Fréttablaðið - 02.02.2012, Síða 50

Fréttablaðið - 02.02.2012, Síða 50
2. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR34 BAKÞANKAR sr. Sigurðar Árna Þórðarsonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. stell, 6. drykkur, 8. langur, 9. bók- stafur, 11. nudd, 12. skopleikrit, 14. græða, 16. samtök, 17. skörp brún, 18. fálm, 20. til, 21. stefna. LÓÐRÉTT 1. vísupartur, 3. eftir hádegi, 4. unglinga, 5. hyggja, 7. ótvíræður, 10. frjó, 13. atvikast, 15. sóða, 16. ái, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. sett, 6. te, 8. hár, 9. eff, 11. nú, 12. farsi, 14. lækna, 16. aa, 17. egg, 18. fum, 20. að, 21. ismi. LÓÐRÉTT: 1. stef, 3. eh, 4. táninga, 5. trú, 7. efalaus, 10. fræ, 13. ske, 15. agða, 16. afi, 19. mm. Hátt og snjallt! Nýr leik- maður? Já! hann stóðst læknis- skoðun í dag! með glans! Ég er svo þreytt á því að vera einkabílstjóri sonar okkar! Þegar ég er nýkomin heim eftir að hafa skutlað honum hringir hann og biður mig um að sækja sig! Ég get ekki beðið eftir því að hann fái bílpróf! Svona stutt??? Ekki ég heldur! Og það eru tíu mánuðir í það! Jæja, þar fór þetta gamla orðatiltæki. Sjáið þið? Ha! Full- komin jól! Engir hjólastólar, eða ryksugur, eða jarðýtur... Jólasvein- arnir komu aftur og sóttu allt dótið. Hjúkk... Þeir tóku líka Range Rover- inn. Hvað var í jólaglögg- inu sem þú gafst mér í gær? Á! Kirkjuhúsalandslag Íslands er að breyt-ast. Verða moskur, hindúamusteri, sýnagógur og aðrar byggingar trúfélaga við hliðina á „kirkjunum okkar“ í framtíðinni? Nokkrir Íslendingar mótmæla kröftuglega byggingu mosku. Ýmis rök eru færð og hvíslað er um að slíkar byggingar geti orðið gróðrarstíur samfélagslegrar mengunar. Tortryggnisraddir heyrast í samfélaginu. Gagnrýni er góð en rógur ólíðandi. HVAÐ SEGIR kirkjan um trúarbyggingar aðrar en kirkjur? Ætti kirkjan að stugga við fólki, sem er ekki kristið og jafnvel koma því úr landi? Nei, hlutverk kirkjunnar er að vera farvegur fyrir umhyggju Guðs. Sú ást varðar alla, hverrar trúar eða banntrú- ar sem þau eru. Jesús Kristur var afar umhyggjusamur gagnvart fólki. Og kirkjan og kristnir menn reyna að fylgja fordæmi meistara síns. Í hans anda heldur kristið fólk fram mann- réttindum og ver þau. Frelsi er dýr- mæti, sem við eigum að verja og rækta. Að iðka trú er þáttur þess frelsis. ÉG ER prestur í þjóðkirkjunni og elska starf hennar og líf. Ég veit hversu gjöfult, hressandi og bless- andi trúarlíf og trúariðkun í kirkju getur verið. Því skil ég vel, að fólk af annarri trú en minni, hafi svipaðar samfélagslegar þarfir við trúariðkun. Það á rétt á að njóta sömu réttinda og sömu mögu- leika og mín trúsystkin. Fólk á ekki bara að njóta frelsis til að trúa á sinn hátt, heldur líka að mega byggja guðshús, sem hæfa átrúnaði þeirra. Og þessum rétti fylgja líka skyldur að fara ekki út fyrir réttinn og þann siðaramma sem hér ríkir. KRISTNIN Á sameiginlegt með helstu trúarbrögðum heims að verja manngildið. Íslendingar eiga að láta kristin og mikil- væg vestræn gildi stýra för. Yfirborðslegt frjálslyndi er ekki affarasælt í samskiptum fólks með ólíkan bakgrunn. Við eigum að gera kröfur til sjálfra okkar og gera ámóta kröfur til innflytjenda. Við eigum að hafna algerlega kúgun kvenna, sem meðal annars hefur birst í sinni verstu mynd í heiðurs- morðum. Við eigum að hafna tuddastælum – hvers eðlis sem þeir eru. Og verum sam- kvæm, réttsýn og umhyggjusöm. ÓTTI OG tortryggni eru afar slæmt bygg- ingarefni samfélags. Traust, virðing og réttlæti eru mun hentugri og friðvænlegri. Viðurkennum guðshúsaþarfir múslíma og annarrar trúar fólks. En höfnum vitleysum, okkar eigin og annarra. Iðkum kærleika með skynsemi. Þjóðkirkjan á að gæta réttar innflytjenda, líka í trúarefnum. Leggjum okkar lóð á vogarskálar og gerum það í góðri trú, með umhyggju og góðu viti. Moskumótmælin

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.