Fréttablaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011 Þriðjudagur skoðun 12 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Íslandsmót iðn- og verkgreina v i í 6. mars 2012 56. tölublað 12. árgangur Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 Börn sem hrjóta eða eiga í öðrum öndunarerfiðleikum í svefni eru líklegri til að eiga við hegðunarvanda að stríða. Þetta er niðurstaða breskrar rannsóknar sem greint er frá á frétta-vef BBC, www.bbc.uk/news/health. Svolítið athyglissjúkir Hópur ungra áhættuleikara vekur athygli fyrir glæfraleg brögð í nýrri íslenskri stuttmynd: V iðbrögðin eru frábær. Ég er ánægður með að fólk hafi svona mikinn áhuga á þessu og því sem við erum að gera,“ segir Pálmi Þór Karlsson, einn aðstandenda stuttmyndarinnar Leyndarmálið. Myndin fékk um það bil tíu þúsund áhorf á vefnum Youtube á aðeins einni viku þegar hún var frumsýnd á dögunum og hefur vakið mikla athygli fyrir glæfraleg áhættuatriði. 2 Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.10-14 laugardaga MJÚKUR OG ÞÆGILEGUR Teg 198880 - létt fylltur í B, C skálum á kr. 4.600, - buxur í stíl á kr. 1.995,- Boston leður svart, hvítt st. 35-48rautt st. 36-42blátt st. 36-47 Roma Rúskinn lj.blátt d.blátt 36-42 Verona svart, hvítt st. 36-41 Bari leður rautt, sand, bláttst. 36-42 Monako leður svart, hvítt rúskinn og microfib. st. 36-46 Paris leður svart, hvítt, blátt m/microfib og rúskinnssólast. 36-42 Boníto ehf. • Praxis Faxafen 10, 108 Reykjavík í i Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is Sundfatnaður- ný sending komin Fimm stjörnu hátíð Tectonics-hátíðin var glæsileg að mati gagnrýnanda blaðsins. menning 22 Verður lengi frá Tryggvi Guðmundsson greindist með blóðtappa í kálfa og verður frá í þrjá til sex mánuði. sport 26 Villidýr á ve rði www.tiger.i s Settu vorið be int á matarbor ðið. Puntaðu með eggjum, fuglu m og fjöðrum. 5 00 kall fyrir ei nn kassa með fjó rum hreiðrum . Páskaleikur Settu egg fyri r neðan skábr aut, rúllaðu svo öð ru eggi niður og reyndu að hitt a það. Ef þú h ittir máttu borða þ að. 100 gram ma súkkulaðiegg á 200 kr. Píp, píp, píp… Nú heyrist brá tt í litlum pás ka- ungum kalla á ungamömm u. Karfa með no talegu hreiðri kostar 200 kr . Fylltu og feld u Skrautleg egg til að fela úti eða inni. Sá á fund sem finnur. Pappaegg af ý msum gerðum á 300 kr. stykkið . Eggjandi skre ytingar Klæddu tólf e gg í flotta glæ si- kjóla með 12 munsturþynnu m sem þú pakka r eggjunum in n í áður en þú sý ður þau. 300 kr.Bikarin n er fullur Fjöldaeggjabik ar úr keramik fyrir sex skreytt pás kaegg – eða a far próteinríkan m orgunverð. Fæ st líka í grænu og bláu. 600 kr. Í skóginum s tóð kofi einn Komdu litla hé raskinn ... Set tu egg í körfuna hvort sem þa ð er til skrauts e ða til matar. H éri með körfu 300 kr. Páskahreinge rning Ertu með súkk ulaðiskegg? Þ á er nú gott að þessar litlu sæ tu kanínur eru æ star í sætmeti . 30 servíettur 3 00 kr. Stilltu páskun um upp við v egg! Eða hengdu þ á á hurð, í glu gga, utan um eyrun eða á g rein. Níu stór eða 16 lít il egg í páskab úningi kosta 3 00 kr. Litlu tré fígúrurnar vilja líka taka þátt í hátíðarh öldunum. Bló m, hjólbörur, endur, hús og margt fleir a færð þú á 6 00 kall fyrir 1 8 stykki. Kanína & co. Þegar maður á mörg börn, er gott að byr ja snemma á því að leggja til hliðar. Og s vo er kostur a ð geta geymt peningana. S parikanínan kostar 600 ka ll, líflegir unga r kosta 200 kr . stykkið, og b áðar stærðir fást í öllum þessum litum. Stóra spurnin gin Hvort kom á u ndan – hænan eða eggið? Hmm, h engdu bara bæ ði upp fyrir pásk ana. Eitt egg e ða ein hæna úr k eramik 200 kr . Krúttlegar ka nínur Ertu enn með jólasveina up pi? Nú er tíminn t il að skipta þe im út fyrir fjórar filtkanínur me ð slaufu og gull borða á 300 k r. Peningapúdd a Þessi hæna ve rpir gulleggju m – þ.e.a.s. ef þú setur gull í ha na. Sparihæna úr keramik 500 kr. Fleiri gerðir. Ungamamma Leggðu eggin í vatn, settu lok á og veldu hv ort þú vilt har ð- eða linsoðin. Hænan passa r tímann. Mínú tur á 500 kall . Hænuhopp o g páskatíst Ti lb oð in g ild a á m eð an b irg ði r en da st . Ö ll ve rð e ru b irt m eð f yr irv ar a um p re nt vi llu r og /e ða m yn da br en gl . © T ig er 2 01 2 Villidýr á verði · www.tiger.is Nýr einblöðungur fylgir með Fréttablaðinu í dag Kringlan / Laugavegur / Smáralind / Akureyri TÓNLIST Uppselt er á flesta tónleika hljómsveitarinn- ar Of Monsters and Men á væntanlegri tónleikaferð hennar um Bandaríkin og Kanada. Ferðin hefst á hátíðinni South By South West í Texas í næstu viku og stendur hún yfir í einn mánuð með 26 tónleikum. Í gær voru miðar uppseldir á 21 tónleikastað en þeir staðir taka samanlagt um tíu þúsund gesti. „Þetta er fáránlegt og algjör snilld,“ segir söng- konan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir. „Við bjugg- umst ekki við þessu en þetta er rosalega gaman.“ Að sögn umboðsmanns Of Monsters and Men, Heather Kolker, kemur það mjög á óvart hversu hratt miðarnir hafa selst enda er þetta fyrsta tón- leikaferð hljómsveitarinnar vestanhafs. Í mörgum tilfellum hafa tónleikarnir verið færðir á stærri staði til að anna eftirspurn. Til marks um áhugann á hljómsveitinni seldist upp á nokkrum mínútum á tvenna tónleika hennar í Fíladelfíu á stað sem tekur um þúsund gesti. Einnig er uppselt á 1.800-manna tónleika sveitarinnar í Seattle. - fb / sjá síðu 30 Hljómsveitin Of Monsters and Men leggur í tónleikaferðalag vestur um haf: Miðar á tónleikana seljast hratt upp VAXANDI VINSÆLDIR Hljómsveitin Of Monsters and Men nýtur vaxandi vinsælda í Bandaríkjunum. HVESSIR Í KVÖLD Í dag má búast við S- og SA-áttum, víða 5-10 m/s en hvessir af suðvestri sunnanlands í kvöld. Úrkomulítið NA-til framan af degi, skúrir eða él S- og V-til og bætir í úrkomu um allt land í kvöld. VEÐUR 4 1 3 1 3 2 Damon kominn með umboðsmann Damon Younger hefur ráðið Valgeir Magnússon sem umboðsmann sinn. fólk 30 LANDSDÓMUR Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hafnaði öllum ákæruatriðum þegar hann gaf skýrslu fyrir Landsdómi í gær og sagðist myndu sýna fram á sakleysi sitt fyrir dóminum. Geir fagnaði því að fá í gær í fyrsta skipti að tjá sig um ákæruefnin, en við hann hafi ekki verið talað við rannsókn málsins. Íslensk stjórnvöld áttu að sögn Geirs enga möguleika á að koma því til leiðar að bankarnir seldu eignir, og það var raunar orðið of seint árið 2008 sagði Geir. Þá sagði hann breska fjármálaeftirlitið hafa sett sífellt fleiri skilyrði fyrir því að Icesave yrði flutt úr útibúi Landsbankans í dótturfélag, og á endanum hafi þau verið óaðgengileg. Aðalmeðferð málsins heldur áfram fyrir dóminum í dag. Meðal vitna sem áætlað er að komi fyrir dóminn í dag er Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri. - bj / sjá síður 6 og 8 Geir H. Haarde fyrir dómi: Ætlar að sýna fram á sakleysi FYRIR DÓM Geir H. Haarde kom með Ingu Jónu Þórðardóttur, eiginkonu sinni, í Þjóðmenningarhúsið rétt fyrir klukkan níu í gærmorgun. Hann lauk við að gefa skýrslu fyrir dóminum í gær og taka því við vitnaleiðslur í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Maður á fertugsaldri veitti framkvæmdastjóra lögmanns- stofunnar Lagastoðar lífshættulega áverka með hnífi í gærmorgun. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir árásarmanninum í dag. Framkvæmdastjórinn, Skúli Egg- ert Sigurz, gekkst undir margra klukkustunda aðgerð á kvið, brjósti og hálsi í gær og að sögn læknis lá hann þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Honum var þá haldið sofandi í öndunarvél og lækn- irinn sagði manninn mikið slasaðan og ástand hans mjög alvarlegt. „Menn eru bara í áfalli,“ sagði Brynjar Níelsson, samstarfsmaður Skúla og formaður Lögmanna- félags Íslands, þegar Fréttablaðið ræddi við hann skömmu eftir árás- ina í gær. Maðurinn var í miklum vanskilum vegna bifhjólaláns og hafði Lagastoð séð um innheimtu fyrir Landsbank- ann í tengslum við það mál. Enginn á lögmannsstofunni þekkti manninn og svo virðist sem tilviljun hafi ráðið því að hann réðst á Skúla. Guðni Bergsson, lögmaður hjá Lagastoð, yfirbugaði árásarmann- inn og var stunginn tvívegis í fót- legginn í átökunum. Hann leitaði sér aðhlynningar á slysadeild í gærdag og svo aftur í gærkvöldi, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Að sögn vinnuveitanda árásar- mannsins var hann vel liðinn af samstarfsfólki sínu. Hann mætti venju samkvæmt til vinnu í gær- morgun en sagðist þurfa að skreppa frá undir hádegi og sneri ekki aftur. Samstarfsmenn hans eru miður sín yfir fréttunum. - sv, sh / sjá síðu 4 Þungt haldinn eftir hnífaárás Framkvæmdastjóra lögmannsstofu er haldið sofandi eftir að ókunnugur maður stakk hann ítrekað. Farið verður fram á varðhald yfir árásarmanninum í dag. Samstarfsmenn beggja eru miður sín vegna málsins. Öryggismiðstöðinni og Securitas barst fjöldi fyrirspurna um öryggisþjónustu eftir árásina í gærmorgun. Securitas ræsti út nokkra verði til lögfræðistofa og fjármálafyrirtækja þar sem menn höfðu áhyggjur af stöðunni. „Sumir hafa gripið til þeirra ráðstafana að fá staðbundinn öryggisvörð á staðinn sem vaktar anddyri fyrirtækisins,“ segir Guðmundur Arason, forstjóri Securitas. Öryggisverðir ræstir út til fyrirtækja

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.