Bændablaðið - 03.05.2012, Qupperneq 36
36 Bændablaðið | fimmtudagur 3. maí 2012
Handverk og sauðfjárbúskapur
við norðanvert Atlantshaf
Dagana 29. mars til 1. apríl sl.
var haldin ráðstefna um nýtingu
gömlu, norrænu sauðfjárkynjanna
við norðanvert Atlantshaf, einkum
með tilliti til handverks við ull
og gærur (North Atlantic Native
Sheep and Wool Conference).
Ráðstefnustaðurinn var Strilatun
við Seim í sveitarfélaginu Lindås á
Norður-Hörðalandi í Noregi.
Fyrsta ráðstefnan af þessu tagi
var haldin á Norður-Ronaldsey
á Orkneyjum vorið 2011 (sjá
Bændablaðið, 23. júní 2011).
Góð þátttaka
Samtals sóttu um 130 manns ráð-
stefnuna, flestir frá Noregi en
einnig frá Færeyjum, Íslandi,
Hjaltlandseyjum, Orkneyjum,
Vestureyjum, Danmörku og Suður-
Afríku. Tveir voru væntanlegir frá
Grænlandi en þeir komust hvergi
vegna hafíss. Frá Íslandi voru þau
Jóhanna E. Pálmadóttir, Textílsetrinu
á Blönduósi, Kristín Gunnarsdóttir,
Ullarselinu á Hvanneyri, Ólafur R.
Dýrmundsson, Bændasamtökum
Íslands, Arnþrúður Sæmundsdóttir
og Ásthildur Magnúsdóttir, Þingborg
í Flóa.
Rík handverkshefð í Noregi
Þegar við komum á Strilatun, sem
er nokkuð norðan við Björgvin, var
verið að setja upp veglega handverks-
sýningu. Þar var Íslandi markaður bás
fyrir margvíslega muni, mest úr ull en
einnig úr gærum og nokkuð úr kinda-
hornum og beinum. Skartgripir og
tölur úr hornum virðast ekki þekkjast
hjá því fólki sem sótti ráðstefnuna
og vöktu því mikla athygli. Mest af
sýningarmununum var úr Ullarselinu
og Þingborg en að auki voru þæfðar
myndir eftir Heidi Strand, sem
hefur vinnustofu á Korpúlfsstöðum.
Gaman var að sjá hversu margir voru
með áþrykktar gærur, sem er ekki
sérlega algengt hér á landi. Þar við
bættust bæklingar og veggspjöld til
að undirstrika litafjölbreytni og aðra
eiginleika íslensku sauðkindarinnar,
sem ætíð skipar veglegan sess við
hlið hinna stuttrófukynjanna við
norðanvert Atlantshaf. Sum þess-
ara kynja eru í útrýmingarhættu og
fjölbreytnin er að jafnaði minni en
í íslenska fénu. Hin mikla þátttaka í
ráðstefnunni endurspeglaði vel þann
sameiginlega norræna menningararf
sem tengist sauðfjárbúskap, ull og
öðrum afurðum fjárins, svo og fjöl-
breytilegu menningarlandslagi sem
reynt er að varðveita. Á Hörðalandi er
m.a. verið að „opna“ greniskógana og
beita fé á lyngheiðar að fornum hætti.
Fróðleg yfirlitserindi
Annar meginþáttur þessarar ágætu
samkomu var flutningur þrettán hálf-
tíma langra erinda um sauðfjárkyn,
sauðfjárbúskap, ullarvinnslu, listvefn-
að, menningarlandslag o.fl. Þar var
vikið að markaðssetningu, svo sem
með sölu beint frá býli og með stað-
bundnum gæðamerkingum, þar með
lífrænni vottun. Á meðal þessa efnis
var erindi Ólafs um íslenskt sauðfé
og sauðfjárrækt og erindi Jóhönnu
um íslenska ull og kennslu í nýtingu
hennar ásamt kynningu á Textílsetri
Íslands og Heimilisiðnaðarsafninu
á Blönduósi. Á meðan hún flutti
erindið spann Kristín á rokk sem
hún kom með að heiman og skapaðist
við það mjög skemmtilegt andrúms-
loft í salnum, því handspuni virtist
ekki mikið iðkaður í þessum hópi.
Sinclair Scott sagði frá sauðfjárrækt
á Norður-Ronaldsey en þar er féð girt
af með grjótveggjum og látið ganga
nær eingöngu í fjörunni, nema rétt
á sauðburði en þá er það tekið inn
fyrir girðingu.
Það var ótrúlega fróðlegt, gaman
og gagnlegt að heyra og sjá hvað
aðrir höfðu fram að færa og hvað fólk
í fámennum eyjum leggur mikið á sig
til að varðveita menningararfinn og
búa til verðmæti úr því sem til fellur.
Ráðstefnunni lauk með veitingu
ullarverðlaunanna fyrir Norður-
Hörðaland, sem hin 92 ára gamla
Anna Fammestad frá Fammestad í
Lindås hlaut fyrir ævistarf sitt við að
vefa í teppi mynstur sem hún vann
upp úr gömlum teppum. Anna, sem
óf m.a. norska einkennisteppið fyrir
Ólympíuleikana í Lillehammer, er
margverðlaunuð fyrir handverk á
þessu sviði og tók hin aldna listakona
við þessum verðlaunum í norskum
búningi frá heimabyggð sinni.
Sýningin og flutningur erindanna
tengdust vel saman og lögðu ráð-
stefnuhaldarar metnað í menningar-
tengd þjóðleg atriði, svo sem söng,
dans og þjóðlegan mat að hætti
Norðmanna í lok dagskrár hvers
dags, þar sem gestir nutu samveru og
fræddust hver af öðrum yfir matnum.
Kynnisferðir um sveitirnar
Þriðji liðurinn, stuttar kynnisferðir,
tókst einnig mjög vel og undirstrik-
aði enn betur hve Norðmenn leggja
mikla áherslu á viðhald búskapar og
annarrar atvinnustarfsemi í dreifbýli.
Þannig skipa fjárbúskapur og hand-
verk veglegan sess á Hörðalandi
í tengslum við ferðaþjónustu o.fl.
Nýjar búgreinar hafa verið teknar
upp, svo sem hjartarrækt hjá ungum
bónda, Lars Øyvind Hillestad. Hann
er með hjörð rauðhjarta, sem eru
nokkru stærri en hreindýr, á úthaga-
beit á sumrum en á gjöf heimavið
á vetrum. Heimasláturhús hans,
tæplega 100 m2 að gólffleti, einfalt
að gerð með fulla viðurkenningu
yfirvalda, vakti athygli, en þar fer
öll slátrun og vinnsla fram. Kjötið
er síðan sérmerkt og selt beint frá
býlinu.
Sauðfé í menningarlandslagi
Í Radøy komum við á vefstofuna „The
Weavers Cottage“ þar sem Aud Marit
Halland kynnti starfsemina en hún
veitir forstöðu Heimilisiðnaðarfélagi
Norður-Hörðalands. Með kaffinu
voru heimabakaðar kökur beint af
hellunni en þær kallast „stompe-
kaker“ og eru etnar með smjöri
eða sírópi. Steinsnar frá þessari
notalegu vefstofu heimsóttum við
fjárbóndann Kåre Hole en hann er
með hjörð af gamla norska fénu, sem
nú er kallað „Villsau“. Það er sam-
stofna íslenska fénu, litafjölbreytni
töluverð, hrútarnir hyrndir en flestar
ærnar kollóttar. Sauðburður var að
hefjast þar á bæ. Kåre er einnig með
svarthöfðafé en sagðist halda þeim
kindum algjörlega aðskildum frá
Villsaufénu. Á liðnu ári gaf Hilde
Buer fjárbóndi út vandaða bók um
Villsauféð og kynnti hana og seldi
á ráðstefnunni. Við vesturströndina
nýtir þetta fé bæði land- og fjöru-
beit og kemur lítið eða ekkert á hús
á vetrum enda mjög harðgert líkt
og íslenska féð. Með í för var Eli
Bjørklid ráðunautur, sem aðstoðaði
við upplýsingagjöf um fjárbúskap-
inn og það menningarlandslag sem
reynt er að varðveita í sveitum á
Hörðalandi og víðar í Noregi. Síðar
nutum við frekari fróðleiks um
þessi efni hjá Mons Kvamme þegar
við heimsóttum Lyngheisenteret,
rannsókna- og upplýsingamiðstöð
í Lygra, á milli Lindås og Radøy.
Þar ganga 50 Villsaukindur á 50 ha
lyngheiðarlandi með aðgengi að
fjörubeit, alveg sjálfala. Skóginn
er nánast alveg búið að höggva á
þessu landi enda telja þeir hann til
illgresis. Lyng og einir eru brennd
með skipulegum og reglubundnum
hætti, ekki sjaldnar en á 15 ára fresti,
til að viðhalda sjálfbæru beitilandi.
Miðstöðin, sem byggð er í lang-
húsastíl að hætti víkinga, hefur hlotið
viðurkenningar bæði UNESCO og
ESB vegna varðveislu menningar-
minja, en þar er m.a. lögð áhersla
á rannsóknir og fræðslu um forna
búskaparhætti á tveggja ferkílómetra
landi stöðvarinnar.
Ull verður gull í Hillesvåg
Jóhanna kallaði erindi sitt „Ull verð-
ur gull“ og það átti vel við í Hillesvåg
ullarvinnslustöðinni sem við fengum
að skoða og fræðast um. Þar er tekið
við ull frá bændum og hún þvegin
og síðan unnin í band. Stöðin var
stofnuð árið 1898 og enn rekur sama
fjölskyldan hana (sjá www.ull.no)
Þar er myndarleg verslun og félagar
í Heimilisiðnaðarfélagi Norður-
Hörðalands höfðu sett upp sýningu
með ullarvörum. Allt var í þjóð-
legum stíl og gestrisni mikil, því að
heimsókninni lauk með boði í norska
kjötsúpu sem heimilisiðnaðarfélagið
stóð fyrir í matsal ullarvinnslu-
stöðvarinnar, rétt við hafnarbakkann
í lygnum voginum.
Hjaltlandseyjar næst
Rétt áður en við héldum heim
boðaði Karin Flatøy Svarstad, sem
er hugmyndasmiður þessarar ráð-
stefnu, okkur til fundar til að ræða
framhald samstarfsins en hún stýrði
undirbúningi ráðstefnunnar og hélt
um stjórnartaumana af röggsemi.
Hjaltlendingar buðust til að halda
slíka ráðstefnu snemma í október
2013 en þar hafa sauðfjárbúskapur og
nýting ullar ætíð byggst á traustum
grunni. Var þetta boð þegið með
þökkum og lagt á ráðin um fram-
kvæmdina. Í lok fundar viðraði
Jóhanna þá hugmynd, sem við höfð-
um einnig velt nokkuð fyrir okkur,
að halda slíka ráðstefnu á Íslandi í
september 2014. Var hugmyndinni
vel tekið. Eitt er víst að þær tvær ráð-
stefnur sem haldnar hafa verið hafa
reynst bæði gagnlegar og hvetjandi á
ýmsan hátt. Einnig hafa skapast góð
persónuleg sambönd um sameiginleg
áhugaefni.
Jóhanna E. Pálmadóttir,
Kristín Gunnarsdóttir og
Ólafur R. Dýrmundsson
Anne Fammestad nýkrýnd orðunni, Den ullne sjel 2012. Myndir / JEP og KG
Gamla norska stuttrófuféð, Villsau, hjá Kåre Hole.
Sýnishorn af áprentuðum gærum.
-
larverksmiðjuna Hillesvåg.
Mons Kvamme lýsir hvernig árleg lyng- og sinubrennsla fer fram.