Fréttablaðið - 07.03.2012, Page 41

Fréttablaðið - 07.03.2012, Page 41
MIÐVIKUDAGUR 7. mars 2012 25 Madonna íhugar nú bónorð frá kærasta sínum Brahim Zaibat en þrjár vikur eru síðan hann bað tónlistarkonunnar. Frá þessu greinir slúðurmiðillinn Show- bizSpy en heimildir greina frá því að Zaibat, sem er 29 árum yngri en Madonna, hafi skellt sér á skeljarnar er þau voru í fríi á Kabbalah-miðstöð. Madonna ku vera yfir sig ástfangin af dansar- anum en miðillinn greinir frá því að söngkonan sé ekki viss hvort hún vilji ganga í hjónaband í þriðja sinn á ævinni. Þetta er því erfið ákvörðun fyrir Madonnu sem áður hefur lýst því yfir að hún eigi erfitt með að vera ein og að Zaibat geri hana hamingju- sama. Madonna fékk bónorð HUGSAR MÁLIÐ Madonna fékk bónorð frá kærasta sínum, Brahim Zaibat, fyrir þremur vikum og er enn að íhuga málið. NORDICPHOTOS/GETTY Leikkonan Mila Kunis kveðst ekki stunda skemmtistaði heldur kjósi frekar að eyða kvöldum sínum heima í ró og næði. Kunis er forsíðustúlka bandaríska Harper’s Bazaar og viðurkennir þetta í viðtali við blaðið. „Ég fer sjaldan út á lífið. Ég kýs heldur að fá mér lítinn drykk yfir sjónvarpinu heima. Ég hef líka gaman af því að elda, ég get eldað hvað sem er úr afgöngum og mig dreymir um að vera dóm- ari í sjónvarpsþáttunum Top Chef,“ segir leikkonan, sem bætir við að eina ástæðan fyrir því að hún stundi líkamsrækt sé sú að þá geti hún borðað meira. „Ég æfi bara því þá má ég borða og drekka eins og ég vil. Ég og vín- glasið mitt erum bestu vinir.“ Kunis fer lítið út á lífið RÓLEG Leikkonan Mila Kunis vill heldur eyða helgunum sínum heima en á skemmtistöðum. NORDICPHOTOS/GETTY 525 8000 www.bilaland.is KLETTHÁLSI 11 og EIRHÖFÐA (Bílakjarninn) VIÐ ERUM Á TVEIMUR STÖÐUM: E N N E M M / S ÍA / N M 5 10 0 4 OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR Í BAKKALÁRNÁM TIL 23. MARS Umsóknarfrestur um nám á meistarastigi verður auglýstur síðar. MYNDLIST TÓNLIST HÖNNUN & ARKITEKTÚR LEIKLIST & DANS RAFRÆNAR UMSÓKNIR OG NÁNARI UPPLÝSINGAR UM INNTÖKUFERLI FYRIR HVERJA DEILD ERU Á WWW.LHI.IS Hönnunar- og arkitektúrdeild Arkitektúr Fatahönnun Grafísk hönnun Vöruhönnun Leiklistar- og dansdeild Fræði og framkvæmd Samtímadans Myndlistardeild Tónlistardeild Hljóðfæraleikur/söngur Kirkjutónlist Mennt og miðlun Tónsmíðar Diplómanám í hljóðfæraleik

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.