Fréttablaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 19
Íslandsmót iðn- og verkgreina verður haldið í Háskólanum í Reykjavík dagana 9. og 10. mars. Keppt verður í nítján greinum auk þess sem fleiri greinar verða með sýningar. Tvö þúsund grunnskólanemar og - kennarar mæta til að fylgjast með. Í slandsmótið er nú hald-ið í sjötta sinn og verður það stærsta hingað til. Fjöldi kepp- enda mun reyna sig í nítján grein- um auk þess sem fleiri grein- ar muna kynna aðferðir sínar og tækni. Keppninni er fyrst og fremst ætlað að vekja athygli á iðn- og verkgreinum og þeim tækifærum sem felast í námi og störfum iðn- greina, sérstaklega meðal grunn- skólanema. Grunnskólanemendum í 9. og 10. bekkjum landsins er því boðið sérstaklega á mótið og hafa um tvö þúsund nemendur og kenn- arar grunnskólanna boðað komu sína föstudaginn 9. mars. Íslandsmótið er haldið með víð- tæku samstarfi við stéttarfélög, at- vinnulífið, IH, BHS, MK, Tækni- skólann og FB. Keppnin er frábært tækifæri fyrir ungt fólk til að nýta kunnáttu sína sem það hefur lært í skóla og starfi við lausnir verkefna í samkeppni við aðra. Keppt verður í eftirfarandi greinum: Málmsuðu, trésmíði, pípulögn, bifvélavirkjun, bílamál- un, bifreiðasmíði, málaraiðn, dúk- lagningu, hársnyrtingu, snyrti- fræði, grafískri miðlun, bakaraiðn, matreiðslu, framreiðslu, kjötiðn, skrúðgarðyrkju, rafeindavirkjun, sjúkraliðun, og rafvirkjun. Sýning- argreinar eru: Blómaskreytingar og garðyrkjuframleiðsla. Kepp- endur munu takast á við krefjandi verkefni í sinni grein sem reyn- ir á hæfni, skipulagshæfileika og fagmennsku. Dómarar fara yfir verkefnin að lokinni keppni, meta gæðin og velja þá sem skara fram úr í hverri grein. Þátttakendur á Íslandsmótinu eru nemendur í iðn- og verkgreina- skólum landsins og einnig þeir sem nýlega hafa lokið námi. Ald- urstakmark þátttakenda miðast við þá sem verða 21 árs á árinu en gerðar eru undanþágur í nokkrum greinum. Keppnin fer fram 9. og 10. mars í Sólinni í Háskólanum í Reykja- vík. Mótið verður sett af Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, föstudaginn 9. mars klukkan 13.00. Samhliða því setur hún Menntadag iðnaðar- ins í HR. Keppnin aldrei stærri

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.