Bændablaðið - 03.05.2012, Qupperneq 22
22 Bændablaðið | fimmtudagur 3. maí 2012
Starfsmenn Norðurlandsskóga
munu í sumar og haust gera eld-
varnaáætlun fyrir hvert skógrækt-
arsvæði innan Norðurlandsskóga
í samstarfi við skógarbændur
og slökkvilið. Þeir hafa verið á
ferðinni undanfarið og haldið
fundi með skógarbændum á
starfssvæði sínu, sem nær yfir
Húnavatnssýslur, Skagafjörð,
Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur, þar
sem m.a. hefur verið fjallað um
skógarelda og aðgerðir sem hægt
er að grípa til til að draga úr hættu
á að eldar breiðist út.
Valgerður Jónsdóttir fram-
kvæmdastjóri Norðurlandsskóga
segir að skógareldar séu algengir
í heiminum, en sem betur fer hafi
slíkir eldar ekki oft blossað upp hér
á landi þó svo að dæmi séu til um
slíkt. „Undanfarin ár hafa menn haft
vaxandi áhyggjur af því að eldur
kæmist í skógræktarsvæði. Skemmst
er að minnast gróðureldanna miklu
sem urðu á Mýrunum vorið 2006,
en þá brunnu um 67 ferkílómetrar
lands. Í framhaldi af þessum bruna
stóð Brunamálastofnun ásamt fleiri
aðilum að útgáfu bæklings um
gróðurelda, þar sem farið er yfir
atriði er varða forvarnir og viðbrögð
við gróður- og skógareldum,“ segir
Valgerður.
Nú í vor hafa forsvarsmenn
Norðurlandsskóga átt fundi með
skógarbændum á starfssvæðinu þar
sem fjallað hefur verið um skógar-
elda og aðgerðir sem hægt er að grípa
til að draga úr hættu á því að eldar
breiðist út. Haldnir voru fundir í
öllum sýslum á Norðurlandi og voru
þeir vel sóttir af skógarbændum.
Fulltrúar slökkviliðs hvers svæðis
tóku þátt í fundunum og komu með
góðar ábendingar og ráðleggingar,
að sögn Valgerðar. „Skógarbændur
voru almennt mjög meðvitaðar um
hættuna á því að eldur geti komist í
skógræktarsvæðin og tilbúnir til að
grípa til þeirra ráðstafana sem hægt
er til að lágmarka þessa áhættu,“
segir hún.
Í sumar og haust munu starfs-
menn Norðurlandsskóga gera eld-
varnaáætlun fyrir hvert skógræktar-
svæði í samstarfi við skógarbændur
og slökkvilið. Þar koma m.a. fram
vatnstökustaðir, slóða-og vegakerfi
og fleira sem nýst getur þegar
slökkva þarf eld. Í máli slökkviliðs-
manna kom m.a. fram að fyrstu við-
brögð geta skipt sköpum þegar eldur
verður laus, haugsugur geta t.d. verið
öflug tæki til að slökkva elda og því
er mikilvægt að vita hvar hægt er að
nálgast slík tæki. Einnig er gott að
ræða við nágranna sem væru tilbúnir
að koma fljótt til aðstoðar.
„Þegar eldvarnaáætlanir verða
tilbúnar verða þær afhentar slökkvi-
liðum hvers svæðis þannig að þau
hafi allar upplýsingar tiltækar ef
eldur verður laus,“ segir Valgerður.
/MÞÞ
Norðurlandsskógar gera
eldvarnaáætlanir
– Skógarbændur meðvitaðir um áhættuna
Sigtún, Garðsá og Kaffi Kú hlutu verðlaun á
aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar
Á aðalfundi Búnaðarsambands
Eyjafjarðar, sem haldinn var
í Hlíðarbæ í Kræklingahlíð
nýlega, voru veitt verðlaun fyrir
framúrskarandi árangur árið
2011. Um er að ræða verðlaun
fyrir nautgriparækt og sauðfjár-
rækt auk þess sem fyrirtæki, ein-
staklingur eða einstaklingar hafa
fengið hvatningarverðlaun bún-
aðarsambandsins, gjarnan fyrir
frumkvöðlastarfsemi. Hönnuður
verðlaunagripa fyrir sauðfjár-
og nautgriparækt er Guðrún
Steingrímsdóttir Stekkjarflötum
en Aðalheiður Eysteinsdóttir
Freyjulundi hannaði hvatningar-
verðlaunin
Nautgriparæktarverðlaun
Nautgriparæktarverðlaun BSE fyrir
árið 2011 hlutu hjónin á Sigtúnum,
Jórunn Agnarsdóttir og Sigurgeir
Pálsson. Ung að árum keyptu þau
jörðina Sigtún, eða árið 1980. Þar
var fyrir gott kúabú sem þau síðan
hafa rekið í þessi rúmlega 30 ár með
myndarskap og góðum afurðum.
Strax á fyrsta búskaparári varð
Sigtúnabúið meðal afurðahæstu búa
héraðsins. Árið 1981 var meðalnyt
25 árskúa 4.742 kg, sem voru 3.
hæstu afurðir það ár. Fljótt náðist
5.000 kg markið því árið 1984 var
meðalnytin 5.200 kg. Árið 2000 voru
meðalafurðir eftir árskú 6.067 kg og
hæstar hafa þær orðið á síðasta ári, en
þá skiluðu 36,9 árskýr að meðaltali
6.452 kg mjólkur. Í gegnum þessi
ríflega 30 búskaparár Sigurgeirs og
Jórunnar hefur bú þeirra 23 sinnum
verið meðal tíu afurðahæstu búa
héraðsins, oft í 3.–5. sæti og árið
1985 í því fyrsta.
Með mjólkurframleiðslunni hafa
þau verið með nautakjötsframleiðslu
með góðum árangri. Sem dæmi um
það lagði 21 naut sig á síðasta ári
að meðaltali á 234 kg og flokkuðust
nánast öll innlögð naut frá búinu
í UNI A -flokk. Öll voru þau alís-
lensk og meðalaldur þeirra aðeins
21 mánuður.
Sauðfjárræktarverðlaun
Ábúendurnir á Garðsá, Eyjafjarðar-
sveit, þau Orri Óttarsson og Guðrún
Jóhannsdóttir, hlutu sauðfjárræktar-
verðlaunin 2011. Helstu niðurstöður
úr skýrslum fyrir síðastliðið ár eru
þannig að fullorðnar ær á búinu eru
115 talsins og meðalkjötmagn eftir
hverja var 27,9 kíló. Veturgamlar ær
voru 36 og meðalkjötmagn eftir vetur-
gamla á 15,9 kg. Metin föll voru 164
með meðalfallþunga 17,1 kg. Kjötmat
var á þá leið að gerð var 10,1, fita 6,7
og hlutfallið þarna á milli 1,51.
Markvissar kynbætur hafa verið
stundaðar á Garðsá um árabil með það
að markmiði að auka og bæta afurðir.
Þegar Orri tók við búinu á Garðsá var
það ekki í fremstu röð meðal sauðfjár-
búa, en með markvissu starfi, notkun
skýrsluhaldsupplýsinga, ómmæl-
ingum og stigun lamba, notkun á
sæðingum og afkvæmarannsóknum
hefur búið nú náð þeim áfanga að vera
meðal þeirra sem bestum árangri ná.
Má meðal annars nefna að nú hefur
hrútur frá Garðsá, Gandur 07-845,
verið í tvö ár á sæðingastöð.
Kaffi Kú fékk hvatningarverðlaun
Rekstraraðilar Kaffi Kúar í Garði í
Eyjafjarðarsveit hlutu hvatningar-
verðlaun BSE fyrir árið 2012.
Kaffi Kú er lítið kaffihús og
bar sem staðsett er á fjóslofti að
bænum Garði í Eyjafjarðarsveit.
Að rekstri staðarins standa þau
Einar Örn Aðalsteinsson, unnusta
hans, Sesselja Ingibjörg Barðdal
Reynisdóttir og foreldrar Einars,
þau Ásdís Einarsdóttir og Aðalsteinn
Hallgrímsson.
Staðurinn var opnaður í septem-
ber 2011 og hafa viðtökur verið
framar vonum rekstraraðila. Það sem
gerir kaffihúsið sérstakt er að það er
staðsett í einu tæknivæddasta fjósi
landsins. Þar er hægt að fylgjast með
kúm og kálfum í fjósinu í gegnum
stóra glugga en einnig er hægt að
fylgjast með mjaltaþjóni að störfum
á sjónvarpsskjá.
Það er mjög jákvætt þegar bændur
stuðla að aukinni fjölbreytni í atvinnu
í dreifbýlinu, ásamt því að kynna
nýjustu tækni sem þeir eru að nýta
sér við landbúnaðarstörf dagsins í
dag. Slíkt er til þess fallið að efla
og bæta mikilvæg tengsl milli þétt-
býlisbúa og bænda.
/ MÞÞ.
Sigurgeir Pálsson í Sigtúnum með
nautgriparæktarverðlaun BSE fyrir
árið 2011. Mynd / MÞÞ.
Sesselja, Einar og Aðalsteinn með hvatningarverðlaun BSE fyrir árið 2012,
Mynd / MÞÞ.
sauðfjárræktarverðlaunin 2011. Mynd / MÞÞ.
Mynd / HKr.
Mynd / HKr.
Mynd / HKr. Nú þegar sumarið er á næsta leiti eru margir að huga að útivist
og skemmtilegum gönguferðum
um landið. Fjöldi ferðaþjónustu-
fyrirtækja um land allt býður
upp á skipulagðar ferðir af því
tagi. Ferðaþjónustufyrirtækið
Bakkaflöt í Skagafirði er eitt þeirra
en í sumar býður fyrirtækið upp
á fimm skipulagðar gönguferðir í
Skagafirði.
Ferðirnar eru með ýmsu sniði
en bæði er um að ræða dagsgöngu-
ferðir og lengri ferðir. Stærsti við-
burðurinn verður 23.-27. júlí en þá
verður staðið fyrir gönguviku þar
sem meðal annars verður gengið á
slóðum Sturlunga, á Mælifellshnjúk
og um Austurdal. Allar þær ferðir
eru dagsferðir. Af lengri ferðum má
nefna að gengið verður úr Hjaltadal
yfir í Blönduhlíð með tjaldgistingu
og gengið úr Eyjafirði um Fossárdal
og niður í Austurdal, en ekki er vitað
til að sú leið hafi verið farin í skipu-
legri gönguferð áður.
Skipuleggjandi og fararstjóri
í gönguferðunum er Gísli Rúnar
Konráðsson frá Frostastöðum í
Blönduhlíð en Gísli Rúnar er öllum
hnútum kunnugur í gönguferðum í
Skagafirði. Hann hefur undanfarin
sumur farið með gönguhópa um
Austurdal en þar þekkir hann hvern
lófastóran blett. Hægt er að nálgast
frekari upplýsingar um ferðirnar á
heimasíðu Bakkaflatar, bakkaflot.
com.
Horft niður Austurdal.
Gönguferðir í Skagafirði í sumar