Fréttablaðið - 29.02.2012, Síða 10
29. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR10
UTANRÍKISMÁL Kostnaður við gjald-
eyrisforða Seðlabanka Íslands nam
í fyrra 33 milljörðum króna. Þetta
kemur fram í skriflegu svari Öss-
urar Skarphéðinssonar utanríkis-
ráðherra á Alþingi við fyrirspurn
Sigurðar Inga Jóhannssonar, þing-
manns Framsóknarflokks, um
kostnað við Evrópusambandsaðild.
Gangi spár Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins um efnahagsframvindu
hér á landi eftir, fer vaxtakostnaður
Seðlabankans vegna gjaldeyrisforð-
ans minnkandi næstu ár og ætti,
samkvæmt svari
utanríkisráð-
herra, að enda
í um 8 milljörð-
um króna á ári
fyrir árið 2016.
Reynslan sýni
hins vegar að
ríki sem taka
upp evruna hafi
getað minnk-
að gjaldeyris-
forða sinn verulega og látið nægja
að halda úti eigin gjaldeyrisforða
sem nemur milli fjórum og fimm
prósentum af landsframleiðslu.
„Gjaldeyrisforði Íslands sem næmi
um 4 til 5 prósentum af landsfram-
leiðslu ársins 2010 væri því um 61
til 77 milljarðar króna. Áætlaður
vaxtakostnaður af gjaldeyrisforða
af þessari stærð næmi um 1,8 til 2,3
milljörðum króna á ári, miðað við
3 prósenta vexti,“ segir í svarinu.
Árlegur sparnaður í vaxtakostnaði
gæti því numið nálægt sex milljörð-
um króna á ári þegar fram í sækir.
Við upptöku evru þarf hins vegar
að leggja fram stofnfé í Seðlabanka
Evrópu. Kæmi til aðildar Íslands að
Evrópusambandinu, kemur fram í
svarinu við fyrirspurn Sigurðar
Inga, að einskiptisframlag Íslands
til Seðlabanka Evrópu í formi stofn-
fjár og gjaldeyrisforða yrði 64,5
milljónir evra, eða sem nemur 10,3
milljörðum króna. Sé tekinn inn í
myndina vaxtakostnaður við gjald-
eyrisforða á fyrsta ári evruupp-
töku yrði upphæðin því nálægt 12,5
milljörðum króna, eða 20 milljörð-
um lægri en nemur vaxtakostnaði
Seðlabankans við gjaldeyrisforða
landsins í fyrra.
Eins kemur fram í svarinu að með
evruaðild fengi Seðlabankinn hlut-
deild í myntsláttuhagnaði Seðla-
banka Evrópu. „Miðað við tölur
áranna 2003 til 2011 hefði hlut-
deild Seðlabankans í þeim hagnaði
orðið að meðaltali um 6,5 milljarð-
ar króna á ári,“ segir í svarinu og
bent á að myntsláttuhagnaður Seðla-
bankans myndi því aukast um 2,8
milljarða króna á ári.
Í ítarlegu svari utanríkisráðherra
við fyrirspurninni er farið yfir
margvíslegan kostnað og efnahags-
legan ávinning af mögulegri inn-
göngu Íslands í Evrópusamband-
ið og við upptöku evru. Um leið er
bent á að með aðild falli niður marg-
víslegur kostnaður vegna aðildar
Íslands að EFTA og reksturs EES-
samningsins.
olikr@frettabladid.is
BRETLAND, AP Uppljóstrunarsíð-
an Wikileaks hefur birt skjöl frá
bandaríska greiningarfyrirtækinu
Stratfor, sem safnar saman upplýs-
ingum um alþjóðamál og selur við-
skiptavinum sínum samantektir.
Alls eru það meira en fimm
milljónir tölvupósta, sem Wiki-
leaks hefur nú hafið birtingu á.
Við fyrstu skoðun á skjölunum
koma reyndar einkum í ljós ýmis
ummæli sem varla geta talist
mikið meira en vandræðaleg.
Julian Assange, stofnandi Wiki-
leaks, sakar Stratfor hins vegar
um harla alvarleg brot, svo sem
að stunda njósnir um starfsemi
aðgerðarsinna fyrir hönd stórfyr-
irtækja. Vísbending um slíkt er
spurning frá einum framkvæmda-
stjóra gosdrykkjaframleiðandans
Coca Cola: „Í hve miklum mæli
munu stuðningsmenn PETA í
Bandaríkjunum ferðast til Kanada
til stuðnings aðgerðarsinnum?“
Assange segir skjölin einnig
sýna að fyrirtækið hafi sent heim-
ildarmönnum sínum fé í gegnum
aflands-skattaskjól og jafnvel
notað upplýsingar, sem aflað hefur
verið í trúnaði, til eigin fjárfest-
inga.
„Við höfum fundið fyrirtæki
sem er Enron einkaleyniþjónustu-
geirans,“ segir Assange, og vísar
þar til orkufyrirtækisins Enron
sem féll með látum árið 2001
þegar bókhaldsbrellurnar dugðu
ekki lengur til.
Stratfor hafnar öllum slíkum
ásökunum. Í yfirlýsingu segir að
fyrirtækið gæti þess að fara að
ströngustu kröfum fagsins. - gb
Wikileaks birtir milljónir tölvupósta bandaríska greiningarfyrirtækisins Stratfor:
Njósnastarf einkafyrirtækis opinberað
JULIAN ASSANGE Kynnti nýjustu upp-
ljóstranir Wikileaks á blaðamannafundi í
London á mánudag.
NORDICPHOTOS/AFP
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Á FUNDI Í HÖFUÐSTÖÐVUM ESB Í skriflegu svari utanríkis-
ráðherra við fyrirspurn á Alþingi kemur fram að myntsláttuhagnaður Seðlabankans
gæti aukist um 2,8 milljarða á ári með evruaðild landsins. NORDICPHOTOS/AFP
SIGURÐUR INGI
JÓHANNSSON
Kostnaðurinn
miklu minni
með evrunni
Árlegur vaxtakostnaður Seðlabankans af gjaldeyris-
varaforða nemur nú 33 milljörðum króna. Kostn-
aður við evruforða yrði 1,8 til 2,2 milljarðar króna.
Virðing
Réttlæti
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR vegna kjörs sjö sæta
í stjórn VR, skv. 20. gr. laga félagsins, hefst kl. 09:00 þann 1. mars 2012 og lýkur
kl. 12:00 á hádegi þann 9. mars 2012.
Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.vr.is eða með því að
hringja á skrifstofu félagsins í síma 510 1700.
Kjörstjórn VR
Allsherjar-
atkvæðagreiðsla
Mikið mál?
Prófaðu SagaPro
www.sagamedica.is
Ef tíð þvaglát eru mikið mál fyrir þig
ættir þú að nota tækifærið og ná í
ókeypis sýnishorn af SagaPro.
Klipptu út auglýsinguna, komdu með
hana í Lyfjaver 1.-4. mars og þú færð
20 daga sýnishorn af SagaPro.
ÓKEYPIS
SÝNISHOR
N
GRJÓTKASTI SVARAÐ Palestínufáninn
blaktir í tré fyrir ofan ísraelska
hermenn í átökum við palestínska
grjótkastara á Vesturbakkanum.
NORDCIPHOTOS/AFP
milljarðar íslenskra
króna er kostnaður
Seðlabanka Íslands
vegna gjaldeyrisforðans.
33