Fréttablaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 30
6. mars 2012 ÞRIÐJUDAGUR22 22
menning@frettabladid.is
Tónlist ★★★★★
Tectonics tónlistarhátíðin
1.-3. mars í Hörpu
Listrænn stjórnandi: Ilan Volkov
Ég fór einu sinni á námskeið í
tónlist „framandi“ þjóða. Þar
var fjallað um tónlist í tíbetskri
búddatrúariðkun og japönsku
sjintó, einnig indónesíska gamel-
antónlist og þar fram eftir götun-
um. Verkefni mitt var að umrita
tíbetska söngva í hefðbundna,
vestræna nótnaskrift. Og greina
söngvana og setja í samhengi við
tíbetskar trúarathafnir.
Það fyrsta sem kennarinn minn
skammaði mig fyrir var að ég fór
strax að bera saman tónlistina við
það sem ég þekkti úr vestrænni,
klassískri tónlist. Það átti ég alls
ekki að gera. Tíbetsk búddatrúar-
tónlist á ekkert sameiginlegt með
einhverri klassík. Ég átti að fjalla
um hana í samhengi tíbetskrar
búddatrúar, sínu eigin samhengi.
Ég kasta þessu fram hér, vegna
þess að munurinn á nýrri tónlist
og þeirri sem yfirleitt heyrist á
tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
Íslands er alveg jafn mikill. Nán-
ast eins og tónlist tveggja menn-
ingarsamfélaga hvor sínu megin á
hnettinum.
Hingað til hefur þetta tvennt
gjarnan blandast á sömu tónleikum
Sinfóníunnar. Vissulega eru sér-
hæfðir sinfóníutónleikar á Myrk-
um músíkdögum, og líka á Nor-
rænum músíkdögum þegar þeir
eru haldnir á Íslandi. En oftast er
nýjum verkum bara stillt upp í efn-
isskrá, sem að öðru leyti saman-
stendur af sinfóníum eftir Mahler,
Beethoven og aðra höfuðsnillinga.
Ég held að engum sé greiði gerð-
ur með því. Fólk sem ætlar sér að
hlusta á Mahler, en neyðist í leið-
inni til að heyra eitthvað allt öðru-
vísi á undan, verður ekkert endi-
lega neitt upprifið. Það er eins og
ef maður ætlaði í kaþólska messu,
en neyddist til að syngja nokkur
„hari Krishna“ á undan.
Nei, nýja tónlist, að minnsta
kosti þá í framsæknari kantin-
um, á að setja í samhengi við 21.
öldina, ekki þá 19. Í samhengi
við raf- og tölvutækni, og tölvu-
tónlist, sem er svo stór þáttur af
umhverfi okkar. Og í samhengi við
brautryðjendur á þessu sviði. Auð-
vitað er til fullt af nýjum tónverk-
um sem eru samin fyrir gömul,
órafmögnuð hljóðfæri. En meira
að segja þar er tölvan ekki langt
undan. Þau eru orðin ansi fá tón-
skáldin sem ennþá skrifa tónlist
með blýanti.
Getur Sinfónían orðið róttæk?
Tectonics tónlistarhátíðin, sem
fram fór frá fimmtudegi til laug-
ardags, skapaði rétt samhengi.
Þar var umgjörðin ekki sinfóní-
ur eftir Brahms og einleikskons-
ertar eftir Chopin. Ramminn
var tónlist eftir tvo frumkvöðla
nútímatónlistar, annan íslenskan,
hinn útlenskan, Magnús Blöndal
Jóhannsson og John Cage. Það var
einkar vel tilfundið.
Aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands, Ilan Volkov,
á veg og vanda af stofnun hátíð-
arinnar. Hann var jafnframt list-
rænn stjórnandi hennar. Yfir-
skriftin var eftirfarandi spurning:
„Hvernig getur hljómsveit, sem
er afsprengi 19. aldarinnar, orðið
framsæknari og róttækari? Er það
mögulegt?“
Svarið blasti við þegar ég kom
í Hörpu um sjöleytið um fimmtu-
dagskvöldið. 58 blástursleikar-
ar höfðu tekið sér stöðu á svölum
anddyris hússins og voru að spila.
Þetta var verkið Fifty-Eight eftir
John Cage. Í ár hefði hann orðið
hundrað ára. Tónlistin var fremur
tilviljunarkennd og spontant, eins
og svo margt eftir Cage. Hver
hljóðfæraleikari hafði ákveðnar
nótur fyrir framan sig, en hann
mátti ráða hvernig þær voru leikn-
ar.
Útkoman var dálítið drunga-
leg, en samt var einhver gríp-
andi undir alda sem lofaði góðu
um hátíðina fram undan. Þarna
var hljómsveit, sem var óneitan-
lega afsprengi 19. aldarinnar, í
róttækri umgjörð. Og hún virkaði.
Sjaldfenginn kokteill
Hátíðin skartaði alveg nýrri tón-
list, eða þá nýrri tónlist sem kall-
aðist á einhvern hátt á við tón-
heim Magnúsar eða Cage. Og svo
voru verk eftir þá tvo, eins og áður
sagði.
Með mögnuðustu atriðum
kvöldsins var þegar nokkrir fram-
sæknir tónlistarmenn úr rafgeir-
anum á borð við Reptilicus og
Stilluppsteypu fluttu tónsmíð
fyrir kassettutæki eftir Cage.
Flytjendur höfðu raðað sér víðs-
vegar um salinn, hver og einn með
tæki og kassettu með einhverju
sem varla heyrðist í. Agnarsmáar
raddirnar úr tækjunum sköpuðu
óræða stemningu sem lengi verð-
ur í minnum höfð.
Ég nefndi Reptilicus og Stillupp-
steypu. Eitt megineinkenni hátíð-
arinnar var einmitt skemmtileg
blanda hljóðfæraleikara Sinfóní-
unnar og framsækinna raftónlist-
armanna. Það var kokteill sem er
sjaldfenginn í íslensku menning-
arlífi.
Annað glæsilegt atriði var akk-
úrat svona kokteill, í þetta sinn
spunatónleikar. Þar leiddu saman
hesta sína ástralski rafmagns-
gítarleikarinn Oren Ambarchi og
Sinfónían undir stjórn Volkovs.
Útkoman tilfinningaþrunginn
tónaseiður, ef til vill full langur,
en engu að síður dáleiðandi og
áhrifamikill.
Nokkur frábær atriði
Daginn eftir var komið að hinum
brautryðjandanum á hátíðinni,
Magnúsi Blöndal Jóhannssyni,
sem lést fyrir sjö árum. Hann er
auðvitað þekktastur fyrir dægur-
lagið ódauðlega, Sveitina milli
sanda. En eftir hann er líka fullt
af tilraunakenndum tónsmíð-
um, enda lagði hann grunninn að
íslenskri raftónlist.
Með fullri virðingu fyrir öðrum
flytjendum var tvennt sem stóð
upp úr. Solitude eftir Magnús frá
1983, sem flutt var af Áshildi Har-
aldsdóttur flautuleikara, var alveg
einstakt. Áshildur spilaði svo fal-
lega, með svo mjúkum en taktföst-
um líkamshreyfingum, og með
svo ótrúlega yndislegum hljómi,
að það verður mér ógleymanlegt.
Dimension frá 1961 var líka
með því alflottasta á hátíðinni.
Una Sveinbjarnardóttir spilaði á
fiðlu. Leikur hennar var svo fók-
useraður og kraftmikill, einbeit-
ingin og snerpan svo yfirgengileg,
og tónlistin bara öll svo mergjuð
í höndum hennar, að maður varð
alveg frávita.
Það skiptir máli hvernig tónlist
er flutt. Ekki síst ný og óaðgengi-
leg tónlist. Hér var svo sannarlega
vandað til verka.
Slátur og Kaktus
Síðasti dagurinn, laugardagur-
inn, var fyrst og fremst helgaður
splunkunýrri tónlist. Þar heyrð-
ist margt prýðisgott. Skemmti-
legustu tónleikarnir sem ég fór
á voru tónleikar Sláturs í Norð-
urljósum Hörpu um kvöldið. Svo
verð ég að nefna endapunkt hátíð-
arinnar, uppákomu í Listasafni
Reykjavíkur.
SLÁTUR er skammstöfun fyrir
Samtök listrænt ágengra tón-
smiða umhverfis Reykjavík. Tón-
list meðlima hópsins, sem eru í
kringum 20, einkennist af mikilli
tilraunagleði þar sem húmorinn er
sjaldnast langt undan. Ég hef farið
á nokkra tónleika hópsins, og þeir
hafa oftar en ekki liðið fyrir léleg-
an hljómburð og almennt slæmar
aðstæður. En Norðurljós er fínn
salur með aðdáunarverðan hljóm-
burð. Öll verkin komu prýðilega út
og sum voru sérlega grípandi.
Á uppákomunni í Listasafninu
var tvennt. Annarsvegar sérstök
útgáfa verks eftir Cage, Interde-
terminacy. Það var flutt af Ghost-
igital (Einari Erni Benediktssyni
og Curver Thoroddsen) og Ásgerði
Júníusdóttur söngkonu. Einar Örn
las sögur, en Curver, sem var í
eldhúsi í New York, og á skjá með
aðstoð Skype, var eitthvað að búst-
anga. Ásgerður spann dívukennd-
ar tónahendingar, en tók hættu-
legt æðiskast í lokin. Þetta þrennt
virtist vera í algeru ósamræmi,
en það small saman á einhvern
skringilegan hátt. Heildarmynd-
in var afar skemmtileg.
Hitt verkið var Child of Tree
eftir Cage. Sjálfur Ilan Volkov
spilaði það – á nokkra kaktusa! Á
þá höfðu verið festir míkrófónar.
Þeir gáfu frá sér vatnskennd hljóð,
mismunandi tónhæðir. Flutning-
urinn var stuttur, en í honum var
nýbreytnin og spenningurinn á
hátíðinni í hnotskurn.
Tónlist er vissulega laglínur,
hrynjandi, dúr- og mollhljómar.
En hún getur verið svo miklu,
miklu meira. Um það var Tecto-
nics.
Jónas Sen
Niðurstaða: Sumt á Tectonics
hátíðinni var einstaklega glæsilegt
og skemmtilegt. Samsetningin ólíkra
viðburða var snilld. Hátíðin í heild var
einn merkasti viðburður í íslensku
tónlistarlífi í lengri tíma.
NÚTÍMATÓNLIST Í RÉTTU SAMHENGI
ALVEG EINSTAKT Flutningur Áshildar Haraldsdóttur á Solitude eftir Magnús Blöndal stóð upp úr á öðrum degi Tectonics-hátíðarinnar að mati gagnrýnanda Fréttablaðsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
MEIRA EN FIMM ÞÚSUND MANNS hafa séð fjölskyldu-
leikritið Gulleyjuna sem Leikfélag Akureyrar hefur sýnt fyrir fullum sal
fólks frá því í janúar. Upphaflega stóð til að sýna verkið til 21. mars, en
það hefur verið framlengt til 21. apríl vegna góðrar aðsóknar.
Opnunartími: Virka daga 11-21
Laugardaga 11-17
Listhúsinu Laugardal · Engjateig 19 · 105 Reykjavík
Sími 553 1111 · www.glo.is
Yfirnáttúrulegur
veitingastaður