Fréttablaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 6
6. mars 2012 ÞRIÐJUDAGUR6
Stjórnvöld áttu ekki önnur
úrræði en að þrýsta á bank-
ana um að minnka efnahags-
reikninga sína í aðdrag-
anda hrunsins sagði Geir H.
Haarde fyrir Landsdómi í
gær. Sér eftir að hafa ekki
beitt sér fyrir því að regl-
ur yrðu hertar. Lét skrifa
„loðmullulegt“ bréf til að
friða bresk stjórnvöld.
Stjórnvöld höfðu engar leiðir til að
minnka umfang íslenska banka-
kerfisins, hvorki með því að neyða
bankana til að selja eignir né flytja
höfuðstöðvar úr landi, sagði Geir H.
Haarde, fyrrverandi forsætisráð-
herra, fyrir Landsdómi í gær.
Geir sagði stjórnvöld hafa hvatt
forsvarsmenn viðskiptabankanna til
að minnka efnahagsreikning sinn í
aðdraganda hrunsins, en lengra
hefðu þau varla getað gengið. Hann
sagði að horfa verði til þess að jafn-
vel þótt bankarnir hafi gjarnan vilj-
að selja eignir á árinu 2008 hafi það
einfaldlega verið um seinan.
Geir er ákærður fyrir að hafa
ekki haft frumkvæði að því að
draga úr stærð bankakerfisins eða
að einhverjir þeirra flyttu höfuð-
stöðvar sínar úr landi. Geir sagði
stjórnvöld jafnt sem forsvarsmenn
bankana hafa verið öll af vilja gerð
til að verja bankana með þessum
hætti.
„Ég tel að þessi ákæruliður missi
algerlega marks, og það sé mjög
miklum vandkvæðum bundið að
sýna fram á að ég eða einhver annar
í íslenska stjórnkerfinu hafi getað
gert eitthvað til að minnka bankana
en hafi ekki gert,“ sagði Geir.
Geir sagðist í gær hafa óskað þess
að stjórnvöld hefðu sett strangari
reglur um vöxt bankanna en Evr-
ópusambandið. Íslensk stjórnvöld
hafi einfaldlega tekið upp reglur
ESB sem hluta af samningnum um
evrópska efnahagssvæðið. Þær hafi
hins vegar verið gallaðar og ekki
gert ráð fyrir svo stórum bönkum
í jafn litlu efnahagskerfi og Íslandi.
„Ég sé mjög eftir því að hafa ekki
beitt mér fyrir því að herða þessar
reglur,“ sagði Geir.
Eiginfjárhlutfall í hættu
Bankarnir hefðu ekki getað selt
eignir á þessum tímapunkti án þess
að taka á sig gríðarlegt tap af hverri
sölu. Það hefði aftur haft áhrif á
eiginfjárhlutfall bankanna og hefði
jafnvel getað komið þeim undir lög-
bundið lágmark, sagði Geir. Sala
á eignum hefði með öðrum orðum
getað komið bankanum í verri
vanda en þeir hafi verið í fyrir.
Tómt mál var að tala um að flytja
höfuðstöðvar einhvers af stóru við-
skiptabönkunum þremur úr landi
árið 2008, þó Kaupþing hafi raunar
verið með einhver áform um slíkt,
sagði Geir. Hann sagði augljóst
að sú hugmynd hefði verið óraun-
hæf enda íslensku bankarnir varla
neinir aufúsugestir í öðrum löndum.
Víst er að fjármálaeftirlit þess
lands sem íslenskur banki hefði
viljað flytja til hefði gert ítarlega
athugun á stöðu bankans, og í fram-
haldinu viljað skrifa niður eignir
bankans, sem hefði sett flutning-
inn í uppnám, sagði Geir. Það hefði
mögulega kallað á fjárhagsaðstoð
frá ríkinu.
Geir sagði alveg skýrt að stjórn-
völd hefðu ekki getað gert meira til
að minnka efnahagsreikninga bank-
anna en að hvetja þá sjálfa til að
bregðast við. Hefðu stjórnvöld sett
lög um efnahagsreikningana hefði
það án efa vakið alvarlegar spurn-
ingar um lögmæti þess og mögulega
brotið gegn stjórnarskrá.
Icesave strandaði í Bretlandi
Geir er einnig sakaður um það í
ákæru að hafa ekki beitt sér nægi-
lega fyrir því að Icesave-reikning-
ar Landsbankans í Bretlandi yrðu
færðir í sérstakt dótturfélag, í stað
þess að þeir væru í útibúi bankans.
Hann sagði fyrir Landsdómi í
gær að hann hefði talið að verið
væri að vinna að því eftir fremstu
getu, en ýmis ljón hafi verið í veg-
inum. Þar hafi strandað á því að
breska fjármálaeftirlitið hafi virst
mjög óviljugt til að sú breyting yrði
gerð. Fyrst hafi þeir virst viljugir
en svo farið að setja sífellt meiri
kröfur um eignir á móti kröfum. Þá
hafi runnið tvær grímur á banka-
stjóra Landsbankans þegar þeir hafi
áttað sig á því að ef af slíkri breyt-
ingu yrði gætu þeir ekki notað inn-
lán breskra sparifjáreigenda til að
laga stöðu Landsbankans á Íslandi.
„Ég sé ekki að það sé við mig að
sakast að hafa ekki komið þessu
máli í höfn,“ sagði Geir. Hann sagði
að málinu hafi verið fylgt eftir eins
vel og mögulegt hafi verið og frek-
ari aðkoma hans hefði engu breytt
um framhald málsins.
Bresk stjórnvöld vildu fullvissu
um að ríkið ábyrgðist innstæður
á Icesave-reikningunum ef eign-
ir Tryggingarsjóðs innstæðueig-
enda dygðu ekki til að dekka þær
færi Landsbankinn í þrot. Geir
sagði í gær að hann hefði ekki vilj-
að styggja Breta, og því látið skrifa
mjög „loðmullulegt“ bréf þar sem
fram kom að íslensk stjórnöld væru
meðvituð um skuldbindingar sínar
gagnvart samningnum um evrópska
efnahagssvæðið. Hann sagði það þó
hafa verið skoðun sína og annarra
að engin ríkisábyrgð væri á sjóðn-
um.
Gátu ekki minnkað bankana Ég hafna þessum
ásökunum öllum saman,
ég tel að verjandi minn og ég
munum sýna fram á að þetta
eigi ekki við rök að styðjast.
Geir H. Haarde, fyrrverandi for-
sætisráðherra, taldi lítið hæft í ákæru í
landsdómsmálinu.
Ég er þess fullviss að ekki
hefur búið ásetningur að
baki þess ef það hefur atvikast
að viðskiptaráðherra væri ekki
með í ráðum í einhverjum til-
vikum.
Geir varði Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt-
ur, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem
hefur verið sökuð um að hafa haldið
Björgvini G. Sigurðssyni, þáverandi
efnahags- og viðskiptaráðherra, utan
við málefni tengd bankahruninu.
Ég held að það sé
misskilningur að bank-
arnir hefðu orðið aufúsugestir í
öðrum löndum á þessum tíma,
ég held að það hefði verið vand-
fundinn sá staður sem hefði
viljað taka við þeim ef rýnt hefði
verið í þeirra innri pappíra.
Geir sagði lítið hafa verið hægt að
gera til að flytja höfuðstöðvar eins eða
fleiri banka úr landi á árinu 2008. Slíkt
hefði mætt mótstöðu í viðkomandi
landi og tekið langan tíma.
Það þurfti engan spá-
mann til að horfa á
tölurnar hjá Tryggingarsjóði inn-
stæðueigenda og átta sig á að
staða hans var mjög veik.
Geir sagði stöðu Tryggingarsjóðs
innstæðueiganda veika, en engin ríkis-
ábyrgð hafi verið á sjóðnum.
Ég sé mjög eftir því að
hafa ekki beitt mér fyrir
því að herða þessar reglur.
Geir sagði að eftirá að hyggja hefði
hann viljað setja fjármálastofnunum
strangari skilyrði en gert var í Evrópu-
sambandinu, en Ísland tók upp reglur
ESB vegna samningsins um evrópska
efnahagssvæðið.
Orðrétt
Ekki var nein þörf á að ræða sérstaklega um bankakrísuna
á vettvangi ríkisstjórnarinnar sagði Geir H. Haarde fyrr-
verandi forsætisráðherra, fyrir Landsdómi í gær. Hann sagði
fundina hugsaða fyrst og fremst til að ræða þau frumvörp
sem ráðherrar vilji leggja fram, auk þess að eiga óformlegar
viðræður um önnur mál, sem yfirleitt rati ekki í fundargerðir
ríkisstjórnarinnar.
Geir er sakaður um það í ákæru fyrir Landsdómi að hafa
látið hjá líðast að halda ráðherrafundi um mikilvæg málefni,
sem kveðið er á um í 17. grein stjórnarskrárinnar. Það mikil-
væga málefni sem hann er sakaður um að hafa ekki fundað
með ríkisstjórninni um yfirvofandi háska í fjármálakerfinu.
Geir sagði ótrúlega mikið úr því gert hjá Rannsóknarnefnd
Alþingis að ekki sé skráð í fundargerðir ríkisstjórnarinnar
að þessi mál hafi verið rædd. Þau hafi verið rædd óform-
lega án þess að það hafi verið skráð í fundargerð eins og
hefðbundið sé á ríkisstjórnarfundum. Þar sé mikilvægara að
geta rætt frjálslega um mál en að þar sé hvert orð skráð í
fundargerð.
Ríkisstjórnarfundirnir eru fyrst og fremst hugsaðir til
að fjalla um þingmál sem ráðherrar vilja koma í gegnum
þingið, sagði Geir. Yfirvofandi fjármálakrísa hafi því ekki
verið rædd í ríkisstjórn á tímabilinu frá febrúar til október
2008. Krísan hafi hins vegar verið rædd oft og lengi á minni
fundum ráðherra sem hafi haft með málið að gera.
Sagði enga þörf á að ræða
bankakrísu á ríkisstjórnarfundum
MÆTIR DÓMURUM SÍNUM Geir H. Haarde gaf skýrslu fyrir fimmtán dómurum Landsdóms í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Skýrslu-
takan stóð frá klukkan níu um morgun fram til klukkan 17.30. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
STUÐNINGUR Fjölskylda Geirs H. Haarde studdi Geir þegar hann gaf skýrslu í gær.
Bekkurinn var þétt setinn enda mikill áhugi meðal almennings á því að fylgjast með.
Ríkisútvarpið sóttist eftir því að fá að taka upp
landsdómsréttarhöldin og sýna þau í beinni
útsendingu. Þeirri beiðni hafnaði dómurinn.
Í elleftu grein sakamálalaga segir að óheimilt
sé að hljóðrita eða taka myndir í þinghaldi, en að
dómari geti veitt undanþágu frá banninu ef sérstak-
lega standi á. Óðinn Jónsson, fréttastjóri RÚV, sagði
í gær að hvorki Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari né
Andri Árnason, verjandi Geirs, hefðu sett sig upp
á móti því að sýnt yrði beint frá réttarhöldunum.
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og
Landsdóms, segist ekki vita hver afstaða þeirra var
til málsins.
„Það er gefin þröng undantekning fyrir þessu
í lögum og það þótti bara ekki við hæfi í þessu
máli,“ segir Markús, sem tók ákvörðunina að höfðu
samráði við aðra dómara. „Þessi ákvörðun var tekin
öðrum þræði út af því að umstangi við upptökur
getur fylgt mikið ónæði,“ segir Markús. „Það er
allavega keppikefli okkar að þetta gangi greiðlega
fyrir sig og í friði og við viljum ekki gera úr þessu
neitt annað og meira en réttarhald.“
En verður undanþáguheimildinni einhvern
tímann beitt, ef ekki í málum sem þessu? „Ég er
ekki þess umkominn að svara því hér og nú,“ segir
Markús. - sh
Upptökur gætu truflað
réttarhöldin
Aðalmeðferð í landsdómsmálinu
heldur áfram klukkan 10 í dag.
Kölluð verða fyrir dóminn þrjú
vitni. Fyrstur kemur Björgvin G.
Sigurðsson, fyrrverandi efnahags-
og viðskiptaráðherra. Á hæla
honum kemur Arnór Sighvats-
son aðstoðarseðlabankastjóri.
Síðastur á dagskránni er svo Davíð
Oddsson fyrrverandi seðlabanka-
stjóri sem nú er ritstjóri Morgun-
blaðsins.
Landsdómur í dag
Geir H. Haarde fyrir Landsdómi - dagur 1
Brjánn
Jónasson
brjann@frettabladid.is