Fréttablaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 14
14 6. mars 2012 ÞRIÐJUDAGUR Mánaðarlaun 400.000 kr. mánaðarlaun yfir starfsævina. Starfsaldur 42 ár, frá 25 til 67 ára aldurs. Lífeyrisaldur Ævilangur lífeyrir frá 67 ára aldri. Örorka 100 % öryrki frá 35 ára aldri. Barnalífeyrir Tvö börn 2 og 5 ára, lífeyrir greiddur til 20 ára aldurs hvors barns. Séreignarsparnaður 2% framlag auk 2% mótframlags vinnuveitanda, úttektartími 14 ár frá 67 ára aldri Annað Miðað er við að sjóðfélagi hafi öðlast rétt til framreikn- ings, þ.e. greitt til lífeyrissjóðsins í 3 ár eða lengur, sjá nánar í samþykktum sjóðsins. Í dæminu er miðað við 3,5% ávöxtun. Sjóðfélagi í samtryggingarlíf-eyrissjóði ávinnur sér víðtæk og verðmæt réttindi. Þessi rétt- indi, metin til fjár, geta verið miklum mun verðmætari en iðgjöldin sem sjóðfélagi hefur greitt til sjóðsins, gagnstætt því sem stundum er haldið fram. Mikil umræða hefur að undan- förnu staðið um íslenska lífeyr- issjóðakerfið hlutverk þess og tilgang. Þar hefur margt sér- kennilegt komið fram, sumt jafn- vel villandi eða beinlínis rangt. Því tel ég rétt að gera grein fyrir þeim réttindum og ávinningi sem sjóðfélagar ná að byggja upp með greiðslum í lífeyrissjóð. Með iðgjaldagreiðslum er sjóð- félagi í Lífeyrissjóði verzlunar- manna að tryggja sér víðtæka tryggingavernd, sem nær ekki einungis til sjóðfélagans heldur auk þess til maka og barna. Upp- bygging lífeyrisréttinda sjóð- félaga er því ekki samanburð- arhæft við sparnaðarform eins og innlegg á bankareikning eða kaup á verðbréfum til ávöxtunar. Segja má að um 2/3 af iðgjaldi sjóðfélaga lífeyrissjóðsins fari til öflunar ævilangs ellilífeyris og að 1/3 sé ráðstafað til greiðslna tryggingaverndar í formi örorku- lífeyris sem og maka- og barna- lífeyris. Á liðnu ári greiddi Líf- eyrissjóður verzlunarmanna 4,4 milljarða í ellilífeyri og 2,3 millj- arða í örorku-, maka- og barna- lífeyri, eða samtals 6,7 milljarða króna. Því er ekki samanburðar- hæft að bera saman annars vegar 1.000 kr. sem fara til lífeyris- sjóðs í formi iðgjalds til öflunar ævilangs lífeyris auk víðtækra tryggingaréttinda og hins vegar 1.000 kr. sem innlegg á banka- reikning eða til kaupa á verð- bréfum. Réttindi sem munar um Í meðfylgjandi töflu má sjá dæmi um áætlaða tryggingavernd og séreignarsparnað sjóðfélaga miðað við gildandi samþykktir sjóðsins: Eins og fram kemur í ofan- greindum útreikningum nýtur sjóðfélagi ríkulegs lífeyris auk tryggingaréttinda. Þannig nemur ævilangur lífeyrir auk séreignar- sparnaðar um 385.000 kr. á mán- uði árin 67 til 80 ára eða allt að þeim meðallaunum sem sjóðfélag- inn aflaði sér og frá 80 ára aldri til æviloka um 64% af launun- um. Það er m.a. tilgangurinn með samspili séreignar og samtrygg- ingar að sjóðfélagi geti haft áhrif á lífeyristekjur sínar. Sé horft til tryggingavernd- arinnar, þ.e. örorkulífeyrisins, verði sjóðfélaginn fyrir skertri starfsorku, maka- og barnalíf- eyris vegna fráfalls sjóðfélaga má reikna þau réttindi til fjárhæða, þ.e. heildargreiðslur á meðan sjóðfélagi nýtur tryggingavernd- arinnar. Í ofangreindu dæmi er um að ræða eftirtaldar fjárhæðir: Makalífeyrir 24.383.617 kr. Barnalífeyrir 4.999.297 kr. Örorkulífeyrir 57.254.358 kr. Þannig nýtur sjóðfélaginn verulegra tryggingaréttinda. Þetta eru núvirtar tölur, þ.e. þær sýna hvaða fjárhæð þyrfti að leggja til hliðar svo hún standi undir hinni mánaðarlegu greiðslu maka- og barnalífeyris. Miðað er við 3,5% árs ávöxtun. Lífeyrissjóður verzlunar- manna, eins og aðrir lífeyrissjóð- ir, er því ekki eingöngu að tryggja sjóðfélögum ævilangan lífeyri heldur einnig mökum þeirra og börnum víðtæka tryggingavernd. Mikil og verðmæt réttindi Lífeyrissjóðir Guðmundur Þ. Þórhallsson framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna Fyrir Alþingi l iggur ti l afgreiðslu Orkustefna fyrir Ísland en slík stefnumótun og eft- irfylgni með henni getur ráðið miklu um lífskjör á Íslandi í fram- tíðinni. Fleiri mikilvæg mál bíða. Fyrirhugað er að leggja fram þingsályktun um rammaáætl- un um verndun og nýtingu nátt- úrusvæða á yfirstandandi þingi, með áherslu á vatnsafl og jarð- hitasvæði, en unnið hefur verið að áætluninni síðan árið 1999. Ef um þessi tvö mikilvægu mál næst samstaða verður komin stefnu- markandi ákvörðun sem snertir alla þjóðina og hefur afgerandi áhrif á þjóðarhag. Það má því segja að við stönd- um á krossgötum. Nauðsynlegt er að átta sig á hvert leiðin liggur og ná sátt um hvert skal haldið. Ljóst er að sú tíð er liðin að ráðist verði í framkvæmdir við stórvirkjun til sölu á orku til eins kaupanda. Í Orkustefnunni kemur fram að í dag er verið að nýta um 18 Twh/a en því til viðbótar getur áætluð orkugeta í vatnsafli og jarðvarma verið 12-16 Twh/a skv. niðurstöð- um rammaáætlunar. Flestir geta verið sammála um að æskilegt sé að fá fjölbreyttari hóp orkukaup- enda um leið og þeim er fjölgað. En hverjir eru þessir væntanlegu orkukaupendur og hvaða atvinnu- tækifæri munu þeir skapa? Verða þeir jafnvel á meginlandi Evrópu og orkan seld um sæstreng ? Þrátt fyrir að yfir 80% af frum- orkuþörf Íslendinga komi frá endur nýjanlegum orkugjöfum eru 20% þess sem við notum jarðefnaeldsneyti.Í dag er það dýr orkugjafi og allar líkur á að hann verði það áfram á komandi árum og áratugum. Innflutning- ur þess er kostnaðarsamur og þar að auki eru áhrif á umhverfi tengd jarðefnaeldsneyti neikvæð. Það þarf því að leita leiða til að lækka þetta hlutfall enn frekar og þá með því að innleiða endurnýj- anlega orkugjafa í samgöngur til sjós og lands. Nú þegar gerum við slíkt með góðum árangri. Með því að nýta heitt vatn til upphitunar á húsum sparast um 80 milljarðar króna á ári hérlendis miðað við ef innflutt jarðefnaeldsneyti væri notað til húshitunar. Verkfræðingar hafa í meira en 100 ár tengst orkuuppbyggingu hér á landi s.s. hitaveitum, raf- veitum og orkuvinnslu. Á aðal- fundi Verkfræðingafélags Íslands árið 2011 voru samþykktar endur- skoðaðar siðareglur. Þar er árétt- að að verkfræðingar eru með- vitaðir um áhrif verka sinna á samfélag, umhverfi og náttúru. Felur það m.a. í sér að verkfræð- ingar taka virkan þátt í upplýstri opinberri umræðu um samfélags- leg málefni þegar hún beinist að fagsviði starfsins. Það er því á ábyrgð félagsins að skapa vett- vang þar sem rætt verði um fram- tíðarnýtingu orkuauðlinda lands- ins á faglegum grundvelli og með sjálfbærni að leiðarljósi en þann- ig er verið að tryggja efnahags- lega, samfélagslega og umhverfis- lega hagsmuni komandi kynslóða. Það þarf að horfa til framtíðar og svara spurningum eins og hversu hratt á að nýta auðlindirnar og hversu mikið? Hvaða notkun á orkunni er eftirsóknarverð og hver eru áhrif þess á samfélagið? Með því að leitast við að svara þessum spurningum eflum við samræðu sem nauðsynleg er að fari fram og komum á framfæri fleiri sjónarhornum. Framan af 20. öldinni þurftu íslenskir verkfræðingar að sækja menntun sína til útlanda. Fyrstu verkfræðingarnir komu heim með menntun sem þeir náðu að aðlaga og nýta við mjög svo erf- iðar aðstæður. Með tilkomu verk- fræðináms við Háskóla Íslands árið 1940, og síðar við Háskólann í Reykjavík, hafa möguleikar til náms í verkfræði aukist til muna. Þessi þróun hefur m.a. stuðlað að því að verkfræðingar hafa getað sinnt æ stærri og flóknari verk- efnum til góðs fyrir almanna- heill. Ekki þarf lengur að styðjast við þekkingu erlendra verkfræð- inga en það er ekki lengra síðan en við hönnun Búrfellsvirkjunar, á sjöunda áratug síðustu aldar, að leita þurfti út fyrir landsteinana eftir nauðsynlegri verkfræði- þekkingu. Sú verkfræðilega þekking og kunnátta sem hefur orðið til í landinu á sl. áratugum hefur orðið til þess að ekki hefur orðið meiriháttar atvinnuleysi í faginu nú eftir hrun. Verkfræði- fyrirtækin hafa getað selt þjón- ustu sína, og tekið að sér verkefni erlendis, í samkeppni við erlenda aðila. Segja má að sem þjóð höfum við náð verkfræðilegu sjálfstæði en öflug verkfræði og tækni- menntun eru forsenda þess að tæknivædd þekkingarfyrir- tæki geti fæðst, vaxið og dafn- að í landinu. Það er því mikil- vægt að við ræðum það hvernig auðlindir landsins eru og verði nýttar til áframhaldandi upp- byggingar íslensks samfélags og tækniþekkingar. Framtíðarnýting orkuauðlinda á Íslandi Orkumál Jóhanna Harpa Árnadóttir verkfræðingur 1) Örorkulífeyrir er greiddur til 67 ára aldurs og ævilangur ellilífeyrir eftir það. Fjárhæð örorku- og ellilífeyris er framreiknuð eins og sjóðfélagi hefði greitt iðgjöld til sjóðsins til 65 ára aldurs. 2) Við fráfall sjóðfélaga nýtur maki ávallt makalífeyris í a.m.k. þrjú ár. Ef um börn er að ræða er makalífeyrir greiddur til 23ja ára aldurs yngsta barns. Heildargreiðsla makalífeyris hjá sjóðnum nemur þó aldrei lægri fjárhæð en sem nemur verðbættum inngreiddum iðgjöldum hins látna. 3) Barnalífeyrir er greiddur til 20 ára aldurs barns og að auki ef sjóðfélagi er öryrki 4) Með 2% framlagi launþega er reiknað með 2% mótframlagi launagreið- anda. Mánaðarlegar greiðslur til sjóðfélaga frá 67 til 80 ára aldurs. Dæmi um áætlaða tryggingavernd og séreignarsparnað Ævilangur Örörkulífeyrir 1) Makalífeyrir 2) Barnalífeyrir 3) Séreignar- lífeyrir sparnaður 4) 255.000 228.000 137.000 34.000 130.000 Menntadagur iðnaðarins 2012 Á Menntadegi iðnaðarins verður sjónum beint að stöðu menntamála út frá aukinni þörf fyrir verk- og tæknimenntað starfsfólk. Háskólinn í Reykjavík, salur M101, 9. mars kl. 13.00 - 16.00 - markviss menntastefna forsenda öflugs atvinnulífs - Dagskrá 13:00 Setning Menntadags iðnaðarins og Íslandsmóts iðn- og verkgreina Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra 13:20 Hvaða breytingar þarf að gera á íslenska menntakerfinu? Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors og varaformaður SI 13:35 Nýjar leiðir – forritunarkennsla og spjaldtölvuvæðing Rakel Sölvadóttir, verkefnisstjóri hjá Hjallastefnunni og framkvæmdastjóri Skema ehf. 13:50 Verk- og tæknimenntaskólar – skipulag verk- og tæknináms Jón B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans 14:05 Vinnuumhverfi iðnaðarmanna – könnun gerð fyrir IÐUNA Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu 14:40 Kaffihlé 14:55 Vinnustaðanám út frá sjónarhóli atvinnurekenda Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi Torfi Pálsson, starfsmannastjóri Ístaks Eðvald Sveinn Valgarðsson, gæðastjóri Kjarnafæðis 15:25 Starfsmenntun – hvert skal stefna? Elín Thorarensen verkefnisstjóri og sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu 15:45 Verkefnin framundan - næstu skref 16:00 Fundarlok Fundarstjóri: Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI Skráning á www.si.is AF NETINU Stéttarvitund forstjóra Engir eru jafn stéttvísir og forstjórar stórfyrirtækja. Stéttarvitund þeirra birtist í mjög sterkri tilheigingu þeirra til að hækka laun sín og þeirra sem eru í kringum þá. Forstjórar sitja gjarnan í stjórnum annarra – og eru þá látnir samþykkja laun annarra forstjóra. Sem síðan samþykkja launin þeirra. Með þessum hætti getur verið ótrúlegur stígandi í forstjóralaunum á stuttum tíma. Nú sjáum við að vöxtur er aftur hlaupinn í forstjóralaun á Íslandi – langt umfram það sem gerist á almennum vinnumarkaði. Þarna sjá forstjórar um sig og sína – en að auki er þetta til marks um ein- kennilega efnahagsbólu sem er að verða til í landinu mitt inni í höftunum. http://silfuregils.eyjan.is Egill Helgason

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.