Bændablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 17
17Bændablaðið | fimmtudagur 3. maí 2012 Gott samstarf „Þetta samstarf okkar við bændur er einkum í gegnum verkefnið Bændur græða landið, Landbótasjóð Landgræðslunnar og Gæðastýringu í sauðfjárframleiðslu þar sem Landgræðslan annast landnýtingar- þáttinn, en Matvælastofnun (MAST) er í heild ábyrg fyrir verkefninu. Reyndar er einnig gott samstarf við bændur í gegnum almennt gróðureft- irlit, sem framkvæmt er í beinu sam- starfi við bændurna sjálfa og ýmis önnur verkefni þó þau séu smærri í sniðum. Þá höfum við einnig átt ágæt samskipti við Bændasamtök Íslands og þá sérstaklega Landssamtök sauð- fjárbænda.“ Guðmundur segir um samstarfið við sauðfjárbændur sérstaklega, að það skapist ekki síst af því að þeir eigi vafalaust mestra hagsmuna að gæta í því að bæta landið til beitar. Þó það liggi í hlutarins eðli að bændurnir nýti landið til beitar, hafi mikil breyting átt sér stað á liðnum áratugum á afstöðu bænda til land- nýtingar og uppgræðslu lands. Nú gangi Landgræðslan og bændur í takt í uppgræðslumálum, en því hafi kannski ekki alltaf verið að heilsa á árum áður. Aukinn skilningur „Ég er sannfærður um að þekking og reynsla af uppgræðslu og meðferð landsins hefur aukið skilning manna á þessum málum mjög mikið síðasta aldarfjórðunginn. Það er afskaplega mikils virði og í raun ómetanlegt. Auðvitað eru oft skiptar skoðanir á báða bóga en þá eru málin bara rædd. Þó við séum ekki sammála um alla hluti, þá finnum við alveg að við eigum samleið með bændum, það er engin spurning. Nokkrir afréttir hafa verið algjörlega friðaðir fyrir beit. Víða á öðrum afréttum sem eru illa farnir eru menn í miklu uppgræðslu- starfi, þó alltaf megi deila um hvort nóg sé að gert,“ segir Guðmundur. 65 landbótaáætlanir Að sögn Guðmundar voru 65 land- bótaáætlanir í gangi á árinu 2011, þar sem menn stunduðu upp- græðslustarf með skipulegum hætti í Gæðastýringu í sauðfjárframleiðslu. „Þar af voru 24 áætlanir vegna afrétta og 41 áætlun vegna heimalanda. Þar fyrir utan er talsvert um að menn hafi gert formlegar landbótaáætlanir á sínu landi, þó það tengist í sjálfu sér Gæðastýringunni ekkert. Rúmlega 650 bændur um allt land eru þátt- takendur í Bændur græða landið. Af þeim eru um 550 virkir á hverju ári. Sumir taka sér þá hlé í eitt ár en koma síðan aftur inn á næsta ári.“ Undanfarin fjögur ár hefur skráð- um þátttakendum í BGL fjölgað lítil- lega, en virk þátttaka dregist nokkuð saman. Áburðarnotkun hefur hins vegar haldist nokkuð stöðug eftir að úr henni dró í kjölfar mikilla verð- hækkana á áburði árið 2008. Reikna má með að hvert verkefni í BGL taki um 3-5 ár frá því fræi og áburði er dreift fyrst og því er eðlilegt að dragi úr frænotkun í verkefninu eftir því sem fyrsta árs verkefnum fækkar hlutfallslega. Að því gefnu að dreift sé um 200 kg af áburði á hvern ha má áætla að árlega vinni BGL-bændur að uppgræðslu um 5.500-6.000 hektara. 1.500-2.000 þátttakendur í verkefnum Landgræðslunnar Margir þeirra bænda sem taka þátt í BGL eru líka þátttakendur í verkefn- um Landbótasjóðs en að þeim koma líka ýmsir fleiri aðilar, bændur og aðrir. Landbótasjóður leggur einkum áherslu á stöðvun hraðfara jarðvegs- rofs og gróðureyðingar, endurheimt gróðurs, jarðvegs og votlendis, sjálfbæra landnýtingu og bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi. Að öllu samantöldu áætlar Guðmundur að örugglega vinni um 1.500-2.000 bændur að uppgræðsluverkefnum í samstarfi við Landgræðsluna með einum eða öðrum hætti. /HKr. ALDAGÖMUL HEFÐ ÞROSKUÐ Í ÍSLENSKU UMHVERFI Íslenskir mjólkurbændur kynna með stolti hina íslensku Óðalsosta. Átta ostar byggðir á alþjóðlegri hefð og fullkomnaðir með besta hráefni sem völ er á — íslenskri mjólk. ERTU NÓGU ÞROSKAÐUR FYRIR BRAGÐIÐ? ÚR FÓRUM MEISTARANS OSTAR ÍS L E N S K A /S IA .I S /M S A 5 74 70 1 2/ 11 Guðmundur Stefánsson. Mynd / HKr. Myndi/ Sigríður Jónsdóttir. Myndi/ Sigríður Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.