Fréttablaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 20
6. MARS 2012 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● íslandsmót iðn- og verkgreina 2012 Íslandsmót iðn- og verkgreina fer fram nú um helgina. Tilgangur þess er að veita ungu fólki í starfsnámi tækifæri til að sýna færni sína og kunnáttu í iðn- og verkgreinum. Keppendur eru ungt fólk, ýmist enn í námi eða nýútskrifað frá framhaldsskólum vítt og breitt um landið. Þeir takast á við hagnýt og krefjandi verkefni sem reyna á hæfni, skipulag og fagmennsku. Keppt er í yfir 20 faggreinum en einnig fer fram sýning á aðferðum og tækni í Háskólanum í Reykjavík. Starfsmenntamál eru almennt í mikilli deiglu þessi misserin og margt að gerast. Má þar nefna að mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur staðið fyrir fundaröð í vetur, sem ber yfirskriftina Starfsmenntun – hvert skal stefna? Markmið fundanna hefur meðal annars verið að fá fram ólík sjónarmið um starfsmenntun á Íslandi. Haldnir hafa verið 11 fundir fyrir hin ýmsu svið starfsmenntunar þar sem fulltrúar skóla, fyrirtækja, starfsgreinaráða, nemenda og náms- og starfsráðgjafa hafa komið saman til að ræða málefni starfsmenntunar. Yfir 600 manns hafa tekið þátt í fundunum hingað til. Einkum hefur verið lærdómsríkt að heyra raddir nemenda, því að það er einmitt þeirra vegna sem við viljum bæta starfsmenntun í landinu. Meðal þess sem fólk hefur nefnt á þessum fundum er að bæta þurfi ímynd starfsmenntunar og þeirra starfa sem hún leiðir til og jafnframt að kynna starfsnám betur gagnvart nemendum, ekki síst nemendum grunnskóla. Nefnt hefur verið að nemendur grunnskóla þurfi að fá kynningu á starfsnámi mun fyrr en nú er og njóta leiðsagnar náms- og starfsráðgjafa, sem eru vel upplýstir um möguleika starfsnáms og líta á það sem raunhæfan kost. Íslandsmót iðn- og verkgreina er mikilvægur þáttur í að koma til móts við þessar ábendingar og ná eyrum og augum grunnskólabarna og foreldra þeirra. Ungu fólki standa nú til boða margir spennandi námsmöguleikar í íslenska skólakerfinu, bæði bóklegir og verklegir. Allt það sem gert er til að kynna þessa möguleika og vekja áhuga er af hinu góða. Íslandsmót iðn- og verk- greina er prýðisgott tækifæri til að sýna það sem í boði er í verknámi og mótið sýnir jafnframt hvernig ungt fólk hefur náð góðum tökum á tækni- og verkkunnáttu. Það er full ástæða fyrir þetta unga fólk að vera stolt af þeim góða árangri. Ég vil þakka Verkiðn fyrir mikilvægt framlag samtakanna til eflingar iðn- og verkgreina á Íslandi og óska keppendum og öðrum þátttakendum í Íslands- móti iðn- og verkgreina árið 2012 alls hins besta. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík (IMFR) hefur frá upphafi gegnt því hlutverki „að efla menningu og menntun iðnaðarmanna og styrkja stofnanir sem starfa í þeirra þágu“. IMFR er aðili að Verkiðn sem stendur fyrir Íslandsmóti iðn- og verkgreina. Í sjálfu sér er það merkilegt að 145 ára gamalt félag skuli enn gegna sama hlutverki og skráð var í lög þess árið 1867. Félagið var geysilega öflugt á árum áður. Það stóð fyrir stofn- un Iðnskólans í Reykjavík 1904 og byggingu skólahúss við Vonar- stræti 1906. IMFR reisti Iðnó 1896, stóð fyrir fyrstu iðnsýning- unni 1883, gaf þjóðinni styttu Ing- ólfs Arnarsonar á Arnarhóli 1924 – svo fátt eitt sé nefnt. Nú er IMFR meðal hluthafa Tækniskólans – skóla atvinnulífs- ins og einn af tólf aðilum Verk- iðnar. Félagið hefur einnig góð tengsl við félög iðnaðarmanna á hinum Norðurlöndunum. Í sumar verður haldinn hérlendis árlegur fundur félaganna þar sem m.a. verður fjallað um innleiðingu við- miðaramma (NQF/EQF) í starfs- menntakerfi landanna. Stærsta verkefni IMFR er árleg nýsveinahátíð til heiðurs ungu fólki sem sýnt hefur afburða- árangur á sveinprófi. Hátíðin var haldin með glæsibrag í sjötta sinn þann 4. febrúar sl. í Ráðhús- inu í Reykjavík. 23 nýsveinar voru heiðraðir. Jafnframt var Ragnar Axelsson tilnefndur heiðursiðnað- armaður ársins. Veitt var viður- kenning fyrir samstarf hönnuða og framleiðenda. Hana hlutu fyrir- tækin GO Form Design Studio og Brúnás innréttingar. Háskólinn í Reykjavík bauð þremur nýsveinum til náms með niðurfellingu skóla- gjalda á haustönn 2012. IMFR lýsir mikilli ánægju með undirbúning og skipulagningu Ís- landsmóts iðn- og verkgreina 2012. Við óskum unga fólkinu til ham- ingju og þökkum þeim fjölmörgu sem lagt hafa af mörkum til þess- arar glæsilegu samkomu. Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík aldrei öflugra Frá nýsveinahátíð sem haldin var 4. febrúar í Ráðhúsinu í Reykjavík. Eitt af því mikilvægasta í umhverfi hvers einstaklings er heimilið. Að koma sér upp þaki yfir höfuðið er oftast ein stærsta fjárfestingin í lífi fólks. Því skiptir hönnun húsnæðis og vönduð vinnubrögð við byggingu þess höfuð- máli, bæði hvað varðar endingu húsnæðis og viðhaldsþörf en einnig heilsu þeirra sem í húsinu búa. Við hönnun bygginga er reynt að gæta þess að þær þjóni tilgangi sínum fyrir íbúana og val á byggingarefnum leiði til þess að til verði góð, viðhaldslítil og heilsusamleg hús. Á síðustu árum hafa allmargir leitað til VÍS vegna galla á nýjum eða nýlegum húsum. Flestir þessara galla eru vegna rangra vinnubragða eða þá að ekki hefur verið farið eftir teikningum hönnuða. Að bregða þannig út af fyrirfram ákveðnum frágangi og úthugsa nýjan á staðnum, sem oft er ekki hugsaður í þaula, getur valdið miklum skaða auk þess sem ábyrgð færist yfir á þá aðila sem þetta gera. Hér kemur berlega í ljós mikilvægi góðra fagmanna og góðrar mennt- unar í byggingariðnaðinum. Störf í iðnaði gera kröfur um þekkingu og færni sem verður að mæta með formlegu námi. Mikilvægt er að hvetja fleira ungt fólk til að fara í iðnnám. Hlutfall iðn- og tæknimenntaðra ungmenna á íslenskum vinnumarkaði er talið vera lægra en á Norðurlöndunum og því er nauðsynlegt að fá fleiri nemendur til að velja slíkt nám. Tjónamatsmenn hjá VÍS heimsækja yfir 2.000 heimili á ári. Stundum verða tjón þegar húseigendur reyna sjálfir að laga galla eða sinna stærri viðhalds- verkefnum, s.s. á lagnakerfum. Rangur frágangur lagna og val á lagnaefnum án fagþekkingar getur kostað húseigendur stórar fjárhæðir ef vatnstjón verður á gólfefnum og innréttingum í framhaldinu sem hefði verið hægt að komast hjá ef faglærður pípulagningamaður hefði verið fenginn til verksins. Oft er sagt að bæði þurfi að gera hlutina rétt og gera réttu hlutina. Það er ekki nóg að vera góður verkmaður. Fagmaður hefur að auki þekkingu á þeim efnum sem nota á hverju sinni, eðlisfræði þeirra og hvaða efni og efnasamsetningar þarf að varast. Einar Freyr Magnússon byggingafræðingur tjónamatsmaður eignatjóna hjá VÍS Mikilvægi faglærðra iðnaðarmanna Útgefandi: Verkiðn - Ábyrgðarmaður: Björn Ágúst Sigurjónsson - Ritstjóri: Lilja Sæmundsdóttir - Heimilsfang (útgefanda): Stórhöfða 31 Netfang: thor@verkidn.is - Vefsíða: verkidn.is Gróska í iðn- og verknámi Íslenskt þjóðfélag hefur sett markið hátt þegar kemur að lífsgæðum og velferð þjóðarinnar. Slíkt samfélag, þar sem einstaklingar njóta góðra lífsgæða og hafa frelsi til athafna krefst hagsæld- ar. Til þess að þetta takist er nauðsynlegt að auka verulega verðmæta- sköpun og tryggja þannig sjálfbæran hag- vöxt. Aukin nýting náttúruauðlinda mun ekki standa undir nema hluta þessarar aukningar, enda stefna okkar skýr í að slík nýting sé sjálfbær. Af þessu leiðir að hugvit, iðnaður og tækni munu gegna lykilhlutverki í aukinni verðmætasköpun fram- tíðarinnar. Forsenda öflugs starfs í iðnaði og tækniþróun er framboð á vel þjálfuðum og menntuðum einstak- lingum sem geta fyllt þau fjölmörgu störf sem nauðsynleg eru. Það hefur þó löngum staðið slíkri þróun fyrir þrifum að ekki er nægilegt fram- boð af verk- og tæknimenntuðum einstaklingum á Íslandi, hvort sem er litið til hefðbundinnar iðnmennt- unar, tæknimenntunar á framhalds- skólastigi eða tæknimenntunar á háskólastigi. Staðreyndin er sú að hlutfall þeirra sem lokið hafa menntun í verk- og tæknigreinum er lægra á Íslandi en í mörgum af þeim löndum sem við berum okkur saman við. Það er því til mikils að vinna að efla til muna áhuga á verk- og tæknigreinum, sem og að byggja traustar stoðir fyrir slíkt nám, allt frá grunnskólum upp í framhalds- skólanám, sveinspróf, meistarapróf og háskólanám. Eitt af því sem miklu máli skiptir í því viðfangsefni er að skapa tækifæri fyrir ein- staklinga til að velja sér brautir sem ekki leiða til blindgatna annaðhvort í skipulagi eða framkvæmd. Til þess þurfa ólík skólastig og atvinnulíf að koma saman til að tryggja sam- fellu í námi og tækifæri til að ljúka námsbrautum hvort sem er með framhaldsskólaprófi, meistaraprófi eða háskólagráðu. Háskólinn í Reykjavík hefur unnið með öðrum skólastigum að eflingu verk- og tæknináms, sem og því að skapa tækifæri til áframhaldandi náms á háskólastigi með frum- greinanámi og með öflugu námi í iðnfræði, tæknifræði, verkfræði og tölvunarfræði, sem og á sviðum við- skipta og laga. Með því að breikka þetta samstarf og ná til atvinnulífs og stjórnvalda má styrkja enn frekar verk- og tækninám á Íslandi og þannig skapa þann grundvöll sem nauðsynlegur er fyrir verðmæta- sköpun til framtíðar. Ari Kristinn Jónsson rektor við Háskólann í Reykjavík Mikilvægi verk- og tæknimenntunar fyrir Ísland

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.