Fréttablaðið - 07.03.2012, Síða 17

Fréttablaðið - 07.03.2012, Síða 17
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 7. mars 2011 | 5. tölublað | 8. árgangur ➜ Julie Kozack segir Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn geta dregið lærdóm af veru sinni á Íslandi. ➜ Mikilvægt að ráðast ekki í stefnubreytingar á borð við almennar afskriftir skulda. ➜ Hraði afnáms hafta mun ráðast af því hversu hratt greiðslu- jöfnuður lagast. Mikilvægt að Ísland útfærði áætlunina Græna prentsmiðjan! Brasilía hægir ferðina Minni hagvöxtur var í Brasilíu á síðasta ári en áætlanir gerðu ráð fyrir. Samkvæmt tölum sem gefnar voru út í gær nam vöxturinn 2,7% sem er ei- lítið minna en spár höfðu gert ráð fyrir og umtals- vert minni vöxtur en í fyrra þegar hann nam 7,5%. Stjórnvöld í Brasilíu kenna efnahagsþrengingum í Evrópu og Bandaríkjunum um minni vöxt bras- ilíska hagkerfisins enda hafði það í för með sér minni eftirspurn eftir helstu útflutningsvörum landsins. Í ár er spáð 4,5% hagvexti, en Guido Mantega fjármálaráðherra segir að uppbygging á innviðum landsins muni vera einn helsti drifkrafturinn að baki þeim vexti. - ÞJ Pálmi Haraldsson setti 1,7 milljarða inn í Iceland Express Félag í eigu Pálma Haraldssonar afskrifaði hlutafé í Iceland Express upp á rúmlega tvo milljarða króna í lok síðasta árs og breytti í kjölfarið kröfu upp á rúmlega 1,7 milljarð króna í nýtt hlutafé. Þetta kemur fram í tilkynningu sem barst til fyrirtækja- skráar 31. janúar síðastliðinn. Iceland Express er í eigu Eignarhaldsfélagsins Fengs. Samkvæmt heimildum Markaðarins var tap Ice- land Express vel á annan milljarð króna á árinu 2011 og hlutafjáraukningin er að mestu til að mæta því tapi. - ÞSJ Seðlabankinn tekur í taumana Seðlabanki Íslands seldi í gær 12 milljónir evra, jafngildi tæpra 2 milljarða króna, á millibanka- markaði með gjaldeyri. Fyrir vikið hafði gengi krónunnar styrkst um 0,98 prósent við lokun mark- aða í gær. Í tilkynningu sem Seðlabankinn sendi frá sér vegna þessa segir að óvenjumikið útstreymi hafa verið á gjaldeyri að undanförnu. Bankinn telji um tímabundið ástand að ræða sem hafi haft tölu- verð áhrif á gengi krónunnar. Óæskilegt sé að tímabundnar hreyfingar á gjaldeyrisstreymi hafi mikil áhrif á gengið og því hafi bankinn beitt sér til að draga úr gengissveiflum. Bankinn hefur undan- farið keypt töluvert magn af gjaldeyri af fjármála- fyrirtækjum. Gengi krónunnar hefur veikst um 5,7 prósent frá því í nóvember. - MÞL

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.