Fréttablaðið - 02.02.2012, Síða 54

Fréttablaðið - 02.02.2012, Síða 54
2. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR38 38 menning@frettabladid.is Bækur ★★★★★ Öreigarnir í Lódz Steve Sem-Sandberg, Ísak Harðarson þýddi Uppheimar Eins og hungraðar rottur í búri Hverjum hefði dottið í hug að enn væri eitthvað ósagt um heimsstyrjöldina síðari og hörmungar hennar? Erum við ekki öll margbúin að lesa og sjá bækur og bíómyndir um allar hugsanlegar sögur úr henni? Greinilega ekki. Steve Sem-Sandberg hefur stúderað 3.000 blaðsíðna króníku sem skrifuð var á stríðsárunum í gyðingagettóinu í Lódz í Póllandi og samið upp úr henni skáldsögu sem skekur lesandann til grunna. Eiginlega ætti að vera miði á bókarkápunni sem varaði viðkvæma við innihaldinu svo nístandi eru lýsingarnar á örlögum fólksins í gettóinu. Liggur við að maður freistist til að nota ofnotuðu klisjuna um að eng- inn verði samur eftir lestur þessarar bókar. Sagan spannar meirihluta stríðstímans, árin 1940-1945, árin frá því að gettóinu er lokað og gyðingum meinað að yfirgefa það og þar til búið er að flytja alla íbúana í burtu og útrýma þeim flestum. Fjölmargar persónur úr öllum kimum samfélagsins koma við sögu en í forgrunni er Formaðurinn, Mordechai Chaim Rumkowski, leiðtogi gyðinganna í gettóinu, flókin og sannferðug persóna sem á sér raunverulega fyrirmynd. Þegar upp er staðið er Rumkowski ein allra ógeðfelldasta persóna sem bókmenntirnar hafa alið en eins og svo oft í lífinu utan bókanna tekur það lesandann töluverðan tíma að átta sig á því. Aðrar persónur eiga sér ýmist raunverulegar fyrirmyndir eða ekki, eru mis- jafnlega geðþekkar en allar trúverðugar og feikivel skapaðar frá höfundarins hendi. Hér eru engar svart/hvítar persónulýsingar, hvorki englar né djöflar, allir eiga sér málsbætur en eru um leið óhugnanlegir. Baráttan um brauðið, í bókstaflegri merkingu, innilokunin í gettóinu, óttinn við dauðann og sjálfs- bjargarviðleitnin gera dagfarsprúðasta fólk að óargadýrum sem glöð myndu selja frumburði sína ef þeim tækist að bjarga eigin skinni. Textinn stekkur á milli beinharðra staðreynda og upptalningar, birtingar bréfa frá þessum tíma og lýsingum á ömurlegum aðstæðum fólks yfir í draumkennda fegurð og ljóðræna kafla þar sem veruleiki og draumur – eða öllu heldur hunguróráð – renna saman og lesandinn á fullt í fangi með að átta sig á því hvort er hvort. Stílfimi Sem-Sandbergs er með ólíkindum og kemst vel til skila í vandaðri þýðingu Ísaks Harðarsonar sem er mikið þrekvirki, þaulhugsuð og vel unnin. Öreigarnir í Lódz er ekki auðveld bók aflestrar, veldur ógleði bæði í bók- staflegri og bókmenntalegri merkingu, en engum blöðum er um það að fletta að hér er á ferð eitt mesta stórvirki í norrænum bókmenntum síðari ára. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Stórvel unnin og áhrifamikil skáldsaga sem nístir lesanda inn að hjartarótum. GAMLINGINN HELDUR VINSÆLDUM SÍNUM Skáldsaga Svíans, Gamlinginn sem skreið út um gluggann, heldur vinsældum sínum en hún var söluhæsta skáldsaga janúar sam- kvæmt metsölulista bókaverslana. Einvígi Arnaldar og Brak Yrsu fylgja svo í kjölfarið. Í einangrun taílensks sveitalífs urðu til lög við ástarljóð Kristínar á Hlíð í Lóni. Þegar Óskar Guðna- son tónlistarmaður fór þangað í heimsókn greip hann með sér ljóðabók hennar, Bréf til næturinnar, og hljóðfærið ukulele. „Það var áskorun fyrir mig að semja lög við þessi fallegu ljóð því yfirleitt hef ég gert lögin fyrst og svo fengið góða hagyrðinga eins og Guðbjart Össurarson eða Ing- ólf Steinsson til að yrkja texta við þau,“ segir Óskar Guðnason tón- listarmaður sem fyrir jól gaf út diskinn Til næturinnar með eigin lögum við ljóð Kristínar Jónsdótt- ur á Hlíð í Lóni. Hann lýsir tildrög- unum: „Bók Kristínar, Bréf til nætur- innar, kom fyrst út í árslok 2009. Ég sá viðtal við skáldkonuna í Les- bók Morgunblaðsins og sýnishorn af kveðskapnum. Ég tel mig hafa svolítið vit á skáldskap og heill- aðist strax af ljóðunum, einlægni þeirra og tungutaki. Þar sem ég ólst upp austur á Hornafirði og er búinn að vera mikið í Lóninu upp- tendraðist ég og samdi strax lag við eitt þeirra sem heitir Haust- kvöld. Ég ákvað að hringja í Krist- ínu og fá leyfi til að gera lög við fleiri ljóð og gefa út. Hún tók því vel, ég bjó til fáein í viðbót en var að guggna á útgáfuhugmyndinni. Í nóvember 2010 fór ég svo með konunni minni í tveggja mánaða heimsókn til fólksins hennar í Taí- landi og tók með mér bókina Bréf til næturinnar og litla strengja- hljóðfærið ukulele. Fjölskylda konunnar býr úti í sveit. Þar var bara taílenskt sjónvarp, ekkert útvarp og engin blöð. Ég gat auk þess lítið talað við fólkið – svona eins og maður talar við fólk – en þegar ég var búinn að vera í sveit- inni í nokkrar vikur var ég búinn að semja fimm lög í viðbót, meðal annars Dagrenningu, sem hægt er að hlusta á á Youtube.“ Þegar Óskar kom heim kveðst hann hafa farið að hjálpa vini sínum að dytta að húsinu hans. Sá er tónlistarmaður og líka með stúdíó. Þar þróaðist útgáfuhug- myndin og þeir fóru að taka upp grunna að lögum. „Þá fór ég að svipast um eftir söngkonu og fann hana Unni Birnu Björns- dóttur,“ segir Óskar. „Hún hafði sungið með South River Band og mér fannst röddin hennar eiga vel við mín lög, enda small hún inn í dæmið. Einnig fékk ég ungan mann, Arnar Jónsson, til að syngja þrjú lög. Hann var í strákakvar- tettinum Luxor sem Einar Bárðar- son stofnaði og ég kynntist honum líka hjá þessum vini mínum. Í einni kaffipásunni fór ég að ræða við hann um mína drauma þann- ig að í næstu pásu var hann lát- inn prófa að syngja og er ljómandi góður líka.“ Engir aukvisar eru heldur við hljóðfærin, Þórir Úlfarsson, Haf- þór Smári Guðmundsson, Pálmi Gunnarsson, Óskar Guðjónsson og Þorsteinn Magnússon. Sjálfur er Óskar Guðnason á öllum póstum, semur lögin, spilar undir, hann- ar umslag og stjórnar upptökum með öðrum auk þess að sjá um sölu disksins, meðal annars gegnum netfangið oskargold@hotmail.com „Það er auðvitað eintóm ævintýra- mennska að standa í svona útgáfu enda kemur hún niður á heimilis- bókhaldinu,“ segir hann. „Disk- urinn kom út í nóvember en mér hefur gengið illa að komast í spil- un á útvarpsstöðvunum. Þannig að lífið er bara saltfiskur áfram.“ gun@frettabladid.is Lífið saltfiskur og ukulele ÓSKAR GUÐNASON „Það er tóm ævintýramennska að standa í svona útgáfu,“ segir Óskar sem heillaðist af ljóðum Kristínar á Hlíð, samdi lög við þau og gaf út. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Wilhelm Norðfjörð sálfræðingur fjallar um efnið á fræðslukvöldi hjá Nýrri dögun, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð, n.k. fimmtudagskvöld 2. febrúar. Fyrirlesturinn er í safnaðarheimili Háteigskirkju og hefst kl. 20:30. Hann er öllum opinn. Á undan eða kl. 19:00 verður opið hús í safnaðarheimilinu. Þangað getur fólk komið, spjallað og fengið sér kaffi. Allir velkomnir Dagskrá á Vormisseri 2012 1. mars Barnsmissir – missir við fæðingu 12. apríl Áfall – hvað byggir upp aftur Ungt fólk og sorg „Mig langar svo að lokka fólk í sveitina,“ segir Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari glaðlega. Hún ætlar að halda tónleika við kertaljós í Hlöð- unni sinni að Kvoslæk í Fljótshlíð næstkomandi sunnudag, 5. febrúar, ásamt Richard Simm píanóleik- ara. Tónleikarnir hefjast klukkan 15 og á efnisskránni verða hug- ljúf verk eftir Schumann, Gluck, Wieniawski, Fauré og Brahms. Boðið verður upp á kaffi í hléinu. Miðasala verður við innganginn en frítt er fyrir börn í fylgd full- orðinna. Kertaljós og ljúfir tónar RICHARD SIMM OG RUT Stödd á stóru sviði úti í heimi. Sýningum á Uppnámi, uppistandssýningu sem sýnd hefur verið við góðan orðstír í Þjóðleikhúskjallaran- um lýkur með pompi og prakt á stóra sviði Þjóðleik- hússins næstkomandi laugardag. „Við ætluðum okkur upphaflega að sýna fimm sýningar en þær eru orðnar þrettán. Sýningin á laugardag er sú allra síðasta og þá verðum við á stóra sviðinu sem er frábær endir og óvæntur,“ segir Arna Ýr Sævarsdóttir, framkvæmda- stjóri sýningarinnar. Uppnámið hefst á framlagi Pörupilta, þeirra Dóra Maack, Nonna Bö og Hermanns Gunnarssonar. Þeir eru harðir í horn að taka en engu að síður óhræddir við að takast á við stórar spurningar um ástir og örlög og tilgang lífsins. Viggó og Víóletta taka við eftir hlé og beina söngleikjasjónum sínum að útlendingahatri, kynþáttafordómum og hómófóbíu og fleiru krútt- legu sem best er að sópa undir teppið. Svo syngja þau og brosa út í eitt. Það eru þau Bjarni Snæbjörnsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir sem leika Viggó og Víólettu, en hlutverk Pörupilta er í höndum Sólveigar Guðmundsdóttur, Alexíu Bjargar Jóhannesdóttur og Maríu Pálsdóttur. Uppnám í Þjóðleikhúsinu PÖRUPILTAR Þeir eru leiknir af Sólveigu Guðmundsdóttur, Alexíu Björgu Jóhannesdóttur og Maríu Pálsdóttur. Ég tel mig hafa svolítið vit á skáldskap og heillaðist strax af ljóðunum, einlægni þeirra og tungutaki.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.