Fréttablaðið - 29.02.2012, Page 8

Fréttablaðið - 29.02.2012, Page 8
29. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR Heimsferðir Duration 5 March to March 29 Course in English for Icelandic Commercial driving licence (C and CE) Hours: Monday, Tuesday, Wednesday, Friday, 17:30 – 21:50 Registration@ : rektorinn@gmail.com Please send your full name, ID-no and mobile number B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . frá kr. 69.900 Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum þann 13. mars í 7 eða 15 nætur á frábæru tilboði á Tisalaya Park, sem eru góð smáhýsi á Maspalomas svæðinu og hinu vinsæla Beverly Park. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað á ótrúlegum kjörum. Verð kr. 69.900 flugsæti 13. mars og til baka 28. mars Tisalaya Park – Frá kr. 99.600 í 15 nætur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í smáhýsi með einu svefnherbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í smáhýsi kr. 119.800 á mann. Beverly Park – Frá kr.107.400 – allt innifalið í 7 nætur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 124.700 á mann. Aukagjald fyrir allt innifalið kr. 10.300 á mann m.v. 2 fullorðna og eitt barn. Aukagjald fyrir allt innifalið kr. 15.200 m.v. 2 fullorðna. Síðustu sætin í vetur 13. marsKanarí í 7 eða 15 nætur SVEITARSTJÓRNIR Atvinnulausir munu ekki fá frítt í sund á kostnað Rangárþings ytra eins og Vinnu- málastofnun á Suðurlandi óskar eftir við sveitarfélög á svæðinu. „Þar sem lægstu laun í samfé- laginu eru svipuð og atvinnuleysis- bætur sér hreppsráð ekki fært að veita gjaldfrjálsan aðgang að sund- laugum fyrir einn hóp umfram annan,“ segir sveitarstjórnin sem kveður hins vegar nauðsynlegt að hjálpa atvinnulausu fólki að leita sér að vinnu. „Hreyfing er öllum holl, sama hvort það á við um fólk í föstu starfi eða atvinnulausa og bendir hreppsráð Vinnumálastofn- un á að snúa sér til velferðarráðu- neytisins með erindið.“ - gar Synja ósk Vinnumálastofnunar vegna atvinnulausra: Fá ekki frítt í sund HELLA Atvinnulausir ekki teknir fram yfir þá sem lægstu launin hafa. VIÐSKIPTI Bandaríska sorpeyðingar- fyrirtækið Triumvirate setur fram ýmis skilyrði sem þarf að uppfylla til að kauptilboð þess í sorpeyðing- arstöðina Kölku í Helguvík gangi eftir. Á meðal þess sem Triumvirate fer fram á er að öll leyfi til að halda úti þeim rekstri sem fyrir- tækið ætlar sér séu til staðar og að fyrir liggi vilji Reykjanesbæj- ar sem lóðareiganda til að heimila stækkun á verksmiðjunni. Þetta kemur fram í viljayfirlýsingu um kaup Triumvirate á Sorpeyðing- arstöð Suðurnesja (SS), sem á og rekur Kölku. Fréttablaðið, sem greindi frá áformum fyrirtækis- ins í gær, hefur viljayfirlýsinguna undir höndum. Tilboð Triumvirate er upp á tíu milljónir dala, eða um 1,25 millj- arða króna. Upphaflega gilti til- boðið til 29. febrúar, dagsins í dag, en það var framlengt um nokkra daga svo að eigendur Kölku gætu tekið afstöðu til málsins. Stöðin er í eigu Reykjanesbæjar, Grindavíkur, Sandgerðis, Garðs og Voga. Í samantekt úr viljayfirlýsing- unni, sem KPMG vann, kemur fram að við frágang kaupsamn- ings muni Triumvirate taka yfir allar viðskiptaskuldir, áfallnar skuldir og skuldbindingar sorp- eyðingarstöðvarinnar. Fyrirtækið mun einnig taka yfir, kjósi það svo, langtímaskuldir stöðvarinnar. Triumvirate getur valið hvort fyrir tækið greiðir fyrir kaupin með peningum eða með yfirtöku á langtímaskuldum, en SS skuldaði tæplega 1,3 milljarða króna í lok árs 2010 samkvæmt síðasta birta ársreikningi félagsins. Skuldir félagsins voru lækkaðar um 163 milljónir í fyrra. Því er ljóst að núverandi eigendur SS, sveitar- félögin á Suðurnesjum, munu fá lítið eða ekkert á milli í viðskipt- unum. Þeim býðst þó að halda eftir eignarhlut að lágmarki 10% en að hámarki 33% ef vilji er fyrir því, en kaupverðið myndi lækka í takt við þann eignarhlut. Í yfirlýsing- unni er skýrt tekið fram að kaup- andinn muni „ekki taka yfir aðrar þær skuldbindingar sem á rekstr- inum geta hvílt, s.s. skattskuld- bindingar, umhverfisskuldbind- ingar og ábyrgðarskuldbindingar“. Á meðal þeirra skilyrða sem Triumvirate setur fyrir kaup- unum er að fyrir þurfi að liggja allar upplýsingar „um leyfilegt umfang rekstursins og möguleika til stækkunar, séu þeir fyrir hendi“ auk þess sem fyrir þarf að liggja „vilji Reykjanesbæjar til að heim- ila stækkun á verksmiðjunni, þ.m.t. stækkun leigulóða ef þörf er á“. Endanlegt kaupverð og greiðslu- máti er háð niðurstöðu áreiðan- leikakönnunnar á fjárhagslegum, rekstrarlegum og lagalegum þátt- um SS, úttekt á framleiðslustöðinni sjálfri, að fyrir liggi öll leyfi til að Trium virate geti haldið úti þeirri starfsemi sem það ætlar sér, að fyrir liggi upplýsingar um förgun ösku og að ásættanlegir samningar séu til staðar við sveitarfélög um áframhaldandi vinnslu á sorpi frá þeim. thordur@frettabladid.is Setja skilyrði fyrir kaupum Í viljayfirlýsingu milli Triumvirate og eigenda sorp- eyðingarstöðvar í Helguvík eru lögð fram fjölmörg skilyrði, meðal annars um mögulega stækkun. Fyrirtækið tekur ekki yfir umhverfisskuldbindingar. KALKA Stöðin var opnuð árið 2004 en rekstur hennar hefur ekki gengið sem skyldi. Mikill fjármagnskostnaður vegna byggingar hennar hefur leitt til þess að eigið fé eigendafélagsins var neikvætt um 555 milljónir króna í lok árs 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Gangi kaupin eftir ætlar Triumvirate, sem er með starfsemi í Bandaríkjunum og Kanada, að flytja úrgang frá Norður-Ameríku til Íslands og brenna í sorpeyðingarstöðinni Kölku, sem er staðsett í Helguvík. Í viljayfirlýsingunni er ekki tiltekið hvers konar úrgang fyrirtækið áætlar að flytja til Íslands en það sérhæfir sig meðal annars í förgun á allskyns iðnaðar-, heilbrigðisþjón- ustu- og líftækniúrgangi. Þar segir einungis að um viðbótarútgang (e. additional waste materials) verði að ræða. Ætla að flytja inn úrgang

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.