Bændablaðið - 08.04.2009, Síða 27
27 Bændablaðið | miðvikudagur 8. apríl 2009
Fram skal haldið að endursegja
efni úr bókinni um framtíðarkýrn-
ar. Það sem hér verður sagt frá eru
rannsóknir á Langhill tilrauna-
stöðinni í Skotlandi sem nokkrir
þekktir skoskir kynbótafræðingar
fjalla um. Ég hef áður í greinum í
Nautgriparæktinni fyrir allmörgum
árum sagt frá úrvalstilrauninni í
Langhill sem er meðal þeirra þekkt-
ustu slíkra í heiminum. Þarna eru
tveir ræktunarhópar af kúm, annar
sem valinn er fyrir hámarksafurðum
(úrvalshópur), en hitt er samanburð-
arhópur. Síðan er þessum úrvals-
hópum skipt í tvo mismundandi
meðferðarhópa með tilliti til fóðr-
unar, annar er fóðraðar á ákaflega
orkuríku fóðri (til hámarksafurða)
en hinn hópurinn er fóðraður
mjög einhliða á gróffóðri. Þannig
eru þarna fjórir mismunandi til-
raunahópar sem skapa nær einstaka
möguleika til að bera kýr saman
með tilliti til mögulegra samspils-
áhrifa erfða og umhverfisþátta.
Ræktun á kúm til að fá fram
„robust“ (harðgerðar – fjölhæf-
ar) gripi hefur í nokkur ár verið
á umræðustigi í Bretlandi og til-
raunahóparnir m.a. notaðir til að
kanna ýmsa þætti sem ástæða
þykir til að velta nánar í fyrir sér í
sambandi við þetta.
Hér verður fjallað um þann þátt
greinarinnar sem fjallar um breyt-
ingar í frjósemi kúnna, en í næsta
blaði greint frá seinni hluta grein-
arinnar þar sem fjallað er um mögu-
leg tengsl á skapeiginleikum hjá
kúnum við þessa þætti (robustness).
Það er alkunna að mjög víða
hefur frjósemi kúnna hrakað
umtalsvert á síðustu áratugum
samhliða auknum afurðum kúnna.
Þessar breytingar blasa við í
gögnum sem safnað er í skýrslu-
haldi. Hvað er það sem raunveru-
lega hefur breyst hjá kúnum?
Tilraunahóparnir á Langhill gefa
sérstakra möguleika til að skoða
nánar ýmsa þætti sem engir mögu-
leikar eru til að fylgjast með og
mæla dreift á búum bænda. Á rann-
sóknarstöðinni voru um þriggja ára
skeið gerðar nákvæmnismæling-
ar á prógesteron hormóni í mjólk
kúnna fyrstu fimm mánuðina eftir
burð en á þann hátt er mögulegt að
setja upp nákvæman mældan feril
einstakra gripa í slíkum frjósem-
ismælingum og bera þær saman
við hefðbundnar mælingar sem
notaðar eru fyrir frjósemisþætti.
Einnig þá gefa skráningar þeirra í
tilraunahópunum þeim möguleika
til að skrá nákvæmlega breytingar
í orkujafnvægi hjá einstökum kúm
á þessu tímabili. Á þennan hátt
fást einstök gögn til að bera saman
þessa þætti og reyna þannig að fá
gleggri greiningu á orsökum breyt-
inga og einnig frekari skilning á
lífeðlisfræðilegum þáttum sem
valda breytingunum.
Í ljós kom að hjá kúnum í sam-
anburðarhópnum fór regluleg kyn-
starfsemi í gang fyrr eftir burð en
hjá kúnum í úrvalshópnum og var
þannig fyrsta beiðsli þeirra eftir
burð hálfum mánuði fyrr. Í tilraun-
inni var hins vegar sú vinnuregla
að ekki var farið að sæða kýrnar
fyrr en fyrsta lagi sex vikum eftir
burð og það leiddi til þess að í hefð-
bundnum mælingum á frjósemi
kom ekki fram neinn marktækur
munur á hópunum og jafnvel að
mælingar á einstökum eiginleikum
væru kúnum úr úrvalshópnum í
vil. Vísbendingar voru samt aðeins
meiri um dulbeiðslu kúnna í úrvals-
hópnum.
Áhrif mismunar í fóðrun voru
öllu skýrari í frjósemisþáttunum
en munurinn á ræktunarhópunum.
Þannig voru kýrnar sem fóðraðar
voru á miklu gróffóðri að jafnaði
fyrri til að taka upp kynstarfsemi
eftir burðinn en hins vegar héldu
þær verr en kýrnar sem fengu
mikla orkufóðrun þannig að frjó-
semi þeirra mældist með flestum
hefðbundnum mælingum lakari.
Í þessum mælingum komu hins
vegar ekki fram neinar vísbend-
ingar um samspil á milli erfða- og
meðferðarþáttanna í þeim eig-
inleikum sem tengdust frjósemi
kúnna og þarna voru mældir.
Þegar frjósemismælingarnar
voru skoðaðar í samhengi við orku-
jafnvægi og holdastigun kúnna
kom í ljós að þeir þættir skýrðu
allan þann mun sem mældist í frjó-
semisþáttunum á milli kúnna að
einum þætti undanskildum. Þegar
búið var að taka tillit til orku-
jafnvægis og holdafarsins þá var
óskýrður um viku munur á milli
úrvalshópsins og samanburðarhóps-
ins í því hve fljótt eftir burð kyn-
starfsemi hæfist hjá kúnum, þeim í
samanburðarhópnum í vil.
Niðurstöður höfunda eru því
að til skamms tíma séu helstu ráð
breskra bænda til að bæta frjósemi
kúnna að leitast við með fóðrun
kúnna að halda sem bestu orku-
jafnvægi og forðast að þær taki
alltof skarpt af holdum á fyrstu
vikunum eftir burð. Til lengri tíma
litið eigi hins vegar að vænta breyt-
inga í jákvæða átt í kúastofninum
vegna þess úrvals sem nú á sér stað
og byggir m.a. á frjósemiseinkunn
þar sem m.a. er stuðst við upplýs-
ingar um holdafar kúnna.
Rannsóknir í Langhill
Girðinganámskeið í
Gunnarsholti
Kennarar: Grétar
Einarsson bútækni-
fræðingur hjá LbhÍ og
Hjörtur Bergmann
Jónsson girðingarverktaki
Tími: 15. apr, kl. 8:30-
18:00 í Gunnarsholti
Verð: kr. 13.400
Heimavinnsla
mjólkurafurða, Skref 1
Kennari: Þórarinn Egill
Sveinsson mjólkur-
verkfræðingur
Tími: 15. apr, kl 13:00-
16:00 á Egilsstöðum
Verð: kr. 4.000
Ræktum okkar eigin ber
Í samstarfi við
Garðyrkjufélag Íslands,
Reykjavíkur- og Akureyrar
deild og Græna geirann.
Kennarar: Guðríður
Helgadóttir forstöðu-
maður LbhÍ Reykjum
og Jón Kr. Arnarson
verkefnisstjóri LbhÍ
Tími: 18. apr, kl. 9:00-
15:00 á Hvanneyri
Verð: kr. 12.000
Grunnnámskeið í
skógrækt
Kennarar: Björn B.
Jónsson framkvæmda-
stjóri Sls, Böðvar Guð-
mundsson áætlanafulltrúi
Sls, Hallur Björgvinsson
svæðisstjóri Sls og
Harpa Dís Harðardóttir
svæðisstjóri Sls.
Tími: 18. apr, kl. 10:00-
16:00 á Reykjum, Ölfusi
Verð: kr. 13.000
Útimatjurtir - grunn-
námskeið fyrir byrjendur
í samstarfi við Garð-
yrkjufélag Íslands Ísafjarð-
ardeild og Græna geirann
Kennari: Gunnþór K.
Guðfinnsson umhverfis-
stjóri Ölfusi
Tími: 18. apr, kl. 10:00-
16:00 á Ísafirði
Verð: kr. 11.000
Beltin bjarga – ræktun
skjólbelta
Kennari. Samson B.
Harðarson lektor við LbhÍ
Tími: Boðið verður upp á
fjögur námskeið:
I: 22. apr. kl. 10:00-16:00 á
Hvanneyri
II: 27. apr. kl. 10:00-16:00 í
Fnjóskadal
III: 28. apr. kl. 10:00-16:00
á Egilsstöðum
IV: 30. apr. kl. 10:00-16:00
á Suðausturlandi
Verð: kr. 14.500
Heimavinnsla
mjólkurafurða, Skref 2
Kennari: Þórarinn
Egill Sveinsson
mjólkurverkfræðingur
Tími: 29. apr, kl 10:00-
17:00 á Egilsstöðum
Verð: kr. 12.000
Grunnur að útstillingum
Kennari: Hjördís Reykdal
Jónsdóttir stundakennari
við LbhÍ
Tími: 5. maí, kl. 9:00-16:00
á Reykjum, Ölfusi
Verð: 9.900kr
Níturbindandi tegundir
í landgræðslu og
skógrækt
Kennari: Jón Guðmunds-
son lektor við LbhÍ
Tími: Boðið verður upp á
tvö námskeið:
I: 8. maí, kl. 14:00-17:00 á
Hvanneyri
II: 16. maí, kl. 9:00-12:00 á
Reykjum, Ölfusi
Verð: 6.000kr
Ræktun matjurta í
sumarbústaðalandinu
Kennarar: Gunnþór
Guðfinnsson
umhverfisstjóri Ölfuss og
Úlfur Óskarsson lektor
við LbhÍ
Tími: 9. maí, kl. 9:00-15:00
á Reykjum, Ölfusi
Verð: kr. 12.000
Umhirða opinna svæða
Kennarar: Guðríður
Helgadóttir forstöðu-
maður LbhÍ á Reykjum,
Gunnþór K. Guðfinnsson
umhverfisstjóri
Ölfus og Siggeir
Ingólfsson yfirverkstjóri
Umhverfisdeildar Árborgar
Tími: 20. maí, kl. 9:00-
15:00 á Reykjum, Ölfusi
Verð: kr. 9.900
Allar nánari upplýsingar má finna á www.lbhi.is/namskeid
Skráning fer fram á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000
Námskeið
fyrir þig!
Weckman
sturtuvagnar
6,5 tonn. 10 tonn.
12 tonn. 14 tonn.
17 tonn.
12 tonna flatvagnar
Grjót- malarvagnar með
föstum skjólborðum
12 tonn. - 16 tonn.
H. Hauksson ehf
Suðurlandsbraut 48
Sími: 588 1130
Fax: 588 1131
Jón Viðar Jónmundsson
landsráðunautur í búfjárrækt
Bændasamtökum Íslands
jvj@bondi.is
Kynbótastarf