Fréttablaðið - 29.02.2012, Side 6
29. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR6
Icepharm
a
KEMUR HEILSUNNI Í LAG
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA / FÆST Í APÓTEKUM UM LAND ALLT
LITLAR VÍTAMÍNTÖFLUR SEM GOTT ER AÐ GLEYPA
SJÁ NÁNAR Á VITAMIN.IS
EIN TAFLA Á DAG SYKURLAUSAR
FRAKKLAND, AP Stjórnlagadóm-
stóll Frakklands kvað í gær upp
þann úrskurð að lög, sem franska
þingið setti í desember, stangist
á við frönsku
stjórnar skrána.
Lögin banna
fólki að neita
því að fjölda-
morð Tyrkja á
Armenum fyrir
nærri öld hafi
verið þjóðar-
morð.
Tyrkir brugð-
ust ókvæða við
lagasetningunni. Þeir viðurkenna
að fjöldamorð hafi átt sér stað en
neita því að um skipulegt þjóðar-
morð hafi verið að ræða.
Niðurstaðan er áfall fyrir Nic-
olas Sarkozy Frakklandsforseta,
sem studdi lögin eindregið. - gb
LÖGREGLUMÁL Lögreglan rannsakar
nú tilraun til íkveikju í Hafnarfirði
á mánudag þar sem eldsprengju var
kastað á íbúðarhús tveggja meðlima
vélhjólagengisins Outlaws. Vitni sá
tvo menn forða sér af vettvangi í
kjölfar atviksins.
Friðrik Smári Björgvinsson,
yfirmaður rannsóknardeildar lög-
reglunnar, segir enga hafa verið
yfirheyrða eða handtekna vegna
málsins.
„Þetta er litið alvarlegum augum
og hefði getað skapað almanna-
hættu ef kviknað hefði í,“ segir
hann. „Öllum möguleikum er haldið
opnum, allt verður kannað og allt
rannsakað sem hægt er að rann-
saka.“
Karl Steinar Valsson, yfirmaður
fíkniefnadeildar lögreglunnar,
segir rannsóknina byggjast að vissu
leyti á því að íbúar hússins séu með-
limir í vélhjólagengi.
„Við erum að reyna að átta okkur
á því hvers vegna þessi atburðarás
átti sér stað,“ segir hann. „Eðli-
lega lítum við til þeirra manna sem
þarna búa og þeirra sem standa að
baki.“
Þessi tegund sprengju er oft köll-
uð Molotov-kokteill – glerflaska er
fyllt með eldfimum vökva og henni
lokað með klúti vættum í vökvan-
um.
Húsið skemmdist ekki mikið í
brunanum, en lögreglumaður á
frívakt átti leið hjá stuttu eftir að
kviknaði í og náði að slökkva eldinn.
Enginn var í húsinu þegar sprengj-
unni var kastað, en lögreglan er
búin að taka skýrslu af íbúunum.
- sv
Lögreglan segir íkveikju í Hafnarfirði rannsakaða með hliðsjón af því að íbúar hússins eru tengdir Outlaws:
Tveir menn sáust forða sér frá húsinu
ELDSPRENGJU KASTAÐ Í HÚSIÐ Íbúar
hússins við Hverfisgötu í Hafnarfirði eru
meðlimir í vélhjólagenginu Outlaws og
rannsakar lögreglan nú málið.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
NICOLAS SARKOZY
Tyrkir fagna úrskurði:
Frönsku lögin
stjórnlagabrot
Telur þú raunhæft að afnema
verðtryggingu án annarra
kerfisbreytinga á hagkerfinu?
Já 64,1%
Nei 35,9%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Líst þér vel á hugmyndir fyrirtæk-
isins Triumvirate Environmental
um að flytja sorp frá Bandaríkj-
unum til eyðingar á Íslandi?
Segðu þína skoðun á visir.is
FRAKKLAND, AP Francois Hollande,
frambjóðandi Sósíalistaflokksins í
forsetakosningunum í næsta mán-
uði, vill leggja 75 prósenta skatt á
þá sem hafa árstekjur yfir einni
milljón evra, en sú upphæð sam-
svarar þessa stundina nærri 168
milljónum króna.
Til rökstuðnings máli sínu segir
hann: „Það er ekki hægt að vera
með svona háar tekjur.“
Hollande etur kappi við Nicolas
Sarkozy forseta í kosningum 22.
apríl. Seinni umferð verður svo
haldin 6. maí milli þeirra tveggja
frambjóðenda sem flest atkvæði
fá, fari svo að enginn hljóti meira
en helming atkvæða. - gb
Forsetaefni sósíalista:
Vill ofurskatt á
hæstu tekjur
LÖGREGLUMÁL Lögregla fór í gær
yfir upptökur eftirlitsmyndavéla
í miðbæ Reykjavíkur vegna rann-
sóknar á árás á 16 ára stúlku um
síðustu helgi. Stúlkan lagði fram
formlega kæru vegna nauðgunar
á hendur nokkrum mönnum í gær.
„Fyrir liggur að þátttakendur í
þessu eru fleiri en einn, en hvort
þeir séu allir gerendur er óljóst,“
sagði Björgvin Björgvinsson,
yfirmaður kynferðisbrotadeildar
lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu.
Áður hefur komið fram að
stúlkan kvaðst hafa verið að
skemmta sér með vinkonum
sínum þegar að henni hafi veist
hópur manna. Einn nauðgaði
henni svo í húsasundi meðan hinir
stóðu hjá. - óká
Hópnauðgun í Reykjavík:
Lagði form lega
fram nauðgun-
arkæru í gær
VIÐSKIPTI Kæra á til áfrýjunar-
nefndar fjarskipta- og póstmála
heimild Íslandspósts til að loka
afgreiðslustöð fyrirtækisins í
Mjódd. Að sögn Kjartans Magn-
ússonar borgarfulltrúa standa
að kærunni sjálfstæðisfélögin í
Breiðholti og íbúasamtökin Betra
Breiðholt.
Ingimundur Sigurpálsson, for-
stjóri Íslandspósts, fundaði með
Kjartani, formanni Betra Breið-
holts og formönnum sjálfstæðis-
félaganna vegna málsins í gær og
var upplýstur um andstöðu við
fyrirætlan fyrirtækisins. - óká
Íbúar í Breiðholti mótmæla:
Ætla að kæra
lokun útibúsins
LOKUN MÓTMÆLT Forstjóri Íslandspósts
fundaði með fulltrúum íbúasamtaka í
Breiðholti í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ALÞINGI Þingmenn stjórnarflokk-
anna og Hreyfingarinnar í stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefnd leggja
til að tillögu Bjarna Benediktsson-
ar, formanns Sjálfstæðisflokksins,
um afturköllun ákæru á hendur
Geir H. Haarde, verði vísað frá.
Valgerður H. Bjarnadóttir, for-
maður nefndarinnar, segir að
þrátt fyrir að hægt sé að færa rök
fyrir því að Alþingi megi taka til-
löguna á dagskrá, þýði það alls
ekki að Alþingi eigi að gera það.
„Við teljum að þingið eigi ekki
að fara inn í málið. Þá væri það
að skipta sér af sakamáli og málið
yrði í eðli sínu pólitískt. Þess
vegna viljum við að því verði vísað
frá.“ Varatillaga meirihlutans er
að tillaga Bjarna verði felld.
Birgir Ármannsson segir að þau
Ólöf Nordal, fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins í nefndinni, muni standa
saman að nefndaráliti. Hann
segir út af fyrir sig ánægjuefni
að meirihlutinn skuli hafa tekið
málið úr nefndinni, um tíma hafi
ekki verið útlit fyrir það. Það sé
fagnaðarefni að málið komi aftur
á dagskrá þingsins. Sjálfstæðis-
menn séu hins vegar ósammála
efnislegri afstöðu meirihlutans.
„Við teljum í fyrsta lagi að
þingið hafi heimild til að aftur-
kalla ákæruna og auk þess teljum
við rök fyrir því að það sé gert,
eins og upphaflega tillagan um
afturköllun byggir á. Við vísum
til þess að ákæruvaldið er í hönd-
um þingsins og þingmenn þurfi
þannig, hver fyrir sig, að taka
afstöðu til þessa máls á málefna-
legum forsendum.“
Birgir segir sjálfstæðismenn
einfaldlega vilja láta reyna á hvort
sú staða sé uppi að meirihluti
þingsins sé annar nú en þegar
ákæran var samþykkt í septem-
ber 2010.
Valgerður segir efnisatriði
varðandi það hvort eigi að fella
ákæruna niður felast í lögum um
meðferð sakamála. „Þar eru skil-
yrði þess að vísa máli frá tíunduð.
Ekkert af þeim á við í þessu máli.“
Hún segir að ef slík efnisatriði
væru fyrir hendi væri það sak-
sóknara að beina því til Alþingis
að taka málið upp. Það hafi hann
ekki gert, þvert á móti hafi hann
sagt að engar forsendur séu fyrir
slíku.
kolbeinn@frettabladid.is
Segir málið pólitískt
og að vísa eigi því frá
Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill vísa frá tillögu um afturköllun
ákæru á hendur Geir H. Haarde. Ella eigi að fella málið. Minnihluti nefndarinnar
vill láta reyna á hvort nýr meirihluti sé nú á þingi fyrir að afturkalla ákæru.
Samkvæmt lögum um meðferð sakamála nr. 88/2008, sem Valgerður vitnar
í, má fella niður málsókn þegar svo stendur á sem hér segir:
a. ef brot er smávægilegt eða fyrirsjáanlegt er að umfang málsins verði í
verulegu ósamræmi við þá refsingu sem vænta má,
b. ef sakborningur og brotaþoli hafa komist að samkomulagi og sakborn-
ingur hefur efnt það fyrir sitt leyti,
c. ef sakborningur virðist vera ósakhæfur og ekki er nauðsynlegt að gera
kröfu um að hann verði beittur öryggisráðstöfunum,
d. ef brot hefur valdið sakborningi sjálfum óvenjulega miklum þjáningum
eða aðrar sérstakar ástæður mæla með því að fallið sé frá saksókn, enda
verði að telja að almannahagsmunir krefjist ekki málshöfðunar.
Ákvæði um niðurfellingu
SAKSÓKNARI Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, sagði á fundi stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefndar Alþingis í janúar að ekkert hefði komið efnislega fram sem
réttlætti afturköllun ákæru. Alþingi hefiði þó skýran rétt til þess. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KJÖRKASSINN