Fréttablaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 18
Leyndarmálið segir af deilum
tveggja vina út af stúlku sem
endar með æsispennandi elting-
arleik og blóðugum slagsmálum
þar sem undirheimalýður kemur
við sögu. Myndin er framleidd af
Ice Cold Productions í eigu Inga
Þórs Garðarssonar og Stefáns Atla
Rúnarssonar sem fara með helstu
hlutverk.
Pálmi er meðlimur í hópi sem
kallar sig Futeki Kensei og sér um
öll áhættuatriði í Leyndarmálinu.
Meðlimir hans æfa jaðaríþróttina
„parkour“ eða „free running“ og
nýttu sér hana óspart við tökur á
myndinni þar sem þeir sjást meðal
annars stökkva heljarstökk á milli
húsa.
„Maður fer aldrei út í svona
nema hafa málin á hreinu. Regl-
an er sú að gera aldrei meira en
maður þorir eða getur,“ segir hann
en viðurkennir að þrátt fyrir það
geti óhöpp auðvitað átt sér stað. Til
marks um það hafi einn drengjanna
beinbrotnað við gerð myndarinnar
og þurft að hvíla sig í sex vikur.
En í hverju er eiginlega að-
dráttarafl parkour fólgið? „Það er
adrena línkikkið. Eiginlega er þetta
ávanabindandi áhugamál,“ svarar
Pálmi.
Futeki Kensei skipa sex hressir
menntaskólastrákar, þeir Jóhann
Bjarni Pétursson, Magni Grétars-
son, Magnús Freyr Sveinsson,
Einar Benediktsson og Jóhann
Egilsson auk Pálma sem fengu
brennandi áhuga á parkour í grunn-
skóla og stofnuðu félagið í kjölfar-
ið. „Ég og vinur minn byrjuðum
að fikta tólf ára. Hinir bættust
seinna við. Núna æfum við í fim-
leikasal í Íþróttahúsi Fylkis og úti
þegar veður leyfir. Sú reynsla nýtt-
ist okkur einstaklega vel við gerð
myndarinnar þar sem við fengum
aðeins eins dags undirbúning fyrir
tökur.“
Félagarnir eru jafnframt haldnir
mikilli ástríðu fyrir kvikmynda-
gerð og hafa náð að sameina hugð-
arefnin með gerð eigin myndbanda
þar sem þeir framkvæma alls
konar parkour-brögð. Pálmi segir
aldrei að vita nema kvikmynda-
gerðin verði að framtíðarstarfi.
„Okkur finnst eiginlega öllum mjög
gaman að leika og erum líka svo-
lítið athyglissjúkir,“ viðurkennir
hann og hlær. „Þú átt sko bókað
eftir að sjá meira frá okkur.“ Mynd-
böndin má nálgast á Youtube.
roald@frettabladid.is
Pálmi er í hópi sem kallast Futeki Kensei. Hann stundar jaðaríþróttina parkour en
hún gengur út á að leika alls kyns hundakúnstir án þess að verða fyrir hnjaski.
Framhald af forsíðu
Neyðarástand er komið upp í Blóðbankanum. Því
hefur bankinn biðlað til virkra blóðgjafa í O neg-blóð-
flokki um að koma í blóðgjöf sem fyrst.
Heilsusetur Þórgunnu
552 1850 / 896 9653 · www.heilsusetur.is
Viðurkenndur sérmenntaður
kennari með 20 ára reynslu
NÁMSKEIÐ Í
ANDLITSNUDDI
& INDVERSKU
HÖFUÐNUDDI
27 nóvember frá kl. 11.00 til 15.00
Upplýsingar í síma 896-9653
og á www.heilsusetur.is.
il
· . il .i
f l. . til .
l i í í
. il .i .
laugardaginn 10. mars frá kl 11-15: 0
Síðasti dagur í dag
Lokum kl. 18 í dag!
Rým ingar sala
Heilsusetur Þórgunnu
552 1850 / 896 9653 · www.heilsusetur.is
Viðurkenndur sérmenntaður
kennari með 20 ára reynslu
NÁMSKEIÐ Í
ANDLITSNUDDI
& INDVERSKU
HÖFUÐNUDDI
27 nóvember frá kl. 11.00 til 15.00
Upplýsingar í síma 896-9653
og á www.heilsusetur.is.
NÁMSKEIÐ Í
SVÆÐANUDDI
Fornám byrjar 8. mars
næstkomandi kl 18:00
il
· . il .i
l i í í
. il .i .
Heimir & Kolla
vakna með þér í bítið
Fréttir, fróðleikur
og frábær tónlist
alla virka morgna
kl. 6.50 – 9.00
Þráinn á tökkunum og
Gissur með fréttirnar
Hefst á þriðjudag á Stöð 2
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS
„Þetta verkefni er í undirbúningi
og áætlað að það hefjist af full-
um krafti í ársbyrjun 2013,“ segir
Unnur Anna Valdimarsdóttir, dós-
ent í faraldsfræði við Háskóla
Íslands og forstöðumaður Mið-
stöðvar í lýðheilsuvísindum, sem
mun leiða verkefnið fyrir hönd
Háskóla Íslands. „Markmiðið er
að auka þekkingu á áhrifaþáttum
heilbrigðis og hvernig sjúkdóm-
ar þróast. Við eigum mjög góðar
skrár um sjúkdóma og dánar-
mein, en vantar góða, stóra, kerfis-
bundna söfnun á upplýsingum um
hvernig fólk lifir lífi sínu í lang-
an tíma. Með slíkum upplýsingum
getum við skilið betur hvaða lífs-
stíll leiðir til góðs og eins hvað það
er í lífsstílnum sem leiðir af sér
verri heilsu og líðan.“
Öllum Íslendingum á aldrinum
20-69 ára verður boðið að taka þátt
í rannsókninni og verður boðið
endurtekið á þriggja til fjögurra
ára fresti. „Ætlunin er að fá hundr-
að þúsund nýja einstaklinga til að
taka þátt í rannsókninni á næstu
tíu árum og fylgja þeim eftir um
aldur og ævi,“ segir Unnur. „Þessi
grunnur er hugsaður til framtíð-
ar.“
Unnur leggur áherslu á að
ávinningur samfélagsins af verk-
efninu verði gríðarlegur. „Þetta
er skipulagt þannig að fólk fái
ákveðnar upplýsingar um eigið
heilsufar. Þess vegna köllum við
þetta Heilsusögubankann. Fólk
leggur inn í bankann ákveðnar
upplýsingar sem verða að vísinda-
legri þekkingu í krafti fjöldans, en
fólk fær líka upplýsingar til baka
um eigið heilsufar og lífsstíl sem
væntanlega nýtist samfélaginu til
forvarna.“
Söfnun og geymsla upplýsinga
mun byggjast á upplýstu samþykki
þátttakenda og fengin verða leyfi
Persónuverndar og Vísindasiða-
nefndar. Byggður verður upp dul-
kóðaður gagnagrunnur sem nýt-
ast mun vísindafólki á Íslandi og
erlendis. Þá verða lífsýni vistuð í
samvinnu við Lífsýnasafn Land-
spítala – háskólasjúkrahúss.
fridrikab@frettabladid.is
Markmiðið er að auka
þekkingu á heilbrigði
Háskóli Íslands og Krabbameinsfélag Íslands skipuleggja nú í sameiningu eina viðamestu rannsókn á
heilsufari Íslendinga sem fram hefur farið hér á landi. Afraksturinn verður Heilsusögubanki Íslendinga.
Unnur Anna Valdimarsdóttir, dósent í faraldsfræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, mun
leiða verkefnið fyrir hönd Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
2