Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 24
KYNNING − AUGLÝSINGDælubúnaður MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 20122 Nýlega urðu skipulagsbreytingar hjá ITT og var fyrirtækinu þá skipt upp í þrjár einingar. Um leið fengu vörur sem tengjast vökvavinnslu, -rannsóknum og –flutningi nýtt nafn, Xylem. Í hinu nýja fyrirtæki safnast saman yfir eitt hundrað ára reynsla í meðhöndlun vatns. Með þess- ari breytingu eiga starfsmenn um allan heim auðveldara með að vinna saman við að finna tæknilegar lausnir sem uppfylla þarfir viðskiptavinanna. Sigurður Geirsson, framkvæmdastjóri Danfoss, segir að fyrirtækið hafi selt dælur í áratugi frá ITT og þótt fyrirtækið hafi breytt nafninu verði engar breytingar á vör- unum. „Xylem er 12.000 manna hópur sem hefur það að sameiginlegu markmiði að finna nýjar lausnir á vandamálum er varð- ar vatnsþörf jarðarinnar. Kjarninn í vinnu þessa hóps er að finna nýjar tæknilausnir sem auðvelda jarðarbúum að flytja, geyma og nýta vatn.“ Tók við af Héðni Þó að fyrirtækið heiti Danfoss f lytur það inn fleiri vöruheiti en þar á meðal eru dæl- urnar. Danfoss-merkið er líklega best þekkt fyrir hitastilla á ofna. Að sögn Sigurðar var það fyrirtækið Héðinn sem flutti inn Dan- foss vörur um árabil ásamt öðrum merkj- um. Árið 1994 var Héðni skipt upp í þrjár einingar, ein þeirra var Héðinn verslun sem hélt áfram að f lytja inn Danfoss og fleiri þekkt merki. „Árið 1999 keypti Dan- foss fyrir tækið í Danmörku Héðin verslun. Þá var skipt um nafn á fyrirtækinu en starf- semin er óbreytt með sömu starfsmönnun- um. Hér er því mikil reynsla og þekking. Dælurnar hafa fylgt fyrirtækinu þótt þær séu ekki framleiddar hjá Danfoss,“ útskýrir Sigurður. „Dælurnar eru notaðar í fiskiðnaði, fiski- skipum, skolpdælustöðvum, hita- og vatns- veitukerfum, matvælaiðnaði og á öðrum sviðum þar sem dælur eru notaðar. Þær eru auk þess af öllum stærðum og gerðum, allt frá litlum dælum fyrir sumarhús eða hita- kerfi húsa og upp í stórar dælustöðvar eins og menn þekkja á strandlengjunni,“ segir Haraldur Sigurðsson, sölustjóri í dæludeild- inni. „Við erum með varahlutaþjónustu fyrir viðskiptamenn okkar og ráðleggjum við val á dælum. Tvö verkstæði, Raftíðni og Rafeining, sjá um viðgerðarþjónustu fyrir okkur. Þeir hafa þá þekkingu og reynslu sem þarf til að gera við dælurnar.“ Á þekktum stöðum Sem dæmi um lausnir þar sem Xylem- dælurnar eru notaðar má nefna: 1) Xylem-dælur eru notaðar til að flytja vatn upp á efstu hæðir hæstu byggingar í heimi, svo sem Burj Khalifa í Dubai. Byggingin er yfir 820 m á hæð og Xylem-dælurnar flytja vatn í skrifstofur, íbúðir, veitingastaði og jafnvel sundlaugar í byggingunni. 2) Á Indlandi eru Xylem-dælur notaðar í risavöxnum áveitu- og vökvunarkerfum til að breyta örfoka eyðimörkum í ræktunar- lönd. Í einu stærsta vökvunarkerfi heims flytja Xylem-dælur vatn yfir 25 km vega- lengd til Kutch-héraðsins í Gujurat. 3) Í Ástralíu, þar sem geta komið áralöng þurrkatímabil, er vatnsmeðhöndlunar- búnaður frá Xylem notaður til dæmis á flug- vellinum í Sydney til að nýta regnvatn til notkunar utan neysluvatnskerfa til dæmis loftkæliturna, bílaþvott og vökvunarkerfi. Þetta sparar f lugvallaryfirvöldum 350 milljón lítra af ferskvatni á ári. 4) Í New York, þar sem verið er að endur- byggja World Trade Center, eru dælur frá Xylem notaðar í hundraðavís í nærri allan flutning á skolpi í turnum 1, 2, 3 og 4. Xylem- dælur sjá einnig fyrir vatnsflæðinu í hinu fagra 9/11 minnismerki sem var vígt nýlega. Góðar lausnir Nafnið Xylem vísar til þess vefjar í plöntum sem f lytur vatn. Xylem-fyrirtækin ein- beita sér nú að því að finna lausnir á sviði vatnsflutnings, vatnshreinsunar og próf- unar. Xylem hefur á undanförnum áratug- um aflað gríðarlegrar reynslu, og mun sú reynsla, ásamt miklu vöruúrvali og sterkum tengslum við viðskiptavini, gera Xylem enn frekar kleift að reiða fram lausnir fyrir viðskiptavinina. Xylem fyrirtækin hafa í áraraðir verið framarlega í þróun á dælubúnaði. Má þar nefna brunn- og borholudælur sem stað- settar eru undir yfirborði vökvans sem þær dæla. Xylem er stærsti framleiðandi slíkra dæla í heiminum. Árið 1999 var N-dæl- an frá Flygt sett á markað. Með henni náð- ist að minnsta kosti 25% sparnaður í orku- notkun miðað við aðrar dælutegundir. Á undanförnum árum hefur Xylem boðið dælubrunna, tilbúna til niðursetningar með dælum og öllu tilheyrandi, undir nafninu TOP stöðvar. TOP stendur fyrir The Otimal Pumping station. Ný kynslóð af dælum Árið 2009 kom fram ný kynslóð af N-dæl- um sem kölluð var The Adaptive N-pump. Hún er þeim einstöku eiginleikum gædd að nánast ómögulegt er að hún stíflist vegna aðskotahluta í vökvanum. Hún er því ein- staklega hagkvæmur kostur varðandi orku- notkun og viðhald við mjög erfið dæluskil- yrði eins og til dæmis í skolpdælustöðvum. Á síðasta ári kom einnig fram ný kynslóð af lóðréttum þrepadælum sem eru mun hag- kvæmari með tilliti til orkunotkunar og við- halds í fjölmörgum kerfum þar sem þörf er á þrýstiaukadælum. Þessa áherslu Xylem á nýjar tæknilausnir má finna hvarvetna innan samsteypunnar, og er stöðugt verið að leita leiða til að bæta vörur og finna nýjar sem mæta þörfum markaðarins. Þekkt nöfn Fjölmargir Íslendingar þekkja dælunöfn- in, Lowara, Flygt og Vogel. Þessar vörur eru hryggjarstykkið í dæluframleiðslu Xylem, og munu að sjálfsögðu halda áfram að vera þekktar fyrir gæði, áreiðanleika og getu. Xylem er með framleiðslu í 15 löndum og sölustarfsemi í 125 löndum. Þeir sem vilja kynna sér dælurnar geta komið í Danfoss, Skútuvogi 6 og fengið ráðleggingar. Einnig má fá upplýsingar á heimasíðunni xylem- inc.com. Nýjar og fullkomnar tækni- lausnir í Xylem-dælubúnaði Fyrirtækið Danfoss hefur verið leiðandi hér á landi í framboði á dælum sem notaðar eru jafnt á landi sem til sjávar. Fyrirtækið hefur flutt inn og þjónustað dælur frá ITT-iðnaðarrisanum. Haraldur Sigurðsson, sölustjóri í dæludeildinni hjá Danfoss í Skútuvogi 6. FRETTABLADID/ANTON Haraldur Sigurðsson í skolpdælustöð í Hafnarfirði þar sem Xylem- dælur hafa verið notaðar.Dælustöð við sjávarsíðuna þar sem er dæla frá Xylem. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is s. 512 5432. Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.