Fréttablaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 32
Ef tískuhönnun karla og kvenna er skoðuð kemur í ljós að þar er talsverður munur á.
Við getum verið sammála um
að karlar hafa ákveðna líkam-
lega ágalla til að skilja konur,
til dæmis hvernig flík á að falla
niður af öxlum, umlykja brjóst-
in eða mittið. Kannski er það
þess vegna sem karlar eru oft
að reyna við hið ómögulega eða
ótrúlega því kvenmyndin sem
þeir skapa er draumur hönnuð-
arins um konuna eða hvað konan
á að vera.
Þegar litið er á kvenhönnuði í
Frakklandi sem sumar hverjar
eru lítið þekktar utan landstein-
anna þá eiga þær margar það
sameiginlegt að hanna það sem
þær vilja sjálfar nota og hafa oft
byrjað feril sinn þannig. Með
tímanum hafa þær svo reynt að
víkka út sjóndeildarhringinn
fyrir fleiri og stækka viðskipta-
vinahópinn. Þetta eru hönn-
uðir eins og Isabelle Maront,
Veronique Leroy, Anne-Valérie
Hash og Vanessa Bruno í yngri
hópnum en af þeim eldri má
nefna Agnès B. eða Nathalie
Rykiel sem nýlega tók við stjórn
tískuhúss Soniu Rykiel af móður
sinni. Þessir kvenhönnuðir
njóta nú sífellt meiri vinsælda
í Bandaríkjunum og má spyrja
hvort þessi þægilegi fatnaður
höfði nú sterkar til kvenna en
áður. Hvort sem það er Marant,
Bruno eða Leroy þá eiga þær
allar sameiginlegt að hafa fund-
ið upp kjóla sem passa öllum,
peysur sem seljast eins og heitar
lummur eða boli sem allar konur
vilja eiga. Skór eru með eða án
hæla en alltaf þægilegir. Tösk-
ur eru til þess að nota en ekki
bara til skrauts og svona mætti
áfram telja. Hugsunin að baki er
að þær vilja geta notað allt sem
þær hanna og þess vegna höfðar
hönnunin svo sterkt til nútíma-
kvenna.
Munurinn á tískusýningum
kven- og karlhönnuða er oft
sláandi þar sem hjá körlum er
mikið gert úr sýningunni sjálfri,
enda kvenveran sem sýnd er
ekki til. Þess vegna er alltaf
hægt að ganga lengra í öfg-
unum. Kvenhönnuðirnir leggja
mun meiri áherslu á fötin sjálf
en sýninguna sem oft er þá
einfaldari.
Á tískuvikum eru mun færri
kvenhönnuðir sem sýna en þeim
fer fjölgandi. Hjá Chloé, Celine
og McQueen eru konur til dæmis
nú við stjórn. Væri ekki gaman
að sjá hvað kvenhönnuður myndi
gera hjá Dior ef hún kæmi í stað
Gallianos? Væri hægt að breyta
glamúr Dior-konunni í konuna
í næstu blokk eða þá í húsinu á
horninu sem er „working nine to
five“ eins og Dolly Parton söng
um árið í „Working girl“ þar sem
konurnar voru á íþróttaskóm og
með hælaskóna í töskunni.
Sjálfsdáleiddir karlar
og konur með jarðsamband
ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR
Bergþór Bjarnason skrifar frá Nice
Nýleg umfjöllun um Bláa lónið
í tískutímaritinu Elle er jákvæð
fyrir vetrarferðamennsku á
Íslandi.
Blaðamaður breska tískutímarits-
ins Elle fór lofsamlegum orðum
um Bláa lónið í nýlegri umfjöllun.
Í greininni segir blaðamaðurinn
Suzanne Scott, sem sótti Lónið
heim, það hafa verið mikla upplif-
un að baða sig utandyra í heitum
jarðsjó þó úti hafi verið íslensk
stórhríð og norðurheimsskauts-
kuldi. Hún segir hitastig lónsins
gera það að verkum að gestir geti
notið eiginleika þess allan árs-
ins hring og meðal annars sefað
þurra og viðkvæma húð.
Magnea Guðmundsdóttir,
markaðsstjóri Bláa lónsins, segir
umfjöllunina jákvæða fyrir
vetrarferðamennsku á Íslandi.
„Scott fjallar á jákvæðan hátt um
íslensk jarðvarmaböð en þau eru
lykilþáttur í íslenskri heilsuferða-
þjónustu.“
Bláa lónið
í Elle
Blaðamanni Elle þótti magnað að baða
sig í heitum jarðsjó þó úti væri norður-
heimsskautskuldi.
Ármúla 18, 108 Reykjavík
Sími 511-3388
Opið mán-fös 9-18, lau 11-15
Kynning – í dag frá kl. 16–18
Tösku og hanskabúðin Skólavörðustíg 7 101 Reykjavík Sími 551 5814 www.th.is
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM FERÐATÖSKUM Á 2 HJÓLUM
20%
FERÐATÖSKUDAGAR
í 3 daga
frá fimmtudegi
til laugardags
Splunkunýjar vörur
Grímsbær-Bústaðarvegi
Efstaland 27, 108 Rvk., Sími 527-1999
Opið: mán-fös. 11-18
laugd. 11-15 Vertu vinur á facebook ;)
Útsölulok í dag
2. febrúar
Allt að 70% afsláttur.
FATNAÐUR, SKÓR, SKART OG TÖSKUR
Fyrir skvísur á öllum aldri.
Komdu og gerðu
frábær kaup.
Sjáumst í Grímsbæ
Opið frá kl. 11-21.00
NIP+FAB hefur algjörlega slegið í gegn og er sem dæmi notað af öllum helstu stjörnum Hollywood um þessar mund-
ir, meðal annars leikkonunum Kristen Stew-
art, Kelly Brook og Charlize Theron og fleir-
um,“ segir Sesselja Sveinbjörnsdóttir, þjálfari
hjá fyrirtækinu Forval, um bresku húðvöru-
línuna NIP+FAB sem hefur farið sigurför um
heiminn.
Breska fyrirtækið Rodial stendur að baki
NIP+FAB-línunni en það var stofnað af Mariu
Hatzistefanis árið 1999. Hún kynnti merkið til
sögunnar tveimur árum síðar eftir að hafa gert
markaðsrannsóknir sem leiddu í ljós að brýn
þörf var á vandaðri og ódýrri húðvörulínu.
„Niðurstaðan varð náttúruleg grunnlína
án parabena bæði fyrir andlit og líkama sem
gefur frábæran árangur,“ upplýsir Sesselja.
Allir geta notað NIP+FAB línuna segir hún
og tekur dæmi. „Eitt kremið er „primer“ fyrir
andlitið. Yfirleitt er „primer“ notaður yfir dag-
krem og undir farða til að halda honum full-
komnum allan daginn. Sérstaða NIP+FAB
„primers“ er að það má nota hann einan og
sér því hann gefur góðan raka og ljær húð-
inni fallegan og ferskan blæ. Silkimjúka áferð
sem meira að segja karlmenn geta öðlast eftir
rakstur.“
Annað krem í línunni hefur ekki síður
vakið athygli, svokallað „Bust Fix Gel“
sem Sesselja segir gætt þeim eiginleika að
móta og stinna brjóstin, styrkja brjóstasvæð-
ið upp að hálsi og viðhalda fallegri brjósta-
skoru, eitthvað sem allar konur dreymir um.
Þá segir Sesselja NIP+FAB klæðskerasniðið
fyrir íslenskar aðstæður. „Línan er full af
and oxunarefnum og styrkir náttúrulegar
varnir húðarinnar. Hún veitir hins vegar ekki
vörn gegn útfjólubláum geislum sólarinnar
enda þurfum við á þeim að halda á sumrin.“
Stjörnurnar nota
NIP + FAB kremin
Breska húðvörulínan NIP+FAB frá Rodial er náttúruleg og án allra parabena. Varan
þykir bæði vönduð og ódýr. NIP+FAB hentar öllum húðgerðum.
Kynning - auglýsing
Charlise Theron
NIP+FAB líkamslínan er mjög virk og
sýnilegur árangur kemur fljótt í ljós.
● Tummy Fix: sléttur og flottur magi
● Bust Fix: stinnari brjóst, flottari
brjóstaskora
● Cellulite Fix: slétt, stinn og
fallegri húð
Útsölustaðir NIP+FAB
Reykjavík: Hagkaup; Kringla,
Holtagarðar, Skeifan, Spöngin.
Snyrtivöruverslun Hygea Kringla.
Verslanir Lyfju. Reykjavíkur Apótek.
Kópavogur: Hagkaup Smára-
lind, Snyrtivöruverslun Hygea
Smáralind. Lyfja Smáratorg.
Garðabær: Hagkaup Garðabæ,
Lyfja Garðatorgi.
Reykjanesbær: Hagkaup
Njarðvík.
Akureyri: Hagkaup Akureyri,
Betri Líðan.