Fréttablaðið - 07.03.2012, Page 6

Fréttablaðið - 07.03.2012, Page 6
7. mars 2012 MIÐVIKUDAGUR6 Davíð Oddssyni fannst Geir H. Haarde ekki taka nægi- legt mark á aðvörunar- orðum hans í aðdraganda hrunsins. Þrátt fyrir það telur hann – eftir á að hyggja – að ómögulegt hafi verið að koma í veg fyrir bankahrunið. Rétt hafi verið af Geir að láta setja neyðar- lög, frekar en að bjarga bönkunum með hundraða milljarða fjárveitingum eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi viljað. Davíð Oddsson, fyrrverandi for- sætisráðherra og seðlabankastjóri þegar íslenska bankakerfið féll, hafði áhyggjur af stöðu íslensku bankanna allt frá miðju ári 2007 og fram að hruni og lét þær áhyggj- ur reglulega í ljós við samstarfs- menn sína í bankanum og Geir H. Haarde forsætisráðherra. Þetta fullyrti Davíð þegar hann bar vitni frammi fyrir Landsdómi á öðrum degi réttarhaldanna yfir Geir H. Haarde fyrir Landsdómi í gær. Tilfinning Davíðs beið skipbrot Davíð sagðist í fyrstu hafa talað um áhyggjur sínar fyrir daufum eyrum flestra. „Þetta var fremur tilfinning en örugg vissa,“ sagði Davíð. Sú tilfinning hefði ítrekað beðið skipbrot þegar bankarnir birtu trekk í trekk ársfjórðungs- uppgjör sem sýndu tugmilljarða hagnað bankanna og bentu til þess að allt væri í stakasta lagi. „Þetta skapaði mikla aðdáun meðal þjóð- arinnar allrar,“ sagði Davíð. Honum hafi hægt og bítandi tekist að sannfæra samstarfs- menn sína í Seðlabankanum um að óveðursský vofðu yfir og að undirbúa þyrfti viðbrögð við fjár- málakrísu. Hann kvaðst hins vegar ekkert kannast við það að Arnór Sighvatsson, fyrrverandi aðalhagfræðingur Seðlabankans, hefði viðrað sams konar áhyggjur á sínum tíma, eins og Arnór sagði í skýrslu sinni fyrir dómnum í gær. Davíð sagðist þvert á móti ekki minnast þess að Arnór hefði nokk- urn tíma rætt vanda bankanna og hefði „komið algjörlega af fjöllum“ þegar bankarnir féllu. Skýrari en aðrir seðlabankar Davíð sagðist einnig hafa rætt áhyggjur sínar við Geir og fleiri ráðherra, sem hafi hlustað og skil- ið, en kannski ekki trúað öllu sem hann sagði. Upplýsingarnar hafi hann veitt á lokuðum fundum og þær hafi verið of viðkvæmar til að geta ratað í opinber gögn frá Seðla- bankanum. Hann hafnaði því alfarið að upplýsingar frá Seðlabankanum hefðu verið misvísandi, og fullyrti að í opinberum skýrslum hefði verið kveðið mun fastar að orði um ástand bankanna en nokkrir aðrir seðla- bankar í heiminum hefðu treyst sér til að gera. Davíð viðurkenndi að hann hafi talið Geir ekki taka aðvörunarorð hans nógu alvarlega. Hvað sem því líður er það mat Davíðs, eftir á að hyggja, að strax á fyrstu mánuðum ársins 2008 hafi verið orðið of seint að bjarga bönkunum. Geir hafi því ekki haft neina kosti í stöðunni, aðra en hugsanlega að segja af sér. Það hefði þó verið ábyrgðarlaust. Neyðarlögin hárrétt ákvörðun Davíð lagði áherslu á að setning neyðarlaganna í október 2008 hefði verið hárrétt skref. Fram kom í máli Davíðs að sumir stjórnmálamenn hefðu talað fyrir því að fara aðra leið. Hann nefndi sérstaklega Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, þáver- andi utanríkisráðherra og formann Samfylkingarinnar, sem Davíð full- yrðir að hafi talað fyrir því að ríkið myndi taka 30 til 40 milljarða evra neyðarlán til að bjarga bönkunum, frekar en að leyfa þeim að fara í gjaldþrot eins og raunin varð. Leið Ingibjargar hafi borið dauðann í sér. Enginn hefði tekið við bönkunum Davíð var spurður um áætlanir þess efnis að færa starfsemi íslensku bankana úr landi og sagði að slíkar hugmyndir hefðu sannarlega verið uppi. Hins vegar væri honum nú ljóst að líklega hefði það aldrei tek- ist eftir árið 2006 vegna andstöðu erlendra eftirlitsstofnana. „Ég held að það hefði enginn tekinn á móti þessum bönkum á þessum tíma,“ sagði Davíð. Davíð taldi enn fremur að Geir hefði ekkert getað aðhafst til að liðka fyrir flutningi Icesave-reikn- inganna í erlend dótturfélög. Þess utan hefði það verið á verksviði ráð- herra bankamála og fjármálaeftir- lits, Björgvins G. Sigurðssonar. Ritskoðaðir ríkisstjórnarfundir Að síðustu spurði Andri Árna- son, verjandi Geirs, Davíð um fundargerðir ríkisstjórnarfunda í tengslum við síðasta ákærulið- inn, sem snýst um upplýsinga- gjöf Geirs til samráðherra sinna. Enginn hefur setið lengur sem forsætisráðherra en Davíð. Þar greindi Davíð frá því að oft hefði dagskrá ríkisstjórnarfunda verið ritskoðuð eftir á, áður en hún var send til fjölmiðla, „til að halda friði og ró í þjóðfélaginu“. Seðlabankastjórar um allan heim töluðu mjög þokukennt. Davíð Oddsson, fyrrverandi seðla- bankastjóri, taldi að ef eitthvað væri hefði hann talað skýrar en aðrir seðlabankastjórar um ástandið. Þegar mér var sagt að Björgólfur Thor og Björg- ólfur Guðmundsson teldust ekki tengdir aðilar þá spurði ég hvort það væri ekki leiðinlegt fyrir Þóru – sem var móðir annars og kona hins. Davíð hafði ekki mikla trú á því hvernig Fjármálaeftirlitið mat tengda aðila. Ég er ekki hér til að bera neina sök á fyrrverandi forsætisráðherra. Mér kemur það ekki til hugar og get ekki hugsað mér það. Þótt Davíð hafi ekki alltaf verið sam- mála ákvörðunum Geirs Haarde telur hann að Geir hefði ekki getað komið í veg fyrir bankahrunið. Það eina sem Geir hefði getað gert var að segja af sér – en það hefði verið ansi mikið ábyrgðarleysi. Davíð telur að hendur Geirs hafi mikið til verið bundnar allt árið 2008. Það má ekki gleyma því að þótt bankarnir gömlu séu hataðir núna þá voru þeir elskaðir á þessum tíma. Davíð skýrir hvers vegna aðvörunar- orð voru ekki vinsæl. Þessir bankastjórar voru orðnir þannig að þeir buðu mönnum ekki góðan dag fyrir minna en fimm milljarða. Þegar ákveðið var að bindiskylda næði ekki til erlendra útibúa Lands- bankans losnaði um tuttugu milljarða í lausafé hjá bankanum. Davíð útskýrir að það hefðu ekki þótt „stórir peningar“ í bransanum. Orðrétt Réttarhöldin fyrir Landsdómi halda áfram í dag. Dagurinn hefst klukkan níu þegar tekin verður skýrsla um síma af Ingimundi Friðrikssyni, fyrrverandi seðla- bankastjóra, sem býr í Noregi. Í kjölfar hans fylgja Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, og síðan Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðu- neytinu. Aðrir sem koma fyrir dóminn á morgun eru Áslaug Árnadóttir, sem var staðgengill ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu og stjórnarformaður Tryggingar- sjóða innstæðueigenda og fjárfesta, Jón Sigurðsson, sem var stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og sat í bankaráði Seðlabankans, og að síðustu Jón Þ. Sigur- geirsson, framkvæmdastjóri skrifstofu bankastjórnar Seðlabankans. Á fimmtudag er gert ráð fyrir að fyrir dóminn komi meðal annarra Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis. Á föstudag mæta meðal annarra ráðherrarnir Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðar- dóttir, auk þingmannsins Tryggva Þórs Her- bertssonar, sem var efnahagsráðgjafi Geirs H. Haarde við hrunið. Á mánudag er gert ráð fyrir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra beri vitni, auk Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnar- formanns Kaupþings, Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, Landsbankastjóranna fyrrverandi, Sigur- jóns Þ. Árnasonar og Halldórs J. Kristjánssonar, og Björg- ólfs Guðmundssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbankans. Ingimundur, Baldur og Bolli bera vitni í dag VARAÐI ÍTREKAÐ VIÐ Davíð segist hafa byrjað að vara við hættum sem steðjuðu að bankakerfinu löngu fyrir árið 2008. Á þær hafi lítið verið hlustað til að byrja með. Geir hefði samt ekkert getað gert til að afstýra hruninu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „MINN GÓÐI VINUR“ Davíð sagði að hann og Geir væru aldavinir og það kunni að hafa haft áhrif á hversu óformleg samskipti þeirra voru oft og tíðum. Ingibjörg vildi slá lán og bjarga bönkunum Stígur Helgason stigur@frettabladid.is Geir H. Haarde fyrir Landsdómi – dagur 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.