Fréttablaðið - 29.02.2012, Side 18
18 29. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR
Það er mögnuð reynsla að heim-sækja Náttúruminjasafnið í
Kalkútta, stofnað 1814 telst það
eitt elsta sinnar tegundar í heim-
inum. Á Viktoríutímanum (1878)
flutti svo safnið í núverandi
byggingu, risastóra hvítkalkaða
nýlenduherrabyggingu. Bygg-
ingin, sem ekki aðeins gaf „nátt-
úrunni“ veglegan sess í miðborg
Kalkútta, miðlaði drottnun manns-
ins yfir náttúrunni og breska
heimsveldisins yfir Indlandi.
Að ganga úr einum risasal í
annan, með alla veggi þakta sýn-
ingarskápum, þar sem hvert upp-
stoppaða dýrið bítur í skottið á
næsta er stórmerkileg reynsla.
Má með sanni segja að maður geti
mikið lært af slíkri heimsókn. En
ekki um náttúruna.
Í því sem lítur út fyrir að vera
lítið breytt útstilling frá því
að safnið flutti, standa tígris-
dýr, hlébarðar og skógarbirnir
í árásarstellingu sem fulltrúar
hinnar myrku náttúru sem mað-
urinn hefur sigrast á og beislað.
Rétt eins og nýlendu-
herrarnir höfðu þving-
að Indverja til að þjóna
sínum markmiðum. Yfir
öllu liggur tveggja senti-
metra ryklag, loppan af
tígrisdýrinu, skottið af
hlébarðanum og gler-
auga bjarnarins liggja
brotin á gólfinu sem
segir okkur svo aðra
sögu. Af heimsókn í
náttúruminjasafnið í
Kalkútta lærir maður
ekki um náttúruna,
heldur um menningu
og sögu: Um vestræna
menningu iðnvæðingar
og nýlenduútþenslu og
hvernig hún skilgreindi
náttúruna sem mannin-
um gefin til drottnunar.
Náttúran og fræðslan um hana
Á 19. öld, þegar skipsfarmarnir
af furðudýrum fóru að streyma
frá nýlendunum til stórborga
hins vestræna heims, hófst gull-
öld náttúruminjasafnanna. Síðan
þá hafa hugmyndir vestrænna
manna breyst mikið. Menn gera
sér í auknum mæli grein fyrir
takmörkunum drottnunarafstöðu
mannsins, að beislun náttúrunn-
ar er í besta falli tvíeggjað sverð
sem snúist gæti gegn mannin-
um og að upphafning mannsins á
sjálfum sér sem skynsemisveru
gagnvart andstæðu sinni, nátt-
úrunni, var og er tálsýn. Í sam-
ræmi við þessa þróun hefur vægi
náttúruminjasafna (og dýragarða)
minnkað á kostnað annarra leiða
í fræðslu um náttúruna. Miðað
við þarfir vestrænna borgarsam-
félaga og stöðu náttúruvísinda,
stendur ein leið upp úr: fræðsla
úti í náttúrunni sjálfri. Allar aðrar
fræðsluleiðir; bækur, bæklingar,
söfn, margmiðlun, kvikmyndir,
vefsíður, o.s.frv. eru hjálpartæki
við þá óhjákvæmilegu leið til að
kynnast náttúrunni: Að dvelja í
henni.
Náttúruminjasafn Íslands
Samkvæmt lögum hefur Nátt-
úrminjasafn Íslands miðlægt
fræðsluhlutverk, því ber að safna
saman og miðla þekkingu á nátt-
úrunni til almennings og vera
öðrum menntastofnunum til
ráðgjafar í málefnum náttúru-
fræðslu. Með réttu ætti samhæf-
ing allrar náttúrufræðslu landsins
að fara í gegnum Náttúruminja-
safn Íslands. Stofnunin hefur fyrst
og fremst menntunar- og fræðslu-
hlutverk. Rannsóknarhlutverk
þess er afar loðið enda Náttúru-
fræðistofnun Íslands sem annast
náttúrufarsrannsóknir. Hlutverk
og markmið Náttúruminjasafns
Íslands eru að öðru leyti sett skýrt
fram í lögunum sem um það gilda
og skilgreina ágætlega hvar þarf
að taka á náttúrufræðslu á Íslandi.
Skynsamlegt ferli í uppbygg-
ingu Náttúruminjasafns Íslands
væri því að skilgreina leiðir sem
endurspegla hlutverk þess og
markmið. Þá myndi skipta miklu
máli að forgangsraða leiðun-
um eftir áhrifamætti og gæðum
þeirra en einnig eftir kostnaði
þar sem seint mun fást ómælt fjár-
magn úr ríkiskassanum.
Af umfjöllun Fréttablaðsins
um málefni Náttúru-
minjasafnsins á síðustu
misserum má draga þá
ályktun að forstöðumað-
ur safnsins og fleiri ein-
blíni á veglegt hús mið-
svæðis í Reykjavík sem
forsendu þess að stofn-
unin geti rekið hlut-
verk sitt. Að veglegt
hús fullt af söfnuðum
náttúruminjum (vænt-
anlega með skottunum
enn hangandi á) ásamt
margmiðlunar-gimmiki
og einhverju fleiru sé
það sem geri stofnun-
inni kleift að ná mark-
miðum sínum. Þetta er
rangt. Ekkert bendir
til þess að hefðbundið
Náttúruminjasafn sem
kosta myndi fleiri milljarða króna
myndi standast samanburð við
aðrar leiðir til að ná sömu mark-
miðum, hvorki hvað varðar gæði
né kostnað. Þvert á móti bendir
flest til þess að flestar aðrar leiðir
væru hagkvæmari og áhrifameiri
en stórhýsi í miðbænum miðað við
stöðu mála í náttúrufræðslu í dag.
Framtíðin
Flestir eru sammála um að Nátt-
úruminjasafn Íslands ræki ekki
lögboðið hlutverk sitt. Sumir virð-
ast þó álíta að það stafi af skorti
á steinsteypu, málmi og gleri í
miðbæ Reykjavíkur. Ekkert í lög-
unum um Náttúrminjasafn Íslands
kveður á um það að hlutverk þess
sé að reisa stórkarlalegar bygg-
ingar. Er það til of mikils mælst
að athyglinni sé beint að raun-
verulegum og mikilvægum mark-
miðum Náttúrminjasafns Íslands,
fræðslu til almennings um náttúru
okkar og umhverfi?
Náttúrufræðsla sem væri sam-
tíma okkar samboðin færi ekki
fram í rammgerðri viktorískri höll
heldur úti í náttúrunni sjálfri.
Náttúruminjasafn
Íslands – Tíma-
skekkja?
Í umhverfisráðuneyti er unnið að sameiningu stofnana sem
sinna umsýslu friðlanda, þjóð-
garða og hugsanlega þjóðskóga.
Það er mikilvægur áfangi að
því að samræma vörslu lands
í þjóðar eigu. En ekki má láta
þar við sitja. Þjóðlendurnar á
miðhálendi Íslands þurfa líka
skjól í öflugri stofnun með sýn
sem byggir á verndun og sjálf-
bærri nýtingu.
Miðja landsins er eldbrunnin
háslétta þakin hraunbreiðum,
vikrum og eyðisöndum. Upp úr
henni rísa bláhvítar jökulbreið-
ur, snævi þakin eldfjöll, græn-
ir móbergshryggir, formfagrar
dyngjur og stapar. Inn á milli
eru gróðurvinjar og litskrúðug
háhitasvæði og til jaðranna sam-
felldar grónar heiðar og friðsæl
fiskivötn þar sem himbrimi og
hávella syngja tregablandna
fagnaðarsöngva til lífsins. „Nótt-
laus voraldarveröld þar sem
víðsýnið skín“ kvað Stephan G.
Stephansson og fangaði í einni
setningu galdur hálendisins og
íslenska sumarsins.
Þeir sem upplifa þennan gald-
ur verða betri menn því þeir hafa
skynjað alheimsandann, feg-
urðina og eilífðina. Það eru ekki
margir staðir eftir á jörðinni
sem hafa þennan sama kraft til
að umbreyta fólki og óvíða kom-
ast Vesturlandabúar í sambæri-
lega snertingu við uppruna sinn.
Hálendi Íslands er einstök ger-
semi, langstærsta óbyggða víð-
erni Evrópu sunnan heimskauts-
baugs. Það er ein allra stærsta
auðlind landsins til langs tíma
litið og er þó af mörgu að taka.
Meginhluti miðhálendisins
hefur verið úrskurðaður þjóð-
lendur, ævarandi eign þjóðar-
innar (sjá: www.obyggd.stjr.is),
aðrir hlutar þess eru friðlýstir í
umsjá Vatnajökulsþjóðgarðs og
Umhverfisstofnunar. En hvernig
er umsjón og landnýtingu háttað
á þjóðlendunum? Forsætisráðu-
neytið fer með umsjá þeirra og
hefur einn starfsmann til að sinna
málefnum sem tengjast þeim.
Einnig er starfandi samstarfs-
nefnd um málefni þjóðlendna
þar sem fulltrúar nokkurra ráðu-
neyta og Sambands íslenskra
sveitarfélaga eiga sæti. Hlutverk
nefndarinnar er að vera forsætis-
ráðherra til aðstoðar við stjórn og
ráðstöfun réttinda (skáletrun SB)
innan þjóðlendna, eins og segir á
heimasíðu forsætisráðuneytisins.
Umsjón ríkisins með þjóð-
lendunum og þar með drjúg-
um hluta miðhálendisins er því
afar takmörkuð. Hún snýr ekki
að verndun, endurheimt gróður-
lenda, uppbyggingu til að taka við
ferðamönnum eða annarri sjálf-
bærri nýtingu, að því er virðist,
heldur fyrst og fremst að því að
ráðstafa réttindum til þeirra aðila
sem eiga, eða telja sig eiga, ítök
vegna ýmiss konar hlunninda og
atvinnureksturs, beitar, veiða,
vatnsréttinda, virkjana, útivistar
og ferðamennsku. Hagsmunirnir
eru miklir og vaxandi og margir
sjá tækifæri. Þjóðin á landið en
margir vilja ráðskast með það,
stofnanir, sveitarstjórnir, hags-
munasamtök og einstaklingar.
Þjóðlendurnar á hálendinu eru
í raun án hirðis og fyrir vikið
ríkir þar víða stjórnleysi. Vega-
og slóðakerfið er óburðugt, merk-
ingar ýmist vantar eða eru ósam-
stæðar, verndaraðgerðir eru
litlar sem engar, mannvirki rísa á
ólíklegustu stöðum, fræðsla, land-
varsla og löggæsla er í mýflugu-
mynd og ferðamenn vita oft ekki
sitt rjúkandi ráð.
Það er löngu orðið tímabært
að hugsa þessi mál upp á nýtt og
fara að sinna hálendinu af þeim
metnaði og virðingu sem því ber.
Hálendið er eitt af gulleggjum
þjóðarinnar. Það þarf að skoða
og meta sem eina heild, vernda
sem heild, skipuleggja sem heild
og því þarf að sinna sem heild í
einni öflugri stofnun. Lítum til
annarra þjóða, svo sem Norð-
manna, Nýsjálendinga og Banda-
ríkjamanna, hvernig þær sinna
sínum þjóðlöndum. Lærum af
þeim og látum heildarhagsmuni
Íslendinga ráða för.
Hálendi án hirðis
Náttúruvernd
Snorri
Baldursson
líffræðingur og
áhugamaður um
náttúruvernd
Náttúruminjasafn
Hjörleifur
Finnsson
heimspekingur og
þjóðgarðsvörður
Flestir eru
sammála
um að Nátt-
úruminjasafn
Íslands ræki
ekki lögboðið
hlutverk sitt.
Afreksstyrkir
Landsbankans
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Samfélagssjóður Landsbankans veitir þrjár milljónir króna
í afreksstyrki. Markmiðið með veitingu styrkjanna er að
styðja við bakið á afreksfólki sem iðkar einstaklingsíþróttir.
Einnig verða veittir styrkir til ungs íþróttafólks sem á
framtíðina fyrir sér.
Eirfarandi styrkir verða veittir:
Afreksstyrkir: Allt að 500.000 kr.
Afreksfólk framtíðarinnar: Allt að 200.000 kr.
Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur vegna afreksstyrkja rennur út föstudaginn 2. mars
2012 (póststimpill gildir).
Fylla þarf út sérstakt umsóknareyðublað á vef Landsbankans og senda
til: Afreksstyrkir, Landsbankinn, Austurstræti 11, 155 Reykjavík.
Samfélagssjóður Landsbankans hefur það hlutverk að veita styrki til
verðugra verkefna. Árlega eru fimm tegundir styrkja veittar; afreks-
styrkir, námsstyrkir, nýsköpunarstyrkir, samfélagsstyrkir og um-
hverfisstyrkir. Dómnefndir eru skipaðar fagfólki á hverju sviði.
Nánari upplýsingar á landsbankinn.is.
AF NETINU
Fyrrum hrokagikkurinn
Stefán Jón!
Það var dálítill hroki í Stefáni Jóni
Hafstein hér í eina tíð. Allavega var
hann dálítið góður með sig. Hafði
reyndar að sumu leyti efni á því.
Vel gefinn, myndarlegur maður sem
auðvelt á með að tjá sig við hvern
sem er. Ljóst að það rúllar enginn
yfir Stefán Jón.
En Stefán Jón hefur breyst. Hann
dró sig út úr íslenskri pólitík og fór
að starfa að þróunarsamvinnu í Afr-
íku. Ég hef fylgst með honum þar.
Séð hann vinna gott starf. Og séð
„dálítinn hroka“ hægt en örugglega
þróast yfir í hæfilega auðmýkt. Þrátt
fyrir hæfilega auðmýktina rúllar eng-
inn yfir Stefán Jón. Það segir honum
enginn fyrir verkum. En hann hefur
lært að þjóna. Þannig þarf forseti
Íslands að vera.
http://blog.eyjan.is/hallurm
Hallur Magnússon