Bændablaðið - 08.04.2009, Side 26

Bændablaðið - 08.04.2009, Side 26
26 Bændablaðið | miðvikudagur 8. apríl 2009 Það sem er sérstakt við íslenskan landbúnað er að hinir hreinrækt- uðu búfjárstofnar eru verndaðir með sjálfbærri nýtingu þeirra. Víða annars staðar hafa auknar kröfur um framleiðni, sem oft næst með stórbúskap og jafnvel verksmið- jubúskap, leitt til þess að með kyn- bótum ólíkra afkastameiri stofna víkja hin upprunalegu búfjárkyn með innblöndun. Að sama skapi er brýnt að vakta tegundir eða erfðahópa sem eru ekki hagnýttir. Helstu sérfræðingar okkar á þessu sviði hafa vakið athygli á mik- ilvægi erfðaauðlinda í landbún- aði svo sem Emma Eyþórsdóttir, Ólafs R. Dýrmundssonar, Jón Viðar Jónmundsson og Magnús B. Jónsson. Íslensku búfjárstofnanir eru sameiginleg erfðaauðlind heims- ins sem okkur ber að vernda og varðveita; íslenska sauðkindin, íslenski hesturinn, íslenska kýrin og íslenska geitin. Allt eru þetta stofnar sem komu til landsins með landnámsmönnum frá Noregi fyrir meira 1.000 árum og hafa verið hér í landfræðilegri einangrun síðan. Íslensku búfjárkynin eru talin mjög verðmæt til varðveislu á líffræði- legan fjölbreytileika búfjárstofna í heiminum. Sérstök einkenni íslensku búfjárkynjanna er mikill litafjölbreytileiki sem hefur varð- veists enda hefur litaeinsleitni ekki verið eitt af markmiðum ræktunar- innar eins og víða erlendis. Íslensk stjórnvöld hafa valið þann kost að vernda íslensku búfjárstofnana fyrir innflutningi á lifandi dýrum enda ber íslenska rík- inu skylda til að vernda og viðhalda eigin erfðaauðlindum samkvæmt Ríó-sáttmálanum um líffræðilega fjölbreytni, sem samþykktur var í Río árið 1992. Þessi sérstaða Íslands fékkst viðurkennd í samn- ingnum við Evrópusambandið um Evrópska efnahagssvæðið. Alþingi samþykkti breytingu á búnaðarlög- um í mars 2003 þar sem erfðanefnd landbúnaðarin var stofnuð með víð- tækara umboð en fyrri erfðanefnd búfjár. Hlutverki nefndarinnar er m.a. að annast samráð innanlands um varðveislu og sjálfbæra nýt- ingu erfðaauðlinda í landbúnaði og hvetja til rannsókna á sviði erfða- auðlinda í landbúnaði. Árið 2003 skipaði landbúnaðarráðuneytið vinnuhóp til að taka saman skýrslu um erfðaauðlindir búfjár á Íslandi að beiðni FAO, Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóð- anna. FAO hefur lagt mikla áherslu á að þjóðir heims standi vörð um erfðabreytileika búfjár í heiminum enda glataði heimurinn einu búfjár- kyni á mánuði á árunum 2000 til 2006 samkvæmt nýlegri skýrslu stofnunarinnar um búfjárauðlindir! Markmið vinnuhópsins var m.a. „að meta möguleika Íslands til að tryggja eigin erfðaauðlindir í búfé og greina þarfir fyrir aðferðir til þess að það megi takast”. Í skýrsl- unni kemur fram „að í alþjóðlegu samhengi hafi íslensk búfjárrækt og búfjárkyn mikla sérstöðu”. Sérstaðan skýrist af tvennu; annars vegar að fyrir hverja búfjártegund sé yfirleitt aðeins eitt búfjárkyn í landinu og hins vegar að fyrir naut- gripi, sauðfé og hross sé um „að ræða landkyn, sem rekja uppruna til landnáms og talið er að þau hafi orðið fyrir mjög takmarkaðri inn- blöndun erlendra kynja”. Varðandi sérstöðu búfjárstofnanna segir í skýrslunni: Ástæða er til að hugleiða hvort sérstaða og smæð innlendu búfjár- stofnanna geti í ókominni framtíð orðið uppspretta erfðaauðlinda. Vegna sérstæðrar ræktunarsögu og einangrunar og nær engrar blönd- unar við önnur búfjárkyn um ald- arraðir eru þessir búfjárstofnar um margt einstakir á heimsvísu. Rannsóknir benda einnig til að þeir hafi varðveitt erfðabreytileika og í sumum tilvikum sérstaka eig- inleika. Í fyrrnefndri skýrslu er talin þörf á að semja verndar- og varn- aráætlanir fyrir íslensku búfjár- stofnana í samræmi við alþjóð- legar skuldbindingar, m.a. vegna vaxandi þrýstings um innflutning á erlendum búfjárstofnum. Í þessu sambandi bendi ég á ágæta grein Ólafs R. Dýrmundssonar í síðasta Bændablaði um verndun gamalla búfjárkynja í Evrópu. Íslensk stjórnvöld eru hvött til þess að halda áfram að standa vörð um íslensku búfjárstofnana enda eru þeir dýrmæt erfðaauðlind í vörslu íslensku þjóðarinnar. Greinin er byggð á BA-ritgerð höfundar í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands í febrúar 2009. Kæri lesandi. Margar af þeim jurtum sem við notum reglulega sem krydd eða te eru innfluttar. Þær vaxa ekki á Íslandi nema í vernduðu umhverfi, það er í gróðurskálum, gróðurhús- um eða innanhúss. Margar hverjar eru algengar í íslensku eldhúsi og virka þá kannski um leið sem lækn- ingajurtir, án þess þó að kokkurinn geri sér alltaf grein fyrir því. Hér verða sjö þessara jurta teknar fyrir. Salvía er ein þessarra jurta. Hún er kannski minna þekkt en marg- ar aðrar en hefur komið meira inn í íslensk eldhús nú síðustu árin. Salvía (Salvia officinalis L.) er gömul lækningajurt og mikið notuð til slíks brúks á meginlandi Evrópu og líka til lækninga. Ítalir nota hana gjarnan í matargerð. Þá er hún til dæmis hituð í smjöri eintómu og þessu tvennu saman hellt sem sósu á fylltar núðlur (ravíólí) og svo parmesan osti dreift ofaná. Þetta er virkilega einfalt og mjög ljúffengt. Sem lækningajurt reynist salvía vel við sýkingum í munni og hálsi, en einnig við meltingartruflunum. Salvíu eiga barnshafandi konur að forðast og það er ekki gott að nota hana í of langan tíma í einu. Lavendel eða lofnarblóm er án efa ein af mínum uppáhalds jurtum yfirhöfuð. Íslenska heit- ið hefur ekki alveg náð fótfestu og er lavendel-heitið meira notað hér á landi. Latneska heiti jurtar- innar Lavandula angustifolia Mill. er talið komið af latneska orðinu „lavare“ sem þýðir að þvo og er þar líkleg tenging við þá notkun jurtarinnar að setja olíu af henni í þvottavatnið til þess að gefa flík- unum góðan ilm. Sem lækningajurt er lavendel talin veita fólki létti við höfuðverki, hún losar um krampa og fælir auk þess lýs á brott. Fyrir þau sem eiga erfitt með að festa svefn eða hafa litla matarlyst eða eiga jafnvel við meltingartruflanir og uppþembu að stríða, þá er gott að drekka te af lavendel reglulega í einhvern tíma. Mörgum Þjóðverjanum verður illt af tilhugsuninni um að drekka te af kamillu enda eiga þeir margir hverjir slæmar minningar um veik- indadaga í æsku þegar dælt var í þá kamillutei til lækninga. Okkur Íslendingum eru sparaðar slíkar minningar um þessa miklu lækn- ingajurt og þeim mun heldur ættum við að nýta okkur hana okkur til góðs. Kamilla (Chamomilla recutita L.) er sögð hjálpa til við að lækna lifrarbólgu og asma, en þekktari er hún sem meðal við húð- kvillum og meltingarvandamálum. Kamilluseyði borið í hár lýsir líka ljóst hár í sól. Sem hómópatískt lyf er kamilla þekkt til að hjálpa til með innantökur ungbarna og hef ég sjálf mjög góða reynslu af því. Timían (Thymus vulgaris L.) er skylt okkar íslenska blóðbergi. Líkt og blóðbergið er timían ljóm- andi kryddjurt, ekki síst á lambið og í pottrétti og ferskt gefur það salatinu mjög góðan keim. Um leið nýtist að sjálfsögðu lækningamátt- ur timíans en það er sérlega gott við lungnakvefi, virkar sótthreinsandi og drepur bakteríur. Auk þess losar það um krampa og stillir pirraðan hóstandann. Kalendúllur heita alls ekki þannig upp á íslensku heldur morg- unfrúr sem mér finnst mun stíf- ara og vel því að nota íslenskaða útlenskuna. En á latínu heitir kalen- dúllan einmitt Calendula official- is L. sem hæfir þessarri dúllulegu plöntu afar vel. Mörg þekkjum við hana úr sumarblómabeðinu hjá ömmum okkar, en jurtin vex annars ekki villt á Íslandi, ja ekki frekar en aðrar hér í þessum pistli. Þekktust er kalendúllan sem lækningajurt og þá helst fyrir að vera meginuppistaðan í græðandi húðkremum og sára- smyrslum. Vegna þessarra jákvæðu áhrifa á húðina þá er hún notuð nokkuð mikið í alls kyns snyrtivörur fyrir húð og hár. Það má líka klípa hringlaga appelsínugul blómin af í fullum blóma, tæta blómblöðin af og dreifa á salatið. Mynta (Menta x piperita L.) vex þó í íslenskum görðum en hefur ein- hvern tímann verið flutt inn, þótt ég kunni þá sögu ekki. Myntur eru margar og læknandi. Mynta virkar róandi á slímhúðir meltingarveg- arins og er því afar góð sem drykk- ur á undan og á eftir mat. Á sumrin er hægt að gera úr blöðum hennar kaldan drykk, jafnvel mojito með rommi, límónu og hrásykri fyrir þau sem hafa smekk fyrir áfengum drykkjum. Á veturna er hægt að hella sjóðandi vatni á blöð myntunn- ar, þurrkuð eða fersk, hvoru tveggja er ljómandi vermandi drykkur. Majóram heitir í grasafræð- inni Origanum majorana L. og það er vegna skyldleikans við óreg- anó (eins og latneska heitir gefur til kynna) sem að ég fann ekki svo mikinn mun á því þegar ég notaði majóram í stað óreganós í pastasós- una hér einu sinni og það eiginlega óvart. Bragðið er ekki svo ólíkt. Einhver getur örugglega útskýrt það hvort majóram og majónes hefur einhverja slíkar tengingar. Áður fyrr var majóram notuð sem lækningajurt og var því þá bland- að saman í salva sem notaður var á brjóstkassann við lungnakvefi. Heimild: Werner Dressendörfer: Thor- beckes kleine Kräuterapotheke. Kräuterwissen früher und heute. Jan Thorbecke/Schwabenverlag, Ostfild- ern, 2005. Sjö innfluttar – Salvía, lavendel, kamilla… Kristín Þóra Kjartansdóttir sagnfræðingur og garðyrkjunemi kristinkj@gmx.net Salvía (t.v.) og lavendel eða lofnarblóm. Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður HEYRT Í SVEITINNI Ætla að skemmta skrattanum í þetta sinn og tjá mig um pólítíkusa. Ég gæti aldrei orðið stjórmálamaður því ég man ekki fyrir nokkurn mun hvað ég sagði fyrir einu ári síðan og hvað þá fyrir fimm árum þannig að ég gæti álpast til að missa út úr mér eitthvað sem væru algjör- lega í kross við það sem ég sagði nokkrum árum áður. Það er nefnilega svo að blessaðir pólitíkusarnir verða að gæta að sér, því flest sem þessir ágætu menn og konur segja er hægt að finna í heimildum hjá blaða- mönnum og fréttamiðlum mörgum árum síðar og jafn- vel til myndskeið með gömlu viðtali þannig að það er ekki nokkur leið að neita því að svo hafi maður sagt og haldið fram 5 árum áður og því byrjar oft darraðar- dansinn við að réttlæta u-beygjuna í málflutningnum og þá er oftar en ekki reynt að hald því fram að fyrra viðtal sé rifið úr samhengi eða mistúlkað á alla kanta. Einstaka menn viðurkenna einfaldlega að þeir hafi skipt um skoðun en slíkt er fátítt. Ó já, það er ekki tekið út með sældinni að mega ekki opna munninn án þess að smelt sé af myndavél eða seglulband gangi um leið. Það er líka aldeilis stórsniðugt hvernig sumir stjórn- málamenn (og konur, nenni ekki alltaf að skrifa menn og konur því konur eru líka menn), fara í heljarstökk- um milli karaktera allt eftir því hvaða stöðu þarf að taka þann daginn. Tökum sem dæmi Steingrím J. sem skammaðist og veifað vísifingri stöðugt í 18 ár á þingi en datt svo inní ríkisstjórn og varð ráherra, ja svei mér ef kallinn hefur ekki verið settur á prósac eða rítalín að þá er þetta gjör- breyttur maður, ekkert nema yfirvegunin og rólegheit- in og bara hinn góði vingjarnlegi Steingrímur. Ég sem kunni svo vel við “gamla reiða Grím” sem er nú orðinn jafn litlaus og hárið á Jóhönnu þannig að hann dettur inní þingmannaþvöguna, er orðinn alveg eins og hinir. Svo er það Geir H. sem var algjörlega pallrólegur meðan hann var að vesenast með allt í steik í fjármál- um ríkisins, bankahrunið á herðunum og búsáhaldalið- ið á við útidyrnar á nóttinni. Eftir að hann varð óbreyttur þingmaður þá er hann orðinn árásargjarn, með allt á hornum sér og hefur uppi frammíköll á þingi, nokkuð sem hann þoldi ekki þegar hann var í stjórn. Ég skil þetta nú ekki alveg nóg vel og þetta er mjög skrítið. Jóhanna mætti brosa oftar, hún er alltof alvarleg og róleg, hún er eiginlega leiðinlega róleg, æsir sig aldrei, ég man nefnilega vel eftir skörulegu Jóhönnu sem hakkaði Jón Baldvin í sig í ræðustól og öskraði „Minn tími mun koma“. Svo þegar hennar tími kom birtist þá ekki karl- fauskurinn Jón Baldvin aftur sennilega að verða elliær því honum dettur nú í hug að komst á þing aftur og verða formaður Samfylkingarinnar og ég segi nú bara ja hérna, eru menn að verða veruleikafirrtir? Frjálslyndir að þurrkast út og fyrrum þingmenn þeirra hengja sig utaná aðra flokka eins og drukknandi menn af Titanic, fæstir vilja þá um borð því þetta eru tæki- færissinnar sem hafa ráfað um flokkakerfið eins og svefngenglar. Aumingja Framsóknarflokkurinn að hafa álpast til að innbyrða Kristinn J. því hann á eftir að velta fleyt- unni ná hann kjöri á ný. (Nýjustu fregnir, það vildi enginn Kristinn, hann skítféll ásamt Jóni Magg., mikið lán fyrir framsókn og íhaldið.) Verst er að mér finnst Kristinn duglegur og kann í raun vel við hann, en gallinn er bara sá að hann ekur í svigi allan sinn feril eins og drukkinn maður undir stýri á bíl. Þá er bara eftir að upplýsa það að ég er ópólítískur sjálfstæðismaður en kýs þann sem lofar að halda okkur utan við ESB því ef við förum þar inn getum við hætt að hugsa um íslenskan landbúnað. Íslensku búfjárstofnarnir eru sameiginleg erfðaauðlind Jón Baldur Lorange forstöðumaður tölvudeildar BÍ jbl@bondi.is Gróður og garðmenning

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.