Bændablaðið - 08.04.2009, Page 22
22 Bændablaðið | miðvikudagur 8. apríl 2009
Í búvörusamningum ríkisins við
samtök bænda er kveðið á um að
framlög samkvæmt samningun-
um taki mánaðarlegum breyting-
um samkvæmt vísitölu neyslu-
verðs, sbr. grein 6.1. í samningi
um starfsskilyrði sauðfjárræktar,
6. gr. samnings um starfsskilyrði
mjólkurframleiðslu. Einnig eru
ákvæði um verðtryggingu í grein
7.2. í aðlögunarsamningi um
starfsskilyrði framleiðenda garð-
yrkjuafurða.
Með lögum nr. 173/2008 (2. gr.)
um ráðstafanir í ríkisfjármálum
voru þessi ákvæði samninganna
gerð óvirk og ákveðið að framlög
samkvæmt samningunum á samn-
ingsárinu 2009 hækki ekki meira
en áætlað var að þau mundu hækka
þegar fjármálaráðherra mælti fyrir
frumvarpi til fjárlaga ársins 2009
í byrjun október sl. Framlög til
búvörusamninganna þriggja á árinu
2009 eiga samkvæmt þessu því að
vera sem hér segir:
a. Framlög samkvæmt samningi
um starfsskilyrði sauðfjárrækt-
ar dags. 25. janúar 2007 skulu
nema 4.137,0 m.kr.
b. Framlög samkvæmt samningi
um starfsskilyrði mjólkurfram-
leiðslu dags. 10. maí 2004 skulu
nema 5.634,0 m.kr.
c. Framlög samkvæmt aðlögun-
arsamningi um starfsskilyrði
framleiðenda garðyrkjuafurða
dags. 12. mars 2002 skulu nema
413,0 m.kr.
Hvenær varð ríkið „brotlegt“ við
búvörusamningana?
Í töflunni hér að neðan er að finna
samanburð á greiðslum það sem
af er árinu og því sem hefði átt að
greiða samkvæmt búvörusamningi.
Samkvæmt yfirlitinu eru fram-
lög ríkisins fram til þessa lægri en
mjólkur- og sauðfjársamningarnir
kveða á um.
Samningur um starfsskilyrði
garðyrkjunnar
Samanburður við verðlag hefur
ekki verið reiknaður fyrr en eftir á,
sbr. á síðasta ári þar sem ekki eru
ákvæði um mánaðarlega verðtrygg-
ingu. Því er ekki hægt að kveða
upp úr um hvenær framlög ríkisins
verða minni en samningurinn kveð-
ur á um fyrr en í desember en þá
mun fara fram uppgjör og það sem
ógreitt er á árinu verða greitt til BÍ
sem síðan sér um uppgjör til fram-
leiðenda í mars.
Hverjar eru horfur í
verðlagsþróun?
Verðbólga fer hratt lækkandi um
þessar mundir. Vísitala neysluverðs
lækkaði um 0,59% frá febrúar til
mars og verðbólga síðustu 12 mán-
uði því 15,2%. Seðlabankinn spáði
í janúar að verðbólga á 3. ársfjórð-
ungi þessa árs m.v. 12 mánaða tíma-
bil, verði 10,3 % og á 4. ársfjórðungi
5,3%. Gangi þetta eftir mun draga
verulega saman með greiðslum rík-
issjóðs og því sem samningar segja
til um, þegar líða tekur á árið.
Á markaði
Erna Bjarnadóttir
hagfræðingur Bændasamtaka
Íslands
eb@bondi.is
Verðlagsmál
Beingreiðslur í garðyrkju 2008
og áætlun beingreiðslna fyrir árið 2009 skv. 3. gr.
reglugerðar nr. 5/2009
Beingr.
(m.kr.)
Magn
tonn
Beingr.
kr./kg
80%
kr./kg
Gúrkur 81,2 1760,0 46,14 36,91
Paprika 32,9 188,0 175,00 140,00
Tómatar 109,0 1780,0 61,23 48,98
Magn og beingreiðslur á kg árið
2008 voru sem hér segir:
Tonn kr./kg Mark-
aðs-
verð
Gúrkur 1516,4 54,94 156,75
Paprika 169,7 198,92 318,13
Tómatar 1621,4 68,95 295,79
Handhafar beingreiðslna voru
40, þar af voru gúrkubændur 24,
paprikubændur 11 og tómatabænd-
ur 21.
Framleiðsluspá framleiðenda
2009 er:
Tonn Aukning
(%)
Gúrkur 1760,0 16,1
Paprika 188,0 10,8
Tómatar 1780,0 9,8
Framkvæmdanefnd búvöru-
samninga hefur gert áætlun um
beingreiðslur í garðyrkju á árinu
2009 á grundvelli áætlana framleið-
enda um framleiðslu. Til ráðstöfun-
ar eru 223,1 m.kr. sem skiptast
milli afurða sbr. eftirfarandi:
Framlög ríkissjóðs til landbúnaðarmála hafa dregist
saman sem hlutfall af heildarútgjöldum og sem hlutfall
af vergri landsframleiðslu á undanförnum árum. Árið
1992 voru framlög ríkisins til landbúnaðarmála 8,6%
af heildarúgjöldum ríkisins en 2,96% árið 2007. Að
viðbættum framlögum til skógræktar námu þau 3,18%
árið 2007. Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa
framlög til landbúnaðar lækkað úr 1,25% árið 1998 í
0,92% árið 2007.
EB
Framlög ríkissjóðs til landbúnaðar og skógræktar 1998-2007
1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007
Hlutfall af vergri landsframleiðslu
Landbúnaður 1,25 1,26 1,15 1,2 1,18 1,18 1,08 1,02 0,95 0,92
Skógrækt 0,05 0,05 0,06 0,07 0,07 0,08 0,07 0,08 0,07 0,07
Samtals 1,3 1,31 1,21 1,27 1,25 1,26 1,15 1,1 1,02 0,99
Hlutfall af útgjöldum ríkissjóðs
Landbúnaður 4,1 3,98 3,69 3,8 3,65 3,5 3,37 3,3 3,15 2,96
Skógrækt 0,17 0,15 0,2 0,22 0,22 0,24 0,23 0,25 0,22 0,22
Samtals 4,27 4,13 3,89 4,02 3,87 3,74 3,6 3,55 3,37 3,18
Minnkandi útgjöld til landbúnaðarmála
Famlög ríkissjóðs til landbúnaðar og skógræktar sem hlutfall af ríkisútgjöldum (rauða línan) og vergri landsframleiðslu
(bláa línan).
Innflutningur á
hráefnum til
fóðurgerðar
Árið 2008 voru alls flutt inn
53.322 tonn af hráefnum til
kjarnfóðurgerðar hér á landi að
verðmæti (cif) 1.475 millj. króna.
Mest er flutt inn af maís, síðan
harðhveit og loks byggi til fóður-
gerðar. Meðfylgjandi mynd sýnir
þessa skiptingu.
Verð á hráefnum í íslenskum
krónum frá janúar 2008 til febrúar
2009 er sýnt á meðfylgjandi línu-
riti. Veruleg lækkun varð á heims-
markaðsverði á síðari hluta ársins
2008 en veiking íslensku krónunn-
ar varð þess valdandi að hún skil-
aði sér ekki nema að takmörkuðu
leyti til framleiðenda hér á land.
Með styrkingu hennar á ný á fyrstu
mánuðum þessa árs hefur hráefna-
verð lækkað enn frekar. EB
Innflutt kjöt í janúar og febrúar 2009
kg
Alifuglakjöt 52.320
Nautakjöt 22.046
Svínakjöt 7.102
Aðrar kjötvörur af áðurtöldu 10.413
Samtals 91.881
Greitt Alls skv. samningi kr. Mismunur kr.
Beingreiðslur mjólkur
janúar 409.349.257 417.042.080 -7.692.823
febrúar 433.485.551 448.844.924 -15.359.373
mars 436.936.635 455.182.296 -18.245.661
Samtals 1.279.771.443 1.321.069.300 -41.297.857
Gripagreiðslur
janúar 45.387.249 48.650.380 -3.263.131
febrúar 45.387.337 49.392.228 -4.004.891
mars 45.387.279 49.674.130 -4.286.851
Samtals 136.161.865 147.716.738 -11.554.873
Beingreiðslur sauðfjár
febrúar 449.088.880 463.329.252 -14.240.372
mars 228.048.444 235.279.699 -7.231.255
Samtals 677.137.324 698.608.951 -21.471.627
Búvörusamningar og verðtryggingarákvæði
Skerðingin þegar orðin 75 milljónir króna
Skífuritið hér að ofan sýnir skiptingu innflutnings á hráefnum til fóðurgerðar milli tegunda. Línuritið sýnir cif-
verð (innkaupsverð að viðbættum flutningskostnaði og tryggingu) á kg innfluttra hráefna.