Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 29
5MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2012 Kozack telur að AGS geti dregið margþættan lærdóm af þeirri efnahagsáætlun sem sjóðurinn og íslensk stjórn- völd luku í ágúst síðastliðnum. „Einn slíkur lærdómur er sá að það þarf að horfa á óhefðbundnar lausnir á tímum þegar mikil áföll ríða yfir það land sem á í hlut. Öll lönd eru mismunandi og aðstæður þeirra eru sérstakar. Það er ekki hægt að beita sömu meðölum all- staðar. Á Íslandi voru til dæmis sett gjaldeyrishöft, sem er fjarri því að vera hefðbundið úrræði hjá sjóðnum. Það hefur hins vegar komið í ljós að höftin gáfust mjög vel í þeirri viðleitni að ná stöðugleika í íslensku hagkerfi. Annar lærdómur sem við höfum lært er sá að það sé mikilvægt að stjórnvöld í hverju landi eigi áætlunina. Þar á ég við að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ríkisstjórnir koma sér saman um ákveðin markmið sem þarf að ná, að ríkisstjórnin útfæri sjálf hvernig hún nær þeim. Þetta var gert mjög snemma á Íslandi og var ákveðin nýbreytni hjá sjóðnum. Ég tel að þetta eignarhald á áætluninni hafi verið mjög mikilvægt og ein ástæða þess að íslenskum stjórnvöldum hefur tekist að ná jafn miklum árangri og raun ber vitni í efnahagsmálum frá hruni.“ LÖNDIN VERÐA AÐ EIGA ÁÆTLUNINA Julie Kozack hefur gegnt starfi yfir- manns sendinefndar AGS á Íslandi frá því í október 2010. Hún tók við því starfi af Mark Flanagan sem sneri sér að störfum í Grikklandi fyrir hönd sjóðsins. Á meðan hún fór fyrir nefnd- inni var þremur síðustu endurskoð- unum á efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og AGS lokið, en áætlun- inni lauk formlega í ágúst síðast- liðnum. Síðan þá hefur AGS þó haldið skrifstofu sinni hér á landi opinni og til að fylgjast með framþróun mála og til að veita stjórnvöldum ráðgjöf. Kozack tilkynnti í síðustu viku að hún væri að láta af störfum hérlendis. Hún er að fara að taka við verkefni fyrir hönd AGS í Póllandi. Kozack hefur starfað hjá AGS frá árinu 1999. Hún er með doktorsgráðu frá Columbia-háskólanum í New York og hefur einnig starfað hjá Alþjóða- bankanum (World Bank). Áður en Kozack kom til Íslands þá starfaði hún í Rússlandi á vegum AGS. KOM FRÁ RÚSSLANDI OG Á LEIÐ TIL PÓLLANDS verða við þeim kröfum. „Í fyrsta lagi er búið að gera mjög margt varðandi skuldastöðu heimilanna. Sem dæmi má nefna 110% leiðina, sértæka skuldaaðlögun, greiðslu- aðlögun, hækkun á félagslegum bótum og heimild til að greiða fyrirfram út séreignarsparn- að sem nam um 15 milljörðum króna. Það hefur því gríðarlega mikið verið gert til að styðja við heimilin í landinu og Ísland hefur tekið forystu á meðal allra landa í þeim aðgerðum. Hvergi hefur verið gert meira. Þess utan er ferlið ekki komið á endastöð. Enn á eftir að afgreiða um 20% um- sókna heimila og fyrirtækja um aðlaganir á skuldum. Við teljum að almenn niður- færsla á skuldum yrði ómarkviss aðgerð. Hún mynd ekki hjálpa þeim heimilum sem eiga við mestu vandamálin að stríða og þær yrðu mjög dýrar fyrir ríkissjóð. Það yrði mikil áhætta fyrir Ísland að taka að grafa undan þeim efna- hagsbata sem hefur náðst með því að auka opinberar skuldir. Því gæti fylgt enn meiri niðurskurð- ur á þjónustu hins opinbera. Það verður að horfa á heildarmyndina. Því hærri sem skuldir ríkissjóðs verða því hærri er vaxtakostn- aður hans á ári. Af hverju ættu Íslendingar að vilja eyða pening- um ríkissjóðs í að greiða vexti?“ GJALDEYRISHÖFTIN ÓHEFÐ- BUNDIN Í kjölfar bankahrunsins voru gjaldeyrishöft sett á hérlendis í kjölfar þess að gengi íslensku krónunnar hrundi. Afnám haft- anna virðist ekki vera fyrirsjáan- legt í náinni framtíð. Að sögn Kozack er það mjög óhefðbundið af AGS að styðja setningu gjaldeyrishafta í þeim löndum sem leita aðstoðar hjá sjóðnum. Reynslan hafi þó sýnt að þau hafi gefist mjög vel við að ná fram stöðugleika á Íslandi. Henni finnst sú leið sem íslensk stjórn- völd hafa valið við áætlunargerð um afnám hafta vera sú rétta. „Áætlun stjórnvalda byggir ekki á tímaramma heldur að réttar að- stæður séu til staðar þegar höft- in verði afnumin. Þetta er mjög flókið og erfitt verkefni og mikil áskorun. Hraði afnáms hafta mun ráðast af greiðslujöfnuði Íslands. Umfang þess erlenda gjaldeyr- is sem streymir inn í landið mun ráða því hversu mikið sé hægt að hleypa út af krónum sem eru fastar inni í höftunum og vilja út. Sama gildir um krónur utan hafta sem þurfa að leita inn í hagkerfið. Það er mögulegt að gjaldeyr- ishöftin færi fjárfesta frá hand- bærum fjárfestingum yfir í fast- ari fjárfestingar eins og fasteign- ir, enda útiloka þau fjárfestingu erlendis. Það þarf því að fylgjast vel með þróun markaða á Íslandi með þetta í huga til að koma í veg fyrir bólumyndanir.“ Kozack segir að AGS fylgist mjög náið með þróun á fasteigna- markaðinum með þetta í huga. Ef húsnæðisverð myndi til dæmis hækka mjög skarpt og úr takti við langtímaspár þá myndu þau hafa áhyggjur. „Enn sem komið er er þetta ekki eitthvað sem hring- ir viðvörunarbjöllum, en ljóst er að vel þarf að fylgjast með þróuninni.“ SÉR ENN VEIKLEIKA Íslenska bankakerfið, og stór hluti atvinnulífsins, hefur gengið í gegnum heildræna endurskipu- lagningu eftir bankahrun. Sam- hliða hrundu verðbréfamarkaðir hérlendis og þótt þeir hafi tekið aðeins við sér á allra síðustu mánuðum með nýskráningum og nýjum útgáfum skuldabréfa þá er þróunin í átt að heilbrigðum mörkuðum afar hæg. Kozack er ánægð með þann ár- angur sem náðst hefur í endur- reisn bankakerfisins en sér þó enn veikleika í því. „Bankarnir eru til dæmis enn með mikið af lánum í vanskilum og lánasöfn þeirra við- kvæm. Þar er margt sem enn á eftir að gera. Hins vegar er búið að gera mikið varðandi endur- skipulagningu skulda. Það er búið að afskrifa mikið af skuldum þeirra [fyrirtækja] og hjálpa þeim við að byggja upp fjárfestingagetu að nýju. Það ætti að eyða framtíð- aróvissu á meðal fyrirtækja og í kjölfarið að draga úr atvinnuleysi. Þegar fyrirtæki eru með betri sýn yfir fjármál sín til framtíðar geta þau stækkað og ráðið til sín fólk að nýju.“ MARKAÐIR ÞURFA AÐ TAKA VIÐ SÉR Hún segir mikilvægt að hluta- bréfa- og skuldabréfamarkaðir fari að taka við sér. Það sé nauð- synlegt til að íslenskt hagkerfi sé með þá fullnaðarvirkni sem til þarf. „Það þarf hlutabréfamarkað og fyrirtækjaskuldabréfamarkað. Það þarf kannski ekki að gerast á allra næstu mánuðum en það þarf að vera þróun í gangi í átt að þessu markmiði. Ég held að svo sé. Velta á hlutabréfamarkaði hefur verið að aukast lítillega og bankarnir hafa nýverið gefið út sértryggð skuldabréf. Við vonumst til þess að fyrirtæki nýti sér þær skulda- afskriftir og endurskipulagning- ar sem þau hafa gengið í gegnum og leyfi sér að hugsa til framtíð- ar, í stað þess að vera föst í for- tíðinni, og fari að gefa út skulda- bréf í auknum mæli.“ VARAR VIÐ ALMENNUM SKULDANIÐURFELLINGUM „Við teljum að almennar niðurfærslur á skuldum yrði ómarkviss aðgerð. Þær myndu ekki hjálpa þeim heimilum sem eiga við mestu vandamálin að stríða og þær yrðu mjög dýrar fyrir ríkissjóð. Það yrði mikil áhætta fyrir Ísland að taka að grafa undan þeim efnahagsbata sem hefur náðst með því að auka opinberar skuldir,“ segir Julie Kozack. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.