn bendir á að nú hafi margt
breyst þannig að tilefni sé til að
skoða þennan möguleika að nýju.
Nefnir hann m.a. áhuga á að glata
ekki þeirri þekkingu sem fyrir er og
að margir hafi brugðist jákvætt við.
Nú væri einnig fyrir hendi aukin
þekking á áhrifum heyvinnslu í
köggla, tækniframfarir sem og
öflug erlend samvinna, en hollensk-
ir aðilar á Benelux-svæði Amandus
Kahl verksmiðjanna í Þýskalandi
sem eru sérfræðingar á þessu sviði
munu leggja verkefninu lið. „Þá má
líka nefna að byggrækt og þurrkun
hefur stóraukist hér á landi á liðn-
um árum. Ný gjafatækni í gripa-
húsum kallar gjarnan á kögglun
kjarnfóðurs og síðast en ekki síst
er verulegur áhugi fyrir því um
þessar mundir að spara aðföng,“
segir Þórarinn. Hann nefnir einnig
að nýta megi samstæðuna í önnur
verkefni eins og vinnslu úr skógar-
viði, á hálmi í undirburð og þá sé
endurvinnsla ýmiss konar í augsýn.
Þórarinn ítrekar að ýmsar for-
sendur verði að vera til staðar svo
reksturinn geti gengið af nægilegu
öryggi, en grunnforsenda verkefn-
isins er að almennur og víðtæk-
ur samhugur og samstaða skapist
um það. „Þá verður að vanda til
verka, og afar mikilvægt að vel
takist til um smíði á fyrstu sam-
stæðunni ef af verður. Við teljum
okkur hafa réttu mennina til verks-
ins, bæði frumkvöðulinn okkar,
Stefán Þórðarson í Teigi og svo
Hollendinga sem eru sérfræðingar
á þessu sviði með mikla reynslu og
þekkingu,“ segir Þórarinn.
Skýrist við upphaf heyanna
Áfram er unnið að gerð hag-
kvæmniathugunar vegna þessa
verkefnis sem nú er í kynningarferli
og segir Þórarinn að jafnfram verði
unnið að markaðs- og vöruþróunar-
verkefnum sem og gerð nákvæmr-
ar fjárhagsáætlunar. Sem fyrr segir
verður smíði ekki hafin á samstæð-
unni fyrr en ljóst liggur fyrir að
næg verkefni og umsamin, verði
til staðar næstu þrjú árin sem og að
viðunandi fjármögnun sé í hendi.
„Við stefnum að því að mál skýrist
varðandi þessa þætti í upphafi hey-
anna í sumar,“ segir Þórarinn.
Hann sagði að nú á næstunni
væru fleiri fundir á döfinni, en
einkum væri í fyrstu atrennu lögð
áhersla á að koma á fleiri fund-
um innan vaxtarsamningssvæð-
anna, þ.e. frá Eyjafirði, austur og
suður um í Vestur-Skaftafellssýslu.
Kynn ing utan þess væri þó alveg
inni í myndinni, ekki síst ef eftir
því væri leitað.
Auk Þórarins eru í verkefnis-
stjórn þeir Stefán Þórðarson í Teigi
og Ingvar Björnsson hjá Búnaðar-
sambandi Eyjafjarðar. Dr. Jóhannes
Sveinbjörnsson hjá Landbúnaðar-
háskóla Íslands hefur veitt faglega
sérfræðiaðstoð. Vaxtarsamningur
Austurlands, Atvinnuþróunarsjóður
Austurlands og Vaxtarsamningur
Eyjafjarðar hafa styrkt verkefn-
ið, en einnig liggja fyrir umsóknir
hjá Vaxtarsamningi NA-lands og
Framleiðnisjóði landbúnaðarins.
MÞÞBúnaðarsamböndin á Norður- og Austurlandi hrinda af stað verkefninu Heimafóður
Kanna hagkvæmni þess að koma upp færanlegri
samstæðu til heykögglunar og kjarnfóðurgerðar
Fóðrunarleg áhrif þess að
mala og köggla gras eða hey
Af gefnum tilefnum er mikilvægt er að gera afgerandi greinarmun
á heyverkun annars vegar og heyvinnslu hins vegar þar sem til
dæmis mölun og kögglun eykur mjög á raunverulegt kjarnfóður-
ígildi heyjanna.
Ef markmiðið er að íslensk jórturdýr framleiði sem mestar afurðir
af innlendu fóðri er rétt að velta því fyrir sér af hverju innflutt kjarn-
fóður er notað. Það er fyrst og fremst vegna þess að með kjarnfóð-
urgjöf er umsetning fóðurs mun hraðari og afurðaframleiðsla því meiri
heldur en ef gefið væri gróffóður eingöngu, eins og tíðkaðist í gegnum
aldirnar. Mölun og kögglun gefa heyi vissa kjarnfóðureiginleika sem
felast einkum í auknum flæðihraða í gegnum vömb. Grunnurinn að
þessu er eftirfarandi: Í vömb, kepp og laka fer fram gerjun en jafn-
framt smækkun á fóðrinu vegna jórtrunar og vambarhreyfinga. Fóðrið
fer til vinstrar þegar fóðrið hefur smækkað nægilega til að komast í
gegnum þröngt op milli kepps og laka. Fyrir venjulegt gróffóður er
þetta mun tímafrekara ferli en fyrir kjarnfóður eða malað gróffóður.
Þetta er ástæðan fyrir því að kögglun með tilheyrandi mölun eykur át
á gróffóðri. Þá má nefna að nýtanlegt prótein AAT eykst verulega við
kögglavinnsluna.
Aðspurður um kynningarstarfið áfram kvað Þórarinn fleiri fundi
vera á döfinni á næstunni. Einkum væri í fyrstu atrennu lögð áhersla
á fleiri fundi innan nefndra vaxtarsamningssvæða, þ.e. frá Eyjafirði,
austur og suður um í V-Skaft. Kynnig utan þessa svæðis er þó alveg
inni í myndinni, ekki síst ef eftir væri leitað.
Frekari upplýsingar verður að finna á heimasíðu Búgarðs á
Akureyri innan skamms (www.bugarður.is).
– VERKIN TALA
Vinnustundamælir
Titringsvirkur tímamælir
Fr
u
m
Gylfaflöt 32 112 Reykjavík Sími 580 8200
www.velfang.is velfang@velfang.is
Vinnustundamælir sem
virkar af titringi. Nettur
mælir sem festur er á plóg-
inn, tætarann eða hvaða
tæki sem er leigt út.
Digitalskjár með lithium raf-
hlöðum sem endast í átta ár.
Tilvalinn fyrir Búnaðarfélög á útleigutækjum,
auðveldar til muna að halda utan um útleigustundir.
Fer í gang um leið og dráttarvél eða tæki fer af stað, virkar
jafnt á dregnum tækjum eins og plógum og drifskaftsknúnum.
Styrkveitingar á vegum
erfðanefndar landbúnaðarins
Meginhlutverk erfðanefndar landbúnaðarins er að vinna að
varðveislu og sjálfbærri nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði. Í því
skyni hefur nefndin ákveðið að verja fjármunum í að styrkja ein-
stök afmörkuð verkefni sem falla að þessu hlutverki. Lögð er
áhersla á að styrkja verkefni á eftirfarandi sviðum:
í landbúnaði.
eða nýtingu á erfðaauðlindum í landbúnaði.
erfðaauðlinda í landbúnaði.
-
búnaði og gildi þeirra.
!
#
$
% sem hafa það að markmiði að stuðla að verndun og sjálfbærri
nýtingu innlendra erfðaauðlinda í íslenskum landbúnaði. Að jafn-
&'**+;**#&<$
%
%
=
>>>&
& &!
?C Q
U W ? X
? YY' Z
[ \ & ] ^*&