Fréttablaðið - 02.02.2012, Qupperneq 19
FIMMTUDAGUR 2. febrúar 2012 19
Kynjamunur á námsárangri í Reykjavík er fyrst og fremst
í íslensku. Munurinn kemur
afdráttarlaust fram í lesskimun í
2. bekk grunnskóla og er ekki nýr
af nálinni. Kennarar vita þetta
vel og misræmið kemur glöggt
fram í alþjóðlegum greiningum.
Í greiningu starfshóps borgar-
innar um stráka og námsárang-
ur kemur fram að einn sterkasti
forspárþátturinn fyrir árangri í
íslensku hjá bæði hjá stúlkum og
drengjum er ánægja af lestri.
Ánægja af lestri
Ánægja af lestri er því lykil-
þáttur sem þarf að hafa í huga
þegar við ræðum allt of hátt hlut-
fall ungmenna sem les sér ekki
til gagns. Margir hafa nefnt að
rafrænar bækur gætu vakið upp
meiri ánægju og áhuga og leyst
af hendi „drepleiðinlegar“ náms-
bækur sem oft og tíðum eru
úreltar. Aðrir benda réttilega á
fjársvelti og að námsbókagerð
megi ekki verða fyrir niður-
skurði, þvert á móti þurfi að
tryggja að áhugasamir og frjóir
höfundar semji efni sem dragi
fram staðreyndir með fallegum
texta og myndum til að vekja
áhuga.
Í þessu ljósi þarf að benda á
að ánægja af lestri var sterklega
tengd árangri í rafrænu lestrar-
prófi PISA, þ.e. nemendur sem
hafa aðgang að fjölbreyttu les-
efni stóðu sig betur í rafrænum
lestri og að þeir sem lesa mikið
af rafrænu efni lesa einnig mikið
af hefðbundnu efni. Niðurstöður
benda þannig til þess að þeir
sem lesa á annað borð styrkja sig
með aðkomu aukinnar tækni og
fjölbreytileika, en ekki endilega
öfugt.
Lesum - strax við vögguna
Börn, strax frá fæðingu, elska
bækur, sögur, vísur og rím. Lest-
ur gefur börnum kost á nærveru
við þá sem lesa, þau heyra hljóð
sem heilinn er forritaður til að
nema, þau sjá myndir, tölur, stafi
og form og kynnast eigin tilfinn-
ingum í gegnum lesefnið. Fljót-
lega, nokkurra mánaða gömul,
hlakka þau til að setjast niður t.d.
fyrir svefntíma og sýna eftir-
væntingu með hljóðum og hreyf-
ingum. Að naga bókina eftir lest-
ur og reyna að snúa henni við og
jafnvel rífa er hluti af ánægjunni.
Ánægjan fer ekki fram hjá nein-
um og þetta eru fyrstu skrefin í
lestrarkennslu.
Ef lestur og samskipti með
orðum eru regluleg er líklegt að
barnið, um eins árs gamalt, sé
búið að læra öll þau hljóð sem
það þarf að kunna til að tala
íslensku. Fáir vaxa upp úr því að
vilja hlusta á sögur, ljúka góðri
bók, hlusta á góða sögu í útvarpi
eða heyra lítinn leikþátt. Því eiga
engin viðmið að vera um aldurs-
takmörk, við eigum að lesa upp-
hátt fyrir börn á öllum aldri og
sérstaklega þau sem eiga við
leserfiðleika að stríða.
Lesa allir með sínum börnum?
Reiknum ekki með neinu öðru
en okkur sjálfum til að laga það
sem laga þarf í lestri barnanna
okkar. Tölvur eru vissulega
komnar til að vera og skólar og
opinberir aðilar hafa skýr verk-
efni til að leysa vandann en það
erum fyrst og fremst við sem
stöndum börnunum næst, foreldr-
arnir, sem skipta mestu máli í
verkefninu að bæta læsi ungrar
kynslóðar. Hvert og eitt okkar
þarf að tryggja að börnin okkar,
börn vina, barnabörn, frændur
og frænkur læri að meta bækur,
hafi ánægju af því að lesa og læri
að njóta þeirrar gjafar sem það
er að lesa sjálfur.
Sumir velta eðlilega fyrir sér,
eins uppteknir og þeir eru, hvort
það hafi nokkur áhrif að lesa
fyrir börn. Kannski eru þetta
þeir foreldrar sem lesa lítið sjálf-
ir og eiga erfitt með að lesa upp-
hátt. Aðrir eru ekki af íslensku
bergi brotnir og telja sig ekki lesa
nógu vel. Sumir telja jafnvel að
nýjustu tækin geti verið áhuga-
verðari og lærdómsríkari fyrir
börnin en lestur bókar. Enn aðrir
velta fyrir sér hvort lítið barn
barn skilji yfirhöfuð nokkuð af
því sem lesið er fyrir það.
Strax frá fæðingu
Ekki myndum við vilja bíða með
að tala við barnið þar til það
skilur allt sem sagt er? Og ekki
sleppum við því að syngja fyrir
börnin þar til þau geta sungið
sjálf? Þvert á móti! Okkar verk-
efni er að minna aðra á að allir
geti lesið, sagt vísur eða sögur
fyrir börn og að við öll getum
lagt okkar af mörkum. Mikil-
vægt er einnig að gera sér grein
fyrir að hlutverki okkar er síður
en svo lokið þó barnið byrji í
skóla og hefji sitt formlega lestr-
arnám. Við fullorðna fólkið erum
fyrirmyndirnar. Sýnum þeim
að við lesum líka, höfum bækur
á náttborðinu og allt í kringum
okkur.
Barnið upplifir sterk áhrif
þess að þú og þeir sem standa því
næst sýni því og bókinni áhuga
á sömu stundu og fær skýr skila-
boð um að lestur sé hæfileiki
sem sé þess virði að læra. Þátt-
taka okkar er mikilvæg og getur
skipt sköpum. Notum stundir
okkar með börnum til að lesa,
segja sögur eða vísur og spjalla.
Lesum fyrir öll börn, fjölbreytt
efni, hvenær sem er og hvar sem
er og gefum börnunum ánægju
af lestri í vöggugjöf.
Það er alveg ljóst að ráðherrar geta ekki
beitt handafli gegn ákvörðunum sem
teknar eru af stjórnendum háskóla,
enda
Vöggugjöf
Í DAG
Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir
borgarfulltrúi
www.nyherji.is
AÐALFUNDUR
NÝHERJA HF.
Föstudaginn 17. febrúar 2012, kl. 16:00 í ráðstefnusal félagsins, Borgartúni 37
Á DAGSKRÁ FUNDARINS VERÐA:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 4.13. gr.
í samþykktum félagsins.
2. Tillaga um heimild félagsins til kaupa á
eigin hlutum sbr. 55. gr. hlutafélagalaga.
Réttur hluthafa til að fá mál sett á
dagskrá hluthafafundar og kosning
Hver hluthafi á rétt á því að fá ákveðin mál
tekin til meðferðar á hluthafafundi ef hann
gerir um það skriflega eða rafræna kröfu til
félagsstjórnar með það löngum fyrirvara að
unnt sé að taka málið fyrir á dagskrá fundarins
sem lögð verður fram viku fyrir fundinn. Þannig
skulu óskir hluthafa liggja fyrir eigi síðar en
kl. 16:00 föstudaginn 10. febrúar 2012. Nánari
upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins
www.nyherji.is.
Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri
einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta
ekki atkvæðisréttar. Atkvæðaseðlar og fundar-
gögn verða afhent á fundarstað.
Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja
fundinn geta:
a) veitt öðrum skriflegt umboð.
b) greitt atkvæði skriflega.
Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan
hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér á
heimasíðu félagsins hvernig þeir skuli bera sig
að. Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu
og form skjala og hvernig þeim skuli skilað til
félagsins.
Aðrar upplýsingar
Öll skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn,
þ.m.t. ársreikningur félagsins og tillögur
stjórnar eru hluthöfum tiltæk á heimasíðu
félagsins frá og með 27. janúar 2012, kl. 16:00.
Endanleg dagskrá verður birt á heimasíðu
félagsins viku fyrir fundinn, 10. febrúar 2012,
kl. 16:00.
Hluthöfum er bent á að skv. 63. gr. hluta-
félagalaga skal tilkynna skriflega, minnst
fimm dögum fyrir hluthafafund, um framboð
til stjórnar. Tilkynnt verður um framboð til
stjórnar á heimasíðu félagsins eigi síðar en
tveimur dögum fyrir aðalfundinn.
Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn er
að finna á vefsíðu félagsins, www.nyherji.is.
Reykjavík, 19. janúar 2012.
Stjórn Nýherja hf.
Nýlega voru birtar niðurstöður úr landskönnun á mataræði
sem fram fór á árunum 2010-2011.
Niðurstöðurnar sýna að kolvetna-
neysla landsmanna er að meðal-
tali of lítil miðað við ráðleggingar
og mun minni en hjá nágranna-
þjóðum okkar. Það skiptir máli
hvernig kolvetni verða fyrir val-
inu og er æskilegt að velja sem
oftast grófar kornvörur frekar en
fínunnar vörur. Trefjaefnaneysla
landsmanna er einnig undir ráð-
leggingum og helgast það aðallega
af of lítilli neyslu á grófum korn-
vörum, grænmeti og ávöxtum.
Brauðneysla hefur minnkað
og samsvarar nú aðeins rúmum
tveimur brauðsneiðum á dag að
meðaltali. Það er þó jákvætt að
neysla á grófum brauðum hefur
tvöfaldast frá síðustu landskönn-
un á mataræði árið 2002. Engu að
síður er hún alltof lítil enn í dag,
eða sem svarar hálfri brauðsneið
að meðaltali. Auka þarf neyslu á
grófum brauðum, með að minnsta
kosti 5-6 grömmum af trefjum í
hverjum 100 grömmum af brauði,
og annarri grófri kornvöru.
Hvað eru heilkornavörur?
Talað er um heilkornavörur
þegar allir hlutar kornsins eru
notaðir við framleiðsluna, þ.e.
hýði, mjölvi og kím. Stundum er
heilt og ómalað korn notað sem
hráefni í brauð en oftar er þó
notað malað heilkorn sem inni-
heldur enn þá öll næringarefni
kornsins. Mest er af vítamínum,
steinefnum og trefjaefnum í hýði
og kími en í fínunnum kornvörum
er búið að fjarlægja þessa hluta.
Ekki er um heilkornavöru að
ræða þegar hveitiklíði eða trefj-
um hefur verið blandað saman
við hvítt hveiti.
Í kornvörum, sérstaklega
vörum úr heilu korni, er fjöldi
næringarefna sem eru mikil-
væg fyrir heilsuna, t.d. trefjar,
járn, kalíum, magnesíum, fólat,
og andoxunarefni eins og E-víta-
mín. Í heilkornavörum er mikið
af trefjum en trefjaríkur matur
hefur góð áhrif á meltinguna,
auk þess að hjálpa til við að halda
þyngdinni innan eðlilegra marka
þar sem hann veitir mettunartil-
finningu og fyllingu.
Hvað er gott að velja?
Gott er að huga að fjölbreytni
þegar kornvörur eru valdar. Dæmi
um heilkornavörur eru vörur gerð-
ar úr heilhveiti, rúgi, byggi, höfr-
um, maís og hirsi. Framboð á heil-
kornavörum hefur aukist mikið á
undanförnum árum. Má þar nefna
ýmsar tegundir af brauði, flatkök-
um, hrökkbrauði, heilhveitipasta,
hýðishrísgrjónum, hafragrjónum
og ákveðnum tegundum af múslíi
og morgunkorni.
Veljum því heilkornavörur sem
oftast.
Æskilegt að velja heilkornavörur
Mataræði
Hólmfríður
Þorgeirsdóttir
næringarfræðingur hjá
Embætti landlæknis
Elva Gísladóttir
næringarfræðingur hjá
Embætti landlæknis
AF NETINU
Hvað er þjóðarsekt?
Þjóðarsekt er það þegar þjóð finnur enga sök hjá sér, og beri eitthvað út af í
málum hennar sakfellir hún einungis leiðtoga sína. Um leið gleymist henni
að lýðræði felst í samábyrgð og skyldum. Þar er enginn undanskilinn, hvorki
þjóðin né leiðtogarnir, enda eru þeir lýðræðislega kosnir af henni.
Í einræðisríkjum og í nýlendum er þjóðin aftur á móti saklaus ef eitthvað
ber út af í málum hennar, enda ræður hún engu. Öll ábyrgð er í höndum
stjórnenda hennar. Þetta er sá megin munur sem er á lýðræði og einræði.
Að gera sér ekki grein fyrir þessu er undirrót hins þrúgandi máls sem höfðað
hefur verið gegn Geir Haarde fyrrum forsætisráðherra, eins og hann hafi
verið einráður hjá saklausri þjóð.
http://blog.eyjan.is/gudbergur/
Guðbergur Bergsson