Bændablaðið - 03.05.2012, Page 20
20 Bændablaðið | fimmtudagur 3. maí 2012
Sauðfjárbændur í Eyjafirði komu saman til aðalfundar:
„Þurfa bændur að laumast með sín kjaramál
til að valda ekki óánægju í þjóðfélaginu?"
– spurði Birgir Arason, formaður Félags sauðfjárbænda í Eyjafirði
„Er ástæða til bjartsýni á þessum
síðustu og verstu, eins og sagt er,
þegar endalausar álögur eru born-
ar á okkar borð og okkur gert skylt
að innbyrða, hvað sem okkur kann
að finnast um þær? Enn hækkar
eldsneytið sem við þurfum til rekst-
urs á okkar búum og til einkanota.
Verður einhver var við vilja stjórn-
valda til að lækka þessar álögur?“
spurði Birgir Arason, bóndi í
Gullbrekku í Eyjafjarðarsveit og
formaður Félags sauðfjárbænda
við Eyjafjörð, á aðalfundi félagsins
sem haldinn var fyrir skömmu.
Óeðlilegt að mega ekki
ræða kjör sín
Birgir spurði hvort til stæði að koma
á þannig löggjöf að bændur hefðu
ekkert um það að segja hverjir færu
yfir land þeirra, utanaðkomandi
aðilar gætu jafnvel skipulagt ferðir
um eignarlönd bænda og tekið fyrir
gjald sjálfum sér til handa án þess
að bóndinn fengi nokkuð í sinn hlut.
Hann hélt áfram og spurði hvort
tímarnir væru orðnir svo breyttir
að bændur þyrftu að laumast með
kjaramál sín til að valda ekki óánægju
í þjóðfélaginu og vera „sakaðir um
einokun af aðilum sem sjálfir stunda
einokun á markaði“. Síðar sagði hann
það í hæsta máta óeðlilegt að mega
ekki ræða kjör sín við þá aðila sem
taka við afurðum bænda. Þá væri
sérkennilegt að skoðanir bænda um
eigin afkomu mættu hvergi koma
fram öðruvísi en að fram á ritvöllinn
stykkju langskólagengnir embættis-
menn á launum hjá hinu opinbera
sem rangtúlkuðu flest það sem við
kæmi starfi bænda.
Birgir velti einnig fyrir sér hvort
ekki væri kominn tími til að ræða
breytingar á núverandi stuðningi
við greinina og gera hann þannig að
kynslóðaskipti yrðu auðveldari. „Eða
eigum við að einangrast í því kerfi
sem við búum við í dag; horfa upp
á þá sem vilja hætta búrekstri lokast
inni og geta ekki hætt, því enginn
geti tekið við þar sem ekki virðist
rekstrargrundvöllur sökum mikillar
skuldsetningar?“
Finna þarf lausn á
förgunarmálinu
Birgir kom inn á gjaldtöku dýralækna
fyrir garnaveikibólusetningu í erindi
sínu á fundinum og sagði talsverðan
mun vera á milli bæja í þeim efnum.
Eitt sveitarfélag á Eyjafjarðarsvæðinu
tekur þátt í kostnaði við bólusetn-
inguna en annars staðar greiða
bændur kostnaðinn alfarið. Förgun
dýraleifa kom einnig til tals, enda
umræðan þar um fyrirferðarmikil í
lok liðins árs en Birgir sagði ljóst
að endurskoða þyrfti þessi mál frá
grunni til að ná niður kostnaði sem
málaflokknum fylgdi. Nefndi hann
að fyrir fáum árum hefði mikið kapp
verið lagt á að byggja moltuverk-
smiðju í Eyjafirði, sem átti að taka
við öllum úrgangi. „Nú situr þetta
fyrirtæki sem fangi í höndum stjórn-
málamanna sem virðast taka ákvarð-
anir eftir því hvort vindurinn blæs úr
austri eða vestri,“ sagði Birgir.
Tvö ávörp voru flutt á fund-
inum, annars vegar ræddi Þórarinn
Pétursson bóndi á Grýtubakka og
núverandi formaður Landssamtaka
sauðfjárbænda um málefni LS og
Ólafur Jónsson héraðsdýralæknir
MAST fjallaði um stofnunina og
hlutverk hennar. /MÞÞ
Birgir Arason, bóndi í Gullbrekku í Eyjafjarðarsveit og formaður Félags
sauðfjárbænda við Eyjafjörð, hefur ekki orðið var við vilja stjórnvalda til að
lækka álögur á eldsneyti - fremur að ætlun þeirra sé að rýja bæði bændur og
búalið inn að skinni með sífelldum hækkunum, svo gripið sé til myndlíkingar
sem á vel við myndina. Hún var tekin í fjárhúsi Birgis að Gullbrekku fyrir fáum
árum, þegar starfsfólk Glófa kynnti sér hvernig menn bera sig að við rúning.
Sjúkrahúsið á Akureyri tekur þátt í Norðurslóðaverkefni Evrópusambandsins:
Leita lausna til að halda í starfsfólk í strjálbýli
Sjúkrahúsið á Akureyri er þátt-
takandi í stóru samstarfsverkefni
á vegum Norðurslóðaáætlunar
Evrópusambandsins, sem heitir
„Recruitment and Retention
of Health Care Providers and
Public Service Sector Workers
in Remote Rural Areas“. Slík
verkefni bjóða upp á möguleika
á því að finna nýjar leiðir til að
fást við sameiginleg viðfangsefni
og uppgötva ný tækifæri.
Hildigunnur Svavarsdóttir,
framkvæmdastjóri hjúkrunar og
bráða-, fræðslu- og gæðasviðs
Sjúkrahússins á Akureyri, segir að
megininntak verkefnisins felist fyrst
og fremst í því að finna lausnir á
viðvarandi vandamálum sem tengist
því að ráða og halda í heilbrigðis-
starfsfólk á strjálbýlum svæðum í
Norður-Evrópu. Samstarfsaðilar
koma frá Noregi, Svíþjóð, Kanada,
Írlandi, Grænlandi og Skotlandi,
en Skotar leiða verkefnið. Auk
Sjúkrahússins á Akureyri taka þátt
í verkefninu fyrir Íslands hönd
Heilbrigðisstofnun Austurlands og
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.
Hikandi við tilhugsunina að
vinna í strjálbýli
„Við munum m.a. leita svara við
því af hverju heilbrigðisstarfsfólk
er hikandi við þá tilhugsun að vinna
í strjálbýli og hvað þarf til þess að
það haldi áfram að vinna í strjálbýli.
Einnig verður horft á hvaða þættir
það eru sem veita heilbrigðisstarfs-
fólki ánægju af því að vinna í strjál-
býli og þá með tilliti til fjölskyldu,
skóla, afþreyingarmöguleika og
fleira,“ segir Hildigunnur. Í upp-
hafi verður upplýsinga aflað með
viðamikilli rafrænni könnun í öllum
löndunum þar sem heilbrigðisstarfs-
fólk /-nemar í þéttbýli og dreifbýli
verða beðnir um að svara.
Verkefnið er einnig stefnumót-
andi, að sögn Hildigunnar, að því
leyti að ef vel tekst til verður hægt
að nýta væntanlegar niðurstöður
fyrir fleiri starfshópa en heilbrigðis-
starfsmenn.
Hildigunnur segir að ávinningur
þessa verkefnis verði mikill, þar
sem verið sé að leita svara við því
hvað þurfi til að halda fólki í starfi
með tilliti til faglegra og félags-
legra þátta auk umhverfis- og fjöl-
skyldusjónarmiða. „Einnig skapast
með þátttöku góð alþjóðleg tengsl
sem eru mikilvæg í verkefnum sem
þessum,“ segir hún.
Verkefnið er til þriggja ára, hófst
í júní 2011 og lýkur í júní 2014.
Vinnutilhögun hópsins er slík að
hópurinn fundar allur tvisvar á ári
en þess á milli starfa vinnuhópar.
Sameiginlegur fundur stendur yfir
þessa dagana; hófst síðastliðinn
þriðjudag og lýkur í dag, fimmtudag,
en um 30 erlendir gestir sækja fund-
inn. /MÞÞ
Sjúkrahúsið á Akureyri er þátttakandi í stóru samstarfsverkefni á vegum
Norðurslóðaáætlunar Evrópusambandsins, en vinnufundur vegna verk-
efnisins var haldinn á Akureyri í apríl. Á myndinni eru fulltrúar frá Íslandi
og Skotlandi en um 30 erlendir gestir sóttu fundinn.
Íslenskar kartöflur senn á þrotum
Íslenskar kartöflur eru um það bil
að verða búnar í verslunum, flestir
framleiðendur eru þegar búnir að
senda frá sér síðustu birgðirnar en
nokkir eiga örlítið eftir og eru að
ganga frá síðustu sendingunum.
Bergvin Jóhannsson, bóndi á
Áshóli í Grýtubakkahreppi og for-
maður Félags kartöflubænda, segir
að staðan um miðjan apríl sé sú að
íslenskar kartöflur séu svo gott sem
búnar.
Uppskera í fyrrahaust var heldur
lakari en verið hefur undanfarin ár
og því hefur gengið hratt á íslensku
kartöflurnar í vetur. Bergvin segir að
víða séu kartöflubændur búnir með
birgðir sínar, m.a. hann og fleiri í
Grýtubakkahreppi, einhverjir eigi
smáslatta eftir og séu að ganga frá
síðustu sendingunum í verslanir um
þessar mundir.
„Það verður eitthvað til af
íslenskum kartöflum í verslunum út
mánuðinn, en síðan tekur innflutn-
ingurinn alfarið við,“ segir Bergvin.
Hann nefnir að kartöflubændur í
Þykkvabæ hafi nýtt íslenska fram-
leiðslu í vinnslukartöflur nú á liðnu
hausti en árið á undan notast við
innfluttar kartöflur og það sé einnig
skýringin á því hve snemma íslenskar
kartöflur hverfi úr hillum verslana
þetta árið.
Bergvin segir að almennt sé minna
til af kartöflum í heiminum en oft
áður og telur að erfitt geti reynst
að verða sér úti um nægilegt magn,
birgðir hvarvetna séu minni nú en þær
hafi áður verið. „Það gildir nánast um
öll matvæli, sýnist mér, samkvæmt
skýrslum þar um,“ segir hann.
Á góðum sumrum má vænta þess
að íslenskar kartöflur komi í verslanir
í lok júlí eða byrjun ágúst. /MÞÞ
á liðnu hausti og sögðu þær að oft hefði meira verið undir grösunum.
Til stendur í sumar að gera til-
raun til að þróa ný kartöfluyrki
í þeim tilgangi að bæta uppskeru
og bragðgæði og eins er markmiðið
að reyna að finna yrki sem hentar
til lengri geymslu. Í áranna rás
hafa mismundandi kartöfluyrki
verið þróuð, en hér á landi eru
algengustu yrkin gullauga, rauðar
íslenskar, premier og Helga.
Bergvin Jóhannsson, formaður
félags kartöflubænda og kartöflufram-
leiðandi á Áshóli í Grýtubakkahreppi,
segir að um sé að ræða tilraun sem
taki á ýmsum þáttum. „Við erum m.a.
að leita að nýjum yrkjum sem henta
íslenskum jarðvegi og aðstæðum, eru
heppileg til vinnslu og henta vel til
lengri tíma geymslu,“ segir hann.
Mikilvægt er að sögn Bergvins að
kartöflur séu hnöttóttar og með grunn
augu, en þeir eiginleikar valda því
að rýrnun verður með minnsta móti
við afhýðingu í vélum. Mikil afföll
séu jafnan hvað íslensku kartöflurnar
varðar, því þær hafi djúp augu.
Framfarirnar í betri geymslu
Bergvin segir að þegar horft sé til
vinnslunnar skipti geymslueiginleik-
ar miklu, sem og bragðgæði. „Bættar
aðferðir við geymslu verða til þess
að kartöflur líta betur út og höfða
þannig meira til neytenda, sem vilja
fjölbreytt úrval. Kartöflubændur
voru á ferðinni í Skotlandi í fyrra-
sumar og kynntu sér m.a. nýjar
aðferðir hjá Grampian Growers við
þurrkun kartaflna, en þær hafa bætt
gæði og lengt geymslutíma þeirra.“
Bergvin segir að reynsla Skota sýni
að mestu framfarir varðandi kart-
öflur á liðnum árum snúi að bættu
og betra geymsluhúsnæði.
Verkefnið sem um ræðir og
hafist verður handa við nú í vor er
unnið í samvinnu við Benny Jensen,
kartöfluráðunaut hjá BJ Agro í
Danmörku, Sigurgeir Ólafsson og
ráðunauta Bændasamtaka Íslands.
„Þessi tilraun tekur til nokkurra
þátta, m.a. að reyna ný yrki kartaflna
við íslenskar aðstæður. Eins verða
mismunandi aðferðir í baráttu við
illgresi skoðuð, áhrif áburðar, bæði
mismunandi magn og gerðir og þá
verða borin saman gæði kartaflna
eftir geymslu að undangenginni
tvenns konar formeðhöndlun,“ segir
Bergvin.
Verkefnið snýst um nokkra þætti
Alls stendur til að prófa allt að 10 ný
yrki af borð- og vinnslukartöflum og
eins af svonefndum salatkartöflum,
5-10 ný yrki. Tvenns konar spír-
unaraðferðir verða reyndar, annars
vegar sú sem tíðkast nú um stundir,
innandyra, og hins vegar utandyra.
Hvað illgresið varðar verður borin
saman vélræn hreinsun og eyðing
með varnarefnum. Þá verður gerð
einföld áburðartilraun með þrenns
konar styrk og tveimur tegundum
áburðar. Að lokum verða kartöflur
meðhöndlaðar á tvenns konar vegu
fyrir geymslu, með þeirri aðferð sem
bændur viðhafa nú og eins verður sér-
stök þurrkun fyrir sáragræðsluferlið,
þar sem vifta verður notuð til að sjúga
loft í gegnum kassa í allt að sólar-
hring áður en kartöflurnar eru settar
í sáragræðslu.
„Við teljum að rannsóknin muni
nýtast kartöflubændum og ráðgjöfum
til að bæta gæði íslenskra kartaflna,“
segir Bergvin. /MÞÞ
Tilraun gerð í sumar til að
þróa nýtt kartöfluyrki
– Tilgangurinn að bæta uppskeru og bragðgæði
sumar prófa vél af gerðinni Grimmer,
sem er eins konar arfaklóra, hún
rífur upp og tætir arfann meðfram
hryggjunum.