Fréttablaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 2
6. mars 2012 ÞRIÐJUDAGUR2
Guðmundur, munt þú bara
aldrei bera skarðan hlut frá
borði?
„Ekki á meðan ég sé mér leik á
borði.“
Guðmundur E. Stephensen varð á sunnu-
dag Íslandsmeistari í borðtennis í 19.
sinn í röð. Guðmundur er einungis 29 ára
gamall og árangurinn því magnaður.
M aðu r s em
slasaðist alvar-
lega í elds-
voða í blokkar-
íbúð á þriðju
hæð við Tungu-
sel í Reykja-
vík aðfaranótt
föstudags er
látinn. Hann
hét Einar Guðmundsson og var
kennari við Kársnesskóla í Kópa-
vogi. Einar var 59 ára gamall,
búsettur í Kópavogi.
Að því er fram kemur á vef
Kársnesskóla lést Einar seint á
laugardagskvöld, en honum hafði
verið bjargað meðvitundarlaus-
um út úr íbúðinni í Tunguseli.
Annar maður sem í íbúðinni var
þegar eldurinn kom upp, komst
út úr henni af sjálfsdáðum.
Lést í bruna
SAMGÖNGUMÁL Strætó bs. hagn-
aðist um 184 milljónir króna í
fyrra. Eigið fé jókst úr 188 millj-
ónum í 522 milljónir milli ára.
Heildarvelta hjá Strætó var
rúmlega 3,4 milljarðar. Heildar-
eignir Strætó voru 1.644 milljón-
ir í árslok 2011 en heildarskuld-
ir eru 1.122 milljónir. Stefnt er
að því að byggðasamlagið verði
skuldlaust í árslok 2017.
Þótt staðan sé að mörgu leyti
góð er mikil óvissa fram undan
vegna eldsneytisverðs, segir
Reynir Jónsson, framkvæmda-
stjóri Strætó. Hækkandi elds-
neytisverð hafi sett strik í reikn-
inginn. - þeb
Bensínverð veldur óvissu:
Strætó hagnast
um 184 milljónir
VESTMANNAEYJAR Vegfarendur
sem fóru um reiðveginn sunnan
Helgafells í Vestmannaeyjum á
laugardag tóku eftir því að stór
hola hafði myndast við veginn.
Holan er efst á Heimaey; 200
metrum frá syðsta enda sprung-
unnar sem opnaðist í gosinu árið
1973.
Í dag er ætlunin að kanna hol-
una með myndavél sem annars er
nýtt til að rannsaka lundaholur.
Að því loknu verður henni lokað.
Holan er tæpur metri í þvermál
og um tveggja metra djúp þar
sem hún þrengist en útilokað er
að áætla hversu langt niður hún
nær. - shá
Jörðin opnaðist í Eyjum:
Holumyndavél
kemur sér vel
HOLAN GÓÐA Hér ríða hestamenn um
daglega. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
FJÁRMÁL Fjármálaeftirlitið hefur
beint þeim tilmælum til bankanna
að stilla innheimtuaðgerðum í hóf
meðal þeirra sem réttaróvissa
ríkir um í kjölfar gengislánadóms
Hæstaréttar 15. febrúar síðast-
liðinn. Skuldastaða heimilanna
var rædd á fundi ráðherranefndar
um efnahagsmál í gær. Fulltrúar
bankanna mæta á fund efnahags-
og viðskiptanefndar í dag til að
kanna viðbrögð þeirra við tilmæl-
um FME. Þá verður þörfin metin
á auknum lagaheimildum, svo sem
til að samræma aðgerðir sýslu-
manna, tryggja flýtimeðferð, og
endurupptöku mála sem reist voru
á ólögmætum forsendum. - shá
Tilmæli vegna lánainnheimtu:
Bankar stilli
aðgerðum í hóf
DÓMSMÁL Sigurjón Þ. Árnason,
fyrrverandi bankastjóri Lands-
bankans, fær ekki afhentan við-
bótarlífeyrissparnað sinn og
skuldabréf sem hann keypti fyrir
andvirði hans. Hann tapaði dóms-
máli um sparnaðinn í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær.
Málið snerist um lífeyrissparn-
að Sigurjóns, sem stofnaður var
sérstakur sjóður utan um í Lands-
bankanum fyrir hrun. Sparnað-
inn notaði hann til að fjárfesta
í skuldabréfum, meðal annars í
erlendum fyrirtækjum á borð við
rússneska gasrisann Gazprom.
Sparnaðurinn fimmfaldaðist á
þremur árum og stóð í tæpum 570
milljónum fyrir bankahrun.
Slitastjórn Landsbankans hefur
viljað leysa sparnaðinn upp að
kröfu Fjármálaeftirlitsins, sem
taldi fyrirkomulagið ólöglegt.
Sigur jón fékk hins vegar lögbann
á aðgerðirnar.
Héraðsdómur komst að þeirri
niðurstöðu í gær að Landsbank-
anum hafi verið heimilt að segja
upp samningnum um lífeyris-
sparnaðinn og tók þar með undir
sjónarmið bæði bankans og
Fjármála eftir litsins. Sigurður G.
Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns,
segir að dómnum verði áfrýjað til
Hæstaréttar strax í dag. - sh
Landsbankanum var heimilt að slíta samkomulagi við Sigurjón Þ. Árnason:
Einkalífeyrissjóðurinn var ólöglegur
ÓEÐLILEGT FYRIRKOMULAG Stofnaður
var einkasjóður utan um séreignar-
sparnað Sigurjóns. Þetta fyrirkomulag
taldi FME ólögmætt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SKÁK Reykjavíkurskákmótið hefst í Hörpu í dag og
stendur í viku.
Um tvö hundruð keppendur frá um 40 löndum
eru skráðir til leiks á mótinu og hafa aldrei fleiri
tekið þátt. Meðal þeirra sem taka þátt eru Fabiano
Caruana, sem er kominn í sjöunda sæti heimslistans
í skák þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára gamall.
Hann er stigahæsti skákmaður sem hefur teflt á
Reykjavíkurmótinu. Næststigahæsti skákmaðurinn
á mótinu er Tékkinn David Navara.
Umgjörðin á mótinu verður hin glæsilegasta. Góð
aðstaða verður fyrir áhorfendur, sem munu geta
fylgst með skákum meistaranna á risaskjá. Þá munu
stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason
og Helgi Ólafsson annast skákskýringar. Í lok hverr-
ar umferðar verða svo pallborðsumræður í umsjón
stórmeistarans Simons Williams.
Mótið hefst með setningarathöfn í Hörpu klukkan
fjögur í dag og eftir hana fer fram fyrsta umferð
mótsins. Teflt verður daglega þar til móti lýkur
þriðjudaginn 13. mars. Frekari upplýsingar um
mótið og hliðarviðburði má sjá á heimasíðu Skák-
sambands Íslands. - þeb
SPURNING DAGSINS
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.I
S
S
FG
4
20
40
0
4.
20
08
HEIMILD: KYRKANS TIDNING Í SVÍÞJÓÐ
2001 Holland
2003 Belgía
2005 Spánn
2005 Kanada
2006 Suður-Afríka
2009 Noregur
Svíþjóð,
2010 Mexíkó (Mexíkóborg),
2010 Ísland
2010 Portúgal
2010 Argentína
Bandaríkin
2004 Massachusetts
2008 Kalifornía og
Connecticut
2009 Iowa, Vermont og New
Hampshire
2010 District of Columbia
2011 New York
Löndin þar sem hjónavígslur samkynhneigðra eru leyfðar
SAMFÉLAGSMÁL Innan fárra mán-
aða bætist Danmörk í hóp þeirra
landa þar sem hjónavígslur sam-
kynhneigðra eru heimilar sam-
kvæmt lögum. Mikill meirihluti
danskra þingmanna er fylgjandi
frumvarpi um ný hjúskaparlög
og kirkjumálaráðherra landsins,
Manu Sareen, hefur heitið því að
fyrstu samkynhneigðu pörin geti
gengið í hjónaband í júní næst-
komandi.
Það var einnig í júnímánuði
sem lög sem heimila hjónavígslur
samkynhneigðra tóku gildi á
Íslandi árið 2010.
Samkvæmt upplýsingum frá
Hagstofu Íslands létu þrettán
samkynhneigð pör gefa sig
saman það ár, sjö pör karla og
sex pör kvenna.
„Það varð engin flóðbylgja en
samt töluvert um þessar vígslur.
Þær fóru fram í kirkju, í heima-
húsum og úti í náttúrunni. Ég
fann að það ríkti mikil gleði og
einlægni hjá þessum pörum, fjöl-
skyldum þeirra og vinum,“ segir
Hjörtur Magni Jóhannsson, prest-
ur Fríkirkjunnar við Tjörnina.
Hjörtur Magni bætir því við að
margir hafi fagnað því að geta
aftur tengst trúnni og jákvæðri
guðsímynd.
„Við hér í Fríkirkjunni börð-
umst fyrir því að samkynhneigðir
fengju jöfn réttindi á við gagn-
kynhneigða og hátíðarhöldin
í tilefni laganna voru einmitt
haldin í Fríkirkjunni við Tjörnina.
Umræðan í þjóðfélaginu er orðin
mun jákvæðari og sá andi meira
ríkjandi að unninn hafi verið stór
sigur þótt enn eigi eftir að heyja
margar litlar orrustur. Það ríkir
almennt djúp innri gleði yfir því
að samkynhneigðir séu búnir að
öðlast sömu réttarstöðu og gagn-
kynhneigðir á þessu sviði.“
Hagstofa Íslands hefur enn ekki
birt tölur yfir fjölda hjónavígslna
samkynhneigðra á árinu 2011.
Að sögn Hjartar gaf hann
saman nokkur pör í fyrra. „Það
eru jafnframt nokkrar vígslur
bókaðar á þessu ári.“
ibs@frettabladid.is
Samkynhneigðir fá að
gifta sig í Danmörku
Samkynhneigðir geta gengið í hjónaband í Danmörku í júní. Þrettán pör voru
gefin saman fyrsta hálfa árið frá gildistöku laganna hér á landi. „Ég fann að það
ríkti mikil gleði og einlægni hjá þessum pörum,“ segir prestur Fríkirkjunnar.
Glæsileg umgjörð utan um eitt elsta skákmót heimsins, Reykjavíkurmótið:
200 manns keppa í skák í Hörpu
FRÁ MÓTINU Í FYRRA Mótið var haldið í Ráðhúsinu í fyrra
en að þessu sinni fer það fram í Hörpu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Meðal keppenda á Reykjavíkurmótinu er Hou Yifan,
sem er átján ára stúlka frá Kína. Hún varð heims-
meistari kvenna aðeins fimmtán ára gömul og er eitt
efnilegasta ungmenni heims í skák. Hou Yifan verður
líka sérstakur gestur á fyrsta „Stelpuskákdeginum“ á
Íslandi, sem verður haldinn í tengslum við mótið. Þar
mun Hou Yifan tefla við efnilegustu skákstúlkur Íslands.
Stelpuskákdagur
Sumarstörf hjá borginni
Byrjað verður að taka á móti
umsóknum um sumarstörf hjá
Reykjavíkurborg í dag. Allir sem eru
fæddir árið 1995 og fyrr og hafa lög-
heimili í Reykjavík geta sótt um á vef
borgarinnar.
ATVINNA
DÓMSMÁL Aðalmeðferð heldur
áfram í dag í máli þriggja manna
sem ákærðir eru fyrir mann-
drápstilraun í Bryggjuhverfinu í
Reykjavík síðastliðið haust.
Mennirnir hafa setið í haldi
vegna þess að hafa skotið úr
haglabyssu á bíl í tvígang. Árásin
var liður í fíkniefnauppgjöri.
Sakborningarnir þrír gáfu
skýrslu fyrir dómi í gær og við-
urkenndu mismikla sök í mál-
inu. Meðal annars var tekist á um
hvort líklegt hafi verið að bani
mundi hljótast af atlögunni. - sh
Viðurkenna mismikla sök:
Skotmenn aftur
fyrir dómi í dag