Bændablaðið - 03.05.2012, Qupperneq 33
33Bændablaðið | fimmtudagur 3. maí 2012
Gott í garðinn
Góður alhliða áburður fyrir alla ræktun og uppgræðslu.
Áratuga reynsla og árangur.
– í héraði hjá þér
N
Ý
PR
EN
T
eh
f.
Sendum um allt land!
Fóðurblandan hf Korngörðum 12 104 Reykjavík Sími 570 9800 www.fodur.is
Þú getur nálgast Blákorn og Græðir 6 í öllum verslunum
Fóðurblöndunnar og hjá samstarfsaðilum um allt land.
Einnig í bygginga- og gróðurvöruverslunum.
Umhverfisverðlaun Hvera-
gerðisbæjar voru afhent
við hátíðlega athöfn í opnu
húsi á Reykjum í Ölfusi á
sumardaginn fyrsta. Það var
Grunnskólinn í Hveragerði sem
hlaut verðlaunin þetta árið en
starfsfólk og nemendur hafa
undanfarin ár unnið markvisst
að umhverfismálum.
Á fullveldisdaginn þann 1.
desember s.l. afhenti fulltrúi
Landverndar Grunnskólanum
í Hveragerði Grænfánann sem
tákn um framúrskarandi starf að
umhverfismálum í skólanum.
Í máli Unnar Þormóðsdóttur,
formanns bæjarráðs, kom fram
að umhverfismál hafi ávallt skipt
miklu máli, en í nútímasamfélagi
sé lífsspursmál að gjörðir okkar
spilli ekki umhverfi og mögu-
leikum komandi kynslóða til að
njóta þeirra gæða sem náttúran
hefur gefið okkur öllum. Það sé
grundvallaratriði í umhverfismál-
um að börn og ungmenni séu alin
upp við meðvitund um að jafn-
vel hin minnstu atriði skipti máli
þegar kemur að umhverfismálum.
Innan grunnskólans hafa kenn-
ararnir Garðar Árnason og Ari
Eggertsson borið hitann og þung-
ann af því umhverfisverndarstarfi
sem varð til þess að skólinn fékk
Grænfánann en slík viðurkenn-
ing er afrakstur umfangsmikillar
undirbúningsvinnu allra sem að
verkefninu hafa komið.
Það var forseti Íslands, hr.
Ólafur Ragnar Grímsson, sem
venju samkvæmt afhenti umhverf-
isverðlaun Hveragerðisbæjar árið
2012.
/MHH
Hveragerði:
Grunnskólinn
hlaut umhverfis-
verðlaun
Frá afhendingu verðlaunanna á Reykjum á sumardaginn fyrsta, frá vinstri: Ari Eggertsson, Garðar Rúnar Árnason, Guðjón Sigurðsson, skólastjóri, Hr.
Ólafur Ragnar Grímsson og Unnur Þormóðsdóttir. Ljósmynd / Áskell Þórisson.