Bændablaðið - 27.10.2011, Qupperneq 34

Bændablaðið - 27.10.2011, Qupperneq 34
34 Bændablaðið | fimmtudagur 27. október 2011 Vignir og Inga hófu búskap árið 2006 með því að fylla fjósið af fyrsta kálfs kvígum, og byrjuðu á því að leggja inn hjá Mjólku, en það ævintýri stóð nú ekki yfir nema í 2 ár. Þau seldu því kýrnar korter í kreppu og fóru þær allar á mjög góðan stað. Þeim fannst húsin ansi tómleg með einungis nautum í og því keyptu þau um 2oo lömb ári seinna og hafa bætt í eitthvað síðan. Í byrjun leigðu þau jörðina en svo árið 2010 gengu þau frá kaupum á henni. Býli? Kolugil. Staðsett í sveit? Húnaþingi Vestra. Ábúendur? Vignir, Inga, Svava Rán, 3 ára, og Benedikt Logi 1 árs. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Ásamt okkur fjórum er tíkin Kúra á bænum sem er Border Collie. Stærð jarðar? Um 600 hektarar þar af 33 hektarar ræktað land. Tegund býlis? Sauðfjár- og naut- griparækt, auk verktöku. Fjöldi búfjár og tegundir? Rúmlega 300 fjár og eitthvað á milli 70 og 80 nautgripir og svo átta hross. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fer eftir árstíð. Deginum lýkur þó jafnan með ferð í útihúsin. Yfir veturinn er hugsað um skepnurnar og svo er reynt að vinna upp það sem situr á hakanum þegar bóndinn er að heiman, sem eru um 5 mánuði á ári, en þeir fara í að rúlla fyrir aðra bændur og svo að keyra sauðfé á haustin. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu bústörfin eru vorverkin, t.d. sauð- burður, kornsáning og önnur jarð- vinnsla. Leiðinlegustu verkin eru að tína grjót en sem betur fer er ekkert um það hér á bæ. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Með svipuðum hætti en stefnt er á að stækka búið meira með hverju árinu. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Félagsmál bænda hér á svæðinu eru í það minnsta í góðum málum og nokkuð góð sam- staða er á milli bæja. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Eigum við ekki að vona bara að honum eigi eftir að vegna vel. Það þarf að stuðla að nýliðun því það er erfitt að búa ef það býr bara einn í hverri sveit. Hvar teljið þið að helstu tæki- færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Það vantar alvöru markaðssetningu á öllum búfjár- afurðum. Væri ekki hægt að nota einhvern af útrásarvíkingunum, þeir náðu í það minnsta nokkuð langt með sitt. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, egg og mjólk. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Hakkabuff, með kart- öflumús, sósu og rauðkáli. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er af svo mörgu að taka, t.d. þegar við byrjuðum með kýrnar og svo sauðfé. Ekki má svo gleyma mörgum mjög eftirminnilegum eltingaleikjum við holdakýr sem vildu flakka um allar sveitir. Nú er komin út matreiðslubókin Eldum íslenskt með kokkalands- liðinu og því var tilvalið fyrir upp- skriftahorn Bændablaðsins að fá að rýna í herlegheitin. Bókin er vegleg í alla staði, í henni er rætt við bændur og settar eru upp tæplega 200 uppskriftir þar sem einfaldleik- inn ræður för, en aðeins er stuðst við fimm hráefni í hverri uppskrift. Bjarni Gunnar Kristinsson, mat- reiðslumeistari og meðlimur kokka- landsliðsins, á veg og vanda af því að bókin verður senn að veruleika. „Þetta voru eiginlega tvær góðar hugmyndir sem urðu að einni. Eftir gott samstarf við bændur með Eldum íslenskt -matreiðsluþáttunum á ÍNN og útkomu kokkalandsliðsbókarinnar í fyrra, þá var þetta rökrétt framhald. Sú bók seldist mjög vel, þar sem fólk sá kokkana í nýju ljósi, að elda ein- faldan mat heima hjá sér úr fjórum hráefnum,“ útskýrir Bjarni. Klassískir íslenskir réttir Í bókinni er notast við fimm hráefni í uppskriftunum og taka meðlimir kokkalandsliðsins fyrr og nú þátt í gerð bókarinnar. „Það eru nokkrar kynslóðir kokka sem mætast í þessari bók en það fannst okkur nauðsynlegt, þar sem við erum að fjalla um þennan gamla, góða íslenska mat. Einnig er spjallað við bændur um hráefnið og upprunann og klassískir íslenskir réttir eru nútíma- væddir. Sums staðar leyfum við okkur að skera af örlitla fitu og annars staðar eru sett ný krydd með. Aðalatriðið er að við höfum frábært íslenskt hráefni og í sumar uppskriftanna setjum við nútímakrydd sem þekktist til dæmis ekki hérlendis fyrir 100 árum,“ útskýr- ir Bjarni og segir jafnframt: „Við förum yfir alla flóruna í hráefnavali sem kemur frá öllum búgreinafélögunum, úr bakstursiðnaði ásamt íslenskum mjólkurvörum og því sem vex í íslenskum görðum og einnig því sem fellur til á haustin. Bókin er tímalaus að því leyti að flatkökur og rúgbrauð detta aldrei úr tísku, en þetta eru kannski réttir sem unga fólkið kann ekki í dag. Við vonum að bókin nýtist til að boða fagnaðarerindið um íslenskan mat, þá er markmiði okkar náð.“ Hrossalundir með kartöflumús 800 g hrossalund 200 g kartöflur 100 ml rjómi Í eldhúsinu: ögn af mjólk 50 g smjör salt og pipar Aðferð: Hreinsið lundina með því að fjar- lægja alla aukafitu og þunna sin sem liggur yfir kjötinu. Hitið pönnu, brúnið kjötið á öllum hliðum og kryddið með salti og pipar. Setjið í ofn í nokkrar mínútur. Sjóðið kartöflur og merjið í gegnum sigti svo kartöflumúsin verði kekkjalaus. Bætið við rjóma og smjöri, þynnið út með mjólk. Alvörunautasteik 1 nautalund, lítil 2 greinar garðablóðberg 1 hvítlauksgeiri Í eldhúsinu: 15 ml olía 30 g smjör salt og pipar Aðferð: Nautalundin er hreinsuð, söltuð og pipruð. Hún er síðan steikt á mjög heitri pönnu með olíu og smjöri. Passið að steikja vel á öllum hliðum (1-2 mín. á hverri hlið). Síðan er lundin sett í ofn- skúffu með garðablóðbergi, olíu og hvítlauk og inn í ofn við 160°C í 8-10 mín. Takið svo lundina út úr ofninum og látið hvíla í 10 mín. Skerið í þykkar sneiðar og stráið salti í sárin. Lambahamborgari með rósmaríni og hvítlauk 400 g lambahakk 2 msk. hakkaður skalottlaukur 2 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir 1-2 msk. saxað ferskt rósmarín brauð að eigin vali (t.d. hamborgarabrauð) Í eldhúsinu: salt og pipar Aðferð: Setjið lambahakk, skalottlauk, hvít- lauk og rósmarín í skál. Hrærið varlega þar til allt er blandað saman. Besta leiðin til að gera þetta er með hönd- unum. Formið borgara, steikið á heitri pönnu í um fimm mínútur og kryddið með salti og pipar. Setjið á milli brauð- sneiða og berið fram. Bóndadóttir með berjablæju 200 g rúgbrauð 60 g súkkulaði 250 ml rjómi 60 g berjasulta (eða eplamauk eins og var gert upprunalega) ber til skrauts Í eldhúsinu: 75 g sykur 75 g smjör Aðferð: Skorpan er skorin af brauðinu og það rifið í sundur með járni eða mulið milli handanna þannig að það verði að fínni mylsnu. Sykurinn og smjörið er brúnað ljósbrúnt ásamt brauðinu. Á meðan þarf að hræra stöðugt í og líka á meðan það er að kólna, svo það renni ekki saman og brauðið verði smátt. Súkkulaðið er skafið niður. Síðan er látið eitt lag af brúnuðu brauðinu í glerskál og annað af súkkulaði, en það á að vera miklu þynnra. Skálin er fyllt með nokkrum lögum af súkkulaði og brúnaða brauðinu (á víxl). Inn á milli laganna má dreifa berjasultu. Rjóminn er stífþeyttur og látinn ofan á og skreyttur með berjum. /ehg MATARKRÓKURINN Líf og lyst BÆRINN OKKAR Boðar fagnaðarerindið um íslenskan mat Kolugil Eldum íslenskt með kokkalandsliðinu er ný uppskriftabók sem unnin er í samvinnu við bændur. Hér má sjá forsíðu bókarinnar þar sem meðlimir kokkalandsliðsins klæddu sig upp og Þórdís Claessen, grafískur hönnuður, skreytti umhver ð í bakgrunni að íslenskum sið. Fjóla Kjartansdóttir kúabóndi í Birtingaholti IV í Hrunamannahreppi Búskapur: Mjólkurframleiðsla og jarðrækt „Til þess að fá góðar afurðir skiptir fóðrið og aðbúnaður kúnna mestu máli. Við fram- leiðum mest af kúafóðrinu hér á búinu. Heyið er að sjálfsögðu uppistaðan í fóðruninni en við blöndum líka okkar eigið kjarnfóður úr steinefnablöndu. Kýrnar í Birtingaholti ganga þess að fara út á sumrin. Það er mín skoðun að gott atlæti við gripina skili sér í betri og meiri afurðum. Við leggjum mikla áherslu á að kúnum líði vel.“ Mjaltaþjónar hafa gjörbreytt vinnulagi kúabænda á síðustu árum. Nú eru kýrnar ekki eingöngu mjólkaðar kvölds og morgna eins og tíðkaðist. Kýrnar ráða því sjálfar hvenær þær fara og láta mjólka sig en um leið og það er gert fá þær kjarnfóður sem þær eru sólgnar í. Starf bóndans felst ekki síður í að sinna eftirliti í ósinu og vinna úr þeim u lýsingum sem koma frá mjaltaþjóninum. iðvera bóndans í ósinu er því engu minni en áður þótt star ð s sveigjanlegra. 176 Sýnishorn af innliti til bónda, sem er veigamikill þáttur bókarinnar. Hér er rætt við Fjólu Kjartansdóttur, kúabónda í Birtingaholti IV í Hrunamannahreppi. Bóndadóttir með berjablæju.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.