Fréttablaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 8
Hugsanlegt er að rangt hafi verið hjá Seðlabankanum að lækka bindi- skyldu bankanna árið 2003 sagði Geir H. Haarde í gær. Hann hafnar því að hann hefði átt að fylgjast betur með starfi samráðshópsins. Segir Slóvena hafa dregið lappirnar vegna aðildar Íslands að samkomu- lagi ESB um fjármálastöðugleika. Eftir á að hyggja má setja spurningar- merki við að lækka bindiskyldu íslensku bankanna, eins og Seðlabankinn gerði árið 2003, sagði Geir H. Haarde, fyrrver- andi forsætisráðherra, þegar hann gaf skýrslu fyrir Landsdómi sem sakborn- ingur í gær. Geir sagðist í gær hafa talið þetta rétta aðgerð á sínum tíma, en núna telji hann að mögulega hefði verið skynsamlegra að auka bindiskylduna. Það hefði þó vænt- anlega orðið til þess að forsvarsmenn bankanna hefðu rekið upp ramakvein og jafnvel verið brot á samevrópskum reglum. Geir sagði að engin ástæða hefði verið fyrir sig að fylgjast nánar með starfsemi samráðshóps um fjármálastöðugleika, eða nýta hópinn betur í aðdraganda banka- hrunsins. Í starfshópnum sátu til dæmis ráðuneytisstjórar forsætis- og fjármála- ráðuneytisins og háttsettir embættismenn úr Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu. Geir er ákærður fyrir að hafa vanrækt að gæta þess að störf hópsins væru markviss og skiluðu tilætluðum árangri. Geir hafnaði þeim ásökunum úr vitna- stúkunni í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Hann benti á að samráðshópurinn hefði ekki yfirtekið skyldur Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins til að bregðast við, hann hafi í raun aðeins verið ráðgefandi. Hann benti á að það hefði mögulega hamlað starfsemi hópsins að bæði Seðla- bankinn og Fjármálaeftirlitið hefðu búið yfir ákveðnum trúnaðarupplýsingum sem ekki hafi verið heimilt að deila með hópnum. Geir fékk upplýsingar um starf hópsins á fundum með ráðuneytisstjóra fjármála- ráðuneytisins, milli þess sem þeir ræddu önnur mál. Ráðuneytisstjórinn var for- maður starfshópsins, og sagði Geir í gær enga ástæðu hafa séð til að lesa fundar- gerðir hópsins eða kanna betur hvernig vinnu hans miðaði, hann hafi treyst for- manninum og öðrum meðlimum til að vinna vinnuna sína. Geir fundaði aldrei með samráðshópn- um, og kallaði ekki saman fund ráðherra til að ræða starf hópsins. Aðspurður sagði Geir í gær að ef til vill hefði hann átt að gera það, en það hefði ekki komið í veg fyrir hrunið. Spurður af saksóknara Alþingis hvort betra hefði verið að veita samráðshópn- um valdheimildir til að bregðast við sagðist Geir efast um að það hefði verið til bóta. Heimildirnar hafi verið til stað- ar í Fjármálaeftirlitinu og Seðlabank- anum og eins sé víst að það hefði flækt málið að blanda samráðshópnum í málið með þeim hætti. Geir sagði samráðshópinn raunar hafa gengið lengra en forskrifað hafi verið með því að vinna frumvarpsdrög sem síðar var umbreytt í neyðarlögin sem tóku gildi eftir fall bankanna. Vegna starfs hópsins hafi undirbúningur verið svo langt kominn að hægt hafi verið að vinna frumvarpið með stuttum fyrirvara, þó vissulega hafi orðið breytingar á frumvarpinu í millitíðinni. Ísland sóttist eftir því í janúar 2008 að verða aðili að samkomulagi Evrópusam- bandsins um fjármálastöðugleika. Geir sagði að það hefði verið rætt á fundum í Brussel í febrúar, og því hafi verið vel tekið. Eftir það fór málið í ferli innan sam- bandsins, og lenti á herðum Slóvena, sem fóru með forystu í sambandinu. Geir 6. mars 2012 ÞRIÐJUDAGUR8 Geir H. Haarde fyrir Landsdómi – dagur 1 KOMINN Í RÉTTARSAL Geir H. Haarde heilsaði Sigríði Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, og Helga Magnúsi Gunnarssyni, aðstoðarsaksóknara Alþingis, við upphaf aðalmeðferðar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Mögulega rangt að lækka bindiskylduna Orðrétt úr réttarsalnum sagði að því miður hefðu Slóvenar dregið úr hömlu að ganga frá þessari breyt- ingu. Ekki hafi því tekist að verða aðili að þessu samkomulagi fyrir hrunið um haustið. Aðild að samkomulaginu hefði að mati Geirs gefið íslenska fjármálakerf- inu trúverðugleika og mögulega lækkað skuldatryggingarálag ríkis og banka. E N N E M M / S ÍA / N M 5 0 4 9 1 Hagsýnir heimilisbílar Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is Árgerð 20052 sjálfskiptur · bensín Árgerð 20122 beinskiptur · dísil Sparnaður á ári 228.240 kr.Eyðsla1 228.600 kr. 4,5 l 456.840 kr. 9,4 l - = 24.780 kr.Bifreiðagjöld 9.460 kr.34.240 kr. - = 2.100 kgCO2 útblástur 2.380 kg 119 g/km 4.480 kg 224 g/km - = Að endurnýja bílinn í dag getur borgað sig. Kannaðu kosti grænna bílalána og reiknaðu dæmið til enda á ergo.is 1Blönduð eyðsla á hverja 100 km 2Rekstur í eitt ár á meðalstórum fólksbíl m.v. að bensínverð sé 243 kr., dísilverð 254 kr. og akstur á ári 20.000 km. Það er alltaf sama fólkið sem er að vinna að þessum málum, það er bara með mismunandi hatta á höfðinu. Geir skýrði hvers vegna samráðshópur um fjár- málastöðugleika hafi ekki verið kallaður saman þegar neyðarástand hafði myndast hjá viðskiptabönkunum þremur. Hann sagði meðlimi hópsins hafa komið að verkinu, þó hópurinn sjálfur hafi ekki komið saman. Það er algert rangnefni að tala um ómarkviss vinnubrögð og að hópurinn hafi ekki skilað til- ætluðum árangri. Geir varði störf samráðshóps um fjármála- stöðugleika og hafnaði því að hann hafi ekki haft nóg með starfsemi hópsins að gera.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.