Fréttablaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 10
6. mars 2012 ÞRIÐJUDAGUR10 DÓMSMÁL Ummælin „Lögreglan rannsakar lektor“ og „Lektor í við- skiptafræði flæktur í lögreglurann- sókn“ sem féllu í DV um miðjan mars í fyrra voru dæmd dauð og ómerk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Jón Snorri Snorrason höfðaði meiðyrðamál á hendur blaðinu og þurfa Ingi Freyr Vilhjálms- son fréttastjóri og ritstjórarnir Jón Trausti Reynisson og Reynir Traustason að greiða honum 200 þúsund krónur hver með dráttar- vöxtum í miskabætur. Þá þurfa þeir að standa undir málskostnaði Jóns Snorra og kostnaði við birt- ingu dómsins í tveimur dagblöðum. DV fjallaði um málefni Jóns Snorra þegar hann sat í stjórn Sigurplasts ehf. Ritstjórarnir og fréttastjóri DV bentu á að Jón hefði verið kærður til lögreglu ásamt stjórn Sigurplasts, en héraðsdóm- ur bendir á að þrátt fyrir kæru hafi rannsókn lögreglu ekki verið hafin. „Þá var orðfærið til þess fall- ið að vekja þann skilning lesenda að stefnandi væri sakborningur í lög- reglurannsókn vegna saknæmrar og refsiverðrar háttsemi sinnar,“ segir í dómnum. - óká DV tapaði meiðyrðamáli sem höfðað var á hendur blaðinu fyrir héraðsdómi: Ummæli dæmd dauð og ómerk RITSTJÓRAR DV Meiðyrðamál var höfðað á hendur DV vegna umfjöllunar blaðsins um málefni Sigurplasts ehf. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA RÚSSLAND Mótmælendur fjöl- menntu á Púskin-torgi í Moskvu síðdegis í gær og kröfðust afsagn- ar Vladimírs Pútín, daginn eftir að hann vann sigur í forsetakosn- ingum. Mótmælendur sökuðu stjórn- völd um víðtækt kosningasvindl og vilja að efnt verði til nýrra kosn- inga hið fyrsta. Um 12 þúsund lögreglumenn voru komnir á vettvang á undan mótmælendum, búnir undir átök ef til þeirra kæmi. „Þeir óttast okkur,“ hrópaði einn mótmælenda. „Ef þetta voru frjálsar kosningar, hvers vegna hafa þeir þá fyllt borgina af her- mönnum?“ Alvarlegir vankantar voru á framkvæmd forsetakosninganna í Rússlandi á sunnudag, samkvæmt yfirlýsingu alþjóðlegra kosninga- eftirlitsmanna. Kosningaeftirlit á vegum Örygg- is- og samvinnustofnunar Evrópu sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem segir að framkvæmd kosning- anna hafi að vísu verið að mestu leyti í samræmi við reglur, en dæmi séu samt um að kjósendur hafi greitt atkvæði oftar en einu sinni, greitt atkvæði fyrir aðra eða greitt atkvæði saman í hópum. Jafnvel sáust dæmi þess að kjós- endum hafi verið ekið á milli kjör- staða í hópum til að greiða atkvæði á mörgum stöðum. Auk þess var talningu atkvæða ábótavant að einhverju leyti á nærri þriðjungi þeirra kjörstaða sem fylgst var með. Samkvæmt opinberri taln- ingu fékk Pútín nærri 64 pró- sent atkvæða. Golog, sem er óháð rússnesk kosningaeftirlits- stofnun, fullyrðir að raunveruleg úrslit hafi verið mun óhagstæðari fyrir Pútín: Hann hafi ekki feng- ið nema rétt rúmlega 50 prósent, sem reyndar hefði rétt dugað honum til að sleppa við seinni umferð kosninganna, þar sem hann hefði keppt við þann fram- bjóðanda sem næstflest atkvæði hefði fengið. Eftirlitsmennirnir frá ÖSE segja að það hafi samt ekki bara verið framkvæmdin á kjördag, sem var meingölluð, heldur hafi aðdragandi kosninganna verið öðrum frambjóðendum en Pútín í óhag: „Það var aldrei nein alvöru samkeppni, og misnotkun opin- berra stofnana tryggði að aldrei lék vafi á því hver yrði á endanum sigurvegari kosninganna,“ sagði Tonino Picula, yfirmaður kosn- ingaeftirlitsnefndar ÖSE. gudsteinn@frettabladid.is Fjöldi manns í mótmælum Alvarlegir ágallar á framkvæmd forsetakosning- anna í Rússlandi færa andstæðingum Vladimírs Pútín vopn í hendur. Opinber talning segir hann hafa fengið nærri 64 prósent atkvæða. MÓTMÆLI Í MOSKVU Þúsundir manna komu saman í höfuðborg Rússlands í gær til að mótmæla Vladimír Pútín og kosningaúrslitunum. NORDICPHOTOS/AFP SKOÐANAKÖNNUN Landhelgisgæsl- an nýtur trausts 89,8 prósent landsmanna samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Í ár tóku 97 prósent afstöðu í könnuninni og dreifist traustið nokkuð jafnt á milli kynja og aldurs aðspurðra. Virðist traust landsmanna til Landhelgisgæslunnar hafa aukist lítils háttar milli ára því fyrir ári kannaði Gallup traust landsmanna á Landhelgisgæsl- unni og mældist traustið þá 88,5 prósent. - shá Þjóðarpúls Gallup: Gæslan nýtur mikils trausts „Taktu þátt í Mottumars. Þitt framlag skiptir máli.” Safnaðu mottu og áheitum á www.mottumars.is H :N M ar ka ðs sa m sk ip ti / S ÍA Ætlar þú að fylgjast með Landsdómi? JÁ 50,6% NEI 49,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú hugsanlegt að Ólafur Ragnar Grímsson geti tapað í forsetakosningunum í sumar? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.