Bændablaðið - 08.04.2009, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | miðvikudagur 8. apríl 2009
Á sl. ári beindist athygli fjölmiðla
og almennings að hlýnun loft-
hjúpsins og umhverfisvandamál-
um. Í ár er það hrun á hlutabréfa-
mörkuðum og fjármálakreppan.
Breskir vísindamenn drógu upp
alvöru umhverfismála með því
að boða það að verja þyrfti sem
svarar 50.000 milljörðum n.kr. til
þess aðeins að bæta fyrir alvar-
legustu skaða sem maðurinn
hefur unnið á náttúrunni (Stern-
skýrslan).
Nokkra undanfarna mánuði
hafa þjóðir heims veitt hnatt-
rænt svipaða upphæð til að milda
alvarlegustu birtingarmyndir fjár-
málakreppunnar. Hvers vegna er
brugðist svona hratt við þegar hag-
kerfið hrynur en jafn lítill áhugi
og raun ber vitni er á að bregðast
við umhverfisvandamálunum? Að
áliti okkar eru umhverfiskreppan
og fjármálakreppan tvær birting-
armyndir sama máls og það þarf að
taka á þeim sameiginlega. Báðar
snúast þær um sambandið á milli
lífskjara, náttúru og samfélags
manna.
Við teljum að ein veigamesta
ástæðan fyrir umhverfis- og fjár-
málakreppunum sé sú að við búum
við hagkerfi sem er háð hagvexti til
að virka. Okkur er ljóst að nauð-
synlegt er að bregðast við verstu
einkennum fjármálakreppunnar til
þess að vinna tíma til að takast á
við orsakir vandamálanna. Aftur á
móti er staða okkar sú að við eigum
á hættu að fyrstu aðgerðirnar nú
gegn fjármálakreppunni muni auka
á umhverfisvandamálin.
Á meðan vöxtur er algjör for-
senda hagstjórnar þá heldur hann
áfram þó að hann fari út fyrir þol-
mörk náttúrunnar. Sú þróun birtist
skýrt við mælingu á þeim skaða
sem er að koma fram í náttúrunni
(svonefnd „vistfræðileg fótspor“)
sem sýnir að við erum fyrir löngu
komin út fyrir þolmörk náttúrunn-
ar. Mikilvægt er í því sambandi að
átta sig á því að það eru ekki aðeins
vistkerfin, sem hafa látið undan við
auknar kröfur um hagvöxt og hag-
ræðingu, heldur hafa streitutengdir
sjúkdómar og félagsleg vandamál
einnig aukist.
Staða mannsins í lífkerfinu
Alkunna er að kreppur hvetja til
skapandi hugsunar og frumlegra
hugmynda. Í stað þess að láta
kreppur lama okkur verðum við
að leita nýrra lausna sem taka mið
af stöðu mannsins í lífkerfinu. Við
komumst ekki hjá því að kafa ofan
í skilning okkar á tilverunni. Við
verðum að losa okkur við hinn vél-
ræna skilning upplýsingaraldarinn-
ar og hugsa um okkur sem hluta af
lífkerfinu, til þess að finna raun-
hæfar leiðir til að fjarlægja orsak-
ir kreppunnar sem nú ríður yfir
okkur, hvort sem er af hagrænum,
umhverfislegum eða félagslegum
toga.
Mikilvægur þáttur í því að leiða
þróunina á rétta braut er að taka
með í reikninginn verðmæti sem
ekki er unnt að leggja peningalegan
mælikvarða á.
Þegar ákvarðanir á flestum svið-
um þjóðfélagsins eru eingöngu
teknar út frá efnahagslegum sjón-
armiðum hefur það áhrif á við-
horf okkar til tilverunnar. Lífsgæði
breytast í efnalega velferð, lífs-
viðhorf okkar breytast í skamm-
sýn neyslumarkmið og eigið gildi
náttúrunnar breytist í markaðsvirði
náttúruauðlinda frá gulrótum til
olíu.
Fyrr á tímum notuðum við alla
okkar krafta til að læra að verj-
ast hættum náttúrunnar, allt frá
villidýrum til kulda og óveðurs. Nú
er leikum skipt og verja þarf nátt-
úruna fyrir manninum. Við erum
orðin versti óvinur náttúrunnar og
þar með okkar sjálfra. Við þurfum
að endurskoða hugmyndir okkar
um að maðurinn og þar með hag-
kerfið standi utan við náttúruna og
gera okkur grein fyrir að maðurinn
er hluti af lífkerfi jarðar.
Náttúrunni er stjórnað af afar
fínstilltu samspili ólíkra tegunda
gróðurs og dýra sem í sameiningu
mynda kröftugt lífkerfi. Hringrás
vaxtarþáttanna byggist ekki á sam-
keppni né lögmálum markaðarins,
þess í stað einkennist lífkerfið af
samlífi tegunda í þéttriðnu neti lífs-
ferla. Við teljum að sterk félagsleg
kerfi manna byggist á sama lög-
málinu, og að undirstöðueinkenni
hagkerfisins byggist á sama hátt á
samstarfi og tengslum framleiðslu-
þáttanna. Verkefnið, sem leysa
þarf, er fólgið í því að skapa hag-
kerfi sem leiðir til hámarks velferð-
ar og lífsgæða fólks, í samskiptum
við lífvænleg vistkerfi og samfélag
manna.
Í framhaldi af fjármála- og
umhverfiskreppunni gefast mikil
tækifæri til að reyna lausnir sem
byggjast á skilningi á því að efna-
legur árangur mælist ekki í hag-
vexti, heldur framlagi til aukinna
lífsgæða fólks.
Í samræmi við kenningar sál-
fræðinnar um leiðir til að láta sér
líða vel teljum við að lífsgæði mið-
ist við það að beina athyglinni að
manninum sem félagsveru. Það er
að segja, að erfitt er að finna var-
anlegar góðar lausnir á fyrirliggj-
andi vandamálum án þess að við-
horf okkar til meðborgaranna og
lífs á jörðinni breytist.
Það sem á þarf að halda er
meiri samúð, skilningur, virðing
og umhyggja fyrir vistfræðilegu
samspili allra lífvera, maðurinn þar
með talinn.
Til þess að rækta með okkur
þessa eiginleika er nauðsynlegt að
gera sér grein fyrir því að viðfangs-
efnið snýr að okkur sjálfum í sam-
skiptum okkar við annað fólk.
Nationen/Ove Jakobsen prófessor og
Vidar-Rune Synnevåg, vistfræðingur
Utan úr heimi
Búfjársjúkdómurinn blátunga
hefur verið þekktur í Afríku í
meira en 125 ár. Hann var fyrst
greindur í Evrópu á 3ja tug
síðustu aldar og opinberlega
fyrst skráður þar á Kýpur árið
1943. Fram til 1998 takmark-
aðist útbreiðsla hans í norðri
við Miðjarðarhafið, að undan-
skildum Miðausturlöndum og
Tyrklandi, en frá árinu 2005
fluttust mörkin norður fyrir
Miðjarðarhafið.
Á síðustu árum hefur sjúk-
dómurinn borist hratt norður
eftir Evrópu og greinst í Belgíu,
Hollandi, Þýskalandi, Englandi og
Danmörku. Og nú síðast í Svíþjóð.
Sjúkdómurinn á leið til Noregs?
Matvælaeftirlitið í Noregi býr sig
undir að þessi smitandi og ban-
væni sjúkdómur berist til landsins
í ár. Gerðar hafa verið ráðstafanir
til að útvega 300 þúsund sprautu-
skammta til Noregs. Þar hefur
Matvælaeftirlitið gert viðbragðs-
áætlun til að verjast útbreiðslu
sjúkdómsins. Í Danmörku og
Svíþjóð hefur þegar farið fram
umfangsmikil bólusetning á búfé.
Blátunga leggst á öll jórturdýr,
en nautgripir og sauðfé eru stærstu
áhættuhóparnir. Sauðfé sýnir
greinilegri sjúkdómseinkenni,
en nautgripir eru skæðari í dreif-
ingu sjúkdómsins. Sjúkdómurinn
greindist fyrst í Danmörku í fyrra
(2008) og þar drapst sauðkind
tveimur sólarhringum eftir að sjúk-
dómsins varð vart.
Ákveðin tegund af mýflugum
(knot) ber sjúkdóminn langar leið-
ir, þar sem flugan berst með loft-
straumum, en veikin smitast einnig
milli dýra.
Einkennin eru þau að smit
kemur í ljós eftir 5-15 daga með-
göngu. Kindin fær háan hita, 41°C,
missir lystina og hengir haus.
Höfuðið þrútnar og slím lekur úr
vitum. Þá rennur úr augum og grip-
ir verða haltir vegna þess að klaufir
sýkjast. Dánartíðni getur farið yfir
30% í hverri hjörð.
Mýflugan, sem ber sjúkdóm-
inn, er mest á ferð á haustin. Hún
þarf að sjúga blóð til að geta verpt
eggjum. Líftími fullvaxta mýflugu
er 10-30 dagar, eftir hitastigi í
umhverfinu. Lágt hitastig og frost
drepur mýfluguna. Hún lifir vet-
urinn af sem lirfa en blátunguv-
írusinn berst ekki milli kynslóða
mýflugna.
Hingað til hefur verið talið að
mýflugan lifi ekki af veturinn á
norðurslóðum en með hlýnun veð-
urfarsins sækir hún norður á bóginn.
Gripir, sem hafa náð sér eftir
veikina, verða ónæmir fyrir henni
en geta þó borið smit fyrsta kastið.
Norðmenn hyggjast ekki grípa til
allsherjar bólusetningar nema veikin
berist sannanlega til landsins. Þeir
telja þó verulegar líkur á að það ger-
ist. Framhaldið telja þeir að fari svo
eftir því hve hlýnun veðurfarsins
gerist hratt, en smitmýið getur borist
langar leiðir með loftstraumum.
Fjarlægð frá öðrum löndum
er Íslandi mikil vörn gegn þess-
um sjúkdómi, auk þeirrar varnar
sem svalt veðurfar gefur okkur.
Almennt séð er þó þessi sjúkdómur
enn eitt tilefni til að gæta að hrein-
leika íslensks landbúnaðar.
Nationen
Orsök fjármála-
kreppunnar
Búfjársjúkdómurinn blátunga
berst norður eftir Evrópu
Ríkisstjórn Rússlands taldi sér
lengi vel trú um að heimskrepp-
an, sem nú gengur yfir, varðaði
ekki þá. Að því kom þó að augu
Kremlverja opnuðust og þeir
viðurkenndu að efnahagur þjóð-
arinnar hafði versnað verulega.
Um fast að því tíu ára skeið
hefur Rússland nú búið við um
8% árlegan hagvöxt. Sá hagvöxtur
hefur nánast allur byggst á útflutn-
ingi á jarðgasi og olíu. Fyrirfram
var áætlað að olíuverðið yrði 90
dollarar á fatið, í raun er það núna
41 dollari.
Rússar viðurkenna að eins og er,
sé hagvöxturinn mínus 2,2%. Tapið
fyrir þjóðarbúið frá áramótum er
nú orðið 5-10% af þjóðarfram-
leiðslunni. Uppbygging iðnaðar í
landinu verður fyrir þungu áfalli af
þeim sökum, en sem dæmi er vél-
búnaður við olíuvinnsluna bæði
orðinn úr sér genginn og úreltur.
Samdráttur í fjárfestingum í iðnaði
er 14% á árinu.
Blaðið The Economist hefur
upplýst að af 600 milljarða doll-
ara gjaldeyrisforða Rússlands hafi
nú 200 milljarðar dollarar horfið.
Halli á fjárlögum er nú áætlaður
a.m.k. 8% og boðaður hefur verið
15% niðurskurður á þeim.
Kreppan í Rússlandi er farin að
minna á kreppuna í Finnlandi á 10.
áratug síðustu aldar. Atvinnuleysi
fer vaxandi en í Finnlandi komst
það upp í 19% í þeirri kreppu.
Forseti Rússlands, Medvedev,
og forsætisráðherrann, Pútín, njóta
nú stuðnings um helmings þjóð-
arinnar en þeir nutu um 75-80%
stuðnings hennar fyrir efnahags-
hrunið.
Rússar hafa, í tímans rás, þurft
að ganga í gegnum mikla erf-
iðleika. Bjargráð þjóðarinnar hefur
lengi verið að rækta matinn sinn í
garðinum, heima eða við sumar-
bústaðinn. Þeir lifa á eigin kart-
öflum og grænmeti, þeir veiða sér
til matar í ám og vötnum og tína
sveppi og ber, sjóða niður og sulta.
En borið saman við Sovéttímann
þá fara þeir nú líka út á götur og
mótmæla. Kreppan verður þó varla
svo hörð að þeir svelti heilu hungri
eða verði landflótta. Hið eina sem
getur rekið þá af stað er það að
upphitun húsanna bregðist á köld-
um vetrum. Því stigi hafa þeir ekki
náð enn.
Rússar eiga hvorki fjármuni né
annað sem til þarf til að sýna stór-
veldistakta. Þeir munu þó gæta hags-
muna sinna í nálægum löndum. Það
sýndi stríðið í Georgíu. Moskva er
hins vegar ekki lengur knúin áfram
af hugmyndafræði heimskommún-
ismans um að leggja undir sig sjálf-
stæðar þjóðir. Í Rússlandi er heldur
ekki hefð fyrir herforingjastjórnum.
Finnar geta því sofið rólegir. Það er
þó sársaukafullt fyrir þá að missa
markaði sína í Rússlandi og horfa
upp á það þegar Rússar vita ekki
hvað er þeim fyrir bestu.
Landsbygdens Folk, LoA/Ralf Friberg
Rússland glímir við erfið vandamál
Þegar þrumur og eldingar
bresta á, þá veit maður að það
er Guð sem ræður, sagði sænska
skáldið Per Lagerkvist, uppal-
inn í Smálöndum. Eldingin, hún
var honum endanleg sönnun um
valdahlutföllin í heiminum, þar
sem Guð réð öllu en maðurinn
engu.
Það er liðið á kvöld og ég sit
einn úti á sólpallinum í blíðunni.
Allt er kyrrt og hljótt í kring-
um mig nema hvað einn og einn
bíll á leið fram hjá. Ef það er til
draumatilvera þá er hún eitthvað
lík þessu.
Þá fer allt í gang, elding lýsir
upp himininn eins og hábjartur
dagur væri og drunur þrumunnar
berast úr öllum áttum, skipulags-
laust. Óveðrið hlýtur að vera
skammt undan. Ein og ein þruma
er sérstaklega öflug.
Og hér sit ég í stúkusæti á
tónleikum með ljósasýningu. Á
Bretagne í Frakklandi fór ég einu
sinni á sýningu sem var köll-
uð „Son et Lumière“; „Hljóð og
ljós“. Þetta líktist henni.
Svo skipti um leikmynd.
Rigningin helltist yfir, mitt í öllum
látunum og ljósasýningunni. Ég
flúði inn. Rigningin braut upp
ljósið þannig að úr varð lifandi
myndasýning.
Ég er staddur í leikhúsi náttúr-
unnar. Og eins og í öðrum leik-
húsum þá er ég vel varinn og upp-
lifi það sem fer fram á leiksviðinu;
átakanlegt, hlægilegt eða fagurt,
eins og það sem ég er að upp-
lifa núna. En ég er öruggur í sæti
mínu. Þegar sýningunni er lokið
hverf ég aftur til míns daglega lífs.
Ég hef bara farið í leikhús.
Og hugurinn fer á flug.
Leikritið er orðið gamalt, en
umgjörðin hefur breyst. Einu sinni
réð náttúran yfir manninum, eins
og þruman í Smálöndum. Þá gerð-
ist það að nokkrir grískir heim-
spekingar, Þales og Anaxímandros
og fáeinir aðrir, fóru að halda því
fram að náttúran byggi yfir sínum
eigin lögmálum sem við menn-
irnir yrðum að komast að. Það
voru ekki guðirnir og vættirnar
sem stjórnuðu náttúrunni. Það
varð upphafið af náttúruvísindum
Evrópu, fyrir 2500 árum.
Og hér erum við og hvergi ann-
ars staðar. Hin einvalda náttúra
er orðin að þjóni okkar og hefur
fært okkur velmegun okkar. Ég er
sjálfur svo gamall að ég ólst upp á
heimili án baðkers og sturtu. Við
stunduðum búskap og það hlýtur
að hafa verið fýla af okkur. Núna
get ég varla hugsað mér meiri
munað en að fara í sturtu þegar ég
er sveittur. Nokkur vatnsföll hér
í grenndinni voru tamin og látin
framleiða rafmagn sem hitar upp
baðvatnið og íbúðarhúsið.
Við höfum líka krækt okkur í
sólargeisla, sem bárust til jarðar
fyrir milljónum ára, sem kol og
olíu. Við fljúgum eins og fugl-
arnir um himinhvolfið ef okkur
nægir ekki að ferðast á bílum um
nágrennið. Við spáum í veður og
vind og afhjúpum hvað veðrið
hyggst fyrir. Við erum vöruð við
óveðrinu.
Við höfum byggt okkur hús
sem halda kuldanum úti og rekið
af höndum okkar skordýr og ill-
gresi, og aðra þá sem keppa við
okkur um matinn. Dauðann, sem
einu sinni var hluti af því sem við
réðum ekki við, höfum við farið
langt með að temja. Við getum
ekki tekið af honum síðasta orðið
en við getum neytt hann til að bíða
og því verður hann að gera svo vel
að hlýða.
Við erum komin langt með
það að leysa leyndardóma efn-
isins. Efnið er orka, einhver reið-
innar ósköp, sem við getum leyst
úr læðingi og notað. Alheimurinn
er ekki lengur fullur af guðum og
gyðjum, en það er enn margt und-
arlegt þar. Við höfum stigið fæti á
tunglið og sent og fengið skilaboð
frá öðrum stjörnum.
Og þá kvikna nýir þankar.
Ferjan Estonia sökk á Eystrasalti
fyrir tólf árum og 900 manns fór-
ust, flóðbylgja eða „tsunami“ í
austanverðri Asíu hreif með sér
nokkur hundruð manns á haf út
fyrir fjórum árum. Veðurfarið
virðist vera að breytast, náttúran
kveinkar sér.
Þrumuveðrið blekkti mig
kannski eftir allt, með glömp-
um sínum og hávaða, hrífandi og
fallegt. Kannski er vald okkar yfir
náttúrunni eins og vald barnsins
í sandkassanum, því að þar fer
barnið með völdin og getur byggt
sér bæði hallir og stórhýsi. En
utan við sandkassann ráða aðrir,
líka yfir börnunum í sandkass-
anum. Og fari þar allt í óefni þá
grípa hinir fullorðnu í taumana.
En allt um það, þá var þetta
fallegt kvöld á sólpallinum í sam-
vistum við náttúruöflin.
Bondevennen/Andreas Skartveit,
stytt
Í sandkassanum