Fréttablaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 34
6. mars 2012 ÞRIÐJUDAGUR26 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI „Þetta er ekki skemmti- legt mál. Ég hef verið slæmur aftan í kálfa í um tvær vikur. Hef verið í sjúkraþjálfun vegna þessa en það hefur ekkert lagast. Ég fór svo í ómskoðun og þá kom í ljós að ég er með svokallaðan bláæðar- blóðtappa í kálfanum,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmað- ur ÍBV, við Fréttablaðið í gær. Hann mun verða frá knatt- spyrnuiðkun í þrjá til sex mánuði vegna veikindanna og því ljóst að hann bætir ekki markametið í efstu deild snemma næsta sumar. Tryggvi deilir metinu með Inga Birni Albertssyni en þeir hafa báðir skorað 126 mörk í efstu deild. „Þetta er alvarlegt mál. Nú er ég kominn á blóðþynningarlyf, þarf að sprauta mig í magann og sætta mig við að vera sjúklingur.“ Tryggvi er þekktur harðjaxl sem spilar nánast alltaf þó svo hann sé eitthvað meiddur. Það sannaði hann ítrekað síðasta sumar er hann spilaði allur blár og marinn hvað eftir annað. „Ég þarf að gúgla þetta og skoða hvað menn hafa verið fljót- ir til baka sem hafa lent í álíka. Það er talað um þrjá til sex mán- uði en eigum við þá ekki að segja að ég verði tvo mánuði frá,“ sagði Tryggvi bjartsýnn en hann ætlar ekki að láta veikindin aftra sér frá því að ná markametinu sem hann hefur svo lengi stefnt að. „Það eru samt allir í kringum mig að taka veikindin alvarlega. Ég má ekkert æfa á meðan ég er á þessum lyfjum. Ég verð að sætta mig við það en vonandi get ég farið að hjóla eða synda sem fyrst,“ sagði Tryggvi en hann getur ekki neitað því að þetta sé talsvert áfall fyrir sig. „Þetta verður mjög erfitt en er samt það alvarlegt að aldrei þessu vant verð ég að hlusta á og hlýða því sem læknarnir segja við mig. Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu því ég hélt ég væri bara með stífan kálfa.“ Tryggvi stefnir á að fara með Eyjamönnum í æfingaferð í lok mars þó svo hann sé veikur enda eru þær ferðir ekki síður til þess að þjappa hópnum saman. „Ég verð svo að sætta mig við að missa af fyrstu leikjunum. Ég hef nú alltaf byrjað mótin vel en það verður ekki af því í ár. Þetta er samt enginn dauðadómur þó alvarlegt sé. Það verða líklega einhverjir fengir því að ég sé farinn af vellinum og hætti að skammast í þeim,“ sagði Tryggvi léttur. Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, var hálfsleginn er Fréttablaðið heyrði í hinum enda tiltölulega nýbúinn að fá fréttirnar. „Þetta er mikið áfall og það er alveg klárt að við erum að taka eitt skref til baka með því að missa Tryggva. „Þetta er alveg grátlegt því hann var í ótrúlega góðu formi og fyrsti leikurinn án hans er eini leikur- inn sem við náðum ekki að skora í vetur. Það munar mikið um hann.“ Magnús segir líklegt að ÍBV muni styrkja sig í ljósi þessarar stöðu. „Við erum enn að melta þetta en ég tel ansi líklegt að við verð- um að bæta við okkur manni. Sá maður verður að koma að utan því enginn slíkur er á lausu hér á Íslandi.“ henry@frettabladid.is VALSKONUR geta í kvöld jafnað KR og Hauka að stigum í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna með sigri á KR í DHL-höllinni en leikur liðanna hefst klukkan 19.15. Valsliðið hefur unnið þrjá leiki í röð og það ásamt slæmu gengi KR (5 töp í röð) og Hauka (4 töp í röð) hafa gefið Hlíðarendakonum von um að komast í úrslitakeppnina þrátt fyrir að staðan hafi verið svört um tíma. Liðin er í 4. til 6. sæti deildarinnar en fjögur efstu liðin komast í úrslitakeppnina. Þetta verður mjög erfitt en er samt það alvarlegt að aldrei þessu vant verð ég að hlusta á og hlýða því sem læknarnir segja. TRYGGVI GUÐMUNDSSON KNATTSPYRNUMAÐUR Er enginn dauðadómur Markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson má ekkert æfa næstu mánuði eftir að hann fékk blóðtappa í fótinn. Tryggvi verður frá í þrjá til sex mánuði. MIKIÐ ÁFALL Tryggvi er prímusmótorinn í liði Eyjamanna og hans verður sárt saknað í fyrstu umferðum Íslandsmótsins í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Tveir leikir fara fram í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. AC Milan sækir Arsenal heim og Benfica fær Zenit í heimsókn. Zenit vann fyrri leik liðanna, 3-2. AC Milan valtaði aftur á móti yfir Arsenal, 4-0, á Ítalíu. Engu að síður stefnir Arsenal á að selja sig dýrt í kvöld. „Við viljum virkilega gefa allt í þetta og sjá hvað gerist. Við verð- um að gleyma því sem gerðist í fyrri leiknum og einbeita okkur að því sem við gerðum gegn Tot- tenham,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Í leiknum gegn Tottenham lenti Arsenal 2-0 undir en vann 5-2 að lokum. - hbg Meistaradeild Evrópu: Arsenal ætlar að selja sig dýrt PRINSINN FAGNAR Kevin Prince- Boateng fagnar marki í fyrri leiknum gegn Arsenal. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Íslenska kvennalandsliðið spilar um fimmta sætið í Algarve- bikarnum í ár eftir 1-0 sigur á Kína í lokaleik riðilsins í gær. Fanndís Friðriksdóttir kom inn á sem vara- maður og tryggði íslenska liðinu leik um fimmta sætið sem verður á móti Dönum á miðvikudaginn. Fanndís hafði ekki náð að skora í fyrstu 23 landsleikjum sínum með A-landsliðinu og Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari ákvað að taka hana út úr byrjunarliðinu en Fanndís byrjaði bæði gegn Þjóð- verjum og Svíum. „Ég var búin að bíða svolítið eftir þessu marki. Nú er gaman að þetta sé komið og vonandi koma fleiri í kjölfarið. Ég var búin að vera í byrjunarliðinu í tveimur fyrstu leikjunum en svo var ég tekin út fyrir þennan leik. Þá er gott að geta sýnt það að maður vill vera inni á vellinum,“ sagði Fanndís. „Fanndís hefur mest verið á kantinum hjá okkur en hefur lang- að að spila frammi veit ég. Hún nýtti tækifærið vel þegar hún fékk að fara fram. Það er mjög jákvætt. Við stólum mikið á markaskor- unina hjá Margréti Láru og Hólm- fríði og það er mjög jákvætt ef fleiri leikmenn taka ábyrgð á því að skora mörk. Hún kláraði færið sitt mjög vel og þær komu mjög sterkar inn í framlínuna, Fanndís og Harpa,“ sagði Sigurður Ragn- ar Eyjólfsson landsliðsþjálfari, en kínversku stelpurnar björguðu á marklínu frá Hörpu Þorsteins- dóttur skömmu áður en Fanndís skoraði. Hólmfríður Magnúsdóttir átti stoðsendinguna á Fanndísi í mark- inu og hefur því lagt upp bæði mörk íslenska liðsins á mótinu. „Fríða gaf gullfallega sendingu inn fyrir og ég kláraði með vinstri. Ég setti boltann milli lappanna á markverðinum, það er klassík. Við vorum miklu betri allan tímann og hefðum getað verið búnar að skora eitt til tvö mörk,“ sagði Fanndís kát en hún er eldfljót og þær eru ekki margar sem ná henni þegar hún er komin á ferðina. „Þær náðu mér allavega ekki í þetta skiptið,“ sagði Fanndís hlæjandi. Sigurður Ragnar var ánægður með leik íslenska liðsins. „Þær spiluðu mjög vel. Við vorum að prófa 4-4-2 og ég var ánægður með að það gekk svona vel. Við héldum skipulaginu mjög vel og þær voru að berjast og hlaupa fyrir hver aðra. Ég held að það hafi skilað þessum sigri í lokin að þær héldu alltaf áfram,“ sagði Sigurð- ur Ragnar og fram undan er leikur um fimmta sætið á móti Dönum á morgun. „Við viljum fá sem mest af leikj- um á móti sterkum liðum því þang- að erum við að stefna. Ég er mjög ánægður með að við mætum Dan- mörku. Það er hörkugott lið og verður gott próf fyrir okkur,“ sagði Sigurður Ragnar. - óój Fanndís Friðriksdóttir tryggði íslenska kvennalandsliðinu sigur á Kína og leik um 5. sætið í Algarve-bikarnum: Þær náðu mér allavega ekki í þetta skiptið FANNDÍS FRIÐRIKSDÓTTIR Var hetja íslenska liðsins í gær. MYND/GETTYIMAGES HANDBOLTI Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið 19 leikmenn til undirbún- ings fyrir leiki við Sviss í undan- keppni EM 2012. Leikirnir fara fram 22. mars í St. Gallen í Sviss og 25. mars í Vodafone-höllinni. Ágúst kallar meðal annars á tvo leikmenn sem hafa ekki verið viðriðnir liðið í síðustu verkefnum en það eru þær Jóna Margrét Ragnarsdóttir, örvhent skytta Stjörnunnar, og Ester Óskarsdóttir, leikstjórnandi ÍBV. Guðrún Ósk Maríasdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir komu einnig inn í hópinn en þær voru ekki með á HM í Kína. - óój Kvennalandsliðið í handbolta: Jóna og Ester fá tækifærið JÓNA MARGRÉT RAGNARSDÓTTIR Á að baki 49 landsleiki. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Gylfi Þór Sigurðsson er með bestu tölfræðina af öllum miðjumönnum ensku úrvals- deildarinnar sem hafa skorað þrjú deildarmörk eða fleiri á þessu tímabili. Það hafa nefnilega liðið fæstar mínútur á milli marka Gylfa af öllum skráðum miðjumönnum deildarinnar en hann hefur gert örlítið betur en Frank Lampard hjá Chelsea. Gylfi skoraði bæði mörk Swansea í 2-0 sigri á Wigan um helgina og það hafa liðið 169 mín- útur á milli marka hans. - óój Enska úrvalsdeildin: Gylfi betri en Lampard GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON Fagnar hér seinna marki sínu. MYND/GETTYIMAGES HANDBOLTI Arnór Þór Gunnarsson hefur ákveðið að spila með þýska úrvalsdeildarliðinu Bergischer HC næstu tvö árin en hann til- kynnti þetta á Twitter í gær. Arnór hefur undanfarið spilað með Bittenfeld í þýsku b-deild- inni en hann er fjórði marka- hæsti leikmaður deildarinnar með 6,5 mörk í leik. „Spila fyrir Bergischer HC næstu tvö árin. Vonandi í 1. deild. Ég er virkilega ánægður með þetta næsta skref,“ skrif- aði Arnór Þór inn á Twitter-síðu sína. Arnór Þór verður þar með liðsfélagi Rúnars Kárasonar. - óój Arnór Þór Gunnarsson: Búinn að semja við Bergischer Landsliðshópurinn: Markmenn: Guðný Jenný Ásmundsdóttir Valur Guðrún Ósk Maríasdóttir Fram Sunneva Einarsdóttir Valur Aðrir leikmenn: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir Valur Arna Sif Pálsdóttir Aalborg DH Ásta Birna Gunnarsdóttir Fram Dagný Skúladóttir Valur Elísabet Gunnarsdóttir Fram Ester Óskarsdóttir ÍBV Hanna Guðrún Stefánsdóttir Stjarnan Hildur Þorgeirsdóttir HSB Blomberg-Lippe Hrafnhildur Skúladóttir Valur Jóna Margrét Ragnarsdóttir Stjarnan Karen Knútsdóttir HSB Blomberg-Lippe Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir Valur Rut Arnfjörð Jónsdóttir Team Tvis Holstebro Stella Sigurðardóttir Fram Þórey Rósa Stefánsdóttir Team Tvis Holstebro Þorgerður Anna Atladóttir Valur Styst á milli marka miðju- manna í enska í vetur: 169 mín. Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea 3 mörk á 508 mínútum (3 stoðsendingar) 170 mínútur Frank Lampard, Chelsea 10 mörk á 1696 mínútum (5 stoðs.) 201 mínúta Adam Johnson, Man. City 5 mörk á 1006 mínútum (6 stoðs.) 202 mínútur Clint Dempsey, Fulham 12 mörk á 2422 mínútum (5 stoðs.) 220 mínútur Rafael van der Vaart, Tott. 7 mörk á 1540 mínútum (4 stoðs.) 223 mínútur Gareth Bale, Tottenham 10 mörk á 2226 mínútum (9 stoðs.)

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.