Fréttablaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2012 3● íslandsmót iðn- og verkgreina 2012 ● fréttablaðið
Á WorldSkills er keppt í öllum hugsanlegum iðn-
og verkgreinum bæði stórum og smáum. Keppn-
in er haldin annað hvert ár og fór keppnin síð-
ast fram í sýningarhöllinni ExCel í London og
var 41. keppnin sem hefur verið haldin. Keppn-
in sjálf stóð yfir í fjóra daga. Keppt var í 46 iðn-
og verkgreinum og voru keppendur um þúsund
frá 51 landi.
Keppendur sem taka þátt eiga það sameigin-
legt að hafa skarað fram úr í sínum iðngreinum.
Reynslan sem keppendur hljóta með þátttöku
á slíku stórmóti er ómetanleg og eykur þekk-
ingu þeirra og reynslu sem gerir þá enn hæfari í
sínum störfum í framtíðinni.Næsta WorldSkills-
keppni fer fram í Leipzig árið 2013.
Þess má geta að forseti WorldSkills Inter-
national, Simon Bartel, verður viðstaddur loka-
athöfnina á Íslandsmótinu í HR.
Rafvirkinn Arnar Helgi Ágústs-
son keppti á WorldSkills í Lond-
on á síðasta ári og segir þátttök-
una hafa verið reynslunni rík-
ari. „Ekki spurning. Ég fékk
virkilega að finna hvernig er að
vinna undir miklu álagi og öðl-
aðist þarna vissa innsýn í mis-
munandi vinnuaðferðir í gegn-
um keppendur frá ólíkum lönd-
um. Hvort tveggja á án efa eftir
að nýtast mér vel,“ segir hann.
Arnar hafnaði í þriðja sæti
í keppni í rafvirkjun á Íslands-
móti iðngreina sem fór fram í
Smáralind í apríl árið 2010. Hann
var þá átján ára og því sá eini af
þremur efstu keppendunum sem
hafði þátttökurétt á World Skills
þar sem miðað er við 22 ára há-
marksaldur á árinu. Við tók við-
burðarík tíu daga dvöl í London í
október árið eftir þar sem Arnar
atti kappi við rafvirkja víðs vegar
að úr heiminum í hörkuerfiðri
viðureign.
„Þarna voru naglar og sumir
ótrúlega vel undirbúnir. Til
dæmis er liður í undirbúningi
suður-kóreska liðsins að senda
alltaf keppendur í skoðunarferð
á WorldSkills tveimur árum áður
en þeir taka þátt,“ lýsir Arnar og
segist af þeim sökum ekki hafa
átt í suma keppendurna. „Svo
eru vinnuaðferðir Íslendinga og
Breta mjög ólíkar og það bitnaði
líka á frammistöðunni.“
Dvölin var þó ekki eintómt
puð. Til marks um það fengu ís-
lensku keppendurnir að upplifa
breska menningu með skoðun-
arferð um London og heimsókn
í grunnskóla. „Við hittum skóla-
krakka sem voru búnir að læra
aðeins um Ísland, sögðum þeim
frá menningunni okkar og gáfum
þeim í kveðjuskyni bækur eftir
Brian Pilkington. Þau voru alsæl
með það,“ segir Arnar.
Hann segir ferðina hafa verið
mjög vel heppnaða. „Ég get ekki
annað sagt en að hún hafi verið
skemmtileg í alla staði og er
þakklátur Rafiðnaðarsamband-
inu fyrir að hafa hugsað vel um
mig.“
„Þetta var mikil vinna, mikill undirbúningur og
æfingar áður en lagt var í hann og mikið stress og
hamagangur meðan á keppninni stóð,“ segir Friðrik
Óskarsson sem sigraði á Íslandsmótinu í pípulögn-
um árið 2010 og tók þátt í keppni fyrir Íslands hönd
á WorldSkills í London í október síðastliðnum. „En
þetta var alveg rosalega skemmtilegt, mikil upplif-
un og maður gleymir þessu seint,“ segir hann glað-
lega þegar hann rifjar upp reynslu sína.
Hann er beðinn að lýsa verkefnunum sem hann
þurfti að leysa. „Þetta voru nokkur verkefni sem
við leystum á þremur keppnisdögum,“ segir hann
en meðal þess sem hann þurfti að gera var að leggja
skólprör. „Þá sauð maður saman plaströr og setti
upp líkt og í húsi nema maður sýndi það uppi á
vegg,“ segir hann. Þá þurfti hann að setja upp kló-
sett, vask og sturtu og leggja neysluvatnsrör með
alls konar sveigjum og beygjum. „Að lokum þurfti
ég að smíða Gordon Bridge-brúna í London úr stáli,“
lýsir hann. Meðan á þessu stendur fylgdust dómarar
náið með keppendum. „Þeir stóðu yfir manni til að
ganga úr skugga um að maður talaði ekki við neinn,“
segir Friðrik glettinn.
Friðrik lenti í 13. til 15. sæti af 25 keppendum og
er nokkuð ánægður með árangurinn. „Sérstaklega
þegar maður lítur til þess hve íslenska liðið æfir
sig lítið miðað við hin liðin. Sum þeirra hafa æft sig
stíft í tvö ár fyrir keppnina en það er bara ekki í boði
fyrir okkur,“ segir Friðrik sem hlaut einnig titilinn
„Best of nation“ þar sem hann fékk flest stig af ís-
lensku keppendunum.
Friðrik segir að reynslan af keppninni muni nýt-
ast honum vel í lífinu. „Eins og einn dómarinn sagði:
Ef þú stenst þessa pressu, þá stenstu alla pressu,“
segir hann glettinn. Hann eignaðist einnig vini í
London. „Ég held ég sé vinur allra á Facebook sem
kepptu á móti mér,“ segir hann glaðlega og telur það
einnig gagnlegt að sjá muninn á stöðu pípulagna-
greinarinnar milli landa. „Bretar, Danir, Svíar og
Kínverjar eru mjög framarlega í greininni en Ind-
verjar eru aftarlega á merinni.“
Friðrik útskrifaðist sem sveinn í pípulögnum árið
2008 og er nú orðinn meistari í greininni auk þess
sem hann útskrifaðist sem byggingaiðnfræðing-
ur frá Háskólanum í Reykjavík í maí í fyrra. Hann
starfar nú sem pípulagningamaður á Íslandi og segir
þokkalegt að gera. „Það er misjafnt eftir tímabilum
og mætti stundum vera meira,“ segir hann en seg-
ist þó ekki hafa hug á að flytja sig um set til Norður-
landanna eins og margir starfsfélagar hans hafa
gert. „Nei, mér finnst skemmtilegra að hafa fjöl-
skylduna og vinina í kringum mig.“
Ef þú stenst þessa pressu
þá stenstu alla pressu
Jóhanna Stefnisdóttir, hársnyrtir hjá hársnyrtistofunni
Fagfólk í Hafnarfirði, tók þátt í WorldSkills, heimsmeist-
aramóti í iðn- og verkgreinum, í London síðastliðið haust.
Keppnin er fyrir fólk undir 22 ára aldri.
Jóhanna útskrifaðist frá Iðnskólanum í Hafnarfirði
í fyrra og stundar nú meistaranám. Hún bar sigur úr
býtum í Íslandsmóti iðn- og verkgreina þegar hún var í
fimmta bekk árið 2010. Jóhanna hlaut þá gull í einstak-
lingskeppni í hársnyrtifræði. Sá sigur færði henni þátt-
töku í WorldSkills. „Þetta var strembin keppni sem stóð
frá átta á morgnana og fram á kvöld. Keppnin stóð í þrjá
daga og keppt var í galagreiðslum, litun, herra-, dömu-
og barnaklippingum. Við vorum ekki með lifandi módel
heldur dúkkuhausa,“ segir Jóhanna en þjálfari var með
henni allan tímann sem og leiðsögumaður. Keppnin fór
fram í stórri sýningarhöll sem nefnist ExCeL.
RISASTÓR KEPPNI
„Mér gekk ágætlega miðað við þann undirbúningstíma
sem ég hafði. Ég hefði þurft að undirbúa mig betur og í
lengri tíma. Aðrir keppendur höfðu lagt mjög mikið í und-
irbúninginn og nokkrir verið í þjálfun í allt að þrjú ár en
ég æfði aðeins í átta mánuði. Íslendingar hafa tekið þátt í
þessari keppni í nokkur ár en hún er haldin víða um heim.
Hún hefur meðal annars verið haldin í Japan. Það kom mér
mikið á óvart hversu stór keppnin er. Þarna keppa einstak-
lingar frá 51 landi. Mjög strangar kröfur eru gerðar til
keppenda og þess vegna er nauðsynlegt að vera vel skipu-
lagður. Fyrir mig var þetta sterk upplifun og mikil lífs-
reynsla,“ segir Jóhanna.
LÆRDÓMSRÍK KEPPNI
„MÉR FANNST EINNIG GAMAN AÐ SJÁ HVERSU MIKIÐ ER TIL AF
FÆRU OG HÆFU FAGFÓLKI Í ÞESSARI GREIN UM ALLAN HEIM.
KEPPNIN VAR SÉRSTAKLEGA LÆRDÓMSRÍK OG ÉG KOM TIL BAKA
NOKKRUM ÁRUM ELDRI Í ÞROSKA. ÉG MYNDI ÞÓ VILJA BENDA
ÞEIM Á SEM EIGA EFTIR AÐ FARA Í KEPPNINA AÐ UNDIRBÚA SIG
VEL. ÞAÐ SKILAR SÉR ÞEGAR Í KEPPNINA ER KOMIÐ. ÞÁ ÞARF
MAÐUR EINNIG AÐ FÁ STUÐNING FRÁ FYRIRTÆKJUM TIL AÐ
GETA GERT ÞETTA. ÉG FÉKK SLÍKAN STUÐNING OG ÞAÐ GERÐI
MÉR KLEIFT AÐ TAKA ÞÁTT Í WORLDSKILLS,“ SEGIR JÓHANNA.
Sterk upplifun og þroskandi reynsla
Jóhanna Stefnisdóttir hársnyrtir við störf hjá Fagfólki í Hafnarfirði.
FRETTABLADID/GVA
Arnar Helgi Ágússton keppti í raf-
virkjun á WorldSkills í London á síðasta
ári og skemmti sér konunglega. MYND/GVA
„Þetta var rosalega skemmtilegt,” segir Friðrik sem hér sést í
keppnisbásnum sínum að tengja rör.
Fóru á heimsmeistaramót
Þrír Íslendingar, Jóhanna Stefnisdóttir, Friðrik Óskarsson og Arnar Helgi Ágústsson, tóku þátt
í heimsmeistaramóti iðngreina, WorldSkills, í London í október á síðasta ári.
Heilmikið ævintýri