Bændablaðið - 03.05.2012, Page 16

Bændablaðið - 03.05.2012, Page 16
16 Bændablaðið | fimmtudagur 3. maí 2012 Íslenskir bændur hafa verið stórtækir í uppgræðslu örfoka lands og endurheimt landgæða á undanförnum árum og ára- tugum. Þar má nefna virka þátt- töku þeirra í samvinnuverkefni Landgræðslunnar „Bændur græða landið“ (BGL) sem hófst árið 1990. Eru sauðfjárbændur langstórtæk- astir í þessu verkefni. Landgræðsla ríkisins áætlar að árlega sé í BGL- verkefninu unnið að uppgræðslu á um 5.500 til 6.000 hekturum. Guðmundur Stefánsson, sviðsstjóri landverndarsviðs hjá Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti, segir þetta samvinnuverkefni hafa gengið afskaplega vel. „Enda eru gróðurvernd, jarðvegsvernd og uppgræðsla ekki bara mál Landgræðslunnar, heldur okkar allra.“ Bendir Guðmundur einnig á að talsverðar breytingar hafi átt sér stað í landbúnaði og landnýtingu á undan- förnum árum. Æ fleiri bændur hafi t.d. farið út í kornrækt og sívaxandi fjöldi íbúa þéttbýlis hafi gerst land- eigendur á undanförnum árum. Sumir þeirra hafi farið út í trjá- eða skógrækt, sem ekki fari alltaf vel saman með þeirri sauðfjárrækt sem fyrir er. Hefur þetta vakið upp tals- verða umræðu á liðnum misserum um að brýn þörf sé orðin á að setja saman markvissa landnýtingarstefnu. „Ég held að það sé gagnkvæmur áhugi á að taka á þessum málum,“ segir Guðmundur. Mikill áhugi hjá bændum „Þvert á það sem margir virðast halda er mjög mikill áhugi hjá bændum í landinu, á landbótum og uppgræðslu. Þannig hafa verið græddir upp um 30 þúsund hektarar í BGL-verkefninu eða um 300 ferkílómetrar, sem eru 0,3% af flatarmáli alls landsins. Er það þó mun stærra hlutfall af ógrónu landi og uppblásnu og einnig af heild landsins, ef dregið er frá heildartöl- unni flatarmál vatna, jökla og gróins lands.“ Til gamans má geta að þetta er svipað landsvæði og jörðin Grímsstaðir á Fjöllum, sem mjög hefur verið í umræðunni vegna áhuga Kínverjans Huang Nubo á því landi. „Enn er jarðvegur að eyðast og land að blása upp en nú er þó tví- mælalaust meira farið að ávinnast á hverju ári en það sem eyðist. Gróður er mjög víða í framför.“ Verkefnið hófst 1990 Bændur græða landið er sam- vinnuverkefni Landgræðslunnar og bænda um uppgræðslu heimalanda. Verkefnið hófst árið 1990 og til- gangur þess er að styrkja bændur til landgræðslu á jörðum sínum, stöðva rof, þekja land gróðri og gera það nothæft á ný til landbúnaðar eða annarra nota. Skilyrði fyrir þátttöku er að það land sem græða á upp sé lítið eða ekkert gróið og að beitarálag sé hóflegt. Landgræðslan leggur til faglega ráðgjöf og eftirlit með verk- efnum allt þar til þeim telst formlega lokið, greiðir um 85% áburðarkostn- aðar og lætur í té grasfræ þar sem þess er talin þörf. Bændur útvega áburð og bera á. Þeir greiða hluta áburðarins og þegar verki hvers er lokið og Landgræðslan hefur tekið það út er styrkurinn greiddur. Bændur leggja til vinnuafl, tæki og hluta af áburði Segir Guðmundur að framlag bænda felist einkum í að útvega tæki, mann- skap og vinnu við uppgræðsluna. Auk áburðar- og frædreifingar, sem sé beinlínis hluti af BGL-verkefninu, vinni margir bændur mun meira að uppgræðslustörfum en tilheyri beinlínis verkefninu og nýti þá til þess bæði lífrænan húsdýraáburð, hey og annað sem til fellur, en líka tilbúinn áburð. Telur Guðmundur að þegar allt er talið megi líklega meta framlag bænda og Landgræðslunnar til álíka mikils. Árangursríkt samstarf 650 bænda og Landgræðslu ríkisins í verkefninu „Bændur græða landið“: Búið að græða upp um 300 ferkílómetra lands - Mikil uppgræðsla á vegum bænda á sér einnig stað utan þessa verkefnis segir sviðsstjóri landverndarsviðs Landgræðslunnar Myndi/ Sigríður Jónsdóttir. Þátttakendur í Bændur græða landið (BGL) Ár Alls Virkir Áburður/tonn Fræ/kg Myndi/ Sigríður Jónsdóttir. Myndi/ Sigríður Jónsdóttir.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.