Fréttablaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 4
6. mars 2012 ÞRIÐJUDAGUR4
Mistök urðu í ritun þriðja svars Þóris
Jökuls Þorsteinssonar biskupsfram-
bjóðanda í helgarblaði Fréttablaðsins.
Rétt svar er eftirfarandi: „Ég legg
áherzlu á að fagnaðarerindið er hafið
yfir þjóðerni, litaraft, kynferði, kyn-
hneigð, efnamun og menningarháttu.
Ekkert slíkt er hrósunarefni fyrir Guði.
Ég mun því ekki með neinum sér-
legum hætti bera mig eftir því að taka
þátt í viðburðum sem gera því skóna.“
Beðist er velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
LÖGREGLUMÁL Skúli Eggert Sigurz,
framkvæmdastjóri lögmanns-
stofunnar Lagastoðar, var stung-
inn margsinnis með hnífi á skrif-
stofu sinni í gærmorgun. Hann er
í lífshættu. Árásarmaðurinn, sem
er á fertugsaldri, var yfirbugað-
ur af samstarfsmönnum Skúla og
handtekinn og yfirheyrður í gær.
Guðni Bergsson, lögmaður á stof-
unni, var einnig stunginn af árás-
armanninum, en meiðsl hans eru
minni háttar.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins var maðurinn með mót-
orhjólalán hjá SP-Fjármögnun
og kominn í mikil vanskil, sem
leiddi á endanum til tilraunar til
vörslusviptingar. Þá hafði maður-
inn haldið því fram að hjólið væri
horfið og kærði þá Landsbankinn
hann til lögreglu fyrir þjófnað.
Lagastoð hafði enga beina aðild
að málinu aðra en þá að sjá um
innheimtu fyrir Landsbankann
og virðist hafa verið tilviljun að
maðurinn hafi ráðist á Skúla.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins var maðurinn vel liðinn
á vinnustað sínum. Hann hafði
mætt til vinnu í gærmorgun eins
og venjulega og fengið að skreppa
frá, en kom ekki aftur. Að sögn
yfirmanns á vinnustaðnum eru
allir starfsmenn miður sín eftir
fregnirnar og ekkert hafi verið í
fari mannsins sem benti til þess
að hann ætlaði að fremja alvar-
legan glæp. Honum er sagður
hvers manns hugljúfi og afar klár
og duglegur á sínu sviði.
Maðurinn kom á stofuna um
níuleytið í gærmorgun og bað um
viðtal við lögfræðing. Honum var
þá vísað inn á skrifstofu Skúla
sem hugðist ræða við hann um
málið. Guðni var staddur stutt
frá þegar hann heyrði hávær
öskur koma frá skrifstofunni. Þar
hafði árásarmaðurinn dregið upp
hníf og stungið Skúla margsinn-
is. Guðni og fleiri starfsmenn
stofunnar hlupu inn á skrifstof-
una og náðu að yfirbuga mann-
inn, en hann stakk Guðna tvíveg-
is í lærið. Hann slasaðist þó ekki
alvarlega og var fluttur á slysa-
deild. Skúli hafði misst mikið
blóð þegar lögregla og sjúkra-
flutningamenn komu á staðinn
og að sögn lögreglu var aðkoman
skelfileg.
Skúli gekkst undir margra
klukkustunda aðgerð á Land-
spítalanum í gær. Hann var enn í
lífshættu þegar Fréttablaðið fór
í prentun.
sunna@frettabladid.is
GENGIÐ 05.03.2012
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson
orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason
hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
228,9406
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
126 126,6
199,14 200,1
166,18 167,1
22,35 22,48
22,373 22,505
18,803 18,913
1,5503 1,5593
194,23 195,39
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Lögmaður stunginn ítrekað
Framkvæmdastjóri lögmannsstofu liggur þungt haldinn eftir að ráðist var á hann með hnífi á skrifstofu í
Lágmúla. Árásarmaðurinn var yfirbugaður og handtekinn. Var í miklum vanskilum vegna bifhjólaláns.
Sérfræðingar
í stafrænum
heyrnartækjum
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
17°
4°
5°
3°
9°
5°
2°
2°
22°
9°
12°
6°
22°
2°
9°
13°
0°Á MORGUN
8-15 m/s,
hvassast V-til.
FIMMTUDAGUR
Víða 3-10 m/s,
hvassast syðst.
3
1
1
3
1
3
3
5
2
6
-1
5
10
7
4
5
4
6
4
8
7
6
1 -1
-1
-1
0
2
-1 -2
0
3
ÚTSYNNINGUR
hefur verið ríkjandi
undanfarið og
virðist lítið lát á.
Í kvöld hvessir af
suðvestri, einkum
S- og SA-lands
með éljagangi
en norðaustan til
verður bjart með
köfl um næstu
daga. Það kólnar
lítillega á landinu á
morgun!
Soffía
Sveinsdóttir
veður-
fréttamaður
„Menn eru bara í áfalli. Andrúmsloftið er auðvitað mjög þungt,“ segir Brynjar Níelsson, formaður
Lögmannafélagsins og samstarfsmaður Skúla. Að sögn hans kannaðist enginn á stofunni við árásar-
manninn. Hann segir mikið blóð hafa verið á vettvangi og aðkoman óhugnanleg.
„Það var mikið blóð. Þetta er óhugnanlegt svona á björtum degi, að ganga inn og reka menn á hol
fyrirvaralaust,“ segir hann.
Brynjar segist hafa miklar áhyggjur af öryggi dómstólanna í ljósi atviksins. Þeir séu algjörlega óvarðir.
„Það er nauðsynlegt að velta því fyrir sér hvort það þurfi að gera eitthvað í þessu,“ segir hann.
„Það er líka sérstakt ástand núna. En auðvitað er það alltaf þannig að ef ásetningurinn er til
staðar er alltaf hægt að gera svona hluti.“
Óhugnanleg aðkoma og mikið blóð
Fjölmargar fyrirspurnir bárust til Öryggismiðstöðvarinn-
ar og Securitas eftir hnífsárásina á lögmannastofunni
Lagastoð í gærmorgun. Securitas ræsti út nokkra
öryggisverði til fjármála- og lagafyrirtækja sem höfðu
áhyggjur af málinu.
Guðmundur Arason, forstjóri Securitas, segir viðbrögð
hafa komið frá viðskiptavinum fyrirtækisins í svipaðri
stöðu og Lagastoð.
„Sumir hafa gripið til þeirra ráðstafana að fá stað-
bundinn öryggisvörð á staðinn sem vaktar anddyri
fyrirtækisins,“ segir Guðmundur. Þá hafi sumir einnig
óskað eftir uppsetningu neyðarhnappa.
„Svo koma upp spurningar varðandi hvernig beri að
taka á móti viðskiptavinum og öðrum utan af götu,“
segir hann. „Það er meginregla að hleypa fólki ekki inn
á skrifstofur nema það hafi þangað erindi.“
Ómar Örn Jónsson, hjá Öryggismiðstöðinni, segir fólk
hafa verið með auknar áhyggjur af öryggismálum
undanfarin misseri.
„Gæsla hefur verið aukin og það hafa komið fyrir-
spurnir eftir atvikið,“ segir hann. „Mest eru þetta fjár-
málafyrirtæki og lögmannastofur sem hafa verið að
undirbúa sig.“
Ómar telur ekki líklegt að viðbúnaður eins og málm-
leitartæki verði innleidd í fyrirtæki hér á landi í bráð.
Securitas ræsti út öryggisverði
BANDARÍKIN Mitt Romney gerir sér
vonir um að styrkja stöðu sína í for-
kosningum Repúblikanaflokksins
enn frekar í dag, þegar kosið verð-
ur í tíu ríkjum samtímis.
Sérstaklega verður fylgst með
árangri hans í Ohio, þar sem mjótt
hefur verið á mununum milli hans
og Ricks Santorum samkvæmt
skoðanakönnunum.
Santorum er spáð sigri í þrem-
ur ríkjanna, en almennt virðast
líkur á því að Romney nái góðum
árangri.
Margir hægrisinnuðustu kjós-
endur Repúblikanaflokksins van-
treysta Romney vegna tiltölulega
hófsamrar afstöðu hans til fóstur-
eyðinga, hjónavígslu samkyn-
hneigðra og þátttöku ríkisins í heil-
brigðisþjónustu.
Í forkosningunum í dag verður
samtals 419 kjörmönnum úthlutað,
eða meira en þriðjungi þess fjölda
sem þarf til að hljóta útnefningu á
flokksþingi Repúblikanaflokksins
í lok ágúst. Samkvæmt talningu
fréttastofunnar AP hefur Romney
nú þegar tryggt sér 203 kjörmenn.
Rick Santorum er kominn með 92
kjörmenn, Newt Gingrich 33 og
Ron Paul 25. - gb
Stóri þriðjudagurinn í forkosningum Repúblikanaflokksins gæti skipt sköpum:
Romney spáð velgengni áfram
Í FRAMBJÓÐENDASTELLINGUM Mitt
Romney á framboðsfundi með börnin
smá í fanginu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STJÓRNSÝSLA Steingrímur J.
Sigfússon, efnahags- og við-
skiptaráðherra, hefur skipað dr.
Katrínu Ólafsdóttur, lektor við
Háskólann í
Reykjavík, í
peningastefnu-
nefnd Seðla-
banka Íslands.
Katrín lauk
doktorsprófi í
vinnumarkaðs-
hagfræði frá
Cornell-háskóla
í Bandaríkjun-
um árið 2009.
Fimm eiga sæti í peninga-
stefnunefndinni: þrír fulltrúar
Seðlabankans og tveir fulltrú-
ar skipaðir af ráðherra. Katr-
ín tekur við af dr. Anne Sibert,
prófessor við Birkbeck-háskóla í
Bretlandi. Skipað var í nefndina
árið 2009 til alls fimm ára. Sibert
hættir því áður en skipunartíma-
bili hennar er lokið. - mþl
Breytingar í peningastefnunefnd:
Katrín tekur
við af Sibert
KATRÍN
ÓLAFSDÓTTIR
EFNAHAGSMÁL Vöruskipti við útlönd
voru hagstæð um 12,5 milljarða
króna í febrúar samkvæmt bráða-
birgðatölum Hagstofu Íslands.
„Þetta er mesti afgangur af
vöruskiptum í einum mánuði síðan
í september síðastliðnum og mun
meiri en hann hefur að jafnaði
verið síðasta árið,“ segir í umfjöll-
un Greiningar Íslandsbanka. Flutt-
ar voru út vörur fyrir 54,1 milljarð
króna og inn fyrir 41,6.
Mikill vöxtur útflutnings
sjávarafurða er sagður skýra auk-
inn afgang. -óká
Vöruskiptin eru hagstæðari:
Afgangur meiri
en á síðasta ári
Annar varaformaður kosinn
Sigurjón Norberg Kjærnested hefur
verið kjörinn annar varaformaður
Samstöðu í stað Sigurðar Þ. Ragnars-
sonar. Agnes Arnardóttir, sem búsett
er á Akureyri, gegnir öðru embætti
varaformanns.
STJÓRNMÁL