Fréttablaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 16
6. mars 2012 ÞRIÐJUDAGUR16 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. timamot@frettabladid.is „Við viljum fyrir alla muni vekja athygli á þessum samtökum sem styrkja konur um allan heim og berj- ast fyrir réttindum þeirra á hverj- um degi,“ segir leikkonan Unnur Ösp Stefánsdóttir sem fer með eitt burðarhlutverkið í uppfærslu Borgar- leikhússins á verkinu Eldhaf eftir líb- anska höfundinn Wajdi Mouawad. Í til- efni Alþjóðlegs baráttudags kvenna á fimmtudag efnir Borgarleikhúsið til sérstakrar styrktarsýningar á Eld- hafi annað kvöld, miðvikudaginn 7. mars, þar sem allur ágóði rennur til samtakanna UN Women á Íslandi. UN Women starfar á vegum Samein- uðu þjóðanna í þágu kvenna og jafn- réttis og veitir fjárhagslega og fag- lega aðstoð til að bæta stöðu kvenna í fátækustu löndum heims og á stríðs- átakasvæðum. Einnig verður boðið upp á umræður að sýningu lokinni þar sem fulltrúar frá UN Women og aðstand- endur sýningarinnar taka þátt. Unnur Ösp er ekki alls ókunn starf- semi UN Women, en hún var samtökun- um innan handar í Fiðrildaviku, söfn- unarátaki sem fram fór í haust sem leið. „Þá var ég í miðjum undirbúningi fyrir Eldhaf, en efni sýningarinnar er nátengt starfssviði samtakanna. Því má segja að þær hafi náð mér á rétt- um tímapunkti og ég vil allt fyrir þær gera,“ segir Unnur Ösp, en í Eldhafi er rakin saga móður í stríðshrjáðu landi í Mið-Austurlöndum. Hún segir und- irbúninginn fyrir verkið, sem hefur verið sýnt fyrir fullu húsi síðustu vikur, hafa reynt dálítið á. „Ég setti mig inn í málin og varð ansi meyr yfir ástandinu hjá konunum hinum megin á hnettin- um. Hryllingurinn í kringum stríð er svo mikill og lífið svo erfitt hjá þeim mörgum.“ Eldhaf er nú í sinni síðustu sýningar- viku og segir leikkonan gaman að geta lokið sýningum á svo sterkum og góðum nótum, en uppfærslan mun hafa haft mikil áhrif á áhorfendur og hlot- ið einróma lof gagnrýnenda. „Sýning- in hefur gengið framar öllum vonum,“ segir hún og bætir við aðspurð að hún telji allar líkur á því að hún komi til með að starfa frekar á sviði brýnna baráttumála á borð við þau sem UN Women einbeitir sér að í framtíðinni. „Baráttutaugin er sterk í mér. Ég hugsa að það sé óumflýjanlegt að ég endi ein- hvers staðar í Afríku,“ segir Unnur Ösp og hlær. kjartan@frettabladid.is ELDHAF Í BORGARLEIKHÚSINU: SÉRSTÖK STYRKTARSÝNING ANNAÐ KVÖLD Styrkja samtökin UN Women STYRKTARSÝNING Unnur Ösp segir undirbúninginn fyrir hlutverk sitt í Eldhafi hafa tekið nokkuð á. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SHAQUILLE O’NEAL, fyrrum körfuboltakappi, er fertugur í dag. „Ég er orðinn hundleiður á að heyra um peninga, peninga og aftur peninga. Ég vil bara spila körfubolta, drekka Pepsi og klæðast fatnaði frá Reebok.“ Knattspyrnufélagið Real Madrid var stofnað á þessum degi árið 1902 og fagnar því 110 ára afmæli sínu í dag. Félagið er eitt það stærsta og ríkasta af sinni tegund í heiminum og alhvítur búningur þess ein af helstu táknmyndum knattspyrnunnar. Félagið hét upphaflega Madrid Football Club og komst undir stjórn Alfons þrettánda Spánar- konungs árið 1920, en Real merkir konunglegt á spænsku. Á sjötta áratug síðustu aldar varð liðið stórveldi í heimalandinu og í Evrópukeppnum. Liðið er eitt þriggja sem aldrei hefur fallið niður um deild á Spáni. Það hefur unnið spænsku deildina oftast allra félaga, eða 31 sinni, og Meistaradeild Evrópu níu sinnum, einnig oftast allra. Með því hafa leikið margir af fremstu knattspyrnumönnum sögunnar eins og Alfredo di Stefano, Ferenc Puskas, Hugo Sanchez, Michael Laudrup, Raul Gonzales, Zinedine Zidane, Luis Figo, Cristiano Ronaldo og margir fleiri. Heimavöllur liðsins frá 1947, Santiago Bernabéu, tekur rúmlega 85.000 í sæti. ÞETTA GERÐIST: 6. MARS 1902 Real Madrid er stofnað Ástkær bróðir okkar, Bjarnhéðinn Guðjónsson vélvirkjameistari, Þrúðvangi 38, Hellu, er látinn. Útför hans fer fram frá Oddakirkju laugardaginn 10. mars kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta líknarfélög njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Guðjónsdóttir Pálmar Guðjónsson Ástkær sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, Einar Guðmundsson kennari, lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn 3. mars. Sigrún Magnúsdóttir Lúðvík Sveinn Einarsson Guðmundur Ragnar Einarsson Sólrún Sæmundsen Sigurliði Guðmundsson Ríkey Guðmundsdóttir Katrín Guðmundsdóttir Anna Þórdís Guðmundsdóttir Jón Steinar Guðjónsson og barnabörn. Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, Sigríður Aðalbjörg Jónsdóttir fyrrum forstöðukona, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 23. febrúar. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 7. mars kl. 13.00. Kolbeinn Helgason Guðrún Emilía Kolbeinsdóttir Kristín Kolbeinsdóttir Kolbeinn Vormsson Vormur Þórðarsson Yngvild Svendsen Sindre Einarsson Freyr Einarsson Okkar yndislegi faðir, sonur, bróðir, mágur og ástkær vinur, Gunnar Björn Björnsson Hlíðarvegi 52, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 3. mars í faðmi fjölskyldunnar. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. mars kl. 15.00. Sveinbjörn Valur Gunnarsson Elís Már Gunnarsson Hermann Nökkvi Gunnarsson Heiður Gunnarsdóttir Magnús Guðmundsson Björn Árnason Lilibeth S. Cipriano Árni Björn Björnsson Rannveig Björnsdóttir Hrafnhildur Björnsdóttir Marína S. Ottósdóttir Tinna Sveinsdóttir og Guðný Hermannsdóttir Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Bentey Hallgrímsdóttir frá Dynjanda í Jökulfjörðum, lést 4. mars sl. á Hjúkrunarheimilinu Skjóli. Hún verður jarðsungin föstudaginn 9. mars kl. 15.00 frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Hjúkrunarheimilisins Skjóls. F.h. fjölskyldunnar, Birgir Þórisson Rósa Kristín Þórisdóttir Smári Þórarinsson Sigurjón Einarsson Aldís Einarsdóttir Merkisatburðir 1853 Óperan La Traviata eftir Giuseppe Verdi er frumsýnd í Vín- arborg. 1920 Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis er stofnað, skamm- stafað KRON. 1930 Fryst matvæli eru seld í fyrsta skipti í Bandaríkjunum. 1969 Sex menn farast þegar sprenging verður um borð í togar- anum Hallveigu Fróðadóttur á Faxaflóa. 1979 Tveir ungir menn farast í snjóflóði á Þverdalshorni í Esj- unni. 1992 Tölvuvírusinn Michelangelo hóf að smitast milli tölva. 1994 Moldóvar höfnuðu sameiningu við Rúmeníu í þjóðarat- kvæðagreiðslu. 1998 Í Mývatnssveit mælist 34,7 gráðu frost á Celsíus sem er hið mesta á landinu í 80 ár. 2010 Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi frá stofnun lýðveld- is fór fram. Kosið var um svonefnd Icesave-lög.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.