Fréttablaðið - 07.03.2012, Side 18

Fréttablaðið - 07.03.2012, Side 18
Fróðleiksmolinn Dagatal viðskiptalífsins dagatal viðskiptalífsins | 2 7. mars 2012 | miðvikudagur ER ÞITT FYRIRTÆKI MEÐ SAMNING? SAGA CLASS Úrvalsþægindi, gott rými og fyrsta flokks þjónusta. Fyrirtæki sem eru með samning við Icelandair njóta þess í hagkvæmari rekstri, betri tímanýtingu og ánægðara starfsfólki. Hlunnindi sem fyrirtækjasamningur veitir: Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki. Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn – alla daga ársins. Afsláttur sem býðst af fargjöldum til áfangastaða Icelandair. Nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum. + Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is/fyrirtaeki eða sendið fyrirspurnir á fyrirtaeki@icelandair.is ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 5 39 19 0 4 /2 01 1 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS ➜ Fasteignamarkaðurinn í feb. eftir landshlutum ➜ Efnahagur Seðlabankans – hagtölur SÍ ➜ Lífeyrissjóðir – hagtölur SÍ FIMMTUDAGUR 8. MARS ➜ Talningar úr þjóðskrá ➜ Landsframleiðsla 2011 – Hagstofan ➜ Landsframleiðsla á 4. ársfjórðungi 2011 – Hagstofan FÖSTUDAGUR 9. MARS ➜ Fjármál hins opinbera 2011 – Hagstofan ➜ Vísitala launa á 4. ársfjórðungi 2011 – Hagstofan ➜ Markaðsupplýsingar Lánamála ríkisins ➜ Útboð ríkisbréfa ➜ Evrópufundaröð Alþjóðam. stofnunar – smáríki MÁNUDAGUR 12. MARS ➜ Greiðslumiðlun – hagtölur SÍ ➜ Ársreikningur HB Granda ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS ➜ Fjöldi þinglýstra leigusamninga ➜ Fæddir Íslendingar árið 2011 – Hagstofan ➜ Atvinnuleysi í febrúar 2012 ➜ Gjaldeyrisforði og tengdir liðir – hagtölur SÍ ➜ Smásöluvísitala RSV ➜ Útboð ríkisvíxla Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á VIÐSKIPTI Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is Stór fyrirtæki og lífeyrissjóðir þurfa að fjölga konum í stjórnum sínum um 211 á næsta eina og hálfa árinu til að uppfylla lög um lágmarkshlutfall kynja í stjórnum fyrirtækja. Einungis vantar einn karl í stjórnir fyrirtækja til að uppfylla skilyrði laganna. Alls falla 285 fyrirtæki og 32 lífeyris- sjóðir undir löggjöfina. Um 55% þeirra fyrirtækja þurfa að bæta við konum eða körlum til að upp- fylla ákvæði laganna sem ná yfir öll félög sem eru með fleiri en 50 starfsmenn. Þetta kemur fram í tölum frá Félagi kvenna í atvinnu- rekstri (FKA). Í mars 2010 var gerð breyting á hlutafélagalögum sem fól í sér að hlutfall hvors kyns í stjórnum stærri fyrirtækja og lífeyris- sjóða verði aldrei lægra en 40%. Breytingin tekur gildi 1. septem- ber 2013. Þar segir orðrétt að „í stjórnum opinberra hlutafélaga og hlutafélaga þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafn- aði á ársgrundvelli skal hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur mönnum og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír í slíkum félögum skal tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%. Sama gild- ir um kynjahlutföll meðal vara- manna í slíkum félögum en hlut- föllin í stjórn og varastjórn skulu þó í heild vera sem jöfnust. Náist ekki viðhlítandi niðurstaða má samþykkja nauðsynlega breyt- ingu með nýrri ákvörðun hlut- hafafundar en ákvæði um þetta efni skal taka upp í samþykktir félags“. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk hjá FKA upp- fylla 128 fyrirtæki sem lögin ná til skilyrðin í dag, eða 45% þeirra. Því þurfa 157 fyrirtæki að bæta við konum eða körlum í stjórnir sínar á næstu aðalfundum. Hjá einu fyrirtæki þarf konunum að fjölga um þrjár, hjá 34 þeirra þarf þeim að fjölga um tvær og 121 fyr- irtæki þarf að bæta við einni konu í stjórn sína. Þá vantar 19 konur í Vantar 211 konur í stjórnir á Íslandi Lög sem skylda öll fyrirtæki með fleiri en 50 starfsmenn til að tryggja að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40% í stjórnum þeirra taka gildi í september 2013. Þeir sem lögin ná til eiga langt í land með að uppfylla skilyrði þeirra. stjórnir 32 lífeyrissjóða sem lögin ná til. Því er ljóst að það hallar mikið á konur í þessu samhengi, enda telst FKA til að það vanti 211 konur í stjórnir fyrirtækja og líf- eyrissjóða til að skilyrðin séu upp- fyllt. Landssamtök lífeyrissjóða hafa opinberlega lýst yfir and- stöðu við lögin og hafa kvartað yfir því að þau hafi verið sett án samráðs við lífeyrissjóðina. Í Noregi hafa sambærileg lög verið í gildi frá því í ársbyrjun 2006. Þau kveða á um að ef stjórn- armenn eru fleiri en fimm þá skuli hlutur hvors kyns ekki vera minni en 40%. Sökum stærðar stjórnanna sem lögin ná til snúa þau fyrst og síðast að stórum fyr- irtækjum sem eru skráð á mark- að eða í eigu ríkisins að fullu eða hluta. Norðmenn hafa verið með lögin í endurskoðun með það að leiðarljósi að þau nái einnig til meðalstórra og minni fyrirtækja. Þar fengu fyrirtæki tveggja ára aðlögunartíma til að verða við ákvæðum laganna. Þegar kynja- kvótinn var innleiddur var hlut- fall kvenna í stjórnum fyrirtækja sem skráð voru í Kauphöllinni í Ósló 9%. Árið 2009 var það komið upp í 36%. FJÓRÐUNGUR STJÓRNARMANNA KONUR KONUR FKA stendur fyrir fundi um stjórnarhætti á fimmtudag. Á honum verður lista með nöfnum 190 kvenna sem gefa kost á sér til stjórnarsetu dreift til fundargesta. Listinn verður einnig sendur til fyrirtækja sem falla undir löggjöfina. Hulda Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri FKA. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í könnun sem KPMG gerði á meðal íslenskra stjórnarmanna um bakgrunn og störf þeirra sumarið 2011 kom fram að einungis 25% þeirra stjórnar- manna sem tóku þátt í könnuninni voru konur. Hún náði til 232 fyrittækja og 32 lífeyrissjóða. Í niðurstöðum könnunarinnar kom einnig fram að 98% kvenkyns stjórnarmanna 50 ára og yngri voru háskólamenntaðir samanborið við 82% karla á sama aldri. Um 74% kvennanna voru með framhaldsmenntun í háskóla en ekki nema 54% karlanna. 2012 2013 2014 2015 7 6 5 4 3 2 1 Núna HTTP://DATA.IS/Z2KRUB 12 mánaða verðbólga mældist 6,3% í febrúar 2012 og hefur farið hækkandi undanfarna mánuði. Nýjustu spár Seðlabanka Íslands, Hagstofunnar og ASÍ gera ráð fyrir lækkandi verðbólgu á næstu árum. Hagstofan gerir ráð fyrir að verðbólga árið 2015 verði 2,5% frá því sem nú er. ASÍ spáir jafnframt lækkun og gerir ráð fyrir að í lok 4. ársfjórðungs árið 2014 verði verðbólgan komin undir 2%, eða 1,81%. Samkvæmt nýjustu spá Seðlabankans í febrúar 2012 gerir bankinn ráð fyrir að verðbólgan verði komin undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans eða 2,33% á fyrsta ársfjórðungi árið 2015. Verðbólguspá Ecomomist Intelligence Units er dótturfélag The Ecomomist Group sem gefur út tímaritið The Ecomomist. EIU heldur utan um og gefur út spár um hagtölur landa flestra þjóða og fyrir Ísland einnig. Myndin sýnir árlega verðbólgu á Íslandi og spá EIU næstu árin eða til 2016 sem er 4,5%. Verðbólguspá Ecomomist Intelligence Units (EIU) 20 15 10 5 0 Núna 1995 2000 2005 2010 2015

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.