Bændablaðið - 03.05.2012, Síða 30

Bændablaðið - 03.05.2012, Síða 30
30 Bændablaðið | fimmtudagur 3. maí 2012 Björgvin Þ. Harðarson, svína- bóndi í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, hefur undanfar- inn mánuð unnið hörðum höndum að sáningu korns og hveitis sem nýtt er til svínafóðurs. Um 260 hektara lands leigir Björgvin af Landgræðslunni í Gunnarsholti og notar til verksins ársgamla, afar tæknilega sáningarvél sem keypt var frá Finnlandi. „Við erum með um 150 gyltur en svínabúið skiptist á tvo staði, hluti þess er heima í Laxárdal og síðan leigjum við húsnæði í Norðurgarði á Skeiðum. Ég sé mest um jarðræktina en við erum með um 220 hektara í byggi og 30 hektara í hveiti sem fer allt í svínin. Þetta er þriðja árið sem við erum með hveiti. Það kemur kemur vel undan vetri, sem gefur vonir um góða uppskeru í haust. Einnig erum við með um 10 hektara af rúgi sem er hugsaður til mann- eldis, þannig að allt kornið sem við sáum í ár fer í svínin nema rúgurinn,“ útskýrir Björgvin og segir jafnframt: „Síðan erum við með fimm hekt- ara af repju og aðeins af nepju, þetta eru allt vetrarafbrigði og óvíst hvað gert verður við það. Fyrst verður að koma í ljós hvernig uppskeran kemur út. Síðan væri áhugavert að prófa einnig bókhveiti en það er erfitt að fá fræ, svo tíminn verður að leiða í ljós hvað verður úr því.“ Notar landið skynsamlega Björgvin býr í Laxárdal ásamt konu sinni, börnum og foreldrum. Árið 1999 settu þau upp fóðurstöð heima í Laxárdal og í framhaldinu fóru þau að þróa kornrækt heima. Nú fer öll ræktun og þurrkun korns fram í Gunnarsholti sem er í nokkurri fjarlægð frá Laxárdal. Með tilkomu nýrrar brúar yfir Þjórsá við Árnes mun vegalengdin styttast verulega. „Við sáum fljótt að við þyrftum stórt land þannig að við fengum leigt land af Landgræðslunni í Gunnarsholti. Við byrjuðum með 30 hektara og í fyrra varð mikil aukn- ing þegar við fórum úr 100 hekt- urum í 200. Það kom til af miklum hækkunum á fóðri á heimsmarkaði þannig að við sáum þar tækifæri til að auka ræktunina sjálf til muna. En það er auðvitað áhætta í þessu líka, varðandi veðurlag til dæmis og ekki gefið að þetta borgi sig því það er ekki sama hvernig þetta er gert,“ segir Björgvin en hráefnið er nýtt til hins ýtrasta því Flúðasveppir kaupa allan hálm sem til fellur í framleiðslunni. „Það er mikil þróunarvinna í þessu hjá okkur á hverju ári og margar teg- undir sem um er að ræða. Ég lít á það þannig að landið eigi mann, maður þarf ekki endilega að eiga landið til að rækta á því. Aðalmálið er að nota það skynsamlega og að það skili ein- hverju til baka.“ Fullkomin, fjórþætt sáningarvél Á hverju ári fara um þrír mánuðir í ræktunina, einn að vori og um tveir mánuðir að hausti og yfir veturinn. „Sáningartíminn byrjar í raun eins fljótt og hægt er á vorin. Núna er hann snemma og ná verður rakanum áður en hann fer úr jörðinni, en þó er ekki hægt að sá í rigningu. Núna er búið að sá í um 160 hektara. Það land sem búið er að sá í var ekki plægt þetta árið því í fyrra var það plægt í fyrsta skipti. Ég notaði tilraunaherfi frá Jötunvélum á þetta land en með því tekur jarðvinnan skemmri tíma og notuð er minni olía. Jarðvegurinn þolir ekki mikla tætingu og því fer ég þessa leið,“ segir Björgvin og bætir við: „Við fluttum sáningarvélina inn í fyrra, frá Finnlandi, hún er fjögurra metra breið með ýmsum búnaði til að auka gæði og hagkvæmni við sáningu. Ég fór í fræðsluferð til Danmerkur í lok mars á vegum Ræktunarfélags nytjaplantna. Í ferðinni kynntist ég ýmsu sem danskir bændur eru að fást við á sviði jarðræktar, eins og til dæmis því að hafa tvöföld dekk á trak- tornum til að þjappa jarðveginn. Traktorinn valtar sem sagt undir vélina, síðan kemur diskaherfi sem rótar upp, sáðdiskarnir skera niður í rétta sáðdýpt, um 4-5 sentímetra, áburðurinn fer dýpst, síðan kemur fræið, þetta hef ég allt stillt áður en ég legg í hann. Jarðvinnan er búin og vélin sér síðan um tætingu, áburð, fræ og völtun. Með tilkomu vélar- innar sparar það gríðarlegan tíma og mikla olíu en auðvitað byggir þetta líka á magni þegar upp er staðið.“ Sóknarfæri í kornrækt „Það eru miklir sóknarmöguleikar í kornrækt fyrir svínaræktina. Af einum hektara má fá um þrjú og hálft til fjögur tonn af þurrkuðu byggi, sem gefur af sér um 830 til 950 kíló af svínakjöti. Reikningsdæmið er þann- ig að við þurfum tvo hektara fyrir hverja gyltu, það er svona þumal- puttareglan. Með 150 gyltur þyrftum við að hafa um 300 hektara af landi til að rækta á og þá gætum við fram- leitt nær allt fóður. Þetta virðist þó fá litla athygli og lítinn hljómgrunn hjá forystu Bændasamtakanna. Það kann að skýrast af því að stuðningur við kornræktina tekur fyrst og fremst mið af þörfum kúabænda. Í ferð minni til Danmerkur kom fram að styrkur á hektara þar í landi er um 50 þúsund krónur. Á síðasta ári fengum við styrk sem náði ekki 2000 krónum á hektara. Þannig má segja að korn- ræktin sé í hálfgerðri gíslingu því þar er engin stefnumótun í gangi. Ekkert gæðakerfi hefur verið sett upp, sem er forsenda þess að korn geti verið söluvara á markaði. Einnig er afkoma af kornræktinni það við- kvæm að ekki er pláss fyrir neinn millilið ef bændur vildu rækta korn til sölu. Í dag er enginn að auka hjá sér í kornræktinni sem neinu nemur og það er miður, því tækifærin eru svo sannarlega til staðar,“ útskýrir Björgvin, ákveðinni röddu. Álftin eina vandamálið Á sáningstímanum lætur Björgvin sáningsvélina ganga allan sólarhring- inn og er með mann á móti sér sem leysir hann af. „Hver áfylling á vélina dugar í um þrjá og hálfan hektara og tekur um einn tíma að tæma hana. Þannig að þetta er í raun einfalt þegar búið er að stilla vélina. Helsti vandinn er álftin sem leggst á hveitiakrana, sem koma grænir undan vetri. Ég gerði tilraun með að setja upp geisladiska á staura en glampinn fælir fuglinn frá, þetta virðist virka en það þarf að gefa því smá tíma,“ segir Björgvin. Aðspurður hvort það gefi ekki meiri tengingu við búskapinn að sjá einnig um fóðuröflunina svarar hann: „Það gefur búskapnum óneitan- lega meira gildi að vera í öllu ferlinu sjálfur. Maður fer eftir þessari lógík sem er almennt í heiminum, að þegar maður hefur aðgang að landi og er með búskap, þá á maður að nýta landið og það vel. Það er alltaf gaman að vinna á jörðinni.“ /ehg „Alltaf gaman að vinna á landinu“ Björgvin á rúgakrinum en rúgurinn er ætlaður til manneldis. Myndir / ehg „Ég ætla að sá höfrum utan með núna,“ segir Björgvin glaðbeittur áður en hann leggur í sáningsvinnuna á dráttarvélinni með tvöföld hjól bæði að framan og aftan. Björgvini úti á vegi. Björgvin stillir hér sáningarvélina áður en hann fer út á akurinn, en hún hefur fjórþætt hlutverk, að tæta, skera í

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.