Bændablaðið - 03.05.2012, Page 38
38 Bændablaðið | fimmtudagur 3. maí 2012
Utan úr heimi
Matvælaframleiðsla heimsins:
Konur í stóru
hlutverki
Konur sjá um meginhluta mat-
vælaframleiðslunnar víða um
heim. Starfið er oft tengt ábyrgð
á húsverkum og öðrum daglegum
störfum.
Allt fólk á rétt á að lifa án hung-
urs, en víða um heim er því ekki
þannig farið. Í mörgum löndum býr
fólk við viðvarandi matarskort og
um einn milljarður jarðarbúa gengur
soltinn til hvílu á hverju kvöldi.
Verst stödd eru konur og börn.
Matvælaöryggi og jafnrétti
kynjanna eru mannréttindi, sam-
kvæmt sáttmála Sameinuðu þjóð-
anna (SÞ). Með staðfestingu á þeim
sáttmála skyldar sérhvert aðildarríki
SÞ sig til að tryggja matvælaöryggi
íbúa sinna.
Hugtakið matvælaöryggi var
skilgreint nánar á ráðstefnu SÞ
árið 1966 og í ályktun sem þar var
gerð, var skilgreint nánar að þar
bæri einnig að taka tillit til hefða
og menningar í hverju landi, sem
og trúarbragða íbúanna. Þannig er
það breytilegt milli landa hvað felst
í matvælaöryggi.
Árstímar, hátíðir og atburðir,
svo sem brúðkaup og jarðarfarir,
tengjast í ríkum mæli mat og þá jafn-
framt sjálfsmynd fólks.
Sú staðreynd að fjöldi fólks býr
við hungur varðar bæði framleiðslu
matar og dreifingu hans. FAO, mat-
vælastofnum SÞ, áætlar að auka
þurfi matvælaframeiðslu jarðarbúa
um 60% fyrir
árið 2050. Ekki verður unnt að
fullnægja fæðuþörf þeirra með jafn-
ari skiptingu þess matar sem nú er
framleiddur.
Þessi krafa kemur fram á sama
tíma og þurrkar, mengun jarðvegs
og vaxandi þéttbýli þrengja að
landbúnaði. Þá gerist það æ oftar
að úrkoma og vatnsþörf nytjajurta
stenst ekki á.
Konur eru iðulega burðarásinn
í samfélagi sínu. Skyldur þeirra og
réttindi fara þó oft ekki saman. Þær
eiga sjaldnast jarðnæðið þar sem
þær búa. Annað hvort finnast engin
gögn um eignarrétt þeirra eða konur
mega ekki eiga jarðnæði. Þá mega
þær ekki heldur taka lán til jarða-
kaupa. Aðeins 1% jarðeigna í heim-
inum er í eigu kvenna. Konur, sem
eiginmaðurinn yfirgefur eða hann
fellur frá, eru í erfiðri stöðu. Konur
eru um 70% þeirra sem svelta og
flestar eru þær aðalfyrirvinna fjöl-
skyldu sinnar.
Í Noregi tryggja óðalslögin jafn-
an rétt karla og kvenna við arfskipti
en jafnvel þar í landi, þar sem kom-
ist hefur verið hvað lengst í að jafna
rétt kynjanna, eiga konur aðeins um
14% af jarðnæði til búrekstrar.
FAO bendir á að smábúskapur
og framleiðsla búvara nálægt
markaðnum sé svarið við þörfum
framtíðarinnar. Kaupendur vilja
þekkja uppruna matar síns og þeim
er það mikilvægt að hann sé fram-
leiddur á sjálfbæran hátt. Opinber
umræða hefur hins vegar að mestu
leyti snúist um þau 10% matvæla-
framleiðslunnar sem flutt er úr landi
en ekki þau 90% sem seld eru á
heimamarkaði.
Ríki, þar sem framleiddar eru
búvörur til útflutnings, hafa iðulega
niðurgreitt vörur sínar og stundað
þannig undirboð á heimamarkaði í
löndum þar sem fátækt er meiri og
aukið þar atvinnuleysið.
Krafa okkar er sú að aðild kvenna
að matvælaframleiðslunni fái verð-
uga viðurkenningu þegar fjallað er
um hana á opinberum vettvangi.
(Bondebladet, 8. mars
2012. Kari Henriksen,
Stórþingsmaður, Dagrun
Eriksen, varaformaður
Kristelig Folkeparti og Birte
Usland, stjórnarformaður
Vest-Agder Bondelag).
Sauðnautin í Noregi
Hugmyndir um flutning sauðnauta
frá Grænlandi til Íslands hafa oft
skotið upp kollinum, með það að
markmiði að bæta við flóru villtra
dýra á landinu. Það eru þó ekki
bara Íslendingar sem hafa gengið
með þessar hugmyndir í maganum
og jafnvel hrint í framkvæmd.
Helgi Sigfússon hefur skoðað
reynslu Norðmanna af innflutn-
ingi sauðnauta frá 1899 til 1950
og rannsóknir á þeim stofni. „Þar
kveður við annan tón og nokkuð
sem vert er að veita athygli – áður
en sauðnaut verða flutt til Íslands,“
segir Helgi.
Sauðnaut, eða moskusuxar
(Ovibos moschatus), eru klaufdýr af
undirætt geitfjár. Þau nærast einkum
á grasi, mosa og skófum og lifa í
20-30 dýra hjörðum á freðmýrum
N-Ameríku og á Grænlandi.
Misheppnaður innflutningur
sauðnauta til Íslands
Eftir fyrri heimsstyrjöldina komu
upp hugmyndir á Íslandi um að nýta
auðlindir Grænlands. Meðal annars
þótti vænlegt að flytja inn sauðnaut
og rækta þau hér.
Forvígismenn þeirrar hugmyndar
voru Ársæll Árnason bókbindari og
bókaútgefandi í Reykjavík, Þorsteinn
Jónsson útgerðar- og kaupmaður frá
Seyðisfirði og Kristján Kristjánsson
skipstjóri frá Barðaströnd. Þeir stofn-
uðu félagið Eirík rauða og sóttu um
styrk til Alþingis árið 1928, sem
samþykkti að veita þeim 20.000 kr.
styrki.
Eftir erfiða flutninga komu fyrstu
sauðnautin að Gunnarsholti árið
1929. Fyrstir voru sjö kálfar en þeir
drápust fljótlega. Síðar komu önnur
sjö dýr sem hlutu sömu örlög. Talið
er að næringarskortur hafi orðið
sauðnautunum að aldurtila.
Fyrr hefur hér verið skrifað um
sauðnautin á Grænlandi og hvernig til
tókst með flutning á þeim frá Austur-
Grænlandi og yfir á vesturströndina
upp úr 1960 (Bbl., 15.04.2010).
Norðmenn sóttu sauðnaut til
Grænlands
Sauðnaut voru hluti hins norska dýra-
ríkis fyrir 30-100.000 árum. Bein
sauðnauta hafa fundist í Skandinavíu
og við aldursgreiningu reynst vera
a.m.k. 40.000 ára gömul. Dýrin
sem nú eru í Noregi eru hins vegar
flutt inn frá Austur-Grænlandi, frá
1899 og þar til þau síðustu voru flutt
inn upp úr 1950. Nú eru sauðnaut í
Noregi talin vera á þriðja hundrað.
Á stríðsárunum hurfu sauðnautin
með öllu og að öllum líkindum vegna
ólöglegra veiða. Eftir að friður komst
á var flutt inn 21 dýr. Um 10 af þeim
lifðu og út af þeim er stofninn í dag.
Um miðjan 7. áratuginn er í fyrsta
skipti talið að sauðnautastofninn á
Dovre hafi talið fleiri en 50 dýr.
Halda sig vestan við E6
Aðalsvæði sauðnautanna á Dovre
spannar rúma 340 ferkílómetra og er
vestan við E6-þjóðveginn og brautar-
teina lestarinnar. Vetrartímann halda
þau sig þar sem snjóléttast er og þar
sem landið er brattast. Í talningunni
fara eftirlitsmenn einir eða við annan
mann um svæðið og skima eftir hóp-
unum. Þeir sem fást við talninguna
nota sjónauka, og færið er nokkuð
misjafnt. Heppileg fjarlægð við taln-
ingu er á bilinu 0,5-1,0 km.
Nægileg birta og gott skyggni
Að sporrækt sé er einnig kostur, en
talningin á sér einkum stað í endi
mars. Dýrin eru rólegri yfir vetrar-
tímann og fara um afmörkuð svæði.
Seinni hluta apríl segja þau skilið
við fjallshlíðina og halda niður í
birkiskógana. Yfir sumarið eru þau
á faraldsfæti og dreifa sér meira,
þannig að talsvert snúið er að koma
auga á þau. Sauðnaut sem þvælist
út fyrir búsvæði sitt er að öllu jöfnu
skotið, og er það langoftast fullorðinn
tarfur sem er slíkur útrásarvíkingur.
Dýr hafa sést alveg niðri við Løten
í Heiðmörk. Statens naturoppsyn
(SNO) framkvæmir talningu á sauð-
nautum á Dovre, en fylkisstjórinn í
S-Þrændalögum hefur með daglega
ábyrgð og stjórnun að gera.
Nota öfluga sjónauka
Vísindamenn nota einkum kíki til
að rannsaka horn sauðnautanna.
Mikilvægar upplýsingar fást með
skoðun hornanna, auk þess sem þau
gefa til kynna ástand sauðnautanna
á Dovre, en þau eru viðkvæm fyrir
loftlagsbreytingum.
Metur þykkt og lengd
Tord Bretten í SNO er einn af fáum
í Noregi sem búa yfir þeirri færni
að geta rannsakað dýrin út frá því
að meta þykkt og lengd horna og
ennislögun dýranna. Tilgangur
þessara athugana er að henda reiður
á hve mörg dýr eru af hvoru kyni
eftir burð og hvort fækki eða fjölgi í
stofninum. Hann fikrar sig hægt að
dýrunum og beinir sjónaukanum að
einu þeirra. Þessi aðferð við skoðun
dýranna færir mönnum upplýsingar
um samsetningu hvers hóps og einnig
er dýrunum deilt í fjóra flokka: kálfa
(allt að ellefu mánaða gamla), tæp-
lega 2ja ára, tæplega 3ja ára og eldri
dýr. Kálfarnir eru kollóttir og kyn-
greinast því ekki með þessari aðferð.
„Þegar dýrin eru á öðru aldursári
sjáum við mun á grófleika hornanna
hjá törfum og kúm. Horn tarfanna
eru þykkari og eldri tarfar eru með
stærri og þéttari hornkrónu,“ segir
Tord Bretten í grein á vef SNO.
„Talning sem þessi skýrir hlutfall
flokkanna og gerir það mögulegt að
hafa bæði yfirsýn yfir það í hvaða
árgangi flest dýr hverfa, og hvað
margir kálfar fæðast. Ef fullorðnar
kýr (þriggja ára og eldri) bera of
fáum kálfum, er það vísbending um
að ekki sé allt með felldu. Eitthvað
hefur verið að síðustu árin. Upp úr
1990 fjölgaði hratt í stofninum og
náði hann hámarki í 250-260 dýrum
eftir burð. Það snérist svo við árið
2004. Margir kálfar fengu kláðafr-
unsur, vírussjúkdóm er kom í veg
fyrir að þeir gætu sogið kýrnar.
Tveimur árum síðar var ástandið
orðið enn verra. Eftirlitsfólkið fann
fleiri dauð sauðnaut, sem staðfesti að
lungnabólga var orsökin en henni olli
aftur á móti svokölluð pasturellabakt-
ería. Þessi baktería er að staðaldri
í koki sauðnauta, en við of mikið
stress getur lungnabólga tekið sig
upp. U.þ.b. fjórði hluti stofnsins
drapst vegna þessara hremminga, og
við talningu 2007 var aðeins skráð
191 dýr.“
Fleiri dýr í ár
Í talningu ársins 2011 reyndust
dýrin á svæðinu og vera 222 er
upp var staðið. Að auki eru trúlega
5 dýr norðvestur af aðalsvæðinu á
Dovrefjalli. Í fyrra skráði eftirlits-
fólkið 201 dýr. Þrátt fyrir að fjölgað
hafi í stofninum um 26 dýr á einu ári,
eru vísbendingar um að ekki sé allt
eins og það á að vera.
„Að minnsta kosti 50-60 kálfar
fæddust vorið 2009, en við vitum
aftur á móti um 10 fullorðin sauð-
naut sem hafa drepist frá því í fyrra
og fram að talningunni nú í ár. Það
segir okkur, að stofninn nú ætti að
vera 240-250 dýr fyrir „sauðnauts-
burð“, og jafnframt að 15-25 dýr
hafa drepist á síðustu 12 mánuðum
án þess að við vitum hver orsökin
er,“ segir Bretten.
„Til að dýrin hafi það sem best
þurfa þau að hafa rúma bithaga. Ef
þau finna sér ógnað þjappa þau sér
saman og illmögulegt reynist þá að
telja. Talning sauðnauta þarfnast
góðrar birtu og skyggnis. Okkur ber
að skoða dýrin bæði frá hlið og að
framan, af því að hluti þeirra er með
hornaskemmdir.“
Hann heldur að heitt og rakt lofts-
lag hljóti að eiga sinn þátt í því að
sauðnautin á Dovre hafi það nokkuð
skítt á köflum. Áður voru þrjár megin
ástæður fyrir dauða þeira; að þau
voru skotin, keyrð niður af lest eða
féllu fram af björgum. Fram að árinu
2004 hafði eftirlitsfólkið mjög góða
yfirsýn yfir hver dauðdagi sauðnaut-
anna var.
„Nú drepst nokkur hluti dýranna
án þess að við náum að skrá það.
Því erfiðara sem er að skrá brottfall
dýra vegna sjúkdóma, snjóflóða og
þess háttar, hefir það í för með sér
að aðrar orsakir fyrir hvarfi dýranna
gera þann hluta brottfallsins meiri
heldur en áður,“ segir Bretten.
Loftslagshlýnun mesta ógn
sauðnautanna
Mælingar sem gerðar hafa verið
hjá veðurstofunum í Fokstugu
og Kongsvoll sýna, að lofthitinn
á Dovrefjalli hafi hækkað á tíma-
bilinu 1978-2008 sem nemur 0,05°C
að jafnaði hvert ár. Samfara þessu
hefur úrkoman aukist. Að sögn
Bretten eru loftlagsbreytingar mesta
ógnunin fyrir sauðnautin á Dovre,
því kjöraðstæður þeirra eru kalt
og þurrt loftslag. Heitari og rakari
sumur geta valdið því að dýrin verði
fyrir hitastressi, sem m.a. verður til
þess að hin eiginlega bakteríuflóra
þeirra gerir þau sjúk. Yfir veturinn
er of mikill snjór til trafala, því að
sauðnaut er ekki sérstaklega lagið við
að krafsa eftir fæðu sinni. Auk þess
gera tíðir hlýindakaflar með mikilli
snjókomu það að verkum að svell
leggst yfir bithagana.
Helgi Sigfússon þýddi og
endursagði.
Heimild:
Statens natur opsyn (SNO) og
Direktoratet for Naturforvaltning.
Sauðnaut
Mynd / SNO - Arne Bretten.
Mynd / SNO - Tord Bretten
Mynd / SNO - Christian E. Klemetsen.