Fréttablaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 6. mars 2012 21 Sýning á verkum Einars Hákonarsonar list- málara var nýlega opnuð í Norræna húsinu og stendur til 18. mars. Verk úr norrænni goðafræði, dulúðgt landslag og spegilmynd samtímans eru meðal yrkisefna málarans og kraftmiklir litir kallast á við agaða mynd- byggingu. Einar hefur verið búsettur á Hólmavík á Ströndum síðustu ár. Hann er einn aðal portrettmálari þjóðarinnar og hefur málað ýmsa stjórnmálamenn, listamenn og skáld. Verk hans prýða ýmsar opinberar bygg- ingar, skóla, bankastofnanir, kirkjur og sali Alþingis. Á ferli sínum hefur Einar haldið yfir 40 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýn- inga víða um lönd. - gun Spegilmynd SLEIPNIR Verkin á sýningu Einars eru meðal annars úr norrænni goðafræði. „Við erum eiginlega þrjár hljóm- sveitir í einni. Í fyrsta lagi erum við hljómsveit sem gefur út frumsamið efni. Svo erum við hljómsveit sem spilar á kaffihús- um, böllum, brúðkaupum og þess háttar, og að lokum erum við hljómsveit sem spilar í kirkjum,“ segir Elías Bjarnason, annar gítar leikari hljómsveitarinnar Tilviljun? Hljómsveitin Tilviljun? hefur verið starfandi síðan árið 2010. „Við spilum helst rokktónlist en þó í bland við reggí, fönk, blús og djass,“ segir Elías og bætir við að hljómsveitin vinni saman að öllu sínu efni og semji lögin í sam- einingu. Þrír bræður Elíasar spila í hljómsveitinni auk hans. Það eru þeir Aron á trommur, Markús á gítar og Birkir á píanó. Auk þeirra bræðra samanstendur hljómsveitin af Gylfa Braga Guð- laugssyni, bassaleikara og þeim Auði Sif Jónsdóttur, Önnu Berg- ljótu Böðvarsdóttur og Ingi- björgu Hrönn Jónsdóttur sem annast sönginn. Hljómsveitin er nú að gefa út smáskífuna Vaktu, sem er með fimm frumsömdum lögum. Í til- efni útgáfunnar verða tónleikar nú í kvöld klukkan 20 í Fríkirkj- unni í Reykjavík. „Við munum einblína helst á okkar eigið efni og vera í rokkgírnum,“ segir Elías og bætir við að textar hljómsveitarinnar séu flestir inn- blásnir af kristilegum boðskap en að tónlistin eigi þó að höfða til flestra. - trs Þrjár hljóm- sveitir í einni VAKTU Hljómsveitin Tilviljun? gefur út smáskífuna Vaktu og heldur útgáfu- tónleika í tilefni af því. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 6. mars 2012 ➜ Tónleikar 12.00 Ágúst Ólafsson baritón og Antonía Hevesi píanóleikari halda hádegistónleika í Hafnarborg. 20.30 Tríó trommuleikarans Scott McLemore spilar á sjöundu tónleikum djasstónleikaraðarinnar á KEX Hosteli. 21.00 Benni Hemm Hemm og Jón Ólafs mæta á Café Rosenberg. ➜ Fyrirlestrar 12.05 Sigurður Gylfi Magnússon flytur fyrirlestur í Þjóðminjasafni Íslands sem hluti af hádegisfundaröð Sagnfræðinga- félags Íslands: Hvað eru minningar? Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is 09.15 Opnunarávarp Opening Róbert R. Spanó, forseti lagadeildar HÍ 09.20 Kynning Introduction by Chair Kristrún Heimisdóttir, lektor við lagadeild HA 09.25 Fyrirkomulag eftirfylgni samkvæmt EES samningnum The Enforcement System of the EEA Agreement Carl Baudenbacher, forseti EFTA dómstólsins 09.55 Andsvör og athugasemdir Comments and Discussion Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild HR 10.20 Kaffihlé – Break 10.40 Kynning Introduction by Chair Ágúst Þór Árnason, deildarformaður lagadeildar HA 10.50 Grundvallarréttindi í EES rétti Fundamental rights in EEA law Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu 11.30 Andsvör og athugasemdir Comments and Discussion Maria Elvira Mendez Pinedo, prófessor við lagadeild HÍ 12.00 Hádegishlé/Léttar veitingar – Lunch Break 13.00 Kynning Introduction by Chair Bryndís Hlöðversdóttir, rektor háskólans á Bifröst 13.10 Hlutverk Evrópudómstólsins við vernd réttinda einstaklinga og lögaðila Protection of Individual Rights by the ECJ Camelia Toader, dómari við Evrópudómstólinn 14.00 Andsvör og athugasemdir Comments and Discussion Dóra Guðmundsdóttir, aðjúnkt við lagadeild HÍ 14.30 Kaffihlé – Break 15.00 Samvinna innlendra dómstóla og dómstóla í Lúxemborg við forúrskurði og ráðgefandi álit Cooperation between National Courts and the EFTA Court in the Preliminary Reference Procedure Pallborðsþátttakendur / Panel Discussions Andreas Batliner, forseti Stjórnsýsludómstóls Liechtenstein Skúli Magnússon, ritari EFTA dómstólsins Stefán Geir Þórisson, hæstaréttarlögmaður Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmaður Fundarstjóri: Þorgeir Örlygsson, hæstaréttardómari 15:50 Ráðstefnulok Final Remarks and Farewell Páll Hreinsson, dómari við EFTA dómstólinn 16:00 Móttaka í boði lagadeildar HÍ Reception Málsmeðferð við forúrlausnir og aðgangur að dómstólum innan Evrópska efnahagssvæðisins Ráðstefnan verður á ensku og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Ráðstefna á vegum EFTA dómstólsins og lagadeildar Háskóla Íslands í samvinnu við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst og Háskólann í Reykjavík Föstudagurinn 9. mars í Hátíðarsal Háskóla Íslands The Preliminary Reference Procedure and Access to Justice in the European Economic Area Dagskrá / Programme LAGADEILD

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.