Bændablaðið - 03.05.2012, Síða 2
Bændablaðið | fimmtudagur 3. maí 20122
Fréttir
Bændablaðið kemur út í allt sumar
en síðustu ár hefur blaðið lagst í
dvala yfir hásumarið. Ástæðan er
einkum sú að koma til móts við
óskir lesenda og bjóða auglýs-
endum upp á aukna þjónustu. Í
nýlegri lesendakönnun Capacent
kom í ljós að ríflega helmingur
þjóðarinnar eða 53% segist lesa
Bændablaðið þegar spurt er um
lestur á síðustu fjórum tölublöð-
um.
Dreifing blaðsins hefur aukist
jafnt og þétt en það er að jafnaði
gefið út í 24 þúsund eintökum á
tveggja vikna fresti. Endrum og
eins kemur Bændablaðið út í stærra
upplagi eins og nú þegar blaðinu
er jafnframt dreift til áskrifenda
Morgunblaðsins. Alls koma út 24
tölublöð af Bændablaðinu á ári.
Vegna aukinna umsvifa aug-
lýsir Bændablaðið eftir sumar-
starfsmönnum til þess að sinna
fréttaskrifum og öflun auglýsinga.
Nánari upplýsingar er að finna á
bls. 39.
Útgáfudagar Bændablaðsins fram
að hausti verða sem hér segir:
16. maí
31. maí
14. júní
28. júní
12. júlí
26. júlí
9. ágúst
23. ágúst
6. sept.
23. sept.
Tölublöðum
fjölgar
„Gleðilegt og mikill léttir“
–Hvorki riðuveiki né NOR98 greindist í kindum frá Merki á Jökuldal
Nú er komið í ljós að ekki er að
finna riðu í fé frá bænum Merki á
Jökuldal sem fellt var, en á síðasta
ári greindist átta vetra kind frá
bænum með NOR98 afbrigði af
riðu. Felldar voru 194 kindur frá
bænum og liggur nú fyrir, eftir
greiningu, að hvorki fannst í þeim
riða né NOR98 afbrigðið. Því hefur
verið ákveðið að ekki verði frekar
skorið niður á Merki en kindur
á bænum og þeim bæjum, sem
mestur samgangur er við, verði
undir sérstöku eftirliti. Allar full-
orðnar kindur sem falla eða verða
felldar á þessum búum verða rann-
sakaðar.
„Alltaf viss um að svona lægi í
þessu"
Á Merki býr Lilja Hafdís Óladóttir
ásamt bróður sínum Stefáni Ólasyni
og hans konu, Sólrúnu Hauksdóttur.
Lilja segir að niðurstaðan nú sé gleði-
leg og mikill léttir.
„Ég var hins vegar alltaf viss um
að svona lægi í þessu. Ég barðist fyrir
því frá upphafi að hjörðin yrði ekki öll
felld. Þetta var líklega besta lausnin,
þ.e. að fé sem var fimm vetra og eldra
skyldi lógað, enda kemur þetta NOR-
afbrigði bara upp í eldra fé. Ég þekkti
ekki mikið til NOR98 veirunnar áður.
Hins vegar fór ég auðvitað strax að
lesa mér til og kynna mér þetta.“
Erfiður vetur
Veturinn er búinn að vera erfiður
vegna málsins, að sögn Lilju. Þá
hafi samskipti við Matvælastofnun
(MAST) mátt vera liðlegri og aðilar
þar á bæ skipulagðari. Ábúendur í
Merki buðu í upphafi þá lausn að lóga
eldra fénu og segir Lilja að Þorsteinn
Ólafsson, dýralæknir sauðfjársjúk-
dóma, hafi strax tekið vel í þá lausn,
ekki hafi verið yfir því að kvarta. Lilja
leggur hins vegar áherslu á að vinna
verði skýra stefnu í því hvernig eigi að
takast á við það þegar og ef NOR98
afbrigði í kindum greinist aftur.
„Það er óþolandi að þurfa að
velkjast mánuðum saman í óvissu
um hvernig á að taka á málum. Ekki
voru lagðar neinar hreinar línur í mál-
inu í tvo mánuði. Það skiptir máli að
allir séu upplýstir um stöðu máls-
ins á hverjum tíma. Ég hefði viljað
sjá fulltrúa MAST koma hingað og
funda með fjölskyldunni allri, líka
með krökkunum sem komin eru til
vits og ára. Þau þurfa að fá að vita
þetta rétt eins og við þessi fullorðnu,
börn taka svo virkan þátt í búskap.“
Finnst frekar í fullorðnu fé
Eftir því sem Lilja kemst næst verður
tjónið af niðurskurði þeirra tæplega
200 kinda sem skornar voru bætt
á sama hátt og tíðkast hefur þegar
skorið er niður vegna hefðbundinnar
riðu. Hún á von á því að þau muni
kaupa lífgimbrar á komandi hausti
til að bæta í hjörðina, auk þess sem
gimbrar verði settar á í eins miklum
mæli og eðlilegt geti talist.
NOR98 afbrigðið af riðu fannst
fyrst í Noregi 1998 og greindist
fyrst á Íslandi 2004. Kindin í Merki
var fjórða kindin sem greindist með
NOR98 hér á landi. NOR98 finnst
frekar í fullorðnu fé en hún er ekki
eins smitandi og hefðbundin riðu-
veiki. Ekki er hægt að greina riðu
eða NOR98 í lifandi kindum og því
þarf að fella þær til að skima fyrir
sjúkdómnum. Venjan er sú að allt fé
af bæjum þar sem riða greinist sé fellt
og fjárlaust sé á bæjunum næstu tvö
árin. Hins vegar var nú í fyrsta skipti
ákveðið að fella aðeins eldri kindur,
líkt og greint er frá hér að framan.
/fr
Íbúar í Fljótshverfi vilja mælingar á svifryki
– Ekki til mælir til að sinna verkefninu, segir deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun
Óánægju gætir hjá íbúum
Fljótshverfis í Skaftárhreppi með
að ekki skuli vera komið upp svi-
fryksmæli á svæðinu. Eftir eld-
gosið í Grímsvötnum í fyrra er
mikil öskumengun á svæðinu og
hafa íbúar áhyggjur af heilsu-
farslegum afleiðingum þess.
Umhverfisstofnun, sem fer með
mælingar á loftgæðum, vill gjarnan
leysa úr málinu en skortur á fjár-
munum og þar af leiðandi mælum
stendur þeim fyrir þrifum.
Björn Helgi Snorrason býr á
Kálfafelli í Fljótshverfi og hefur ýtt
mjög á eftir því að svifryksmælir
verði settur upp á svæðinu. Hann
undrast dræm viðbrögð við beiðnum
þar að lútandi. „Hér í Fljótshverfi,
sem er u.þ.b. 25 km austar en
Kirkjubæjarklaustur, varð langtum
meira öskufall í Grímsvatnagosinu
síðasta vor en t.a.m. á Klaustri. Við
erum því mjög óhress með að ekki
skuli vera settur upp svifryksmælir
hér fyrir íbúa hverfisins. Hér búa 7
börn á aldrinum 4 mánaða upp í fjór-
tán ára og alls erum við 28 íbúar hér.
Við viljum vita hvort að svifryk hér
sé langt yfir heilsuverndarmörkum,
eins og við teljum.“
Lagðist í lungnabólgu
Björn segir fólk verða vart við meng-
unina í sínum daglegu störfum. „Hér
er allt fullt af ryki og mengunin meiri
en fólk gerir sér grein fyrir. Ég lagðist
sjálfur í lungnabólgu í fyrrasumar,
eitthvað sem ég hef aldrei átt vanda
til áður. Ég er sannfærður um að það
er ekki hægt að kenna öðru um heldur
en þessu, að fullfrískur maður legg-
ist í lungnabólgu á miðju sumri. Það
veldur mér alla vega grunsemdum.“
Allir íbúar Fljótshverfis skrifuðu
undir áskorun til sveitarstjórnar
síðastliðinn vetur um að beita sér í
málinu. „Það gerði hún en það skil-
aði hins vegar engum árangri. Ég hef
sjálfur sent bréf til Heilbrigðiseftirlits
Suðurlands og þar er bara talað um
peningaleysi. Við erum eiginlega
stórmóðguð hérna, öðru eins er nú
eytt í vitleysu. Umhverfisstofnun
hefur umsjón með þessum mælingum.
Ég hef verið í sambandi við starfs-
menn þar og þar er sömuleiðis vælt
um peningaleysi. Ég skil það ekki,
því þetta eru ekki útgjöld sem setja
þjóðfélagið á höfuðið,“ segir Björn.
Hreppurinn fær ekki svör
Sveitarstjórn Skaftárhrepps sam-
þykkti 10. október sl. ályktun þar
sem tekið var undir áskorun íbúa í
Fljótshverfi um að svifryksmæli yrði
komið upp sem fyrst á staðnum og
mikilvægi þess að mælar yrðu bæði á
Kirkjubæjarklaustri og í Fljótshverfi.
Að sögn Guðmundar Inga Ingasonar,
oddvita Skaftárhrepps, hefur ekki
borist svar frá Umhverfisstofnun
vegna þess erindis nú hálfu ári síðar.
Endurteknar fyrirspurnir um málið
símleiðis hafi heldur engu skilað.
Til skoðunar að færa mæli
Kristján Geirsson, deildar-
stjóri umhverfisverndar hjá
Umhverfisstofnun, sem fer með
mælingar á loftgæðum, segir að
stofnunin eigi einfaldlega ekki
fleiri mæla til að sjá af. Þeir séu
þegar í notkun en til skoðunar sé að
flytja mæli frá Kirkjubæjarklaustri
í Fljótshverfi. Spurður hverju það
sæti að ekki sé búið að svara umleit-
an hreppsins segir Kristján að ekki
hafi verið talið að ályktunin krefðist
sérstakra svara.
„Bæði fyrir og eftir að álykt-
unin barst höfum við verið í sam-
bandi við sveitarstjóra og einnig
Heilbrigðiseftirlitið. Við fengum
fjárveitingu til kaupa á mæli til
að fylgjast með loftgæðum á
svæðinu. Það er bara einn mælir
og við verðum því að mæla loft-
gæði annað hvort á Klaustri eða í
Fljótshverfi. Við tókum ákvörðun
um að hafa mælinn á Klaustri, þar
sem býr fleira fólk og þar er bæði
leikskóli og skóli. Við vissum jafn-
framt af því að ástandið væri verra
í Fljótshverfi. Við höfum sagt að
við viljum skoða að færa mælinn
þangað en spurningin hefur verið
hvænær það yrði gert. Við höfum
horft til þess að gera það núna með
vorinu þegar skólum lýkur og fólk
dreifist en það er ekki búið að taka
ákvörðun um hvenær. Staðan er sú að
við stefnum á að færa mælinn til að
þjóna sem flestum. Við höfum hins
vegar ekki tök á að mæla á báðum
stöðum, því miður.“
Svifryksmælir af þessu tagi kostar
á bilinu þrjár til sex milljónir upp
settur. Ástæðan fyrir því að svo miklu
getur munað liggur í því að á sumum
stöðum er einnig þörf á að setja upp
veðurstöð. Rekstur og viðhald á ári
er svo á bilinu hálf til ein milljón
króna.
/fr
Frá aldaöðli hefur sauðkindin
gengt mikilvægu hlutverki í
Grímsey, líkt og annars staðar
á landinu. Grösugt land, litlar
tjarnir, skarfakál í bökkum og
fjörubeit hafa auðveldað bændum
búskapinn á þessum annars harð-
býla stað norður við heimskauts-
baug. Ull og kjöt voru nauðsyn
og héldu lífinu í mannskapnum
ásamt fiski, fugli, eggjum og öðru
því sem þessi drjúga matarkista,
eyjan græna, bauð uppá. Allt er
þetta enn til staðar, þó forsendur
séu breyttar.
Nú er sauðburður hafinn hjá frí-
stundabændum í Grímsey. Þessi árstími
er jafnan hápunkturinn í búskapnum og
ungir jafnt sem aldnir njóta samveru og
nálægðar við náttúruna. Í eyjunni eru
um 80-100 fjár en það svarar til þess
að hver íbúi eigi eina kind.
Fimmta hver kind þrílembd
Liðlega 30 ær munu bera í fjárhúsi
hjónanna Guðrúnar Gísladóttur og
Hennings Jóhannessonar og fjölskyldu.
Guðrún segir að sauðburður sé nú
liðlega hálfnaður. „Það hefur gengið
vel og frjósemin ekki brugðist frekar
en fyrri daginn,“ segir hún. Fimmta
hver kind hefur borið þremur lömbum
og flestar hinna eru tvílemdar. Hjónin
vakta féð allan sólarhringinn ásamt
börnum, tengda- og barnabörnum og
skín ánægjan úr augum allra, enda
þótt dagarnir séu langir og handtökin
mörg. /MÞÞ
Frístundabændur í Grímsey önnum kafnir í sauðburði:
Frjósemin bregst ekki frekar en fyrri daginn
Ungviðið leikur sér. Katrín, Jónas og Gabríel í fjárhúsunum hjá afa og ömmu, Guðrúnu Gísladóttur og Henning
Jóhannessyni í Grímsey.
Tollar og íslenskur
landbúnaður
Nýlega kom út hjá Bænda-
samtökunum bæklingur um tolla
og íslenskan landbúnað. Í ritinu
er farið yfir tollaumhverfi íslensks
landbúnaðar og landbúnaðar-
stefnu stjórnvalda.
Einnig er dregin upp mynd
af alþjóðasamningum um við-
skipti með landbúnaðarvörur,
svo sem við Evrópusambandið
og Alþjóðaviðskiptastofnunina. Í
bæklingnum er sýnt á töfluformi
samhengi launa og verðlags 20
landa og sýndur samanburður á
útgjöldum til matvörukaupa milli
nokkurra Evrópulanda. Einnig
er þeirri spurningu velt upp hvað
myndi gerast hérlendis ef tollar væru
afnumdir og bent á mikilvægi hug-
takanna fæðu- og matvælaöryggis
í því sambandi að vernda innlenda
matvælaframleiðslu.
Bæklingurinn er fáanlegur hjá
Bændasamtökunum og á vefsíðu
samtakanna á bondi.is
Heimasætan á bænum Merki á Jökul-
dal, Guðný Halla Sóllilja, lukkuleg
með lítið heilbrigt lamb í fanginu.