Fréttablaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 38
6. mars 2012 ÞRIÐJUDAGUR30 „Þetta er fáránlegt og algjör snilld,“ segir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men. Uppselt er á flesta tónleika hljómsveitarinnar á væntanlegri tónleikaferð hennar um Bandarík- in og Kanada. Ferðin hefst á hátíð- inni South By South West í Texas í næstu viku og stendur hún yfir í einn mánuð með 26 tónleikum. Í gær voru miðar uppseldir á 21 tónleikastað en þeir staðir taka samanlagt um tíu þúsund gesti. Að sögn umboðsmanns Of Monsters and Men, Heather Kolker, kemur það mjög á óvart hversu hratt miðarnir hafa selst enda er þetta fyrsta tónleikaferð hljómsveitarinnar vestanhafs. Í mörgum tilfellum hafa tónleik- arnir verið færðir á stærri staði til að anna eftirspurn. Til marks um áhugann á hljóm- sveitinni seldist upp á nokkrum mínútum á tvenna tónleika henn- ar í Fíladelfíu á stað sem tekur um eitt þúsund gesti. Einnig er uppselt á 1.800-manna tónleika sveitarinnar í Seattle. Tónleikar Of Monsters and Men í Boston voru færðir á stærri stað og verða núna í The House of Blues sem er frægt tónleikahús í Bandaríkj- unum. Nanna Bryndís er í skýjunum yfir þessum góðu viðtökum. „Við höfum nánast ekkert spilað þarna og að það sé búið að seljast upp á þessa tónleika er bara ótrúlegt. Við vorum ekki að búast við þessu en þetta er rosalega gaman.“ Þessi mikli áhugi á Of Monsters and Men er ekki úr lausu lofti gripinn því stuttskífan Into the Woods fékk mjög góðar viðtökur vestanhafs, komst ofarlega á Billboard-listann og á lista iTunes. Þá var smellurinn Little Talks það lag sem flestar jaðar- útvarpsstöðvar í Bandaríkjunum tóku í spilun í síðustu viku. Aðspurð segist Nanna Bryn- dís hlakka mjög til ferðalagsins. „Við höfum aldrei tekið mánuð í að spila á hverju einasta kvöldi. Þetta verður svolítið mikil breyt- ing fyrir okkur en við verðum örugglega sjóaðri fyrir vikið. Við vitum ekkert hvað við erum að fara út í en vonandi spjörum við okkur.“ freyr@frettabladid.is BESTI BITINN FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég er mjög hrifin af nýja bistró-staðnum Snaps á Óðins- torgi. Skemmtilegir smáréttir í bland við góða stemmingu.“ María Heba Þorkelsdóttir leikkona. NANNA BRYNDÍS HILMARSDÓTTIR: VONANDI SPJÖRUM VIÐ OKKUR Uppselt á flesta tónleika Of Monsters í Bandaríkjunum VINSÆL Mikill áhugi er fyrir hljómsveitinni Of Monsters and Men vestanhafs. Platan My Head Is an Animal kemur út í Bandaríkjunum og Kanada 3. apríl. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá var hún endurbætt í hljóðverinu Sýr- landi með hjálp bandaríska upptökustjórans Jacquire King sem hefur meðal annars unnið með Kings of Leon. Tvö ný lög verða á plötunni, Slow and Steady og Mountain Song. Upptökurnar stóðu yfir í þrjár vikur og skömmu eftir að þeim lauk dreif hljómsveitin sig aftur í hljóðver og tók upp fimm lög til viðbótar sem ætlunin er að geyma til betri tíma. Það voru tökulögin Close to Me með The Cure og Skeletons með Yeah Yeah Yeahs ásamt þremur lögum sem komust ekki á My Head Is an Animal. ÚTGÁFA Í BANDARÍKJUNUM 3. APRÍL „Ég væri ekki að vinna fyrir hann nema ég hefði mikla trú á honum,“ segir Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri auglýsinga- stofunnar Pipar/TBWA og nú umboðsmaður leikarans Damon Younger. Valgeir segir Damon hafa sett sig í sam- band við sig fyrir nokkru síðan en leikarinn hefur slegið í gegn í myndinni Svartur á leik sem var frumsýnd fyrir helgi. Þar leikur Damon glæpamanninn Brúno sem margir vilja meina að sé eitt hræðilegasta illmenni íslenskrar kvikmyndasögu. „Ég sá myndina fyrst um helgina því ég komst ekki á frum- sýninguna og var mjög hrifinn. Myndin er svakalega hörð,“ segir Valgeir en hann var staddur með leikaranum í miðbæ Reykja- víkur á laugardaginn og segir að Damon hafi vakið mikla athygli. „Það voru margir sem gáfu honum gaum og ég tók eftir að flestir virtust einfaldlega hræðast hann sem ég skil núna eftir að ég sá myndina. Hann er mjög sannfærandi illmenni.“ Damon er fyrsti leikarinn sem Valgeir vinnur fyrir en hann hefur hingað til aðeins verið með tónlistarfólk á sínum snærum, eins og Heru Björk söngkonu. „Ég hef helst verið að vinna fyrir þá sem vilja ná árangri erlend- is og ætla nú að prufa að vera með leikara. Við ætlum að setjast niður á næstu dögum og fara yfir málin,“ segir Valgeir og vill ekkert gefa út um það hvort næstu skref Damons verði á erlendri grundu. „Það er lítill markað- ur fyrir leikara á Íslandi og flestir horfa því út fyrir landsteinana. Við sjáum hvað setur en ég hef mikla trú á honum.“ - áp Valli Sport umboðsmaður Damons Younger GÓÐIR SAMAN Valgeir Magnússon er nýr umboðs- maður leikarans Damons Younger og hefur mikla trú á honum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Við höfum framleitt fullt af myndum en þessi fer alla leið. Við höfum aldrei fundið fyrir svona spennu úti,“ segir Ingvar Þórðar- son, annar af framleiðendum spennumyndarinnar Frost. Tökum á myndinni lauk uppi á Langjökli í lok janúar og eftir- vinnsla er í fullum gangi um þess- ar mundir. Frumsýning er áætluð í ágúst. Skandinavíska fyrirtæk- ið TrustNordisk hefur tryggt sér söluréttinn á myndinni á heims- vísu og ætlar að kynna hana á Cannes-hátíðinni í maí. „Við sýndum úr henni í Berlín og það voru allir mjög spenntir fyrir henni. Ég hef framleitt 101 Reykja- vík og fleiri myndir en hef aldrei kynnst svona áður,“ segir Ingvar. „Við tókum smá áhættu með að fara upp á jökul í janúar og allt hefði getað farið til fjandans en þetta tókst.“ Leikstjórinn Reynir Lyngdal er mjög ánægður með tökurnar. „Þetta var tíu sinnum flottara en það sem við vorum að vonast til að yrði. Náttúran hjálpaði mikið til og gerði þetta mikilfenglegra. Það var ekki hægt að óska sér neins betra en að fá allan þennan storm sem við fengum.“ - fb Mikill áhugi á Frost erlendis FROST Mikill áhugi er fyrir spennumynd- inni Frost erlendis. Tískubloggarinn Diane Pernet birti nýverið myndband með hljómsveitinni Steed Lord á bloggi sínu. Myndbandið er við lagið Bed of Needles og skrifar Pernet einfaldlega „Flott!“ við færsluna. Pernet er stórt nafn innan tískuheimsins og hóf feril sinn sem hönnuður á níunda áratugnum. Hún færði sig næst út í búningahönnun en þekktust er hún fyrir störf sín hjá franska Vogue og Elle.com. Hún heldur núna úti blogginu A Shaded View on Fashion sem er mikið lesið af tískuunnendum. Myndbönd Steed Lord virðast falla vel í kramið hjá fólki innan tískuiðnaðarins því auglýsing þeirra fyrir Standard-hótelin fékk nokkra umfjöllun á vefsíðu ítalska Vogue. - sm Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 Þráinn á tökkunum og Gissur með fréttirnar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.