Fréttablaðið - 02.02.2012, Page 34
2 •
TÓNLEIKAR
„ÉG HEF ÓTAK-
MARKAÐAN
AÐGANG AÐ
SJÓSKÍÐUM Á
FÁSKRÚÐSFIRÐI
OG Í REYKJAVÍK“
SÍÐA 6
PLATAN
POPP er tónlistarblað og kemur
út annan hvern fimmtudag.
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf.
Umsjón: Atli Fannar Bjarkason
Forsíðumynd: Anton
Auglýsingar: Sverrir Birgir Sverris-
son sverrirbs365.is
Popp, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík,
sími 512 500
VICKY
CAST A LIGHT ★★★
POPPAÐ EN KRAFTMIKIÐ
Í kvöld: Hljómsveitin Lights on
the Highway er að fara í hlé um
ókomna tíð. Af því tilefni heldur
hljómsveitin kveðjutónleika á
Gauknum þar sem hléið er
afsakað og tímabilið frá 2003
til 2012 gert upp. Húsið verður
opnað klukkan 21 og tónleikarnir
hefjast klukkan 22. Miðaverð er
1.000 krónur.
Á morgun: Úlfur úlfur og Emmsjé
Gauti koma fram á Cafe Amour
á Akureyri. Húsið verður opnað
klukkan tíu og það er frítt inn.
Ekki á morgun heldur hinn: Trums
spilar á English Pub í Hafnarfirði.
Húsið opnar klukkan 21.30. Hljóm-
sveitina skipa Richard Scobie,
Guðmundur Jónsson, Davíð Þór
Hlínarson, Pétur Kolbeinsson og
Guðmundur Guðlaugsson.
Cast a Light
er önnur plata
hafnfirsku
rokkhljómsveit-
arinnar Vicky,
en hún er
skipuð þremur
stelpum og
einum strák. Eygló syngur, Ástrós
spilar á bassa, Karlotta á gítar og
Orri á trommur. Vicky er mjög
öflugt og skemmtilegt tónleika-
band og hefur meðal annars vakið
mikla athygli á Iceland Airwaves
undanfarin ár. Tónlistin sem þau
spila er kraftmikið gítarrokk með
poppuðu ívafi. Lagasmíðarnar
á Cast a Light eru fínar, ryþma-
parið er þétt og gítarleikarinn er
að gera mjög góða hluti. Eygló
er líka hörku rokksöngkona og
verður bara betri. Það eru tíu lög
á plötunni og þau standa öll fyrir
sínu, þó að ég haldi einna mest
upp á Feel Good, Lullaby, Cast a
Light og lokalagið Gold, sem sker
sig nokkuð úr: Rólegt og óraf-
magnað popplag með víóluleik.
Cast a Light kom út í haust, en
flaug frekar lágt. Vicky hefur
vakið athygli erlendis og m.a.
spilað bæði í Bandaríkjunum og
Kína, auk þess sem sjálfur David
Fricke hjá Rolling Stone mælti
sérstaklega með Cast a Light ný-
lega. Tónlistin sem Vicky spilar er
ekki það ferskasta í dag, en Cast a
Light er samt sem áður mjög vel
unnin og heilsteypt rokkplata.
Sem sagt: Heilsteypt og vel unnin
rokkplata - TJ
Hamborgari mánaðarins
Opið alla dag kl. 11-22
Kíktu á matseðilinn á
www.burgerinn.is
1.590,-
Aðeins kr.
Gráðostahambó!
M / káli,
gráðosti,
hvítlaukssósu,
rauðlauk,
og paprikku.
Franskar og
gos með
Fj
ar
ða
rp
ós
tu
rin
n
20
12
HLJÓMSVEITIN VIGRI HEFUR
NÝLOKIÐ SAMSTARFI VIÐ
BRESKA DANSTÓNLISTAR-
MANNINN CHICANE. HANN
HEFUR UNNIÐ MEÐ TOM
JONES, CHER OG BRYAN
ADAMS Á FERLI SÍNUM.
Breski danstónlistarmaðurinn Chicane eyddi
fimm dögum á Íslandi fyrir skömmu við upp-
tökur með hljómsveitinni Vigra.
Chicane, sem er stórlax í danstónlistarsenunni,
hefur gefið út fimm hljóðversplötur og er
einna þekktastur fyrir Ibiza-smellinn Offshore.
Hann hefur unnið með Tom Jones, Cher og
Bryan Adams en valdi í þetta sinn að starfa
með Vigra en hljómsveitin blandar saman
poppi, þjóðlagatónlist og klassík á draum-
kenndan hátt.
„Hann var að tala um að að hann hefði heyrt
í okkur í útvarpi í Frakklandi og fann síðan
plötuna okkar á netinu,“ segir Bjarki Pjeturs-
son í Vigra og á þar við Pink Boats sem kom
út í fyrra.
Chicane samdi og tók upp tvö lög með
Vigra hér á landi og áætlað er að þau verði á
næstu plötu hans sem kemur út í mars. „Dans-
tónlistin er kannski ekki alveg okkar kaffibolli
en það var mjög gaman að vinna svona
öðruvísi verkefni,“ segir Bjarki, sem hafði ekki
hugmynd um hver Chicane var þegar hann
fékk póst frá honum. „Ég fór bara á Youtube
og tékkaði strax á honum og hann er eitthvað
svaka nafn.“
Samstarfið gekk eins og í sögu og lokuðu
þeir sig af í hljóðveri þar sem lögin tvö voru
unnin. „Við vorum að vinna allan tímann og
hann náði ekki að sjá neitt. Hann var bara inni
í stúdíói og það var lítið sofið,“ segir Bjarki.
„Það kom dálítið á óvart hversu svakalegur
fagmaður hann var. Hann vissi hvað hann var
að gera og er algjör toppmaður. Við gerðum
nákvæmlega okkar hljóm. Við vorum ekkert að
dansvæna okkur neitt upp. Svo blandar hann
þessu saman og býr til dansútgáfu af laginu.“
Inntur eftir því hvort þetta samstarf eigi ekki
eftir að veita þeim frægð og peninga í vasann
segist Bjarki vona það.
Á meðan á dvöl Chicane á Íslandi stóð
lýsti hann yfir áhuga á að halda tónleika hér
á landi og sýndu Vigra-piltarnir honum helstu
tónleikastaðina í Reykjavík.
Vigri er ekki með útgáfusamning erlendis en
þeir félagar vonast til að dreifingarsamningur
verði undirritaður í náinni framtíð. Tónleikaferð
um Evrópu er einnig í bígerð á þessu ári . - fb
CHICANE HEILLAÐIST
AF VIGRA Í FRAKKLANDI
Hljómsveitin Vigri í
góðu stuði.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI