Fréttablaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 8
2. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR8
1. Hversu mikið hefur verð á
bensíni hækkað frá áramótum?
2. Hvenær hófst litla ísöldin?
3. Hvaða erlendi leiklistarskóli
heldur inntökupróf á Íslandi?
SVÖR:
1. Um 18 krónur. 2. Á árabilinu 1275 til
1300. 3. Film-Teaterskolen Holberg.
SVÍÞJÓÐ Fimmtán voru hand-
teknir í fyrradag á sautján stöð-
um í Svíþjóð vegna gruns um
vörslu barnakláms. Öllum nema
einum var sleppt að loknum yfir-
heyrslum en þeir liggja enn undir
grun um að hafa sent og eða tekið
við barnaklámi, að því er segir í
frétt sænska ríkisútvarpsins.
Þá fann lögreglan tölvur með
20 þúsund myndum með barna-
níði og 127 hreyfimyndum. Rann-
sóknin leiddi í ljós að einn maður
hafði sent myndirnar til fjölda
manns og það voru þeir sem
handteknir voru í fyrradag. - ibs
15 handteknir í Svíþjóð:
Með barna-
klám í tölvum
DANMÖRK Danska lögreglan hefur
nú greint frá því að þau nær 14
kíló af brúnu heróíni sem fund-
ust nýlega í Háskólanum í Kaup-
mannahöfn hafi alls ekki verið
heróín heldur lyf í duftformi við
höfuðverk.
Lögreglan segir hins vegar að
hægt sé að nota duftið til þess að
blanda saman við hreint heróín
og það hafi stundum verið gert.
Húsvörður Kaupmannahafn-
arháskóla var handtekinn í
Þýskalandi í byrjun janúar vegna
gruns um fíkniefnabrot. - ibs
Heróínfundur í háskóla:
Meint heróín
var verkjalyf
AKUREYRI Barnabókasetur, rann-
sóknarsetur um barnabókmennt-
ir og lestur barna, verður opnað
við Háskólann á Akureyri á laug-
ardag. Markmiðið með setrinu er
að stunda rannsóknir og fræðslu
um barnabókmenntir og lestur á
Íslandi og að vinna að framgangi
lestrarmenningar meðal barna
og unglinga. Þá mun setrið einnig
standa fyrir málþingum og stuðla
að útgáfu fræðilegs efnis á svið-
inu.
Amtsbókasafnið og Minjasafn-
ið á Akureyri standa að Barna-
bókasetrinu auk háskólans. - sv
Barnabókasetur við HA:
Barnabækur
rannsakaðar
HÁSKÓLINN Á AKUREYRI Katrín Jakobs-
dóttir, mennta- og menningarmálaráð-
herra, opnar fyrsta verkefni setursins á
laugardag, sýninguna „Yndislestur æsku
minnar“.
Garðlönd hækka um 60%
Framkvæmdaráð Kópavogs hefur
samþykkt að hækka leigu í garð-
löndum bæjarins um 60 prósent milli
ára. Þannig hækkar 25 fermetra mat-
jurtarskiki úr 2.500 krónum í 4.000
krónur næsta sumar.
KÓPAVOGUR
FJÁRMÁL Nýtt útibú umboðs-
manns skuldara á Akureyri verð-
ur opnað á mánudag. Þar verða
starfandi tveir ráðgjafar.
Í tilkynningu frá umboðsmanni
skuldara segir að það sé von hans
að embættið muni eiga gott sam-
starf við fyrirtæki á Akureyri við
að aðstoða einstaklinga í greiðslu-
erfiðleikum.
Þetta er annað útibúið sem
umboðsmaður skuldara opnar
utan Reykjavíkur. Útibú umboðs-
manns í Reykjanesbæ opnaði í
desember 2010. - bj
Umboðsmaður á Akureyri:
Útibú opnar á
mánudaginn
SVÍÞJÓÐ Rúmlega þrítug kona sem
er í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð
hefur kvartað yfir því við yfir-
völd að hún fái ekki sumarleyfi.
Konan var dæmd árið 2005
fyrir að myrða fyrrverandi kær-
asta sinn. Frá því í febrúar 2010
hefur hún verið í vinnu í fangels-
inu og finnst nú tímabært að hún
fái frí. Hún segir vinnulöggjöf
eiga að gilda og hún eigi allavega
að fá borgaða frídaga sem hún
hefði annars fengið í venjulegri
vinnu. Fangelsisyfirvöld eru
ósammála þeirri túlkun. - þeb
Hefur unnið í fangelsinu:
Lífstíðarfangi
vill fá sumarfrí
MENNTUN Spjaldtölvur þykja bjóða
upp á fjölmarga möguleika í skóla-
starfi. Þróunin í þá átt er þegar
hafin víða erlendis og nú þegar hafa
skólar á Íslandi tekið fyrstu skrefin.
Menntastefna um spjaldtölvur í
íslensku skólastarfi fer fram í dag á
Grand hóteli og stendur frá klukkan
9 til 17. Epli.is efnir til þessarar ráð-
stefnu, en meðal þeirra sem munu
koma þar fram eru Rasmus Borch,
frá Odder í Danmörku, en þar hefur
verið fjárfest í 2.500 spjaldtölvum
handa öllum nemendum og kenn-
urum sveitarfélagsins. Hann mun
kynna kennslufræðilegt sjónar-
horn á spjaldtölvunotkun og ávinn-
inginn sem bæjaryfirvöld telja
sig hljóta af slíku. Þá mun Daryl
Hawes frá Bandaríkjunum kynna
lausnir og stuðning Apple við skóla
og menntastofnanir sem notast við
spjaldtölvur.
Loks mun Rakel Sölvadóttir,
fulltrúi Hjallastefnunnar, kynna
áform fyrirtækisins um notkun
spjaldtölva í skólum þeirra.
Þar að auki verður fjöldi vinnu-
stofa á ráðstefnunni þar sem meðal
annars verða kynnt hin ýmsu til-
raunaverkefni um notkun tölva og
spjaldtölva í skólum landsins. - þj
Menntastefna um notkun spjaldtölva í íslensku skólastarfi:
Rætt um möguleika spjaldtölva
IPAD Spjaldtölvur eins og iPad eru sífellt
að ryðja sér frekar til rúms í skólastarfi
um allan heim. Menntastefna verður
haldin í dag um möguleikana í þeim
efnum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
BÚRMA, AP „Það er mjög auðvelt að
undirrita friðarsamning. Þú getur
gert það á fáeinum mínútum. En
framkvæmdin er annað mál,“
segir Simon Htoo, prestur karena-
þjóðflokksins að lokinni messu í
fimmtíu þúsund manna flóttabúð-
um í Taílandi, rétt handan landa-
mæra Búrma.
Framkvæmdin, segir hann,
ræðst ekki af „brosinu á andlitum
þeirra heldur einlægni þeirra, því
sem í raun býr í hjörtum þeirra“.
Í messunni stuttu áður hafði
hann talað af ákefð um vonina,
sem hefur vaknað eftir að her-
foringjastjórnin í Búrma breytti
skyndilega um tón, tók að boða
frið og sættir eftir áratuga kúgun.
„Stríð á sér sinn tíma, og friður
á sér sinn tíma. Sextíu og þrjú ár
eru nógu langur tími fyrir dráp,“
sagði hann í predikun sinni. „Ég
vonast til að sjá ykkur öll fljótlega
í landinu okkar fagra.“
Karenar í útlegð eru farnir að
hugsa sér til heimferðar. Þeir hafa
í 63 ár barist hatrammri baráttu
fyrir aukinni sjálfstjórn við stjórn-
arherinn í Búrma. Fyrir nokkrum
vikum var undirritað friðarsam-
komulag, og þótt tortryggni gæti
enn þá sjá menn fyrir sér breytta
tíma.
Fleiri þjóðflokkar, sem átt hafa í
áratugalangri baráttu gegn kúgun-
aröflum stjórnvalda í Búrma, hafa
undirritað friðarsamninga síðustu
vikurnar. Átökin undanfarna ára-
tugi hafa oft verið hörð og talið er
að um þrjár milljónir flóttamanna
frá Búrma séu nú í öðrum lönd-
um, flestir í Taílandi og öðrum
nágrannaríkjum.
Valdaskipti urðu í herforingja-
stjórninni eftir kosningar árið
2010. Síðan þá hafa stjórnvöld
boðað og innleitt ýmsar umbæt-
ur í mannréttindamálum og í lýð-
ræðisátt. Hundruð pólitískra fanga
hafa verið látin laus, dregið hefur
úr ritskoðun og starfsemi verka-
lýðsfélaga er nú heimiluð.
Þessar umbætur hafa komið
mörgum á óvart, en bæði stjórnar-
andstæðingar í Búrma og alþjóða-
samfélagið hefur tekið þeim
fagnandi. Seint á síðasta ári tóku
Bandaríkin stjórnvöld í Búrma í
sátt og Bandalag Suðaustur-Asíu-
ríkja hefur fallist á að Búrma fái
forsæti í samtökunum árið 2014.
Enn er þó mikil óvissa um fram-
haldið. Enn sitja hundruð póli-
tískra fanga í fangelsi í Búrma og
herforingjastjórnin heldur enn um
valdataumana.
gudsteinn@frettabladid.is
Flóttafólk undirbýr
heimferð til Búrma
Óvæntar og hraðar lýðræðisumbætur virðast hafa orðið í Búrma, landi herfor-
ingjastjórnar sem áratugum saman hefur kúgað landsmenn. Nú eru þúsundir
flóttamanna í nágrannaríkjunum farnir að huga að því að snúa aftur heim.
KARENAR Í TAÍLANDI Ungir karenar í guðsþjónustu í flóttamannabúðum, þar sem
presturinn ræddi um heimferðir. NORDICPHOTOS/AFP
Stríð á sér sinn tíma,
og friður á sér sinn
tíma. Sextíu og þrjú ár eru
nógu langur tími fyrir dráp.
SIMON HTOO
PRESTUR KARENAÞJÓÐFLOKKSINS
VIÐSKIPTI Frestur til að skila
bindandi tilboðum í hlut þrota-
búa Landsbankans, sem á 67%,
og Glitnis, sem á 10%, í Iceland
Foods rann út á þriðjudagskvöld.
Söluferlið hefur staðið yfir um
nokkurra mánaða skeið. Alþjóð-
legu stórbankarnir UBS og Bank
of America Merril Lynch hafa
haft umsjón með því og veitt
þrotabúunum ráðgjöf.
Í breskum fjölmiðlum hefur
því verið haldið fram að þau vilji
fá hátt í 1,2 milljarða punda, um
224 milljarða króna, fyrir hlut
sinn. Páll Benediktsson, upplýs-
ingafulltrúi þrotabús Landsbank-
ans, segist ekkert geta gefið upp
um hversu mörg eða há tilboðin
voru né hverjir
það voru sem
skiluðu þeim
inn.
Reuters-
fréttastofan
greindi frá því
í gær að búist
hafi verið við
því að fjárfest-
ingasjóðirnir
Bain Capital
og BC Partners
myndu skila inn tilboðum. Þá
hafi verið áhugi til staðar hjá Wm
Morrison-matvörukeðjunni að
kaupa hlutinn auk þess sem Mal-
colm Walker, forstjóri og minni-
hlutaeigandi í Iceland, hefur
unnið að því að koma saman til-
boðshóp.
Samkvæmt upplýsingum
Fréttablaðsins munu stjórnend-
ur þrotabúanna, ásamt ráðgjöf-
um sínum, nú taka sér nokkra
daga til að fara yfir hvort tilboð-
in sem skilað var inn séu þess
eðlis að vert sé að fara í frekari
viðræður. Komist þeir að því að
svo sé munu frekari viðræður
fara fram. Enn er ekki útilokað
að hætt verði við söluna.
Iceland Foods er langstærsta
seljanlega eign þrotabús Lands-
bankans. Keðjan er með um 2,1%
markaðshlutdeild í Bretlandi og
selur vörur árlega fyrir á fimmta
hundrað milljarða króna. - þsj
Frestur til að skila inn bindandi tilboðum í Iceland Foods liðinn:
Ákvörðun tekin á næstu dögum
MALCOLM WALKER
Leit hætt í Costa Concordia
Aðstæður eru taldar orðnar of hættu-
legar í þeim hluta farþegaskipsins
Costa Concordia sem er á kafi í sjó.
Því hefur verið blásin af leit kafara í
skipinu. Fimmtán er þó enn saknað.
Skipið steytti á skeri við vesturströnd
Ítalíu um miðjan janúar.
ÍTALÍA
VEISTU SVARIÐ?