Fréttablaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 12
12 6. mars 2012 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 F orseta Íslands má gagnrýna fyrir margt, en ekki er hægt að segja að hann geti ekki verið skemmtilegur. Það er að minnsta kosti alveg drepfyndið að Ólafur Ragnar Grímsson segist tilneyddur að sitja í nokkur ár enn vegna óvissu um stjórnskipunina og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Það blasir nefnilega við hverjum sem er að Ólafur Ragnar er sjálfur óvissuþáttur í stjórnskipuninni og samskiptum Íslands við umheim- inn. Enginn veit hverju hann kann að taka upp á – og það hefur ekki breytzt eftir síðustu yfirlýsingar. Það er ekki nýtt að forsetinn tali í gátum eða kveði ekki nógu skýrt að orði. Öllum er í fersku minni leikritið langdregna sem hófst á nýársdag og lauk ekki fyrr en á sunnudaginn. Forsetanum hefði verið í lófa lagið að eyða óvissu um áform sín með einni lítilli yfirlýsingu, þegar menn fóru að velta fyrir sér hvort hann ætlaði kannski ekkert að hætta. En Ólafur kaus að tala ekki skýrt. Nú þegar hann hefur kveðið upp úr um að hann sé í framboði, er engu að síður töluverð óvissa um hvað hann ætlast fyrir. Hann vísar til „vaxandi óvissu varðandi stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá, umróts á vettvangi þjóðmála og flokkakerfis sem og átaka um fullveldi Íslands“. Þarna á forsetinn væntanlega meðal annars við að drög að frumvarpi til breyttrar stjórnarskrár eru til umfjöllunar og að Ísland hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu. En hvernig hyggst hann beita sér í þessum málum? Um það er deilt hvort ESB-aðild myndi fylgja meira eða minna fullveldi, í þeim skilningi að þjóðin hafi raunveruleg áhrif á eigin mál. En vandséð er hvernig forsetinn ætlar að passa fullveldið fyrir okkur. Í Fréttablaðinu í gær segir Ólafur að forsetaembættið sé „umfram önnur embætti í landinu helgað fullveldisstöðu Íslendinga“. Þetta er enn ein prívatútlegging forsetans á stjórnskipaninni, sem á sér enga stoð í stjórnarskránni eða sögunni, enda forsetaembættið ekki stofnað fyrr en 26 árum eftir að Ísland varð fullvalda ríki. Full pólitísk samstaða ríkir um að þegar aðildarsamningur við Evrópusambandið liggur fyrir, taki þjóðin afstöðu til þess í atkvæða- greiðslu hvort hann er nógu góður eða ekki – og þá meðal annars hvort fullveldi Íslands sé nægilega borgið. Þarf forsetinn þá að leika eitthvert hlutverk? Ætlar hann að blanda sér í aðildarviðræðurnar? Í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld sagðist forsetinn reiðubúinn að taka „sjálfstæða ákvörðun jafnvel þó hún gangi gegn hagsmunum ríkisstjórnarflokka eða meirihluta Alþingis ef það er í þágu þjóð- arinnar“. Þýðir þetta til dæmis, í samhengi við tal Ólafs Ragnars um óvissu um stöðu forsetans, að hann væri reiðubúinn að synja stjórnarskrá sem drægi úr hans eigin völdum staðfestingar? Eins og stundum áður þarf forsetinn að skýra mál sitt og klára hálfkveðnu vísurnar, þannig að þjóðin viti hvaða pólitík er í boði af hans hálfu, nái hann kjöri. Að sama skapi hlýtur að vera vaxandi eftirspurn eftir forsetaframbjóðanda sem talar skýrt og gæti orðið forseti sem þjóðin vissi hvar hún hefur. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Í umræðum vegna frumvarps til breyt-inga á barnalögum hefur verið vísað til niðurstaðna rannsóknar sem ég birti árið 2004. Stundum hefur gætt þar misskiln- ings eða rangtúlkunar og því vil ég koma nokkrum atriðum á framfæri. Í rann- sókninni las ég alla dóma í forsjárdeil- um sem féllu í héraðsdómum á Íslandi á tímabilinu 1995 til 2001. Alls voru þetta 90 dómar sem samsvarar u.þ.b. 1,5% skilnaða á sama tímabili þar sem þurfti að ákveða forsjá barna. Tilgangur rannsóknarinnar var annars vegar að sjá skiptingu forsjár milli for- eldra og hins vegar að greina þær ástæð- ur sem dómstólar leggja til grundvallar þegar ákveðið er hvort forsjá barns skuli vera hjá föður eða móður. Niðurstöður voru þær að faðir fékk forsjá í 40% til- fella en móðir í 60% tilfella. Dómstólar lögðu helst til grundvallar hvoru foreldr- inu barnið teldist vera nánara og hvor niðurstaðan hefði í för með sér minna rask á högum barnsins. Það er hins vegar alls ekki unnt að draga þá niðurstöðu af þessu að ef öll forsjármál færu fyrir dómstóla þá yrði skiptingin 40/60. Þeir foreldrar sem voru með forsjármálin fyrir dómstól- um á þessum árum voru um margt sér- stakur hópur og m.a. er ljóst að í óvana- lega mörgum tilfellum hafði faðir verið megin umönnunaraðili barns. Líklegt er að sé slík staða ekki fyrir hendi sé von- lítið fyrir föður að reyna að sækja forsjá barns síns til dómstóla þó hann sé vel hæfur umhyggjuaðili. Umræðurnar að undanförnu hafa aðallega snúist um hvort dómarar eigi að hafa möguleika til að dæma til sam- eiginlegrar forsjár þrátt fyrir and- stöðu annars foreldris. Í einum af þeim dómum sem ég las óskar foreldri eftir því að forsjá, sem áður var sameiginleg, verði hér eftir einvörðungu hjá sér. Rök- stuðningurinn var að hitt fyrirkomulagið „henti ekki lengur“. Þegar dómarar eru þvingaðir til að velja milli foreldra þarf rökstuðningur ekki að vera merkilegri til að barn sé svipt forsjá annars for- eldris. „Af því bara“ dugar sem röksemd. Líklegt er að rökstuðningur forsjár- sviptingar þurfi að vera töluvert vand- aðri ef dómarar hafa heimild til að dæma til sameiginlegrar forsjár sé það talið barninu fyrir bestu. 40/60? Samfél- agsmál Ingólfur V. Gíslason dósent við Háskóla Íslands Forsetinn talar áfram í gátum: Óvissuþátturinn Ólafur Ragnar Hefst á miðvikudag á Stöð 2 Kate Winslet í glænýrri þáttaröð FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS Illskiljanlegt Í fyrsta sinn í Íslandssögunni er réttað yfir fyrrverandi ráðherra vegna emb- ættisfærslna hans. Fólk hefur vitaskuld áhuga á réttarhöldunum og því sem þar kemur fram enda varðar það, eðli málsins samkvæmt, þjóðarhag. Þrátt fyrir þetta ákveður forseti Landsdóms að verða ekki við þeirri beiðni fjölmiðla að fá að sýna beint frá vitnaleiðsl- unum. Samt er heimild fyrir því í lögum og málsaðilar ekki á móti því. Þetta er torskilin ákvörðun hjá þeim reynda dómara Mark- úsi Sigurbjörnssyni. Og líklega ekki tekin með hagsmuni annarra en starfsmanna réttarins í huga. Of fljótir með fréttina Það er sitthvað, lögreglurannsókn og lögregluskoðun. Þetta var staðfest með dómi í gær. Þá voru Reynir Traustason og aðrir yfirmenn DV fundnir sekir um meiðyrði með því að segja að maður sætti lögreglurannsókn. Af hverju? Jú, af því að hin óhjákvæmilega rannsókn, sem nú er í fullum gangi, var ekki hafin formlega – lögreglan var enn að „skoða“ málið. Þetta er líklega í fyrsta sinn sem fréttamenn eru dæmdir fyrir að skúbba of snemma. Forðast Framsókn Eitt af því sem hingað til hefur mátt ganga út frá sem gefnu í lífinu er að háskólanemar eru tilbúnir að leggja nánast hvað sem er á sig til að þurfa ekki að borga fyrir bjórdrykkju. Svokallaðar vísindaferðir til stofnana og fyrirtækja hafa þess vegna verið með vinsælustu dagskrárliðum háskóla- starfsins. Fyrir helgi kom þó í ljós að stúdentar láta ekki bjóða sér hvað sem er, þegar félag viðskipta- fræðinema við Háskólann í Reykjavík þurfti að fella niður slíka ferð. Hana átti að fara til Framsóknarflokksins. stigur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.