Bændablaðið - 03.05.2012, Qupperneq 25
25Bændablaðið | fimmtudagur 3. maí 2012
Af söfnun og miðlun í Landbúnaðarsafni á Hvanneyri
Landbúnaðarsafn Íslands á
Hvanneyri er framhald þess sem
áður var nefnt Búvélasafnið, en
í ársbyrjun 2007 var því breytt í
sjálfseignarstofnun og hlutverk
safnsins víkkað, eins og greina
má í nafnbreytingunni. Verkfæri,
vélar og verktækni nýháttaskeiðs
landbúnaðarins eru eftir sem áður
kjarninn í starfi safnsins hvað
snertir söfnun, rannsóknir, kynn-
ingu og miðlun. Ekki undarlegt
þegar þess er gætt að sýnileg ham-
skipti landbúnaðarins á svoköll-
uðu nýháttaskeiði – 20. öldinni – í
kjölfar hvers konar nýþekkingar
hafa einkum falist í breytingum á
verkfærum, vélum og vinnuháttum
við bústörf.
Ekkert annað safn á landinu
sinnir því verksviði sérstaklega og
sú er sérstaða Landbúnaðarsafnsins
meðal íslenskra safna. Safnið
tengir t.d. margt af því sem sjá má í
byggðasöfnum við það sem almenn-
ingur kannast við í sveitum lands-
ins á síðari árum. Það er nú svo að
breytingar á bústörfum 20. aldar eru
meiri en á öllum hinum tíu öldum
Íslandsbyggðar samanlagt.
Safninu bætast jafnt og þétt ýmsir
gripir sem einkenndu undangengna
áratugi. Fylgt er markaðri stefnu um
söfnun er lýtur fyrst og fremst að
meginsögunni – svo henni megi halda
til haga. Svo þessi skrif séu tengd tím-
anum má t.d. nefna að nýjasti safn-
aukinn kom sunnudaginn 22. apríl
sl. þegar ágætur Snæfellingur færði
safninu stálgljáandi og ónotað enskt
ljáblað, úr smiðju Williams Tyzack
Sons & Turner í Sheffield. Slík ljá-
blöð ollu einni mestu byltingu sem
orðið hefur í einstöku búverki hér-
lendis – þegar Torfi Bjarnason, síðar
í Ólafsdal, hóf að innleiða þau laust
fyrir 1870. Slátturinn varð stórum
auðveldara verk og afköst sláttu-
manna uxu til muna.
Nokkrum dögum seinna, nánar
tiltekið 25. apríl sl., kom svo hann
Jóhannes Gestsson frá Giljum í
Hálsasveit með rækilega frásögn sem
hann hafði skrifað fyrir safnið um það
þegar ungir Íslendingar fóru, á mikl-
um vélvæðingarárum landbúnaðarins
um miðjan sjötta áratug síðustu aldar,
í þriggja mánaða náms- og kynnisferð
til Bandaríkjanna til þess að læra með-
ferð bú- og vinnuvéla, m.a. hjá IHC-
verksmiðjunum. Frásögn Jóhannesar
fylgdu ýmis gögn, m.a. ljósmyndir
úr ferðinni. Á þessum árum reið á
að miðla þekkingu á meðferð búvéla
jafnhliða sölu þeirra, og á þeim svið-
um töldu Bandaríkjamenn sig vera
mjög vel aflögufæra.
Heimildir um þróun sveitanna,
sem Landbúnaðarsafn leggur sig
eftir, eru því ekki bara hlutir úr járni
og stáli heldur einnig frásagnir, ljós-
myndir o.fl.
Í marslok sl. auglýstum við
til dæmis eftir fróðleik hér í
Bændablaðinu. Annars vegar var
spurt um myndir af jeppasláttu-
vélum og hins vegar það hvort ein-
hverjir gætu frætt okkur um síðustu
keppnir landsmanna í kappslætti.
Bændablaðið er sýnilega mikið lesið
því viðbrögðin urðu veruleg, satt að
segja. Styðja þau við þá kenningu sem
undirritaður hefur sem söfnungur: Það
er allt til, spurningin er bara hvar það
er og hvenær það kemur í ljós!
Já, margir brugðust vel við og
sendu myndir af jeppum við slátt
og annan fróðleik. Líka hafa borist
myndir af jeppum við fleiri innan-
garðs-búverk svo sem heysnúning
og heyflutninga, bæði með drætti og
akstri, með viðeigandi frásögnum.
Öllu þynnri eru heimildirnar um
kappsláttinn en þó hafa þar komið
bendingar sem draga fram hversu
héraða- og tímabundin sú skemmtun
manna var á sínum tíma. Héraðsmót
Ungmennafélaganna voru oftast vett-
vangurinn: Í sumum héruðum var
iðjan óþekkt en afar algeng í öðrum.
Í vetur kom út hjá Landbúnaðarsafni
rit sem heitir Nýting borgfirskra
flæðiengja. Það greinir frá verk-
háttarannsókn sem Ragnhildur Helga
Jónsdóttir umhverfislandfræðingur
stýrði og var samvinnuverkefni
Landbúnaðarsafns og Laxveiði- og
sögusafnsins í Ferjukoti. Ritið er
nr. 1 í ritröð Landbúnaðarsafnsins,
er kallast Plógur. Ritið hefur vakið
athygli innan héraðs sem utan enda
greinir það frá forvitnilegum breyt-
ingum verkhátta við engjaheyskap á
síðustu öld.
Annars má fylgjast nánar með
tíðindum af Landbúnaðarsafni Íslands
á heimasíðu þess www.landbunad-
arsafn.is Sími safnsins er 844 7740.
Tekið er á móti stærri og minni gesta-
hópum, hafi þeir samband fyrirfram,
en mánuðina júní-ágúst er safnið opið
daglega kl. 12-17.
Bjarni Guðmundsson
Brot úr sögu landbúnaðarins: Ungir Íslendingar læra hirðingu og meðferð landbúnaðarvéla á vegum bandaríska
er áttundi frá vinstri.
Tryggður þér Yara,
Áttu eftir að panta áburð?
gæða einkorna áburð
fyrir sumarið, og fáðu
hámarksuppskeru
Notaðu minni áburð með Yara