Fréttablaðið - 07.03.2012, Síða 1
veðrið í dag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011
Miðvikudagur
skoðun 12
3 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Markaðurinn
Dælubúnaður
7. mars 2012
57. tölublað 12. árgangur
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 Helga Kristbjörg og Jón Þorsteinn héldu nýverið til Ísafjarðar til að kynna hljóðfærið harmóníkuna.
M ætingin var mjög fín, þarna var fólk á öllum aldri sem gæddi sér á kaffisopa meðan við sýndum því hvað harmóníkan hefur upp á að bjóða,“ segir Helga Kristbjörg Guðmundsdótt-ir sem ásamt Jóni Þorsteini Reynissyni hélt til Ísafjarðar í síðustu viku til að halda námskeið um hljóðfæri þeirra, harmóníkuna.
Heillandi
harmóníkur
2
Margir litir
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.mistyskor.is
Hugsaðu vel um fæturna
Sími 551 2070Opið mán.-fös. 10-18.Opið á laugard. 10-14.
Í meira en hálfa öld hafa milljónir manna um allan heim notað BIRKENSTOCK® sér til heilsubótar. Hvað um þig? Teg: Arisona. Verð: 12.885,-
Teg: Florida. Verð: 2. ,-
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill
þurrkari >
Þvottavél Þurrkari12 kg
Amerískgæðavara
Amerískgæðavara
Þjóðbúningadagur verður haldinn í Þjóðminja-
safni íslands sunnudaginn 11. mars. Gestir
eru hvattir til að mæta í þjóðbúningi. Þá býðst
gestum að koma með búningasilfur í greiningu
til Dóru Jónsdóttur gullsmiðs og Lilju Árnadóttur
fagstjóra munasafns. Einnig mun verða opnuð ný
heimasíða Þjóðbúningaráðs, www.buningurinn.is.
DÆLUBÚNAÐURMIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2012 Kynningarblað Hita- og vatnsveitukerfi, fiskiðnaður , matvælaiðnaður, viðgerðir
www.visir.is Sími: 512 5000 |
Miðvikudagur 7. mars 2011 | 5. tölublað | 8. árgangur
➜ Julie Kozack segir Al-
þjóðagjaldeyrissjóðinn
geta dregið lærdóm af
veru sinni á Íslandi.
➜ Mikilvægt að ráðast
ekki í stefnubreytingar
á borð við almennar
afskriftir skulda.
Mikilvægt að Ísland
útfærði áætlunina
Græna
prentsmiðjan!
Brasilía hægir ferðina
Minni hagvöxtur var í Brasilíu á síðasta ári en áætlanir gerðu ráð fyrir. Samkvæmt tölum sem gefnar voru út í gær nam vöxturinn 2,7% sem er ei-lítið minna en spár höfðu gert ráð fyrir og umtals-vert minni vöxtur en í fyrra þegar hann nam 7,5%.Stjórnvöld í Brasilíu kenna efnahagsþrengingum í Evrópu og Bandaríkjunum um minni vöxt bras-ilíska hagkerfisins enda hafði það í för með sér minni eftirspurn eftir helstu útflutningsvörum landsins. Í ár er spáð 4,5% hagvexti, en Guido Mantega fjármálaráðherra segir að uppbygging á innviðum landsins muni vera einn helsti drifkrafturinn að baki þeim vexti. - ÞJ
Pálmi Haraldsson setti 1,7
milljarða inn í Iceland Express
Nýr tilboðsbæklingur í dag
Mannvinir
Rauða krossins
hjálpa börnum í neyð
Hjálpaðu núna
raudikrossinn.is
Hönnuðu Lukku
Elsa Nielsen og Þorbjörg
Helga Ólafsdóttir unnu
til verðlauna fyrir
pappaklukkuna Lukku.
fólk 30
Þráhyggja Romans
Eigandi Chelsea hefur
eytt formúu í leit sinni að
Meistaradeildarbikarnum.
sport 26
110 ára Sögufélag
Við erum stolt af verkum
okkar segir Guðni Th.
Jóhannesson forseti.
tímamót 16
VIÐSKIPTI Fjölga þarf konum í
stjórnum fyrirtækja og lífeyris-
sjóða um 211 fyrir byrjun sept-
ember 2013. Þá tekur í gildi laga-
breyting sem felur í sér að hlutfall
hvors kyns í stjórnum fyrirtækja
með fleiri en 50 starfsmenn og líf-
eyrisjóða má aldrei verða minna en
40%. Nú vantar 192 konur í stjórnir
fyrirtækja sem falla undir löggjöf-
ina og 19 konur í stjórnir lífeyris-
sjóða. Einungis vantar einn karl-
mann í eina stjórn. Þetta kemur
fram í tölum frá Félagi kvenna í
atvinnurekstri (FKA) sem byggja
á upplýsingum frá Creditinfo og
KPMG.
Alls falla 285 stjórnir og 32 líf-
eyrissjóðir undir löggjöfina. Þau
fyrirtæki sem uppfylla skilyrð-
in eru samtals 128 talsins en 157
þeirra gera það ekki sem stend-
ur. Því þurfa um 55% fyrirtækja
sem lögin ná til að fjölga konum í
stjórnum sínum.
Hjá einu fyrirtæki þarf konunum
að fjölga um þrjár, hjá 34 þeirra
þarf að fjölga um tvær og 121
fyrirtæki þarf að bæta við einni
konu. Þá vantar 19 konur í stjórnir
32 lífeyrissjóða sem lögin ná til.
Á morgun verður haldinn fundur
til að fylgja eftir samstarfssamn-
ingi FKA, Samtaka atvinnulífsins,
Viðskiptaráðs, Creditinfo og allra
stjórnmálaflokka á Íslandi sem
undirritaður var 15. maí 2009 um
að fjölga konum í forystu íslensks
atvinnulífs til loka ársins 2013. Á
fundinum stendur til að dreifa lista
með nöfnum um 190 kvenna sem
gefa kost á sér til stjórnarsetu í
íslenskum fyrirtækjum og lífeyris-
sjóðum. - þsj /sjá Markaðinn
Vantar 211 konur í
stjórnir á Íslandi
Fyrirtæki og lífeyrissjóðir landsins þurfa að fjölga konum í stjórnum sínum
mikið til að uppfylla skilyrði laga sem taka gildi haustið 2013. Hjá fyrirtækjum
landsins vantar 192 konur og einn karlmann. Lífeyrissjóði vantar 19 konur.
STREKKINGUR víða en hvassviðri
allra syðst. Éljagangur sunnan-
og vestanlands en nokkuð bjart
norðan og austan til. Hiti víða í
kringum frostmark.
VEÐUR 4
1 -1
0
-1-1
HEILBRIGÐISMÁL Fimmtíu líffæri
úr þrettán látnum einstakling-
um hafa nýst sjúklingum hér á
landi frá árinu 2007. Aðstand-
endur synjuðu beiðnum um líf-
færagjafir átta sinnum á sama
tímabili.
Samkvæmt skoðanakönnunum
vilja 80 til 90 prósent Íslendinga
gefa líffæri eftir andlát sitt. Þó
neita aðstandendur líffæragjöf-
um í 40 prósentum tilfella. Þetta
er meðal þess sem kom fram í
erindi Runólfs Pálssonar, yfir-
læknis nýrnalækninga á Land-
spítalanum, á málþinginu „Líf-
færi fyrir lífið“ á Grand Hótel í
gær.
Lög voru sett um ákvörðun
dauða og brottnám líffæra til
ígræðslu árið 1991 og gera þau
ráð fyrir upplýstu samþykki,
eða ætlaðri neitun. Nú liggur
fyrir þingsályktunartillaga um
að taka upp ætlað samþykki, það
er að allir verði líffæragjafar við
andlát nema þeir hafi tilgreint
annað sérstaklega, líkt og tíðkast
í Noregi og víðar. - sv
Tæpur helmingur aðstandenda neitar afhendingu líffæra eftir andlát:
Þrettán líffæragjafar á fimm árum
SKÁK Reykjavíkurskákmótið í
Hörpu hófst með glæsibrag í
gær þegar Óttarr Proppé borg-
arfulltrúi lék fyrsta leikinn
fyrir Hou Yifan, heimsmeist-
ara kvenna, gegn Guðlaugu
Þorsteinsdóttur, margföldum
Íslandsmeistara kvenna.
Augu skákheimsins munu
væntanlega beinast að Yifan,
sem er átján ára og varð fyrst
heimsmeistari aðeins fimmtán
ára, og Fabiano Caruana, sem
er 19 ára og í sjöunda sæti á
heimslistanum í skák. Caruana
er jafnframt stigahæsti skák-
maður sem nokkru sinni hefur
teflt á Reykjavíkurmótinu og
búast flestir við að hann fari
með sigur af hólmi.
Um tvö hundruð keppendur
frá 36 löndum eru skráðir til
leiks á mótinu. - shá
Reykjavíkurskákmótið:
Caruana sigur-
stranglegastur
■ Hjörtu – 6
■ Nýru – 26
■ Lifrar – 11
■ Lungu – 6
■ Bris – 1
*úr látnum frá 2007
Líffæragjafir*
Í ÞUNGUM ÞÖNKUM Hou Yifan, heimsmeistari kvenna, og Guðlaug Þorsteinsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari kvenna, áttust
við á fyrsta degi Reykjavíkurskákmótsins sem hófst í Hörpu í gær. Yifan vann skákina nokkuð örugglega. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
fyrirtækja
sem lög um
kynjahlutfall í
stjórnum fyrirtækja og lífeyris-
sjóða ná yfir þurfa að fjölga
konum í stjórnum sínum.
55%
DÓMSMÁL Landsvirkjun gæti
þurft að greiða Fljótsdalshéraði
háar fjárhæðir í fasteignagjöld
af vatnsréttindum Jökulsár á
Dal, sem fyrirtækið fékk fram-
seld vegna gerðar Kárahnjúka-
virkjunar.
Innanríkisráðuneytið hefur
staðfest ákvörðun Þjóðskrár
þess efnis að meta eigi vatns-
réttindin til fasteignamats.
Landsvirkjun kærði niðurstöð-
una til ráðuneytisins.
Björn Ingimarsson, bæjar-
stjóri Fljótsdalshéraðs, segir
ekki einfalt að meta hverju fast-
eignamatið gæti skilað bæjar-
félaginu í fasteignagjöldum.
Björn segir Fasteignamat-
ið eiga að liggja fyrir innan
tveggja mánaða og jafnvel þótt
Landsvirkjun fari með málið
fyrir dóm fresti það ekki álagn-
ingu gjaldanna. - gar, sh / sjá síðu 4
Fljótsdalshérað gæti grætt vel:
Landsvirkjun
gert að borga af
vatnsréttindum